Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Pilturinn sást standa yfir stúlk- unni, þar sem hún lá í blóði sínu LÖGREGLAN var kvödd að húsi við Safamýri um fjögurleytið aðfaranótt laugardagsins vegna manns, sem þarna hefði ráðizt á stúlku. Þegar lögreglan kom á staðinn sá hún mann á hlaupum frá húsinu og tók hann í sína vörzlu. Pilturinn hafi sést vera að bera stúlku meðfram húsinu eftir að fólk þar hafði heyrt skarkala og óhljóð. Við nánari athugun fundu lögreglumenn einnig stúlkuna þarna við húsið alblóðuga og illa til reika, og var hún umsvifa- laust flutt í Borgarspítalann en lézt þar kl. liðlega 10 á laugar- dagsmorgun. Pilturinn sem handtekinn var, skýrði svo frá að hann hefði hitt stúlkuna við Veitingahúsið Klúbbinn um nóttina og fengið hana til að fara með sér í hús við Háaleitisbraut, þar sem hann taldi að hægt yrði að komast í gleðskap hjá kunningjafólki. Pilturinn var töluvert ölvaður þegar í þetta hús kom og stúlkan þó öllu meira, því að hún sofnaði þar. Rétt fyrir kl. 4 fór fólkið að tygja sig á brott úr húsinu en stúlkan fór lítið eitt á undan því, vildi ekki fara með því, enda þótt það byðist til að aka henni heim. Að öðru leyti vissi fólkið engin deili á henni, hvorki heimilisfang hennar né nafn, en sjálf kvaðst hún eiga heima í Safamýrinni. Pilturinn fór á eftir stúikunni kvaðst ætla að fylgja henni heim. Fólkið sem fór út rétt á eftir stúlkunni, litaðist um eftir henni og piltin- um og ók m.a. kringum húsið en sá hvorugt þeirra og engar manna ferðir. Skömmu síðar urðu svo íbúar hússins við Safamýri en það er lítið eitt vestar en húsið sem pilturinn og stúlkan komu úr, vör við skarkala og óhljóð. Maður fór þá út til að sjá hvað um væri að vera og sá þá mann standa yfir stúlku, sem lá í opinni ruslageymslu hússins. Maðurinn kvaðst ætla að hringja í lögregluna en pilturinn bað um að hringt yrði í leigubíl. Maðurinn sinnti því ekki heldur fór inn og hringdi á lögregluna, en á meðan tók pilturinn stúlk- una og byrjaði að bera hana meðfram húsinu, datt þá meðal annars einu sinni. I þann mund komu lögreglumennirnir á vett- vang. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf þegar í stað rannsókn í málinu og var unnið að henni fram á kvöld á laugardag og síðan allan sunnudaginn. Eftir kröfu rannsóknarlögreglunnar var svo pilturinn úrskurðaður í allt að 59 daga gæzluvarðhald síðdegis á sunnudag. Pilturinn sem heitir Sigurður Jónsson, 17 ára að aldri og til heimilis að Skúlagötu 64 hefur ekki verið viðriðinn afbrot áður svo vitað sé. Hann telur sig hafa hrint stúlkunni til þarna í rusla- geymslunni en neitar að hafa barið hana. Við yfirheyrslur hefur hann tekið skýrt fram, að hafi hann orðið stúlkunni að bana þá hafi það verið algjört óviljaverk. Stúlkan sem lézt, hét Sunna Hildur Svavarsdóttir, til heimil- is að írabakka 8, Reykjavík, og var hún 21 árs að aldri. Að sögn Njarðar Snæhólm, yfirlögreglu- þjóns í rannsóknarlögreglunni, hafa ekki fundizt nein barefli. Bátur í hafvillum inni á FAXAFLÓA NÍU TONNA bátur frá Keflavík lenti í hafvillum á Faxaflóa í gærdag í þéttri snjómuggu sem þar gerði eftir hádegið. Landhelg- isgæzlan kom bátnum til aðstoðar og beindi honum aftur til Kefla- víkur. Báturinn hafði lagt af stað frá Keflavík skömmu fyrir hádegi í gær og siglt þaðan í norður, er snjómugga kom yfir. Skipverjar sneru þá við og hugðust halda til1 Keflavíkur á ný. Ekki höfðu báts- verjar lengi siglt er þeir sáu gríðarstórt fjall framundan sem þeir töldu sig aldrei hafa séð áður og könnuðust ekki við. Var þá sent út skeyti þar sem allir góðir menn voru beðnir að koma til hjálpar enda væri kompásinn sennilega rammskakkur og enga stefnu af honum að hafa. Varðskip kom síðan að bátnum um hálftíma síðar og var báturinn þá um eina og hálfa mílu norður af Vogastapa, og hefur það sennilega verið fjallið torkennilega er báts- verjar þekktu ekki! Varðskips- menn vísuðu þeim síðan leiðina heim til Keflavíkur aftur og er ekki annað vitað en sú ferð hafi gengið áfallalaust. Hasarmynd í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ sýnir um þessar mundir itölsku myndina Lið- hlauparnir. Leikstjóri er Pascal Cerver. Þarna er um að ræða hasarmynd og segir frá ráni nokkurra her- manna á verulegum fjármunum sem ætlaðir voru til kaupa á vopn- um. Mennirnir lifa í lystisemdum með fögrum konum stuttan tíma en höfuðsmaður þeirra veitir þeim eftirför til að gera upp sakirnar við pá fyrir ránið. Davíð Scheving Thorsteinsson ásamt verðlaunahöfunum þremur, Inga Árnasyni, Eiríki Einarssyni og Steinunni Karlsdóttur. Ljósm. Kristján. Verðlaun afhent fyrir „jólaleik” Smjörlíkis h.f. SMJÖRLÍKI hf. gekkst fyrir samkeppni fyrir jólin. Keppni þessi var fólgin í því að svara þeirri spurningu: Hvers vegna hefur Ljómi verið langt mest selda smjörlíkið á íslandi í áratugi? I gær tilkynnti Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri Smjörlíkis hverjir unnið hefðu í keppninni. 