Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 21 Formadur H.S.Í.: Gæti skaðaðnor- ræna samvinnu — ÞAÐ er hætt viö aö þessi úrskurður skaði samvinnu okkar við hina Norðurlandaþjóðirnar á handknattleikssviðinu, sagðl formaður HSÍ, þegar Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi um úrskurð þann sem framkvæmdarnefnd IHF hefur kveðið upp, um að Vfkingar séu dæmdir frá bikarkeppni Evrópu í handknattleik, & þessu keppnistímabili. — Frændur okkar á Norðurlöndum hafa lagt stein í götu Víkinga, og þetta er mikið áfall fyrir íslenskan handknattleik, sagði Júlíus Hafstein. — Ég harma þessa ákvörðum, málsmeðferð alla, svo og þann mikla drátt sem varð á að kveða upp úrskurðinn. Stjórn HSI hefur staðið við hlið Vfkinga f málinu og mun gera það áfram. — Ég mun leggja til að málið verði tekið fyrir á Norðurlandaþinginu sem fram fer í umsjá HSÍ í maí. — öll málsmeðferð er í hæsta máta óvenjuleg, að ekki sé meira sagt. — Það er fyrst og fremst í höndum Víkinga hvert framhald verður á þcssu máli, og hvaða óskir þeir kunna að koma með varðandi okkar hlut í málinu, sagði Júlfus að lokum. þr. Ámi þjálfar skídafólkid í nýlcgu tölublaði fslendings á Akureyri, er frá því greint, að hihn kunni skfðakappi Árni Óðinsson hafi verið ráðinn yfir- þjálfari hjá Skíðaráði Akureyr- ar í vetur. Skv. íslendingi, mun Árni hafa umsjón með þjálfun allra ílokka, fyrst um sinn a.m.k. Hugsanlegt sé, að Lena nokkur Sollander frá Svfþjóð sjái um elsta flokkinn síðar. Beðið er eftir ákveðnu svari frá henni um það mál. Lena þessi hefur Helvetía Cup: Tap og sigur ÍSLENSKA landsiiðið f badminton, sem tekur þátt f hinu tveggja daga langa „Helvetia Cup“, B-keppni landsliða Evrópu, þessa dagana stóð sig vel fyrri keppnisdaginn, einn landsleik, en tapaði öðrum. Áður höfðu íslendingarnir unnið frækilegan sigur á landsliði Portúgals í æfingamóti fyrir keppnina. fslcnska liðið lék í tvískiptum 5 liða riðli. Var fsland í 3. hlutanum og lék fyrst við Svisslendinga, sem sigruðu landann 5—2. Síðan léku fslendingar og Frakkar og vann þar fslenska liðið góöan sigur, 5—2. Um önnur úrslit í riðlinum er það að segja, að bæði Sviss og Malta unni ítali 7—0 og Frakkland vann síðan Möltu 7—0. Er svo að sjá sem ftalska liðið sé langlélegasta liðið í riðlinum. Crystal Palace sló Bristol City úr bikarnum Crystal Palace sigraði Brist- leiksins urðu þeir að leika níu. ol City í bikarkeppninni í Peter Nicholas, Terry Fenwik gærkvöldi 3—0. Tveimur af og Steve Kemper skoruðu mörk leikmönnum City var vísað af Palace. leikvelii svo að mestan hluta Létt hjá Spánverjum SPÁNVERJAR léku um hclgina vináttulandsleik í handknattleik gegn Alsír. Alsírbúar eru ekki hátt skrifaðir í fþróttinni, enda töpuðu þeir stórt. 15—28. Um 1000 manns áu viðureignina, sem fram fór á Spáni. verið f sænska skfðalandsliðinu og keppti einu sinni hér á landi, á Norðurlandamóti ungl- inga f Hlfðarfjalli árið 1971. • Gladir og ánægðir \ikingar eítir ao haía sigrað í bikarkeppni HSi, og unnið sér rétt til þátttöku í bikarkeppni Evrópu íhandknattleik. Þar biðu þeirra þau örlög að vera dæmdir úr leik. Eru þeir fyrsta handknattleikslið í Evrópu sem dæmt er frá keppni á vegum IHF vegna slysalegra atburða sem gerast löngu eftir að leik lýkur. Og öll málsmeðferð er hin furðulegasta. Áfrýjun Víkinga ekki tekin til greina „Ég verð því miður að tilkynna ykkur það, að stjórn Víkings hefur borist skeyti frá framkvæmdanefnd IHF, þar sem skýrt er frá því að áfrýjun Víkings hafi ekki verið tekin til greina og framkvæmdanefndin staðfestir úrskurð aganefndar IHF þar sem Víkingar eru dæmdir úr keppni í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta vegna rúðubrotanna margumtöluðu í Ystad.