Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Ogri aflahæstur tog aranna á síðasta ári Drengirnir komnir heim með Bakkafossi: Ætludu ad gerast bændur í Texas Piltarnir tveir, sem tóku sér far með Bakkafossi til Bandaríkj- anna í janúarbyrjun, komu heim aftur um ki. 22 á sunnudagskvöld með sama skipi. Ekki höfðu drengirnir erindi sem erfiði út úr ferðinni, því að þeir voru sjóveik- ir og gátu lítið sem ekkert borð- að. Drengirnir, sem heita Ingvi Sævar Ingvason og Karl Jóhann Norman og eru 14 og 15 ára gamlir fengu þær móttökur þeg- ar þeir komu til hafnar að Iögreglulið umkringdi klefa þeirra í skipinu þar sem þeir voru læstir inni og voru þeir fluttir í lögreglubíl til yfirheyrslu. Mæð- ur þeirra urðu að fylgjast með á bryggjunni. „Þetta eru ósköp góðir strákar," sagði móðir annars þeirra í sam- tali við Mbl. í gær, „og þeir hafa orðið að treysta talsvert á sjálfa sig. Það, sem þeir gerðu, reynir enginn að réttlæta, en ég skil ekki hvers vegna það þurfti að taka á móti þeim eins og stórglæpamönn- um. Aðalatriðið er þó að þeir eru komnir heim heilir á húfi og voru sjálfir þeirri stundu fegnastir." Áform þeirra í upphafi ferðar- innar var að fara til Texas í Bandaríkjunum og gerast bændur og að sögn þeirra eftir heimkom- una kváðust þeir hafa ætlað að bjóða vinum og vandamönnum á bú sín eftir nokkur ár. ÖGRI RE 72 var aflahæst- ur skuttogaranna á síðasta ári, en skipið fékk þá 4670 lestir. Af minni skuttogur- unum var Guðbjörg frá ísafirði aflahæst með 4626 lestir, en af minni skut- togurunum voru Vest- fjarðatogararnir í sér- flokki. Brúttóandvirði þess afla, sem Ögri aflaði á síðasta ári nam 630 milljónum króna. Ef litið er á afla.stóru togaranna á almanaksárinu 1978 þá var afli Ögra 4670 lestir eins og áður sagði. Harðbakur EA 303 var með 4529 lestir, Bjarni Benediktsson RE 210 með 4449 tonn og Kaldbakur EA 301 með 4441 lest samkvæmt upp- lýsingum Fiskifélags íslands í gær. 14 stórir skuttógarar, þ.e. yfir 500 tonn, voru gerðir út á síðasta ári. Eins og áður sagði voru Vest- fjarðatogararnir í sérflokki minni skuttogaranna á síðasta ári. Guð- björgin var með 4626 lestir í 42 löndunum. Bessi frá Súðavík var með 4255 lestir í 46 löndunum. Áður hefur verið greint frá afla Vestfjarðatogaranna á síðasta ári, en aflahæstur annarra skuttogara af minni gerðinni var Haraldur Böðvarsson frá Akranesi með 3991 lest. Af Austfjarðatogurunum var Kambaröst frá Stöðvarfirði með mestan afla á síðasta ári, 3156 lestir. Innbrot og skemmd- ir á Patreksfirði Patreksfirði, 29. janúar BROTIST var inn í Hraðfrysti- húsið Skjöid á Patreksfirði að- fararnótt laugardagsins og miklar skemmdir unnar. Meðal annars var rafmagns- tafla hússins stórskemmd, rúður brotnar í verkstjórasal og fleira. Um eitt hundrað manns varð frá að hverfa er það kom til vinnu á laugardagsmorguninn, vegna þess að rafmagnslaust var i húsinu. Tjónið er metið á eina og hálfa til tvær milljónir króna, en málið er enn óupplýst. - Páll. Ekki bara okkar stolt. . heldur líka þitt. ' Þegar þú býður gestum þínum í Þingholt. Leitaðu upplýsinga hjá okkur, nœst þegar þú þarft á húsnœði að halda fyrir brúðkaup, fermingu, árshátíð eða hverskonar mannfagnað. Síminn er 2 10 50. BERGSTAÐASTRÆTI 37 SfMI 21011 |l c> Kaupstefnan hf. kynnir nœstu sýningu ALÞJÓÐLEG VÓRUSÝNING INTERNATIONAL FAIR =¥11979 verður haldin 1 Laugardalshöll, Reykjavík, dagana 24. ágúst -9. september. Almenn sýning — sérsýningar. Auk sýningar á ýmsum vörutegundum sem ekki eru flokkaðar innan ákveðinna takmarka, verður stofnað til sérsýninga á eftirgreindum sviðum: ÚTVEGUR '79 FISHERIES 79 HEIMIUÐ '79 THE HOME 79 SKRIFSTOFUTÆKNI '79 OFFICE TECHNOLOGY 79 HEILSURÆKT '79 HEALTH & LEISURE 79 w? jJj FATATISKA'79 FASHIONS 79 Útboðsgögn hafa verið send út til um 3000 aðila. Vegna mikillar eftirspurnar eftir sýningarsvæði, eru þeir aðilar sem fengið hafa gögn og hyggja á þátttöku, hvattir til þessað leggjainn pantanirásýningarsvæði. - Þeir sem ekki hafa fengið útboðsgögn geta fengið þau send eða pantað strax. Nú er nauðsyn á skjótum viðbrögðum. — Missið ekki af tækifæri til að tala beint við þriðjung þjóðarinnar — augliti til auglitis. Útboðsgögn og allar frekari upplýsingar á skrifstofunni Klapparstíg 25-27 og í síma 11517. K KAUPSTEFNAN REYKJAVlK HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.