Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Það hefur spurst, að vissrar ósamstöðu gæti í röðum íslenskra einsöngv- ara um það hvernig heppi- legast sé að koma draumn- um um óperufélag á íslandi í heila höfn. Tvær skoðanir, eða draumráðningar, njóta mest fylgis, þótt enn aðrar komi til álita. Önnur fylk- ingin, undir forystu félags íslenskra einsöngvara, rær að því öllum árum að stofn- aður verði óperuflokkur at- Frá sýningu Þjóðleikhússins á Brúðkaupi Fígarós 1969-70. Sigurlaug Rósinkranz íhlutverki sínu. Greinarflokkur um óperuflutning á íslandi: Rætt við Elísabetu Erlingsdóttur ________ formann félags íslenskra einsöngvara: „Rökrétt að stofna óperu- félag í beinum tengslum við Þjóðleikhúsið BLM: Telurðu að óperulist eigi erindi við Islendinga? „Svo sannarlega, því ekki óperulist eins og aðrar listir. Þótt eiginlegur boðskapur óperunnar sé í fæstum tilfellum gulls ígildi, er tónlistin sem hún flytur þess eðlis að hana má ekki vanta eigi að tala um menningarlíf á Islandi. Operan hefði ekki lifað í fjögurhundruð ár kostalaus. Drama- tískir ágallar sumra verka trufla mig ekki verulega. Ég á auðvelt með að horfa framhjá þeim af fyrr- greindum ástæðum. Það er margt sem laðar Islendinga að óperunni, en fyrst og fremst góður söngur." BLM: Er tímabært að stofna óperufélag á Islandi? „Já, tvímælalaust. Æskilegast væri að slíkt félag yrði stofnað í samvinnu við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit Islands. Slíkt félag gæti best þroskast í skjóli þeirra aðstæðna sem eru fyrir hendi í Þjóðleikhúsinu." BLM: Er áhugi á meðal ráða- manna Þjóðleikhúss og Sinfóníu- hljómsveitar á þessu? „Já, það held ég. Ég hef oft rætt við Þjóðleikhússtjóra fyrir hönd Félags íslenskra einsöngvara, og hann tekið máialeitan minni vel. En þetta er erfitt viðfangs. Þjóðleikhús- ið er lítið og upphaflega byggt með leiklist í huga, ekki óperur. Þó hafa þar verið sýndar óperur með miklum glæsibrag. og ætti að vera hægt í framtíðinni. Þrátt fyrir annmarka hússins tel ég æskilegt að fullreyna þetta. Þess vegna vil ég að óperu- flokkur fái þar aðstöðu. Þjóð- leikhúsið er eins og kunnugt er eina húsið á landinu sem nálgast það að vera óperuhús." BLM: Hvað með ráðningu söngv- ara að Þjóðleikhúsinu? „Það væri að sjálfsögðu æskilegast að húsið réði söngvara til starfa. Ráðningartími gæti verið eitt til tvö ár í senn, svo að sem flestir ein- söngvarar fengju tækifæri til að spreyta sig.“ BLM: Hvaðan á frumkvæði um stofnun slíks óperufélags við Þjóð- leikhúsið að koma? „Ég tel að það ætti að koma samtímis frá öllum þeim aðilum er við sögu koma og hafa komið, til þessa. Fulltrúar Félags íslenskra einsöngvara hafa hvað eftir annað fært þetta í tal við Þjóðleikhús- stjóra. Árangur þessa varð t.d. sá að hann bauð okkur húsið til afnota endurgjaldslaust dagana 27. ágúst til 10. september s.I. ár til óperu- flutnings. Við gátum því miður ekki þegið þetta ágæta boð, þar eð fé skorti til að standa undir kostnaði öðrum en húsaleigu, t.d. kostnaði vegna undirleiks hljómsveitar. Þetta mál var rætt fram og aftur jafnt við félagsmenn sem þá sem standa fyrir utan F.I.E. — en án árangurs. Það varð úr, að bréf var sent til alþingis, sem um þessar mundir ræddi frum- varp til laga um Þjóðleikhús. Félagið sendi einnig bréf til menntamála- nefndar efri-deildar, og fór þess á leit að breyting yrði gerð á þriðju grein laganna. Greinin kvað á um, að Þjóðleikhúsið flytti aðeins eina óperu á ári. Við vildum hafa þær a.m.k. tvær, auk söngleiks. Slíkt héfði gefið söngvurum byr undir báða vængi. Lögin voru hins vegar samþykkt í lítt breyttri mynd, nema hvað klausan um söngleikinn fékk að fljóta með. Sem sagt, ein ópera á ári í Þjóðleikhúsi þjóðarinnar auk söng- leiks.