Morgunblaðið - 30.01.1979, Page 31

Morgunblaðið - 30.01.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 31 Hundraðföldun krónunnar: Efnahagstillögur stjórn- arinnar í hlaðvarpanum - sagði þingmaður Alþýðuflokks VERIÐ er að leggja síðustu hönd á sameiginlega stefnu og tillögur stjórnarflokkanna í efnahags- málum, sagði Ágúst Einarsson (A) í umræðum í efri deild AI- þingis í gær um frumvarp um verðgildi fslcnzks gjaldmiðils. Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, mælti fyrir þessu frum- varpi, sem gerir ráð fyrir að verðgildi íslenzkrar krónu verði hundraðfaldað frá og með 1. janúar 1980. Verðgildi íslenzkrar krónu • Svavar Gestsson, viðskipta- ráðherra, vakti í ítarlegri ræðu sögu og þróun íslenzks gjaldmið- ils, sem og efnisatriði frumvarps- ins sem gerir ráð fyrir hundrað- földun krónunnar frá og með nk. áramótum. • Þorvaldur G. Kristjánsson (S) og Jón G. Sólnes (S) töldu slíka gjaldmiðilsbreytingu því að- eins hafa gildi, að hún væri liður í samræmdum aðgerðum til að hamla gegn verðbólgu og koma á jafnvægi í efnahagsmálum okkar. Ein sér hefði hún takmarkaða þýðingu. Ekki hefði bólað á slíkum samhliða aðgerðum í framsögu ráðherrans. • Ágúst Einarsson (A) sagði slíka gjaldmiðilsbreytingu hafa verið á kosningastefnuskrá Al- þýðuflokksins. Hún fæli í sér reikningslega einföldun en væri ekki efnahagsaðgerð í sjálfri sér. Hins vegar væru stjórnarflokk- arnir nú að leggja síðustu hönd á sameiginlegar efnahagstillögur, til lengri tíma litið. Bragi Sigur- jónsson (A) sagði — líkt og Þor- valdur og Jón — að afstaða sín til gjaldmiðilsbreytingar kynni að fara eftir því, hverjar yrðu endan- legar, samræmdar tillögur stjórn- arflokkanna í efnahagsmálum. Varnir gegn mengun sjávar. • Benedikt Gröndal, utanrík- isráðherra, mælti fyrir stjórnar- frumvarpi um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að staðfesta fyrir íslands hönd þrjá alþjóðasamn- inga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu. Framhaldsskólar. • Ragnar Arnalds mennta- málaráðherra, mælti fyrir stjórn- arfrv. um framhaldsskóla, sem nú er lagt fram í þriðja sinn, óbreytt. Ellert B. Schram (S) gagnrýndi ýmis atriði frumvarpsins, einkum þau, er legðu sveitarfélögum á herðar aukin útgjöld, án þess að að flytja samhliða tekjur til þeirra, til að rísa undir auknum útgjöldum. Gerði hann grein fyrir samþykktum stjórnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga um þetta efni og hvatti til samráðs við sveitarfélögin í meðferð frum- varpsins. Gagnrýndi hann menntamálaráðherra fyrir að leggja fram frumvarp af þessu tagi án þess að gera þingmönnum jafnframt grein fyrir þeim kostn- aði, sem af samþykkt frumvarps- ins hlyti að leiða. Jóhanna Sigurð- ardóttir (A) ræddi um fullorðins- fræðslu, bréfaskóla og námsflokka og nauðsyn þess að tryggja stöðu þessara fræðsluþátta. Tillaga á Alþingi: Stadfesting á veiðisamnmgum við Færeyinga LÖGÐ var Iram á Alþingi í gær tillaga til þingsályktunar um staðfestingu á niðurstöðu við- ræðna um gagnkvæmar fiskveiði- heimildir íslendinga og Fær- eyinga, sem undirrituð var hinn 10. janúar 1979. Svohljóðandi greinargerð fylgdi tillögunni: „Tillaga sú til þingsályktunar, sem hér liggur fyrir, staðfestir, ef samþykkt verður, niðurstöðu við- ræðna milli fulltrúa ríkisstjórnar Islands og landsstjórnar Færeyja, sem fram fóru dagana 9. og 10. janúar 1979 í Reykjavík, um heimildir annars vegar íslendinga til kolmunnaveiðar innan fisk- veiðimarka Færeyja og hins vega Færeyinga til kolmunna- og loðnu- veiða við Island. Niðurstaðan gerir ráð fyrir, að íslendingar hafi heimild til að veiða allt að 35.500 smálestum af kolmunna og að Færeyingar hafi heimild til að veiða allt að 17.500 smálestum loðnu og 17.500 smálestum kol- munna. Þau fiskiskip, sem um- ræddar veiðar stunda, skulu hlíta sömu reglum og innlend skip við samskonar veiðar þ.á m. að því er varðar lágmarksstærð, friðunar- svæði og lokun svæða yfirleitt. Einnig telja aðilar æskilegt að efla samvinnu um rannsóknir á loðnu og kolmunna og samstarf sín á milli og við önnur hlutaðeigandi lönd um skynsamlega hagnýtingu loðnu og kolmunna. Hinn 10. janúar 1979 var einnig undirrituð bókun varðandi aðstöðu Færeyinga að af heildarafla Fær- eyinga á íslandsmiðum skuli þorskafli enn minnka um 1000 lestir, þ.e. úr 7000 smálestum í 6000 smálestir. I bókuninni eru einnig ákvæði um mjög hert eftir- lit með veiðum og afla færeyskra skipa, þ.á m. skyldu þeirra til að koma til hafnar til skoðunar ef æskilegt þykir, halda afladagbók og skila sundurliðuðum aflaskýrsl- um, margháttaða tilkynninga- skyldu, sérstakan eftirlitsmann íslenskra stjórnvalda er fylgist með löndun í Færeyjum og kanni aflatökur og fleira. Ennfremur var undirrituð yfirlýsing um að efnt skuli að 6 mánuðum liðnum til viðræðna um endurskoðun fiski- veiðiheimilda Færeyinga hér við land.“ FULLKOMIN ÞJÓNUSTA VARÐANDI ÖLL VEISLUHÖLD BRAUÐTERTUR HEILAR OG HÁLFAR BRAUÐSNEIÐAR KAFFISNITTUR OSTAPINNAR COCKTAILSNITTUR SAMLOKUR COCKTAILPINNAR KRANSAKÖKUR KRANSAKÖKUHORN KRANSAKÖKUKÖRFUR BLANDAÐ COCKTAILKO N FE KT RJÓMATERTUR MARSIFANTERTUR MARSIPANKÖKUR RJÓMAKÖKUR Veislumióstööin Álíheimum 6 - Sími 39370,36280 Okkar árlega hljómplötuútsala er á fullu Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.