Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Einkennileg tilviljun — þú hringir einmitt á því augna- hliki sem ég var að hugsa um þig! BRIDGE COSPER Hægfara sjálfsmorð Mér sýnast þessir stjórnendur landsins, sem eiga að standa vörð um frelsi þjóðarinnar ekki síður en að leysa efnahagsvandann, farast eins og reykingamanni sem fékk sér sígarettu um leið og hann las að reykingar væru hægfara sjálfs- morð. Almenningur kostar fjöl- miðlana og hvað heyrum við í þeim nema eintóman áróður á móti vestrænu frelsi og hallelúja söng- inn um sósíalismann. Þegar maður var ungur þá var maður í pólitísku félagi og sótti fundi í húsnæði þess. Núna leggur Alþýðubandalagið undir sig fram- haldsskólana og kennarar sem eru á launum hjá okkur taka að sér kennsluna Alþýðubandalaginu að kostnaðarlausu. Þess vegna krefst ég þess fyrir hönd mæðra þessara barna sem í er verið að dæla sósíalsimanum að útvarpið láti lesa fyrir okkur bókina hennar Fredu Utley og beðið var um að lesin yrði þegar börnin koma heim úttroðin af slagorðafroðu sósíal- ismans sem aldrei hefur í fram- kvæmd getað gert nokkuð gott. Þá fá karkkarnir aðra útgáfu af afrekum sósíalismans og þá verður erfiðara fyrir kennarana að heila- þvo þá. Það máttu þeir eiga Lenin og Stalín að þegar kommúnista- þingin voru haldin og útbreiðslu- postularnir voru mættir alls stað- ar að þá reyndu þeir, eins og Eva forðum með óhreinu börnin sín, að fela það versta. Fangabúðirnar voru ekki sýndar og vinnuskilyrðin og kaupið var ekki nefnt enda voru þessir trúbræður ekkert að hugsa um slíkt. Á flokksþinginu í Moskvu 1923 eða 4 voru teknir 30 þúsund betlar- ar og reknir í kjallara um nóttina. V)aginn eftir voru þeir síðan reknir út á gaddinn þar sem þeir urðu úti. Freda Utley bjó í húsi þar sem kjallarinn var fylltur af betlurum. Ég vona að hafi einhver Islend- ingur verið á þessu þingi og búið í húsinu hjá henni að lofræðan hafi ekki orðið eins rauðglóandi þegar til Reykjavíkur var komið. Núna aftur á móti þurfa sósíalistarnir ekkert að fela því trúboðarnir þeirra forsvara allt og sósíalism- inn á löglegan rétt á öllum hryll- ingsverkum því allt er gott sem í nafni hans er gert. Húsmóðir Umsjón: Páll Bergsson Algengt er að af sögnum and stæðinga megi draga ályktanir um fjölda spila í tilteknum lit á hendi makkers. Við getum ímyndað okkur, að andstæðingarnir segi báðir sama lit en í honum eru á hendi okkar þrjú spil. Þá er ekki óeðlilegt að búast við tveim spilum hjá félaga okkar í litnum eða jafnvel færri. Slíkar ályktanir höfðu sín ahrif á úrslit eins af leikjunum í Monrad-sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur, en á annan hátt en ætla mætti. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. 764 H. Á1076 T. K32 Vestur L' KD3 Austur S. KG8 Á104 H. 8 H. K T. ÁG1075 T. D984 L. ÁG52 Suður L’109874 S. D952 H. DG95432 T. 6 L. 6 Stuttu áður en þetta spil kom fyrir höfðu austur og vestur klöngrast í fjóra spaða með sjö spaða samtals, sem skiptust 4—3. Með sinn þrílit í spaðanum hafði norður trú á, aðsuður hefði mjög fáa spaða, sagði fimm hjörtu til vinnings en tapaði 800 á því ævintýri. En betur tókst til þegar suður fór að draga sínar ályktanir af sögunum. Suður Vestur Norður Austur — 1 tígull — 2 spaðií 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu _ 4 hjörtu allir pass Spaðasögn austurs hafði skemmtilegar og jafnframt furðu- legar afleiðingar. Suður bjóst jafn- vel við engum spaða á hendi félaga síns óg lét sig hafa það að fara í gameið með hvorki ás né kóng á hendinni. En áræðni hans borgaði sig þegar báðir varnarspilararnir fingurbrutu sig illilega. og leyfðu sagnhafa að vinna spilið. Máttu þakka fyrir að hafa ekki doblað spilið. Á hinu borðinu opnaði suður á þrem hjörtum, sem ekki er hægt að líkja við kennslubókardæmi. Vestur doblaði og norður hækkaði í fjögur hjörtu í von um að spil sín gæfu þrjá slagi til viðbótar væntanlegum sjö slögum suðurs. Austur doblaði og fékk 500 fyrir ævintýrið. 