Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR 1979 47 Nixon á ný í Hvíta húsinu Washington, 29. janúar. AP. MIKIÐ ÖRYGGI var viðhaft þegar Richard M. Nixon fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom með áætlunar- flugi til Washington á sunnudagskvöld, daginn fyrir fyrstu heimsókn hans í Hvíta húsið frá því að forsetinn fyrrverandi hrökklaðist frá völdum vegna Watergate- málsins fyrir rúmum f jórum árum. En Nixon hlaut ekki tilkomu- miklar viðtökur. Enginn embætt- ismaður var á flugvellinum til að taka á móti honum, aðeins nokkrir fulltrúar leyniþjónustunnar. Var forsetanum fyrrverandi hleypt niður landganginn á undan öðrum farþegum vélarinnar. Þar beið hans bifreið frá Hvíta húsinu sem flutti hann á sveitasetur í Virginia, en þar mun Nixon dvelja meðan á heimsókn hans í Washington stendur. Þegar Nixon hélt frá Dulles-flugvelli blöstu við honum fánar blaktandi í hálfa stöng. Flaggað hafði verið í minningu Nelson A. Rockefellers fyrrverandi varaforseta landsins, en árið 1968 hrósaði Nixon sigri yfir Rockefell- er þegar repúblikanar útnefndu frambjóðanda flokksins við forsetakosningarnar það ár. Hápunktur ferðar Nixons til Washington verður í dag, en þá situr hann veizlu, sem haldin verður til heiðurs Teng Hsiao-ping, varaforsætisráðherra Kína, en Teng er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Það var Jimmy Carter forseti sem bauð Nixon til veizlunnar. Carter sagði við fréttamenn í fyrri viku að hann hygðist ekki hitta Nixon að máli sérstaklega eða eiga við hann einkaviðræður. Forsetinn sagði þó að áður en veizlan yrði haldin yrðu Nixon gefnar upplýs- ingar um gang allra mála í viðræð- um Kínverja og Bandaríkjanna að undanförnu. Carter sagði að Nixon hefði verið mjög hjálplegur við að gefa núverandi valdamönnum í Hvíta húsinu upplýsingar og ráð í sambandi við viðræður Banda- ríkjamanna og Kínverja. Þegar Nixon fór í opinbera heimsókn til Peking árið 1972 var endir bundinn á 22 ára fjandskap Bandaríkjamanna og Kínverja og upphafið markað að fullu stjórn- málasambandi landanna tveggja, en samningar um það atriði tókust í lok ársins 1978. Ekki hefur Nixon hitt Teng að máli, þar sem Teng var ekki í náðinni í Kína þegar Nixon heim- sótti landið. Stjórn Mao Tse-tung hafði ýtt Teng út í kuldann. Símamynd AP. John Travolta með skegg ásamt Jane Fonda og Fred Astaire við úthlutun Golden Globes-verðlaunanna um helgina. Ungfrú Fonda var kjörin bezta leikkonan 1978 og Travolta var valinn eftirlæti kvikmyndanna. hans hlífiskjöldur. Hann sagði að það væri ákaflega sárt að hann fengi aldrei í hendur bréf frá tveimur börnum sínum, sem hefðu látið bugast vegna áreitni KGB og flutzt til Bandaríkjanna og póstur frá þeim kæmist aldrei til hans. Fréttámaður AP segir enn- fremur: „Sakharov er nú 58 ára gamall og lítur út fyrir að vera eldri og svo virðist sem byrðin gerist honum æ þyngri. Yfirleitt bera menn ekki kennsl á hann þótt þeir mæti honum á götu, en rödd hans þekkja margir. Hann býr með Elenu konu sinni í íbúð í miðborg Moskvu og þar er mikill straumur gesta og gang- andi: andófsmenn eiga þar skjól og vestrænir fréttamenn eru tíðir gestir og ýmsir aðrir. „Sumt af því fólki sem kemur á við geðræn vandamál að stríða. En langflestir eru bara venju- legir menn sem eru að reyna að