Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Félag ísl. stórkaupmanna: Raunhæfasta lausnin að heimila frjálsa álagningu Neitar dylgjinn um umboðslaunaskil MORGUNBLAÐINU barst síð- degis í gær athugasemd Félags ísl. stórkaupmanna við skýrslu verðlagsstjóra til viðskiptaráð- herra um athugun á innflutn- ingsver/.luninni. Þar segir: I skýrslu verðlagsstjóra kemur fram að hagur heildverzlunar er mjög slæmur um þessar mundir og flestar greinar sem eru undir hámarksálagningu hafa átt í rekstrarerfiðleikum á s.l. ári og enn frekari erfiðleikar fyrirsjáen- legir á þessu ári. Jafnframt stað- festir þessi skýrsla þær fullyrð- ingar Félags ísl. stórkaupmanna á undanförnum árum að verðlags- kerfi það sem við búum við leiði almennt til hærra verðs til neyt- enda, en í skýrslu verðlagsstjóra segir m.a.: ... að hið lítt sveigjan- lega hundraðstöluálagningarkerfi sem notað hefur verið um áratuga skeið, hafi ekki verkað hvetjandi þar sem tekjur innflytjenda hafi hreinlega minnkað við að gera hagkvæm innkaup." F.Í.S. heldur því fram að raun- hæfasta lausnin á þessum málum sé að hverfa frá núgildandi verð- lagskerfi, en það verði bezt gert með því að heimila frjálsa álagn- ingu, sem byggist á aðhaldi neyt- enda og virku verðlagseftirlti. í skýrslunni er vitnað til áætl- ana Rekstrarstofunnar og mats á helztu áhrifaháttum sem valdið geta hækkun á innflutningsverði til landsins og eru niðurstöðum 14—19% sem er mun lægra en gefið var í skyn með hinni svoköll- uðu „samnorrænu verðkönnun" á síðasta ári. Við athugun á helstu áhrifaþáttum kemur í ljós, að leiðréttingar á þeim flestum er aðeins á valdi stjórnvalda. Þeir liðir sem beint má rekja til núgild- andi kerfis eru, óhagkvæmni, þvingaðir milliliðir, fjármagns- kostnaður og hluti umboðslauna, en þessir liðir vega ca 8—12% miðað við áætlanir Rekstrarstof- unnar, sem er að sjálfsögðu aðeins mat þesaa aðila. Sérstaða landsins sem metin er 2—3% er nokkuð sem erfitt er að ráða við. Um umboðslaun er fjallað all ítarlega, þau bæði skilgreind og siðan reiknuð úr áætluð mynduð umboðslaun sem hlutfall af heild- arinnflutningi og síðan reiknuð úr raunveruleg umboðslaunaskil sem hlutfall af áætluðum mynduðum umboðslaunum. í töflum er þetta sett upp sem ákveðnar tölur og reiknað út frá því, en í texta er sagt að ofangreindar tölur séu mjög gróflega áætlaðar. Félag íslenzkra stórkaupmanna vill vekja athygli á því að hér er aðeins um áætluú að ræða byggt upp á viðtölum við nokkra inn- flytjendur og síðan fært yfir á prósentu af heildarinnflutningi. Slíkar áætlanir hljóta að vera mjög ónákvæmar og ekki koma fram í skýrslunni upplýsingar um útreikning þessara talna. Félag ísl. stórkaupmanna neitar alfarið fyrir sitt leyti þei~ dylgj- um um umboðslaunaskil sem fram koma í skýrslu verðlagsstjóra. Varðandi helztu niðurstöður skýrslunnar í heild má segja að þær sýna fram á að afkoma heildverzlunar er mjög bágborin um þessar mundir og greinilegt að verðlagskerfið hefur, eins og margoft hefðr komið fram, haft í för með sér að verð til neytenda er mun hærra heldur en nauðsynlegt væri með frjálst verðlagskerfi, en eins og fram kemur í skýrslu verðlagsstjóra þá telur hann ekki að aðstæður í þjóðfélaginu leyfi frelsi en benda má á að aðstæður hafa ekki þótt leyfa slíkt á undan- förnum áratugum þó mönnum sé ljóst í dag að málin væru mun betur komin ef leyft hefði verið frelsi í verðlagsmálum samfara auknu verðlagseftirlti í stað þess álagningareftirlits sem viðgengist hefur undanfarna áratugi. Skýrsla verðlagsstjóra: Birgðastöð SIS með 40 milli. kr. rekstrarhalla Niðnrstaða verðiagsstjóra: Þriðjungur umboðslauna skil- ar sér ekki — álagningarregk ur valda haerra innkaupsverði VERÐLAGSSTJÓRI blrtl ( iprr | • Fimm þættir vald» me .......