Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 11 einu voldugasta ríi veraldar, ríki sem réð fyrir óvígum harðstjórn- arher. Og við höfðum sigrað! Ríkið hafði orðið undan að láta. Við höfðum reynzt því of skeinuhættir, jafnvel í fangelsi. Átti ég ekki að gleðjast yfir unnum sigri? En ég fann ekki til neinnar gleði, aðeins þreytu, ósegjanlegrar þreytu. Mér var loks sagt, að það ætti að skiptast á okkur Luis Corvalan, Þessi skipti áttu sér engin for- dæmi. Óvinaríki höfðu áður skipzt á njósnurum eða stíðsföngum. En ég vissi ekki til þess, að ríki hefðu nokkurn tíma skipzt á venjulegum óbreyttum borgurum. En það yrði þá tveimur pólitísk- um föngum færra í heiminum. Og mér var skemmt að hugsa til þess, að fólk í öðrum löndum lagði Sovétstjórnina og stjórn Pinochets í Chile að jöfnu. Það mátti kallast tímanna tákn. KGB-maðurinn sem tók hand- járnin af mér lét þess getið að þau væru bandarísk og sýndi mér vörumerkið. En ég hafði lengi vitað, að vestræn ríki höfðu langalengi séð Sovétstjórninni fyrir handjárnum. Hann hefur trúlega haldið að kæmi á mig við þessar fréttir, þær yrðu mér áfall. En ég hafði aldrei gert mér neinar grillur um Vesturlönd. Eg mundi glöggt, að Sameinuðu þjóðunum höfðu borizt hundruð' örvæntingarfullra bænarskjala og þær aldrei svarað. Það var mér næg vísbending. Jafnvel sovézkar stofnanir svöruðu bréfum. Svörin voru kannski út í hött, en þau bárust. Á Vesturlöndum virtust þau hreinlega týnast. Bitnaði á föngunum Um svonefnda „slökunarstefnu", detente, Helsinkisáttmálann og annáð í þeim dúr er það að segja, að við nutum ávaxtanna af því i Vladimirfangelsi, ef svo má að orði komast. Var það ekki í fyrsta sinn, að fangar í Sovétríkjunum guldu „vinsamlegra sámskipta" þeirra og vestrænna ríkja. Verst var þó að vestræn ríki reyndu að réttlæta gerðir sínar með alls kyns flóknum og útsmognum kenningum. Rétt eins og sovézkur almenningur hefur fundið upp ótal afsakanir til réttlætingar afstöðu sinni frammi fyrir skefjalausu ofbeldinu vildu nú Vesturlandamenn friða sam- vizku sína. Sumar afsakanirnar eru jafnvel sameiginlegar hvorum tveggja. En ofbeldi hefnir sín grimmilega, þeir sem styðja það munu og gjalda þess. Þeir sem ímynda sér að mörkin milli frelsis og ófrelsis séu á landamærum Sovétrikjanna vaða í villu og svíma. * Við lentum í Sviss. Strax og vélin lenti var herflutningabílum ekið út á flugbrautina, hermenn stukku út og umkringdu vélina. Við fórum inn í bíl merktan sovézka sendiráðinu. Bandarískum bíl var ekið upp að honum og fórum við þá yfir í hann. Og þar með var athöfninni, skiptunum, lokið. Við sáum Corvalan aldrei og urðum þess ekki varir er hann fór um borð í sovézku flugvélina. Það hafði ekki verið leitað á okkur, í farangri okkar eða litið á skilríki okkar. Þetta gekk krafta- verki næst. Eg hafði komizt undan með allan fjársjóðinn sem ég tók með mér úr fangelsinu vafinn inn í áklæðið utan af rúmdýnunni: bækur, hnífar, rakblöð, vasa- bækur, kúlupennar og fyllingar. Nóg til þess að halda lífinu í fanga svo vikum skipti. En nú var þetta dýrmæti allt í einu orðið verðlaust með öllu. Hefðbundið gildismat úr gildi gengið í einu vetfangi. Öllu umsnúið. Þegar við ókum upp að flug- stöðvarbyggingunni greip mig einkennileg tilfinning: mér fannst sem mér hefði tekizt, og KGB yfirsézt að komast undan með eitthvað mjög mikilvægt og verðmætt, eitthvað stranglega bannað sem alls ekki mátti fara úr landi; eitthvað sem aldrei nokkurn tíma fyndist, hvernig svo sem leitað yrði ... Starfsmannafélag Flugleiða: „Að fá frið til að sinna störfum sínum“ MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frétta- tilkynning frá Starfs- mannafélagi Flugleiða: Stjórn starfsmannafélags Flug- leiða samþykkti svohljóðandi ályktun á fundi sínum 24/1 1979. 