Þreyttur eftir 10 ára baráttu Moskvu, 29. jan. AP. EÐLISFRÆÐINGURINN Andrei Sakharov Nóbelshafi og þekktastur andófsmanna í Sovétríkjunum sagði í dag við fréttamann AP í Moskvu að hann væri „ákaflega þreyttur“ á að heyja einsemdarbaráttu sína fyrir mannréttindum gegn Kremlarvaldinu í Sovétríkjun- um. Hann sagði að þetta stríð hefði gengið afar nærri honum og ekki væri unnt að afbera það nema um nokkra hríð. Hann sagðist að vísu fá út úr þessu starfi sínu siðferðilega og per- sónulega ánægju, en hún hrykki nú ekki ýkja langt. Hann sagði að hann hefði nú staðið í þessu streði í áratug og hann gæti ekki neitað því að mjög hefði dregið úr sér kjark eftir réttarhöld og dóma á sl. sumri yfir fjölda- mörgum andófsmönnum, þar á meðal góðum vinum hans eins og Juri Orlov, Alexander Ginz- burg og Anatoli Shcharansky. „I raun miðar ekkert fram á við og maður fær engu áorkað. Það er ógerningur að vernda fólk sem situr bak við lás og slá. Það eru örfá mál sem hafa fengið farsælan endi. Og ákaf- lega mörg mál sem hafa fengið vond endalok." Sakharov sagði aðspurður að hann vissi vitanlega ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér honum til handa, en fram til þessa hefði frægð hans, fyrst og fremst sem vísindamanns, verið heyja lífsbaráttuna á sæmandi forsendum. Og þeir eiga erfið- ast,“ segir hann. Sakharov segir að stöku sinn- um fái hann hótunarbréf, og hefði hann fengið frá Noregi fyrir tveimur árum 25 bréf með úrklippum af slysamyndum og hvers konar afskræmi. Húsleit er gerð öðru hverju í íbúð hans og hefur KGB eitthvað á brott með sér hverju sinni. Sakharov segir að það hafi mest bitnað á starfi sínu við vísindaiðkun og rannsóknir hversu mjög hann hefur beitt sér fyrir mannréttindamálum. Hann vinnur þó í Eðlisfræði- stofnun Moskvuborgar nokkrar stundir á hverjum degi. Eftir að mannréttindaskjal hans sem hratt öllu þessu af stað eins og alkunna er var birt 1968 var honum vísað frá öllu starfi í Vísindaakademíunni sem nokkra umtalsverða þýðingu hefur. Hins vegar heldur hann enn sæti sínu þar. Hann segist telja lítils um vert hvað yfirvöld hafa horn í síðu hans, svo fremi hann finni hlýhug fólks og nauðsyn þess að halda barátt- unni áfram. Hann kveðst ekki ætla að fara úr landi og telur að með því að vera um kyrrt og reyna enn um hrið að berjast geti hann unnið málstaðnum meira gagn en með því að vera utan Sovétríkjanna þótt hann hefði þar meira aðgerða- og hugsanafrelsi. TEHERAN logaði í bardögum um helgina Khomeiny neitadi að tala við Bakhtiar í París Teheran, Marrakech, 28. jan. Reuter. HUNDRUÐ þúsunda manna flykktust út á götur Teheran um helgina og lét mannfjöidinn í ljós stuðning við Khomeiny trúariciðtoga og andúð á Bakthiar forsætisráðherra. Voru haldnir fundir og göngur víðs vegar um borgina. Við háskólann hafði hópur manna búið um sig í setuverkfalli og þegar hermenn komu á vettvang til að dreifa honum réðst fólkið á hermennina. Þcir hófu þá skothríð með þeim afleiðingum að milli tuttugu og þrjátíu manns létust. Eru þessi átök í Teheran síðustu daga þau verstu og mannskæðustu í fjóra mánuði. Mikil reiði greip um sig við skot- hríðina meðal nærstaddra og höfðu margir uppi hróp gegn keisara og forsætisráðherra. Talsmaður Bakthiars neitaði því eindregið að hermennirnir hefðu haft skipanir um að