- •"•"T 11 /T I I • Innllytjendur h»l» bættupp mmmami Þorvarður Elíasson, framkvæmdastjori Verzlunarraðs: Niðurstöður verðlagsstjóra eru órökstuddar ogeinskis verðar „ÉG TEL í fyrsta lagi að niðurstöður verðlags- stjóra í þessari skýrslu sinni séu algjörlega órökstuddar og ekki gerð minnsta tilraun til þess að tengja þessar niðurstöður sjálfri skýrslunni né heldur reynt að gera grein fyrir því hvernig þær eru fengnar, þvf að í skýrslunni er hvergi getið um það hvernig staðið var að útreikningunum og gagnasöfn- un,“ sagði Þorvarður Elfasson, framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs íslands, í samtali við Mbl. þegar hann var spurður álits á skýrslu verðlagsstjóra. Þorvarður sagði, að af þessum sökum væri niðurstöður verðlagsstjóra í skýrslunni í reynd einskis verðar, aðeins pappírsgagn sem hann hefði sent frá sér og kæmi engum að gagni nema hugsanlega fyrir hann sjálfan, því að vel mætti vera að hann hefði í athugun sinni glöggvað sig á einhverjum þætti í innflutnings- verzluninni en enginn annar aðili gæti neitt byggt á þessum niðurstöðum. „Niðurstöðurnar bera því eingöngu vitni hverju verðlagsstjóri trúir í þessum efnum ef menn hafa á annað borð áhuga á hans trúmálum," sagði Þorvarður. „Það bezta í þessari skýrslu er smásagna- safnið og það er út af fyrir sig ágætt en sýnir um leið hversu þessi starfsemi verðlagsstjóra er fátækleg — að hann skuli ekki hafa neitt betra fram að færa í þessari skýrslu en smásögur sínar," sagði Þorvarður. „Hins vegar þekki ég flestar þessara smásagna hans og veit hvernig þær eru til komnar. Ég veit því, að það sem hann byggir á er afskaplega af skornum skammti.“ „Tillögurnar til úrbóta eru blátt áfram hlægilegar," sagði Þorvarður. „Það er ekki ein einasta bitastæð tillaga þarna á meðal. Lang- mestu máli eyðir hann í að leggja fram útfærða tillögu um hvernig megi auka kröfur til manna áður en þeir fái verzlunarleyfi. Þetta jafngildir því að verðlagsstjóri ætli að lagfæra þetta ástand á 2—3 mannsöldrum, því að varla getur þessi ráðstöfun komið að gagni fyrr. En ef ástandið er svona alvarlegt eins og hann segir, þá hlýtur að liggja meira á þessari lagfæringu en það taki 2—3 kynslóðir. Aðrar tillögur eru bókstaflega engar bitstæðar í skýrslunni." Um þann þátt skýrslunnar sem lýtur að umboðslaununum kvaðst Þorvarður nú vera að reyna að afla sér upplýsinga um hvernig sá kafli væri unninn en ekki búinn að fá botn í það ennþá. „Ég fæ ekki skilið hvaða rökstuðningur er á bak við þessar niðurstöður sem þarna koma fram um umboðslaunin. Þeir slá því einungis fram að þau séu ákveðinn hundraðs- hluti af innflutningnum en af hverju þessi prósent en ekki einhver önnur fæ ég ekki áttað mig ái Það er einnig athyglisvert að hann ber saman umboðslaunaskil sex stórra heild- verzlana og það kemur í Ijós að þau liggja langt fyrir ofan þetta mark, sem verðlagsstjóri setur fram um skilin almennt. En úr því að umboðs- Iaunaskil stóru heildverzlananna eru svona góð þá finnst mér verða að krefjast þess af verðlagsstjóra, að hann geri grein fyrir því hverjir það eru sem stela umboðslaununum undan fyrst það eru ekki heildsalarnir. Hann talar í skýrslunni um þúsundir innflytjenda, en hverjir eru þeir? Við hér þekkjum ekki allan þennan fjölda af heildsölum, og þetta sem að framan er getið gefur tilefni til að ætla að það séu ekki heildsalarnir sem steli umboðslaunun- um undan. Hverjir þá?