Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 12
myndum og leikriti I áþessuári , MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Hárgreiðslumeistarinn og dansarirm Ricky Villard: Hef kunnaó vel við mig hér á íslandi Leikur í tveimur, á Broadway Victor Russel Villard nefnist ungur New York- búi sem hefur verið staddur hér á landi undanfarna daga og sýnt dans af mikilli list í veitingahúsinu Óðali. Ricky, eins og hann er kallaður, varð nefnilega nr. 2 í heimsmeistarakeppn- inni í diskótekdansi rétt fyrir áramótin. Ricky varð tvítugur s.l. sunnudag og hélt því upp á afmæli sitt hér á Islandi en Ricky er senn á förum héðan til Mexico þar sem hann sýnir einnig dans. „Mér finnst mjög gaman aö dansa. Það er góð æfing fyrir alla og líka sér maður svo margt fólk skemmta sér og það er reglulega ánægjulegt. Það er gífurlega mikil sam- keppni í dansheiminum nú en vinni maður keppnir eru verðlaunin líka mikil. Ég fór til þess að taka þátt í keppn- inni um Bandaríkjameistara- titilinn aðeins til að sjá hversu langt ég gæti náð. Mér datt það alls ekki í hug að ég myndi vinna, ég fór bara með vini mínum að gamni mínu. Keppnin stóð í 30 vikur. I undanúrslitunum dansaði ég fyrsta kvöldið og var valinn í úrslitakeppnina sem ég vann. Þetta var geysilega spennandi en kom mér líka mikið á óvart." Eftir sigurinn í keppninni í Bandaríkjunum og eftir velgengnina í heims- meistarakeppninni í London hefur Ricky lagt niður sína fyrri atvinnu en hann er hár- greiðslumeistari að mennt. „Líf mitt hefur breyst mik- ið síðan ég byrjaði að d^nsa. Aður vann ég á hárgreiðslu- stofu á daginn og var með fjölskyldu minni og vinum er ég átti frí. En ég hef alltaf Myndir Emiiía haft gaman af því að dansa og skemmtanaiðnaði yfir- leitt. Smám saman hef ég síðan færst inn í þann iðnað. Nú kem ég rétt aðeins heim á milli þess sem ég þýt á milli landa til að sýna. Eg er kannski 2—3 daga heima í einu segi halló og bless, og fólk er ekki einu sinni visst um það hvort það hafi verið ég eða einhver annar sem þar var á ferð. Stundum langar mig ákaf- lega heim þegar ég er á þessum ferðalögum. Mig langar bara til að hætta og fara heim. En þá birta blöðin fréttir um að Ricky sé með heimþrá og þá líður mér virkilega illa.“ Ricky er eins og áður segir á förum héðan frá Islandi til Mexico. Seinna á árinu leikur hann í tveimur kvikmyndum sem framleiddar verða í Hollywood og einni í leikriti á Broadway. „Ég hef kunnað vel við mig hér á íslandi. Ég var svolítið hræddur fyrst við að koma hingað, ég vissi ekki á hverju ég átti von en allir hafa verið mjög vingjarnlegir við mig og ég hef eignast marga vini hér í Reykjavík." Er blaðamenn voru að tala við Ricky gerði hann sér lítið fyrir og klippti hár vinar síns Mickie Gee sem nú vinnur að því að setja heimsmet í plötu- snúningi. Um framtíðaráætlanir sínar sagði Ricky: „Áður en ég fer að leika í myndunum og leikritinu ætla ég að taka nokkra tíma í danskennslu. Ég hef aldrei lært neitt í sambandi við dansinn fram að þessu. Einnig stefni ég að því að komast aftur í heims- meistarakeppnina og ætla líka að vinna hana þá,“ sagði hann og brosti. Að lokum tók Ricky nokkur dansspor fyrir blaðamennina og tók Emilía Björg myndirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.