“ Þannig hófst blaðamannafundur sem stjórn handknattlciksdeildar Vfkings hélt í gærkvöldi og það var Eysteinn Sigurðsson formaður sem þetta mælti. Og hann hélt áfram: — 1 skeytinu segir, að nánari upplýsingar sem eigi að rökstyðja úrskurðinn séu á leiðinni í bréfi. Þess má geta, að við fengum nákvæmlega eins orðsendingu þegar úrskurður aganefndarinnar barst okkur, en ef innihald þessa bréfs er eitthvað í lfkingu við bréfið sem okkur barst þá, er ekki eftir neinu að bíða, því að það bréf hafði ekki að geyma neinar röksemdafærslur eða tilvitnanir reglur sem styddu dóminn, þó að aganefndarmenn hafi haldið því fram. Ljóst var á öllu, að dómurinn væri eingöngu gaðþóttaákvörðun, sem hvergi kæmi nálægt neinum reglum IHF og dómur þessi á hendur Víkingum getur ekkert annað en skapað slæmt fordæmi. Frændur vorir reyndust illa Það verður ekki sagt, að frænd- ur okkar á Norðurlöndum hafi sýnt frændsemina í verki og með slíka vini er engin þörf fyrir óvini. Fyrst voru það Curt Wadmark og Carl Wang í aganefndinni, þáttur þeirra hefur verið margrakinn. í framkvæmdanefndinni, sem tók fyrir áfrýjun Víkings, eiga sæti 6 aðilar, 2 Svíar, Högbom nokkur og . . . getiði þrisvar ... Curt Wadmark, einn Dani, Fredslund Pedersen, en áður hefur birst viðtal við hann í Mbl. þar sem hann sagði oftar en einu sinni, að hann væri sannfærður um. að rúðubrotin hefðu verið algert slys. Hinir þrír aðilarnir í nefndinni eru Spánverji, Sovétmaður og Vestur Þjóðverji. Atkvæðagreiðsl- an er leynileg, en samkvæmt því sem fram kom á blaðamannafundi Víkings í gær, er nokkuð öruggt að sjá út hverjir greiddu atkvæði með Víkingi og hverjir ekki. Svíarnir tveir hafa verið í fríi síðustu vikurnar, þannig að stjórnar- mönnum Víkings tókst ekki að hafa tal af þeim. En það þarf varla að spyrja að því hvernig atkvæði þeirra féllu. Daninn Fredslund Pedersen dæmdi cinnig Víkingi í óhag, en er stjórnarmönnum Víkings tókst að ná tali af honum í síma, viðurkenndi hann að hafa dæmt rangt og gert lítið til að setja sig inn í málið. En hann tók ekki í mál að breyta atkvæði sínu! Víkingum tókst með ýmsum ráðum að ná tali af hinum þrem, Spánverjanum, Sovétmanninum Krikov og Vesturþjóðverjanum Richenburger. Hannes Jónsson sendiherra íslands í Moskvu rak erindi Víkinga eystra og Krikov brá hart við og sendi atkvæði sitt þar sem talið var fráleitt að Víkingar yrðu dæmdir úr keppni. Spánverjinn gaf ótvírætt í skyn að hann styddi kröfu Víkinga, en Þjóðverjinn virtist Víkingum vera á báðum áttum. Hann virðist hafa brugðist... Hafa dæmt án greinargerðar Víkings. Það skal tekið fram, að Víkingar sendu öllum nefndarmönnum sem þeir náðu til umfangsmikla greinargerð, þar sem rakinn var gangur málsins, blaðaúrklippur úr íslenskum, sænskum og dönskum blöðum með viðtölum við aga- nefndarmennina Curt Wadmark og Carl E. Wang. Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður tók greinargerðina saman og benti hann auk þess á hinn mikla sæg atriða í málsmeðferð aganefndar- innar, sem ekki áttu við lagaleg rök að styðjast. í þessu sambandi er athyglisvert og sýnir enn eitt dæmið um forkastanlega fram- komu Wadmark og raunar félaga hans Högbom einnig, að þar sem þeir hafa verið í fríi að undan- förnu, hefur ekki tekist að koma í hendur þeirra greinargerð Víkings. Það er því ljóst að þeir hafa sent atkvæði sín án þess nokkru sinni að hafa barið augum málsvörn Víkings. Af þessu má sjá, að áfrýjun Víkings átti aldrei möguleika, eða eins og einn stjórnarmanna Víkings orðaði það á fundinum: „Það er greinilega erfitt að leita réttar síns, þegar hrein og klár mafía veður þarna uppi með geðþóttaákvörðunum sem eiga sér enga stoð í fáránleg- um reglum IHF, þar sem ein regla er líkleg til að stangast á við þá næstu." Hafa ekki lagt upp laupana. Á fundinum í gær kom það skýrt og ákveðið fram hjá Víkingum, að það sé af og frá að þeirra fjörbrot séu hætt. Krikov, hinn sovéski, hefur lýst því yfir að hann muni taka málið upp á IHF-þinginu í Moskvu 1980 og á Norðurlanda- þinginu í maí er ætlunin að halda reiðilestur yfir frændum okkar. Síðast en ekki síst ætla Víkingar að taka saman mikinn doðrant, þar sem gangur málsins er rakinn í smáatriðum. Eintak af doðranti þessum verður síðan sent til allra sambanda innan IHF öllum opið til lestrar „til þess að vara aðra við og sýna fram á hvers konar vinnu- brögðum þarna er beitt og hvers konar náungar vaða þarna uppi.“ Það eru ein 100 sambönd innan IHF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.