“ 29 Friðrik Ólafsson Listi Alþjóða- skáksambandsins: Friðrik Ólafsson í 31. sæti Heimsmeistarinn í skák, Anatoly Karpov, er einn skák- manna með yfir 2700 skákstig samkvæmt nýjasta skákstigalista Alþjóðaskáksambandsins, en hann er með 2705 stig. Næstur að stigum er Viktor Korchnoi með 2695 og tíu aðrir stórmeistarar eru með 2600 stig og fleiri; Portisch og Spassky er með 2640 stig, Timman og Polugaevsky með 2625 stig, Larsen er með 2620 stig, Tai og Mecking með 2615 stig, Petrosjan er mað 2610 stig og Hort og Balashov eru með 2600 stig. Friðrik Ólafsson er í 31. sæti með 2555 stig og Guð- mundur Sigurjónsson er í 102. sæti með 2490 stig og eru sex aðrir skákmenn jafnir honum að stigum. Milli 2590 og 2600 stiga eru 8 stórmeistarar: Beljavsky og Dorfman frá Sovétríkjunum, Dzindzindihashvili ísrael, Ribli Ungverjalandi og Hubner V-Þýzkalandi með 2595 stig og með 2590 stig eru: Kavalek Banda- ríkjunum, Ljubojevic Júgóslavíu og Sax Ungverjalandi. Gulko So- vétríkjunum kemur þeim næstur með 2585 stig. Næstir Guðmundi Sigurjóns- wni af Islendingum eru Helgi Olafsson og Ingi R. Jóhannsson með 2440 stig, Margeir Pétursson er með 2420 stig, Jón L. Árnason með 2410 stig og Haukur Angan- týsson, Ingvar Ásmundsson og Olafur Magnússon eru með 2400 stig. Jón Kristinsson er með 2390 stig og Magnús Sólmundarson með 2380 stig. Kvenréttindafélag íslands: Vísindi og listir á menningarvök- unni á laugardag Kvenréttindafélag íslands minntist stofnunar félagsins á fjölbrcyttri menningarvöku í Norræna húsinu á laugardaginn. Vakan stóð í tvo tfma, og komu fram margar ungar konur með fróðleg og gagnorð erindi, og auk þess túlkendur ýmissa list- greina, að því er Björg Einars- dótttir varaformaður K.R.F.Í. sagði f samtali við Morgunblaðið í gær. Kvenréttindafélag íslands var stofnað 26. janúar 1927 og hefur félagið jafnan minnst stofnunar- innar sérstaklega með ýmsu móti. Meðal erinda á menningarvök- unni á laugardaginn var erindi Sigrúnar Helgadóttur um starfs- svið reiknifræðings, Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir fjallaði um þjóðfræði og Gerður Steinþórs- dóttir ræddi um kvenlýsingar í sex Reykjavíkurskáldsögum eftir síðari heimsstyrjöldina. P rá menningarvöku Kvenréttindafélagsins í Norræna húsinu á laugardaginn. Ljósm: Emilia. Þá fluttu leikararnir Tinna Gunnlaugsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir samtal Lóu og ísu úr fyrsta þætti Silfurtunglsins eftir Halldór Laxness, Valborg Bentsdóttir las frumsamda smásögu, og Magnea Matthías- dóttir flutti frumort ljóð. Valva Gísladóttir lék einleik á flautu, Steinunn Ragnarsdóttir lék á píanó og Anna Júlíana Sveins- dóttir söng við undirleik Láru Rafnsdóttur. Björg Einarsdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að góður rómur hefði verið gerður að þeim atriðum sem fram fóru, og þótti nýstárlegt að blanda saman ólíkum greinum, bæði á sviði lista og vísinda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.