“ BLM: Er einhugur meðal söngvara um að koma á laggirnar óperufélagi innan Þjóðleikhússins? Ehsabet Erlingsdóttir söngkona: „Þótt eiginlegur boðskapur óperunn- ar sé í íæstum tilíellum gulls ígildi, er tónlistin sem hún flytur þess eðlis að hana má ekki vanta eigi að tala um menningarlíf á 'fslandi. Óperan hefur ekki lifað í fjögurhundruð ár kostalaus „Já það má segja. Það fundum við greinilega á óperufundum í fyrra vor. Einhugur kom fram m.a. í mikilli fundarsókn. Þetta á jafnt við um félagsbundna sem ófélagsbundna einsöngvara." BLM: Hver var niðurstaða óperu- fund F.Í.E.? „Að einsöngvarar æsktu samstöðu um uppfærslur á óperum, ekki klofnings. En það er bara svo margt sem hindrar félagið í að framkvæma hlutina, og þá aðallega fjárskortur. Við teljum að lausnin felist í ráðningu óperuflokks að Þjóðleik- húsinu, flokks sem hefði sérstaka fjárveitingu hins opinbera til að byggja á. í athugasemdum um nýju þjóðleikhúslögin stendur, að í fram- tíðinni væri eðlilegt að í fjárhags- áætlun leikhússins væri sundurliðað það sem varðar óperu og listdans. Við bíðum og vonum." BLM: í athugasemdum um frum- varpið stendur einnig að kostnaður við uppsetningu óperu í dag sé fimm til níu milljónir, og sagt að sjaldnast sé von til þess að afgangur kvöld- kostnaðar geti endurgreitt stofn- kostnaðinn. Er þetta rétt? Verður það fyrirfram séð að óperu- flutningur, stór sem smár, verði rekinn með tapi á íslandi? „Ég er hrædd um að þetta sé rétt, Rætt við Garðar Cortes skólastjóra Söngskólans: „Megn óánægja með fram- talísleysi Þjóðleikhússins veldur stofnun óperufélagsins ” BLM: Ef þú ætlaðir að sannfæra einhvern um lífsnauðsyn þess að á íslandi væri starfrækt óperufélag allt árið um kring, hvaða rök mynd- irðu nota? „Ætli ég vitnaði ekki bara í Atla Heimi Sveinsson og segði „Why not!“ BLM: Tengist Söngskólinn væntanlegum flutningi á Pagliacci Leoncavallos? „Já, óbeinlínis. Kennarar og nem- endur Söngskólans mynda kjarnann sem stendur að sýningunni. En óperufélagiö, hinn eiginlegi bakhjarl sýningarinnar, er sjálfstætt fyrir- tæki óháð skólanum. Söngskólinn mun hins vegar, þegar fram í sækir, bjóða nemendum sínum inngöngu í nýja óperudeild. Óperudeildin er í mótun og munu þær stöllur Sieglinde Kahmann og Þuríður Páls- dóttir veita henni forstöðu. Við vonumst til að geta flutt óperur í fullum skrúða á vegum óperudeildar i framtíðinni, þó ekki til að keppa við nýstofnað óperufélag, nema þá félag- ið bregðist hlutverki sínu.“ BLM: Þú sem skólastjóri Söng- skólans og einn stofnfélaga óperu- félagsins ert staðráðinn í að koma óperu á laggirnar á íslandi — með einum eða öðrum hætti? „Já, því er ekki að leyna." BLM: Hvernig var staðið að stofn- fundi óperufélagsins? „Ég boðaði ýmis samtök áhuga- manna um tónlist til fundar, þ.