46 lauk þeim upp. Þær lágu beint út í dimman garðinn. — Ilafið þér vcnjulega þess- ar dyr læstar? spurði hann. — Auðvitað. Magna frænka horfði hissa á dyrnar. — Kannski Gitta hafi farið út þessa leið, sagði Lydia sem nú var komin niður ásamt hinum. — Já, Gitta, hvar er verk- stæðið hennar? Hernild leit snöggvpst spyrj- andi á allar dyrnar, cn áður en hin gátu svarað voru cinar opnaðar og hálf ringluð Gitta rak höfuðið fram. Hún hélt hendinni að hnakkanum og horfði ráðþrota og spyrjandi á þau til skiptist. — Hver lamdi mig í haus- inn? spurði hún og horfði næstum því ásakandi á Bernild. — Ilvers vegna var ég barin í hausinn? Hún sneri sér við og benti inn þar sem brot af leirskálum og óreiða sýndu að hún hafði fengið óboðna gesti. — Þér hafið vcrið slegnar niður með einhverjum hlut, sagði Bernild og ýtti með tánni við leirklumpum. — Með fórnarskálinni, sagði Martin spyrjandi. — Nei, skipi. Titrandi hönd- um tók Lydia eitt af brotunum úr hönd hans. — Siðustu leifar af tignarskútunni Daniu. Þrátt fyrir blóm og kertaljós, návist Martins og gómsæta nautasteik með salati varð þetta einhver óhugnalcgasti málsverður sem Susanne hafði upplifað. Eftir að hafa spurt Gittu eins mikið spjörunum úr og unnt var hafði hún verið send í rúmið að boði Holms læknis og Bernild hafði tekið sæti hennar við borðið og notaði tfmann til þess að halda eins konar allsherjaryfirheyrslu yfir hópnum. — Gitta hefur sem sagt sagt að hún hafi komið niður og séð að skápurinn hafði vcrið brot- inn upp. Hver hefur gilda skýringu á því? Bernild hvarflaði augum ti) skiptis á viðstadda. — Og fórnarskálin var horf- in? Það var Magna frænka sem spurði. — Já, fórnarskálin var horf- in. Hún sá það áður en hún var slegin niður. — Já, en ég skil þetta ekki. Eí þjófur hefur verið á kreiki, hvers vegna hefur hann þá?... Herman frændi horfði ráðþrota og miður sín í kring- um sig. — Já, og hvers vegna var hún slegin, fyrst búið var að stela fórnarskálinni? byrjaði Jasper. — Það cr margt sem ég skil ekki f þessu máli, svaraði Bernild. — Kannski hefur þjófurinn enn verið í vinnustof- unni og hefur óttast að Gitta sæi sig. Kannski hefur hann alls ekki ætlað að ná f eitrið... — Bara ef við hefðum setið kyrr f forsalnum, sagði Lydia án þess að lfta upp frá diskin- um. — Bara ef við hefðum setið kyrr og séð hver kom og fór. — Já, víst hefði það auðveld- að málið. Bernild teygði sig . eftir annarri sncið af steikinni. — Við verðum víst öll að viðurkenna að dauði Einars Einarsens, svo dularfullur sem hann er, stendur í ákveðnu sambandi við það sem hér hefur gcrzt. Ég verð að viður- kenna að ég fæ ekki séð hvar þessi fórnarskál kemur inn í myndina, eða af hverju hún virðist skipta svona miklu máli... en það er þó Ijóst að hann gerði þessa krukku og að honum látnum leggur einhver sig í hættu við að stela henni. Það lítur furðulega út, cinkum ef henni hefur verið stolið meðan ég var hér uppi á efri ha'ðinni. Það hefur sem sagt verið meira en lítil áhætta sem viðkomandi tók með því — og varð að rota Gittu líka. — Það er ómögulegt. Það er ómögulegt. Það gctur ekki verið neinn af fólkinu hér í húsinu, greip Martin fram í. — Við getum líka áreiðanlega öll gefið á því framhærilega og pottþétta skýringu, hvar við vorum þegar ljósin slokknuðu. Til að ég leyfi mér að segja yður um sjálfan mig þá tek ég fram að ég var í borðstofunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.