Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 48
Tillitssemi kostar ekkert jwgttattMðftiibí Verzliö sérverzlun meö litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19, BUÐIN sími ÞRIÐUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Treflar, ullar- teppi og peysur fyrir 1,3 millj- arda til Sovét SAMNINGAR UM sölu á íslenzkum ullarvörum til Sovétríkjanna á þessu ári að upphæð rúmlega 1,3 milljarðar króna voru undirritaðir í Möskvu síðastliðinn fimmtudag. Er hér um verulega aukningu að ra-ða frá því sem var í fyrra, en þá var sala á ullarvörum héðan til Sovétríkjanna í lágmarki. Þessir samningar eru sambærilegir við það sem var árin þar á undan. Þeir Hjörtur Eiríksson og Val- ur Arnþórsson undirrituðu samn- ingana í Sovétríkjunum fyrir hönd Sambandsins. Hjörtur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um tvo samninga væri að ræða. Annars vegar hefði ríkis- Snaggaralegir veiditúrar á Ögra og Vigra SKUTTOGARINN Ögri selur væntanlega tæplega 300 tonn f Þýzkalandi á miðvikudag. Skipið var í 12 daga að veiðum og uppistaðan f þessum mikla afla er karfi og ufsi. Hitt skip Ögurvík- ur, skuttogarinn Vigri, hefur einnig aflað mjög vel að undan- förnu, en á aðeins 5 dögum fékk Vigri 230 tonn. Skipið seldi afla sinn síðan í V-Þýzkalandi og fékk 57 milljónir fyrir. í allri ferðinni, þ.e. á leið á miðin, við veiðar, sigling til Þýzka- lands og að nýju í höfn í Reykja- vík, var skipið aðeins í 13 'A dag. fyrirtækið Razno Eksport samið um kaup á ullarvörum fyrir rúm- lega 24 milljóna Bandaríkjadala eða sem nemur liðlega 800 milljónum. I þessum samningi er um að ræða sölu á peysum, værð- arvoðum og treflum héðan. Þá var gerður samningur við sovézka samvinnusambandið, sem nemur 1,6 milljónum dollara eða nokkuð á sjöttu milljón íslenzkra króna. Sá samningur er á vöru- skiptagrundvelli og hafa íslend- ingar keypt af samvinnusam- bandinu vörur fyrir 2,4 milljónir dollara. Þar skilja því 800 þúsund dollarar á milli og er reiknað með að á næstunni verði skrifað undir samninga á sölu á skinnavörum frá Sambandinu fyrir 400 þúsund dollara, eða helming upphæðar- I fyrra seldu íslendingar ullar- vörur til Sovétríkjanna fyrir 2,8 milljónir dollara, en það var minna heldur en árin á undan. Nú hafa verið undirritaðir samning- ar upp á rúmlega 4,1 milljón dollara. Lækurinn í Nauthólsvík, Læragjá, er enn á sfnum stað, þó að lítið hafi hann verið í fréttum að undanförnu. Þessa myndtók Ól. K. Mag. þar um helgina af fólki sem var að baða sig í læknum þrátt fyrir átta stiga frost. Pilturinn úrskurðaður í 59 daga gæzluvarðhald Neitar að hafa veitt stúlkunni áverka vísvitandi Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur frá þvf aðfaranótt laugardagsins unnið stöðugt að rannsókn á láti stúlkunnar, sem fannst í blóði sfnu við hús f Safamýri og lézt á iaugar- dagsmorgun af völdum áverka. Pilturinn sem var með stúlkunni og var handsamaður á hlaupum frá húsinu, heldur þvf fram að hann Stjómin íhugar frestmi hækk- imar hluta opinberrar þjónustu Brýtur í bága við yfirlýsingu ríkisstjórn- ar Islands frá sólstöðusamningunum INNAN rfkisstjórnarinnar eru nú uppi hugmyndir um að fresta hluta þeirrar hækkunar opinberr- ar þjónustu, sem samkvæmt sam- komulagi rfkisstjórnar íslands og launþegahreyfingarinnar eiga að koma til framkvæmda sfðustu 10 daga fyrir útreikning verðbótavísi- lóiu. Eru uppi hugmyndir um að aðeins 'h til 'k þessara hækkana komi til framkvæmda fyrir 1. febrúar, allt eftir vægi þessara hækkunarliða f grundvelli vfsitöl- unnar, með það fyrir augum að verðbótavísitala hækki ekki eins mikið. Þjónustuhækkanir þessar eru alls konar þjónustugjöld ríkis og sveit- arfélaga. Þar á meðal eru hækkanir á pósti og síma, rafmagni, hitaveitu, strætisvgnagjöldum og ýmsum gjaldskrám opinberra þjónustufyr- irtækja. Þá mun í kjölvatninu einnig vera hækkun álagningar á matvöru, sem mun ekki vera af- greidd fyrr en eftir 1. febrúar, enda mun vera litið svo á að síkt sé ekki opinber þjónusta. Walter Mondale Bandarfkjanna. varaforseti Mondale r til Islands í apríl nk. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er Walter Mondale varaforseti Bandaríkjanna væntanlegur í opinbera heimsókn til íslands hinn 13. apríl næstkomandi. Heimsóknin er liður í ferð Mondales til Norðurlandanna allra og Hollands, og mun ísland verða fyrsti viðkomustaður hans. Við gerð svokallaðra sólstöðu- samninga, sem undirritaðir voru í júnímánuði 1977, lagði Alþýðusam- band fslands mikla áherzlu á nauð- syn ýmissa opinberra aðgerða sam- hliða kjarasmningum. Árangur þeirrar viðleitni launþegasamtak- anna varð m.a. sá að ríkisstjórn íslands gaf út yfirlýsingu, þar sem m.a. sagði um verðlagsmál: „Verðhækkanir opinberrar þjón- ustu koma ekki til framkvæmda nema síðustu 10 daga fyrir útreikn- ing verðbótavísitölu, þannig að launafólk þarf ekki að bera hækk- anirnar lengi bótalaust. Ríkis- stjórnin tekur undir það sjónarmið verkalýðssamtakanna að leggja beri aukna áherzlu á öflun gagna um verðlag erlendis og miðlun upplýs- inga um verðlag hérlendis og lýsir sig fúsa til þess að treysta aðstöðu verðlagsskrifstofunnar til þess að sinna þessum þáttum. Þá er verka- lýðssamtökunum gefið fyrirheit um aukna aðild að verðgæzlunni og áherzla er lögð á aðhald í afgreiðslu verðhækkana." Vart mun reynast unnt að fresta um 3 mánuði þeim hluta hækkana opinberrar þjónustu, sem ekki mun taka gildi fyrir 1. febrúar. Vegna fjárhagsstöðu þeirra opin- berra fyrirtækja, sem hlut eiga að máli mun því sá hluti sem frestað verður, verða að taka gildi áður en upp rennur næsta 10 daga tímabil fyrir útreikning verðbótavísitölu hinn 1. júní næstkomandi. hafi hrint stúlkunni en ekki barið hana, og að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða, hafi stúlkan látist af hans völdum. Njörður Snæhólm yfirlögregluþjónn tjáði Mbl. að ekki væri unnt að fullyrða um dánarorsök fyrr en skýrsla um krufningu lægi fyrir. Stúlkan sem lézt hét Sunna Hildur Svavarsdóttir, 21 árs að aldri og til heimilis að írabakka 8. Hún og pilturinn sem heitir Sigurður Jóns- son, 17 ára, Skúlagötu 64, höfðu hitzt við Klúbbinn og farið saman í gleðskap í húsi einu við Háaleitis- braut, þar sem pilturinn þekkti til. Voru þau bæði mjög ölvuð. Þau fóru um líkt leyti úr húsi þessu, enda ætlaði pilturinn að fýlgja stúlkunni heim en rétt fyrir 4 aðfaranótt laugardags urðu síðan íbúar við hús í Safamýri varir við skarkala og óhljóð, og maður sem fór út að gæta hvað um væri að vera, sá stúlkuna liggja alblóðuga við ruslageymslu hússins en piltinn standa yfir henni. Gerði maðurinn lögreglunni aðvart, sem síðan handtók piltinn þar sem hann var á hlaupum frá húsinu. Sjá nánari lýsineru á atvik- um málsins bls. 30. Sunna Hildur Svavarsdóttir Könnun meðal nemenda í M.R.: Fylgi Alþýðuflokks minnk- aði í 15,3% — fylgi Sjálf- stæðisflokks jókst í 44,2% FYLGI Alþýðuflokksins meðal nemenda í Menntaskólanum í Rcykjavík minnkaði úr 27,9% í 15,3% frá alþingiskosningum í sumar þar til í lok september sl. Fylgi Alþýðubandalagsins minnkaði úr 29,5 í 28,4%, en fylgi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks jókst úr 3,4 í 5,1% og úr 34,6 í 44,2%. Þetta eru m.a. niðurstöður úr könnun á stjórnmálaskoðunum nemenda, sem Vfsindafélag Framtfðarinnar í MR. gekkst fyrir 29. september sl. í skoðanakönnuninni kom einnig fram að 37,7% töldu sig „hægrisinnaða" í stjórnmála- skoðunum, 36,8% sögðust „vinstri- sinnaðir" og 25,5% töldi skoðanir sínar fara bil beggja. Hvað þetta varðar kom fram munur á yngri nemendum og eldri. Fleiri yngri nemendur sögðust hægrisinnaðir og fleiri eldri nemendur vinstri- sinnaðir en hlutfall þeirra, sem sögðu skoðanir sínar fara bil beggja, hélzt nokkuð svipað í öllum aldursflokkum. Spurningum um hugmyndakerfi svöruðu nemendur þannig, að 37,1% sögðust sætta sig helzt við „frjálst markaðskerfi", 21,5% aðhylltust jafnaðarstefnu, 19,3% sósíalisma og 6,3% kommúnisma. Spurningu um fylgi við aðild íslands að NATO svöruðu 50% játandi, 34,2% neitandi og 15,8% sögðust óákveðnir. Af þeim, sem afstöðu tóku, voru 47% fylgjandi erlendri herstöð én 53% á móti. Sjá: Könnun á stjórnmála- skoðunum nemenda í M.R. Bls. 14-15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.