Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRlÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Nýlega birtist þessi grein eftir Hailsham lávarð, áöur Quintin Hogg, sem lengi var meðal helztu leiötoga brezka íhaldsflokksins og ráðherra um árabil, en situr nú í lávarðadeildinni. Hailsham gerir hér að umtalsefni hnignun þá, sem margir telja að um þessar mundir eigi sér stað í vestrænum lýðræðisríkjum, en greinin birtist nýlega í brezka blaöinu The Sunday Express. Hailsham lávarður: Frammistaða vestrænna ríkja lakari en nokkru sinni Stjórnmálaumræða í Bretlandi hefur um langa hríð snúizt að • miklu leyti um efnahagslíf og hin innri mál ríkisins — verðbólgu, þjóðnýtingu, skattlagningu og kaup og kjör. Að svo miklu leyti sem utanrík- ismál hafa yfirleitt verið rædd þá hafa það oftast verið afmörkuð mál, svo sem Rhódesía, þorska- stríð, Efnahagsbandalagið og Mið- austurlönd. Ég er farinn að velta því fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að við förum að líta á heimsmálin af hærri sjónarhóli. Um þessar mundir eru þrjátíu ár siðan stjórn Attlees fór að taka alvarlega þá hættu, sem stafaði af heimskommúnismanum. I kosn- ingunum 1945 var Ernst Bevin enn að prédika að orð vinstri manna næðu bezt eyrum vinstri manna, og hafði þá í huga Stalín-Rúss- land. Hvað sem segja má um ýmis glöp stjórnar Attlees þá verður aldrei af henni skafið, að árið 1948 tók hún höndum saman við Truman og leiðtoga í Evrópu um að stofna vestrænt bandalag gegn kommúnistum. Þannig var bægt frá bráðustu hættunni af því að kommúnistar héldu áfram að sölsa undir sig landsvæði, og þótt skrýtið og mótsagnakennt sé, þá var það einmitt á sam tíma sem samskipt- in við ríkin austan járntjalds tóku að skána, en fram að því höfðu þau farið síversnandi. Það sama átti sér stað árið 1962 þegar Kennedy sýndi Krúsjeff í tvo heimana vegna þess að Rússar voru að koma sér upp eldflauga- stöð á Kúbu. I stað þess að verða undanfari þriðja heimsstyrjaldar- innar varð það mál til þess að samskipti við Sovétríkin fóru heldur að lagast. Árið 1963 reyndizt unnt að koma á samningi um bann við kjarn- orkutilraunum í hernaðarskyni, sem fram fóru undir beru lofti. Beinn sími milli æðstu ráðamanna í Washington og Moskvu varð næsta skref, og smám saman fór að draga úr spennu. Versnandi samskipti við komm- únistaríkin hafa ævinlega fylgt í kjölfar tímabils þegar Vestur- landabúar hafa leiðst út í það að blunda á verðinum og hyggja ekki nógu vel að eigin öryggi. Vestur-Þjóðverjar þurfa engan Berlínarmúr til að koma í veg fyrir að þegnarnir reyni að flýja. Bátar frá Japan eru ekki að hrekjast troðfullir að fólki, sem er að forða sér úr landi. Ekki heldur eru Rússar með sína víðáttumiklu kornakra aflögufærir þannig að þeir geti selt amerísku kapítalist- unum korn. Þveröfugt. Hin kapítalísku Bandaríki selja korn til Sovét, og Evrópuþjóðir selja þangað smjör. Jafnvel í þessu Benn-þjáða landi [hér er greinarhöf. að vitna í Tony Benn, ráðherra í stjórn Callaghans, helzta þjóðnýtingar- frömuð Verkamannaflokksins] höfum við altént vit á því að láta sjálfstæð fyrirtæki, sem hægt og sígandi sjá um að bæta lífskjörin og fjármagna aðstoð okkar við þróunarlöndin, um söluna á þess- um útflutningsvörum. Hafi einhverju sinni verið til stjórnmálalcg heimspekikenning, sem reynslan hefur afsannað rækilega, þá er það marxismi. Þó finnst mér sem vestræn ríki hafi aldrei sýnt lakari frammi- stöðu en um þessar mundir. Sovétflotinn ryðst um heimshöfin, og neðansjávarfloti Sovétríkjanna er margfalt öflugri en sá, sem næstum tókst að svelta okkur til bana í síðari heimsstyrjöldinni. Sovétmenn hafa, að því er ég tel, á að skipa langvoldugasta flota, sem nokkru sinni hefur verið til í heiminum. Yfirburðir þeirra hvað viðkemur mannafla undir vopnum, skriðdrekum og flugvélum eru uggvænlegir, einkum vegna þess að þessi hervæðing er svo margfalt meiri en nokkuð það, sem flokkast undir þarfir vegna varna. Mikill hluti Afríku, Suðaustur— Asíu, auk allrar Austur-Evrópu, Afghanistan, og nú jafnvel einnig Iran, er á áhrifasvæði Sovétríkj- anna. Sé litið til Arabaríkjanna, þá hafa Sovétmen'n tögl og hagldir í írak, auk þess sem þeir hafa gífurleg áhrif í Líbýu, og veruleg áhrif á bak við tjöldin í Sýrlandi, Líbanon og Egyptalandi. Mikið öngþveiti ríkir í Tyrk- landi, og