1. verðlaun 200 þúsund krónur hlaut Ingi Árnason, Hraunbæ 70, Reykjavík, 2. verðlaun, 100 þúsund krónur, hlaut Eiríkur Einarsson, Grýtubakka 30, Reykjavík, og 3. verðlaun hlaut Steinunn Karlgdóttir Langholtsvegi 105, Reykjavík. 10 önnur svör hlutu viðurkenningar. Alls barust um 100 svör við spurningunni og munu alli þeir sem þátt tóku í keppninni fá þakkarbréf frá Smjörlíki, auk þess 2 kg af Ljóma og 2 lítra af Tropicana. Flugfélag íslands: Verkföll og veður leggjast á eitt ALLT innanlandsflug Flugfélags íslands lá niðri á sunnudag vegna verkfallsaðgerða flugmanna, og raunar lá flug einnig niðri á laugardag vegna veðurs, nema hvað flogin var ein ferð. Flogið var til Norðurlandanna, en þar kom vél frá Arnarflugi inn í, en það flug hafði verið ákveðið fyrir löngu vegna skoðana á Boeing 727 þotun- um. Annað flug á vegum Flug- félagsins var því ekki á sunnudag, því flug tii Færeyja féll einnig niður að því er Sveinn Sæmundsson hlaðafulltrúi Flugleiða tjáði Morgunblaðinu i gær. Að sögn Sveins átti flug að vera með eðlilegum hætti í gær, en truflanir urðu á flugi innanlands vegna veðurs, þannig að erfitt reynd- ist að skila þeim farþegum á leiðar- enda sem urðu fyrir töfum um helgina, og einnig var ekki unnt að flytja farþega sem flýta vildu ferð sinni vegna áframhaidandi verk- fallsaðgerða í þessari viku. Ekki var í gær flogið til Vestfjarða, Reykja- víkurflugvöllur lokaðist vegna snjó- komu og einnig flugvellirnir á Sauðárkróki og Akureyri. Fjöldi farþega bíður því víða um landið. í dag á millilandaflug Flugfélags Islands að vera ótruflað, auk þess sem flug til Luxemborgar og Banda- ríkjanna er með eðlilegum hætti, þar sem Loftleiðaflugmenn taka ekki þátt í yfirstandandi deilu. Þá verður ekki flogið til Vestfjarða í dag. Á morgun fellur síðan niður flug til Kaupmannahafnar og Glasgow, og ekki verður heldur flogið til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Á miðvikudag, þann 1. febrúar, fellur síðan niður Lundúnaflug, og einnig flug til Egilsstaða og Norð- fjarðar. Á föstudag verður ekki flogið til Glasgow og Kaupmannahafnar, og ekki verður heldur flogið til Akur- eyrar, Sauðárkróks og Húsavíkur. Laugardaginn þann 3. febrúar verður flug væntanlega með eðlileg- um hætti, en frá því klukkan 19 á laugardagskvöld þar til klukkan 8 á þriðjudagsmorgun fellur allt flug á vegum Flugfélags Islands niður, að því er Sveinn Sæmundsson sagði, bæði innanlandsflug og millilanda- flug. Undanskilið er þó flug með flugvél Arnarflugs til Skandinavíu á sunnudag, til Óslóar og Stokkhólms. Að sögn Sveins hefur stjórn Flug- leiða ekki borist orðsending um frekari aðgerðir enn sem komið er að minnsta kosti. Sem fyrr segir hafa verkfallsað- gerðirnar ekki áhrif á flug Loftleiða, og ekki heldur á flug Vængja eða annarra flugfélaga á leiðum innan- lands. Þar hefur veður hins vegar gert erfitt fyrir síðustu daga. Flug véla Flugfélags íslands hefur farið meira og minna úr skorðum síðustu daga, bæði vegna verkfalls- aðgerða flugmanna og einnig vegna veðurs hér innanlands og verður væntanlega áframhald á því út þessa viku og fram yfir helgi. Verðlaunamynd eftir Kurosawa í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ byrjar nú sýningar á Dersu Uzala eftir japanska kvikmyndaleikstjórann Akira Kurosawa, einn fremsta kvikmynda- gerðarmann sem nú er uppi. Kvikmyndin byggir á endurminningum rússnesks landmælinga- manns um ferðir hans, er hann var sendur austur að Kyrrahafsströnd til að kortleggja þar áður ókönnuð skóga- og túndrusvæði rétt eftir aldamótin síðustu og kemst í kynni við veiðimanninn Dersu Uzala, sem verður leiðsögumaður hans í landmælingaferðum upp frá því. Sig. Sverrir Pálsson, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði um þessa mynd í grein hér í blaðinu sl. sunnudag „Með því að tefla saman kortlagningarmanninum og náttúrubarninu skapar Kurosawa hér einhverja alvarlegustu ádeilu á hin framsæknu vísindi, sem hafa gleymt manninum sjálfum... Fjölyrða mætti um mörg atriði myndarinnar en sjón er sögu ríkari og óhætt að hvetja alla sem unna góðri list að sjá þessa mynd. Með þessari mynd um Dersu Uzala sannar Kurosawa enn einu sinni yfirburði sína sem kvikmyndagerðarmanns og skálds ...“ Dersu Uzala er margverðlaunuð mynd og hlaut hún m.a. bandarísku Óskarsverðlaunin sem bezta erlenda kvikmyndin árið 1976.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.