Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 ! I § I I i Luscher vegur hart að Stenmark Ilinn ungi og bráðefniiegi skíðamaður frá Sviss, Peter Luscher, skaut Ingimar Stenmark ref fyrir rass í svigkeppninni sem fram fór í Garmisch Parten-Kirchen um helgina. Stenmark komst ekki einu sinni í 2. sætið, heldur varð að gera sér að góðu 4. sætið, því að bæði Phil Mahre frá Bandarikjunum og Peter Popangelov frá Búlgariu tróðu sér fram fyrir hann. Er orðið æði langt síðan Stenmark hefur hafnað svona aftarlega. Það var fyrri ferðin sem varð Stenmark að falli, en þá náði hann einhverjum lakasta tíma sem hann hefur áður krækt í. Stenmark var með besta tímann af öllum í síðari ferðinni, en það dugði ekki til, svo rækilega klúðraði hann fyrri ferðinni. Tímar fjögurra efstu mannanna var þessi: 42.71 sek/43,40 sek stls: 86,11 sek. 43,27 sek/42,87 sek stls: 86,14 sek. 42,88 sek/43,38 sek stls: 86,26 sek. 44.71 sek/42,05 sek stls: 86,76 sek. Peter Luscher Sviss Phil Mahre Bandar. Peter Popangelov Búl. Ingimar Stenmark Sví. Piero Gros frá Ítalíu varð í 5. sæti og Andreas Wenzel frá Licht- enstein varð sjötti. Stenmark hlaut ekkert stig að sinni, því að hinar nýju reglur segja, að aðeins vinnist stig fyrir eitt af þrem efstu sætunum. Stenmark mátti varla við slíku í stigakeppninni, því að með henni reiknast brunkeppnin og Stenmark hefur til þessa neitað að keppa í bruni. Stenmark hefur því misst Peter Luscher fram fyrir sig í stigakeppninni. Luscher hefur 173 stig, Stenmark 135. Andreas Wenzel er þriðji með 122 stig, en síðan er töluvert bil í fjórða mann, sem er Phil Mahre. Hann hefur 106 stig. Piero Gros er fimmti með 76 stig, Christian Neureuther kemur næstur með 65 stig, Peter Muller frá Sviss hefur 61 stig, Júgó- slavinn Bojan Kriszai hefur 58 stig, Ken Read frá Kanada hefur 57 stig og Paul Frommelt frá Lichtenstein er tíundi með 56 stig. Wirnsbergar vann brunið Austurríkismaðurinn Peter Wirnsberger vann sinn fyrsta sigur á vetrinum í brunkeppninni í Garmisch-Partenkirchen. Wirns- berger setti nýtt met á brautinni, sem er 3320 metra löng með fallhæð um 920 metrar. Sló hann gamla metið aldeilis rækilega, eða um 5 sekúndur. Gamla metið átti landi hans Franz Klemmer, en hann missti jafnvægið á brautinni að þessu sinni og hlaut slæma byltu. Josepp Walcher, einnig kunnur kappi, flaug einnig á höf- uðið á brautinni sem var mjög erfið. Uli Spiess, einnig Austurríkis- maður, varð annar í bruninu, fékk tímann 1:57,82. Sigurtími Wirns- bergers var hins vegar 1:57,40 mínútur. Herbert Plank frá Italíu varð þriðji og Leonard Stock frá Austurríki varð fjórði. Moser-Pröll í annað sætið Aldrei þessu vant hafnaði Anna María Moser Pröll ekki í fyrsta sætinu í svigi kvenna í Mellau í • Stenmark varð að láta sig hafa það að verma fjórða sætið ísviginu um helgina. Hann er ekki vanur slfku og þykir fiestum ólíklegt að slíkt endurtaki sig. 0 Peter Luscher vann góðan sigur um helgina. Hann er nú stigahæstur í keppninni um heimsbikarinn. Austurríki. Maria Rosa Quario frá Ítalíu varð hlutskörpust, fór ferð- irnar tvær á samanlagt 1:27,95 mínútum. Pröll krækti þó í annað sætið, fékk samanlagða tímann 1:28,45 mínútur. Perrine Pelen frá Frakklandi varð í þriðja sæti, hún fékk samanlagðan tímann 1:29,00 mínútur. Fabienne Serrat frá Frakklandi varð í 4. sæti, og Regina Sackl frá Austurríki varð í 5. sæti. Claudia Giordiani frá Ítalíu hefur forystuna í stigakeppni kvenfólksins, hefur 67 stig eftir keppni helgarinnar. Regina Sackl frá Austurríki er önnur með 59 stig og í fjórða sæti kemur loks Anna María Moser Pröll, en hún hefur hlotið 54 stig. Þórsarar flengdir f Njaróvík V* (ljósm. gíg). Njarðvíkingar flengdu Þórsara í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn. Ted Bee, sem