sama gildir að mörgu leyti einnig í Grikklandi. Jafnvel í Bretlandi og Bandaríkjunum gegnir mikilli furðu hvaða áhrif Cyrus Vance og árið framundan AÐALVANDI bandarískrar utanrikisstefnu á árinu 1979 er sá, að dómi Cyrus Vance utan- ríkisráðherra, að halda sæmi- legu jafnvægi f samskiptum austurs og vesturs og einkum að viðhalda samstöðu banda- lags vestrænna ríkja og ein- hvern veginn að fylgja fram óhlutdrægri stefnu bæði gagn- vart Kína og Sovétríkjunum. Vance viðurkennir að þetta muni ekki reynast auðvelt. Hann hefur mikinn hug á því að koma á eðlilegum stjórnmála- legum tengslum og viðskiptum við Kína, en hefur áhyggjur af vaxandi andúð í garð Rússa á Bandaríkjaþingi og hjá banda- rfskum almenningi og reynir að ráða fram úr því hvernig hann geti leyst þessi vandamál út á við, inn á við og gagnvart almenningsálitinu á þessu ári. Cyrus Vance er hægláti og gætni ráðherrann í Carter-stjórninni — vantrúaður á stórbrotnar og skrumkenndar hugmyndir um heimsmálin. Hann er lögfræðingur og fæst við eitt vandamál í einu, reynir sí og æ að sætta andstæð öfl heima og erlendis, óendanlega þolinmóður og kurteis og gædd- ur skörpum skilningi á því hverju hann geti komið til leiðar og hverju ekki. Til dæmis telur Vance utan- ríkisráðherra ekki, hvort sem hann hefur á réttu eða á röngu að standa, að stjórnin í Washington geti mikið gert í sambandi við hið alvarlega ástand í íran. Frá sjónarmíði hans er þetta ekki í meginatrið- um milliríkjamál, heldur þjóð- félagslegt og jafnvel trúarlegt vandamál, sem stjórnin í Washington geti ekki leyst. Það hefur uggvænleg hernaðarleg og herfræðileg áhrif sem stafa af olíuauði írans. Þetta bitnar á iðnríkjunum og jafnvel þróunar- löndunum, en Vance telur ekki að Bandaríkin geti ráðið niður- stöðunni, hvort sem stjórnin mæli með því að íranskeisari verði um kyrrt í Teheran eða fari á brott. Á svipaðan hátt er Vance hnugginn og jafnvel svartsýnn út af sjálfheldunni í viðræðum Israelsmanna og Egypta, út af möguleikunum á málamiðlunar- Eftir James Reston ^TeUrJJorkStmc0 samkomulagi í Miðausturlönd- úm. Að hans dómi eru því mun meiri líkur á því að Sadat forseti og Begin forsætisráðherra missi af tækifærinu á málamiðlunar- samkomulagi um Sinai, vestur- bakkann og Gaza-svæðið, því mun meira veður sem þeir gera út af IV grein eða VI grein samkomulagsins í Camp David. Þar af leiðandi er stjórnin í Washington að beina athyglinni frá heilabrotum um Sadat og Begin, sem svo lengi hafa gagn- tekið hana, og hún er jafnvel farin að snúa sér frá átökunum í íran, sem bandaríska stjórnin virðist ekki geta haft áhrif á. Embættismenn eru að snúa sér aftur að samskiptunum við NATO-bandalagið, Moskvu, Peking Tokyo. Á leiðtogafundi vesturveld- anna á Guadeloupe lýstu Callag- han, forsætisráðherra Bret- lands. Schmidt, kanzlari Vest- ur-Þýzkalands, og Giscard d’Estaing, forseti Frakklands, allir yfir stuðningi við þá stefnu Carters forseta að færa sam- skipti Bandaríkjanna við Kína í „eðlilegt" horf. En'um leið sögðu þeir Carter að þeir hefðu áhyggj- ur af vaxandi andsovézkum áróðri í Bandaríkjunum og spurðu hann hvað gerðist ef þetta yrði til þess að SALT II yrði hafnað og vígbúnaðarkapp- hlaupið hæfist á nýjan leik. Leiðtogarnir höfðu lítið að segja fréttamönnum á Guadeloupe, en af þessari ástæðu birtust þeir samt sem áður í sjónvarpi til að taka skýrt fram að þeir vildu fá SALT II samning og teldu hann vera í þágu öryggishagsmuna Vest- ur-Evrópu. Vance utanríkisráðherra hefur ekki aðeins áhyggjur af því að koma SALT II gegnum þingið; hann hefur líka af því áhyggjur hvort honum tekst að fá þingið til að veita Sovétríkj- unum sömu tilslakanir á við- skiptasviðinu og Kína. Eitt helzta deiluefnið á Guadeloupe er sú ákvörðun Breta að selja nýtízkulegar her- flugvélar til Peking. Schmidt kanzlari óttaðist þau áhrif, sem þetta allt gæti haft á pólitísk samskipti vesturveldanna við Moskvu. Hví skyldum við ögra rússneska birninum, spurði hann. Allt þetta hefur haft nokkur áhrif á ráðunauta Carters for- seta í utanríkismálum, einkum Vance utanríkisráðherra. Hann er uggandi vegna þeirrar til- hneigingar í Bandaríkjunum, þótt það komi aðeins fram hjá honum í einkaviðræðum, að „reiða bareflið" að Sovézka birn- inum. Hann gengur jafnvel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.