1. Stjórn Starfsmannafélags Flugleiða harmar þau skrif, sem birzt hafa í blöðum að undanförnu um deilur innan Flugleiða hf. Hin gömlu starfsmannafélög Loftleiða og Flugfélags íslands hf. hafa sent frá sér yfirlýsingar, sem túlka mætti á þann hátt, að allir starfs- menn Flugleiða hf. væru komnir í hár saraan. Starfsmannafélag Flugleiða var stofnað í apríl 1977 og taldi um síðustu áramót um það bil 1280 félagsmenn, af ca. 1350 starfs- mönnum Flugleiða hf. (Loftleiða hf. og Flugfélags Islands hf). Starfsmannafélag Flugleiða hefúr ætíð leitazt við að vera sameining- arafl innan Flugleiða hf. Sem dæmi má nefna, að á vegum Starfsmannafélags Flugleiða starfa nú 12 klúbbar um hin ýmsu áhugamál félagsmanna. Keppend- ur hafa verið sendir á hin ýmsu mót innanlands, sem utan með góðum árangri. Hvað gömlu félögin varðar, er yfirleitt ágreiningur um, hvort rétt sé að nefna þau starfsmanna- félög. Starfsmannafélag Flugféags ís- lands var lokað, þegar sameining flugfélaganna varð að veruleika. I þeim félagsskap eru því einnig starfsmenn, sem hættir eru störf- um hjá Flugleiðum hf. Mjög óljóst virðist, hverjir séu félagar í Starfsmannafélagi Loft- leiða. Starfsemi félagsins hefur verið mjög lítil hin síðustu ár. Til að mynda hafa félagsgjöld ekki verið innheimt nú hin síðari ár, enda erfitt um vik, þar sem áhöld eru um hverjir eru félagsmenn. Af framanrituðu er augljóst, að taka verður blaðaskrif „Starfs- mannafélaga“ Loftleiða og Flug- félags Islands með varúð, þar sem um mjög fámenna hópa er að ræða. Stjórn Starfsmannafélags Flugleiða vill því hér með lýsa því yfir, að meðal flestallra starfs- manna Flugleiða hf. ríkir sátt og samlyndi. 2. Ennfremur harmar stjórn Starfsmannafélags Flugleiða þær deilur sem nú eru uppi bæði milli stjórnar Flugleiða hf. og flug- manna og einnig milli flugmanna Loftleiða hf. og flugmanna Flug- félags íslands hf. Áframhaldandi deilur sem þess- ar geta einungis leitt til versnandi stöðu Flugleiða hf. í hinni ört vaxandi samkeppni í alþjóðlegum flugrekstri. Að þessum deilum standa aðeins hópar örfárra manna, sem ekki virðast taka tillit til annars en óeðlilegrar eiginhagsmunastefnu. Til glöggvunar skal tekið fram að Loftleiðaflugmenn eru nú 58 en flugmenn hjá Flugfélagi Islands hf. eru 56. Hinn almenni starfsmaður Flugleiða hf. lítur á sameiningu Loftleiða hf. og Flugfélags íslands hf. sem orðinn hlut og vill því stuðla heilshugar að framgangi Flugleiða hf. bæði í nútíð og framtíð. Þessar deilur örfárra manna eru ógnun við lífsafkomu allra starfsmanga Flugleiða hf. Því skorar stjórn Starfsmannafélags Flugleiða á alla deiluaðila að setjast nú þegar að samningaborði með það eitt í huga að leysa þessar deilur svo hinn almenni starfs- maður Flugleiða hf. fái frið til að sinna störfum sínum til fram- gangs íslenzkum flugmálum. Ályktun þessi var samþykkt samhljóða af öllum stjórnarmeð- limum, F.h. Stjórnar Starfsmannafé- lags Flugleiða, Vilmundur Jósefsson formaður. Aðrir í stjórn: Gunnar Olsen Helgi Thorvaldsson Kristin Guðmundsdóttir Margrét Hauksdóttir Sigrún Ólafsdóttir. Hálir vegir hcetta áferð *I:I-3I:ÁXI2 AEIÐfÁX111 MEIÐFÁXI12 AEI3FÁXI10 Eiðfaxi er ménaðarrit og hefur nú komið út í hélft annað ér. Mikill éskrifendafjöldi og góð sala sanna vinsældirnar. Eiðfaxi er einstætt blað fyrir éhugafólk um Pósthólf/P.O. Box 887 121 Reykjavik lceland Sími/Phone 85111 Ul:l3l7\XI6 i 1 »EIÐI1) 06! |'»EiaFÁXI3" 1 AEIÐFÁXI4" 1 IséEIÐFÍXIS78 rnmmm JW I &js2SSL ; K5__ t < f J V 'n 1 % V/iH^ FJOLBREYTT BLAÐ um hesta og hestamennsku íslenska hestinn. Vandað að frégangi og efni. Viðtöl, greinar, frésagnir og mikill fjöldi mynda. Hringið í síma 85111 — eða póstleggið éskriftarbeiðni nú, — og blaðið kemur um hæl. Árið 1977 komu út sex tbl., júlí-des og kostar ein - takið nú 600 kr. Árgangur 1978,12 tbl. kostar nú 5300,00. Fyrri hluti 1979, jan-júní kostar 3600,00. Ég undirritaður/undirrituð óska að gerast éskrifandi að Eiðfaxa □ frá upphafi □ frá áramótum 77/78 □ frá áramótum 78/79 □ frá og með (það sem til er af tölublöðum) næsta tölublaði NAFN NAFNNÚMER HEIMILI Póstnúmer Póststöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.