hér sést taka skot, lék þá nánast á als oddi og var mikil skemmtun að tiltektum hans. Á myndinni má einnig sjá Stefán Bjarkason UMFN og Eirík Sigurðsson, Þór og virðast þeir undrandi hvernig Ted fer fram hjá Mark Christiansen, Þór. ÞAÐ ER ljóst að leikmcnn Þórs í úrvalsdeildinni í körfuknattleik verða þeim deginum fegnastir er þeir haía gleymt þessari helgi sem nú er rétt liðin. Á sunnudag- inn léku þeir nefnilega við UMFN og töpuðu með 125 stigum gegn 80, en tveimur dögum fyrr höfðu ÍR-ingar tekið Þórsara í bakaríið og héldu því norðanmenn hcim með 248 stig á bakinu, en skoruðu aðeins 150 stig. Jafnvel þótt tvo ágæta leikmenn hafi vantað í lið Þórs, þá er þessi frammistaða ekki uppörvandi fyrir lið sem berst fyrir að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Njarðvíkingar eru hins vegar í toppbaráttunni og má skilja hvers vegna þegar litið er til leiks þeirra gegn Þór. í upphafi leiksins gekk mikið á en uppskeran var heldur rýr hjá báðum aðilum. Boltinn barst end- anna á milli, en sjaldnast milli samherja. Njarðvíkingar tóku þó fljótlega leikinn í sínar hendur og hófu þegar að byggja upp góða forystu. Þó var það ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn, sem munurinn varð verulegur, en þá skoraði Arni Lárusson nánast 14 stig í röð í aðeins 8 tilraunum og sýndi pilturinn þar, að hann getur gert góða hluti bjóði honum svo við að horfa. Munurinn í hálfleik var síðan orðinn 59—37 UMFN í vil; í seinni hálfleik hélt munurinn áfram að aukast,- enda hafði vörn Þórsara orðið eftir fyrir norðan, en sóknarleikurinn hefur senni- lega týnst á leiðinni, því ekki var heil brú í leik liðsins. Þar að auki voru Njarðvíkingar í miklum ham, pressuðu stíft allan völlinn og ekki Íétu áhorfendur sitt eftir liggja, en þeir fylltu húsið að vanda. Þegar 7 mínútur voru til leiksloka rufu Njarðvíkingar 100 stiga múrinn enn einu sinni og þegar yfir lauk voru stigin orðin 125, en Þórsarar skoruðu 80 stig. Hafa nú Njarðvík- ingar skorað yfir 100 stig að meðaltali í leik og er mér til efs að slíkt hafi verið gert áður í íslands- móti. Lang bestur Njarðvíkinga var Gunnar Þorvarðarson. Sýndi hann geysilegt öryggi við körfu Þórsara og ekki var hann neitt lamb að leika sér við í vörninni. Þá voru þeir Ted Bee, Jónas Jóhannesson, Geir Þorsteinsson og Árni Lárus- son góðir, en aðrir áttu einnig ágætan dag. Hjá Þórsurum verður Mark Christiansen að teljast hafa verið bestur. Hann var þó ekki eins góður og oft áður enda var honum nánst engin aðstoð veitt í sókninni. Þá kom Alfreð Túliníus á óvart með ágætri baráttu. Undirrituðum veldur það hins vegar miklum heilabrotum hvort Jón Indriðason hafi átt góðan leik eða ekki. Hann beitti sér lítið í vörninni, skaut 36 skotum, skoraði úr 9, sem er 25%, en skoraði svo úr 18 skotum af 25 af vítalínunni, sem er mjög gott. Þetta gerði Jón að stigahæsta manni liðs síns með 36 stig. Lesendur verða síðan sjálfir að meta það hversu góður Jón var. Stig UMFN skoruðu: Gunnar Þ. 33, Ted Bee 15, Geir Þorsteinsson, Árni Lárusson, Jónas Jóhannesson 14 stig hver, Guðsteinn Ingimars- son 12 stig, Stefán Bjarkason 9, Guðjón Þorsteinsson 7, Jón V. Matthíasson 6 og Brynjar Sig- mundsson 1 stig. Stig Þórs: Jón Indriðason 36 stig, Mark Christiansen 23, Eirík- ur Sigurðsson 8, Alfreð Túliníus og . Ellert Finnbogason 4 hvor og Sigurgeir Sveinsson 2 stig. Dómarar voru þeir Guðbrandur Sigurðsson og Sigurður Valur Halldórsson og áttu þeir góðan dag, enda leikurinn auðdæmdur. — gfe- Frjálsíþróttadeild KR. óskar eftir aö ráöa áhugasaman og dugmikinn frjálsíþróttaþjáifara. Ráöningartími frá 1. marz 1979 til 1. október 1979. Umsóknir sendist Jóni Péturssyni, Kvist- haga 19, Reykjavík, sími 24032.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.