á m. Söngskólann, Sinfóníuhljómsveitina í Reykjavík, Kór söngskólans og nokkra einsöngvara, eða jafn marga og þurfti til að setja Pagliacci á svið. Á fundinum var samstaða um að stofna vísi að óperufélagi sem hefði óperuflutning efstan á stefnuskrá, enda íslenskir einsöngvarar eini hópur listamanna sem ekki hefur getað lifað á list sinni til þessa. Við vildum sýna fram á að slíkt væri framkvæmanlegt þrátt fyrir land- lægan barlóm um hið gagnstæða. Söngvarar eiga réttindi eins og aðrir þjóðfélagsþegnar og atvinnuhópar — eða hvað? Síðan þessir fundir áttu sér stað hefur verið unnið að skipu- lagsskrá. Formlegur stofnfundur félagsins verður haldinn innan tíð- ar.“ BLM: Hver er tilgangur þessara fundarhalda umfram það sem fram hefur komið? „Hann var sá að lýsa megnri óánægju með framtaksleysi opin- berra aðila, t.d. afskiptaleysi Þjóð- leikhússins. Ég hef talað við þjóð- leikhússtjóra um þetta mál, og hann sýnt því velvild frá upphafi, þótt Þjóðleikhúsið sem slíkt hafi ekki séð sér fært að vera sá brautryðjandi sem vænst var. Stuðningur Þjóðleik- hússtjóra við málstað okkar hefur fyrst og síðast verið siðferðilegur." BLM: Kemur Félag íslenskra ein- söngvara við sögu í þessu nýja óperufélagi sem nú á að stofna? „Nei, félagið kemur ekki inn í myndina sem slíkt. Hins vegar eru margir félagsmanna F.Í.E. þátttak- endur í stofnun óperufélagsins og þátttakendur í væntanlegum óperu- flutningi þess.“ BLM: Er þá um samstöðuleysi að ræða meðal íslenskra einsöngvara? „Samstöðuleysi að vissu marki. En áhugi allra er mikill. Full samstaða hlýtur að sigla í kjölfarið." Garðar Cortes skólastjóri Söng- skólans: „Söngskólinn mun, þegar fram í sækir, bjóða nem- endum sínum inngöngu í nýja óperudeild. Við vonumst til að geta flutt óperur í fullum skrúða. “ BLM: Hvers vegna hafa íslenskir einsöngvarar lítt leitað stuðnings meðal þeirra sem eru í aðstöðu til að veita hann, t.d. til dagskrárstjóra ríkisfjölmiðla, leikhússtjóra og leik- félaga, útvarpsstjóra, Sinfóníu- hljómsveitar íslands og annarra? „Þetta er keðjuverkandi. Söngvur- um hefur ekki verið sýndur nema takmarkaður áhugi. Þeir telja að svo sé enn og muni verða." BLM: Hvað hefur þú að segja um óperuflutning á íslandi til þessa? „Ég hefi heyrt hljóðritanir frá fyrstu árum óperuflutnings á ís- landi, og fylltist aðdáun á gæðum söngs og flutnings alls, sem í sumum tilfellum var hreint meistaralegur. Frá því ég kom heim frá námi hefur ósköp lítið verið að gerast á þessu sviði. Helena fagra í Þjóðleikhúsinu fannst mér fyrir neðan allar hellur, Leðurblakan var góð, og Káta ekkj- an skemmtileg. Þar stóðu söngvarar sig vel þrátt fyrir slæman leik- ramma. Mér finnst það tímanna tákn að Þjóðleikhúsið skuli ekki frumflytja neina óperu í ár. Það er nánast sorglegt og algjörlega órétt- lætanlegt gagnvart einsöngvurum landsins." BLM: Hver er stærsti draumur óperufélagsins? „Að æfa upp nokkrar óperur sem sýna má samtímis, bæði í Reykjavík og út um land. Næsta vetur ættum við að hafa þrjár óperur „á lager", og fimm óperur árið þar á eftir. Við vonumst til að Þjóðleikhúsið haldi áfram að frumflytja eina til tvær óperur á ári. Þannig myndi á nokkr- um árum myndast vísir að samfelld- um óperuflutningi allt árið um kring." BLM: Getur sú staða hugsanlega komið upp í þessu brambolti öllu, að þrír aðilar verði að bjástra við dýrkeyptan óperuflutning á íslandi, hver í sínu horni, þ.e. Þjóðleikhúsið, Óperufélagið og Félag íslenskra einsöngvara, eða sá hluti félags- manna sem er tregur til að veita óperufélaginu brautargengi? „Kannski. En ég álít það óefnilegt að dreifa kröftum þannig. Ef Þjóð- leikhúsið réði hins vegar svo sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.