skjóta. Þeir hefðu aðeins átt að hleypa af byssum upp í loftið, en svo virtist sem þeir hefðu misst stjórn á sér þegar aðsúgur var gerður að þeim. Um helgina var og gefin út til- kynning um að forsætisráðherrann ætlaði að halda til Frakklands á mánudag. Var sagt að hann myndi eiga viðræður við Khomeiny trúar- leiðtoga. Einn samstarfsmaður trú- arleiðtogans sagði nokkru síðar að klerkur hafði fallizt á að hitta Bakthiar. Þóttu þetta mikil tíðindi bæði heima og heiman, en nokkru síðar var svo gefin út önnur yfirlýs- ing í bækistöðvum Khomeinys þar sem sagði að klerkur hafði nú gert það upp við sig að hann myndi ekki tala við forsætisráðherrann nema hann segði fyrst af sér. Fréttaskýr- endur töldu einsýnt að þetta b'enti til að allmikill ágreiningur og ringul- reið væri með þeim aðilum sem eru í innsta hring Khomeinys. Khomeiny ítrekaði síðan fyrri yfirlýsingar sínar um að hann ætlaði sér að fara til írans jafnskjótt og flugvellir yrðu opnaðir þar á ný, en um það hefur enn ekkert verið látið uppi. Þegar Bakthiar forsætisráðherra hafði síð- an fengið síðustu viðbrögð Khomein- ys, lýsti hann því yfir að hann væri hættur við Frakklandsferð sína. Þegar kvöldaði í gær var nokkur ró komin á, en mikil reiði var í mönnum og grunnt á því að til tíðinda kynni að draga eins og raun hefur orðið á. Frá Marrakech í Marokkó berast þær fréttir af íranskeisara að hann hyggist dvelja utan írans í að minnsta kosti þrjá mánuði. Sagði Ardeshir Zahedi, sendiherra írans í Washington, frá því í Marrakech í dag. Hann kvaðst búast við því að keisarafjölskyldan myndi vera í Marokkó í nokkrar vikur enn og síðan væri allt óákveðið með hvað við tæki. Þetta gerðist 30. janúar 1972 — Brezkir hermenn skjóta 13 óbreytta borgara í óeirðum í Lond- onderry, Norður-írlandi — Pakist- an fer úr brezka samveldinu. 1971 — Samið um lausn fiskveiði- deilu Bandaríkjanna og Equador. 1967 — Podgorny forseti gengur á fund Páls páfa. 1965 — Útför Sir Winston Churchills. 1964 — Nguyen Khanh hershöfð- ingi tekur völdin í Saigon. 1948 — Mahatma Gandhi ráðinn af dögum í Nýju Delhi. 1943 — Rússar tortíma þýzka hernum suðvestur af Stalíngrad. 1941 — Hersveitir Wavells taka Derna og sækja til Benghazi. 1933 — Adolf Hitler skipaður kanzlari Þýzkalands. 1915 — Fyrsta kafbátaárás Þjóð- verja án viðvörunar út af Le Havre. 1902 — Bretar gera samning við Japani með ákvæðum um sjálf- stæði Kína og Kóreu. 1875 — Lýðveldisstjórnarskrá samþykkt í Frakklandi með einu atkvæði. 1840 — Keisarinn í Kína bannar alla verzlun við Breta. 1835 — Misheppnað banatilræði við Andrew Jackson forseta — fyrsta tilraunin til að ráða banda- rískan forseta af dögum. 1649 — Karl I. Englandskonungur hálshöggvinn. 1648 — Friðarsamningur Spán- verja og Hollendinga í Munster. 1641 — Portúgalar láta Malakka af hendi við Hollendinga — Svíar ráðast á Regensburg og Ferdinand keisari III sleppur naumlega. 1522 — Lýbikkumenn segja Dön- um stríð á hendur og leggja Borgundarhólm í eyði. Afmæli: W.S. Landor, brezkur rithöfundur (1775-1864) - F.H. Bradley, brezkur heimspekingur (1846—1924) — Franklin Delano Roosevelt, bandarískur forseti (1882—1945) — Vanessa Redgrave þrezk leikkona (1937 —). Andlát: Pétur II. Rússakeisari 1730 — Karl Játvarður Stúart, kröfuhafi brezku krúnunnar, 1788 — Edward Lear, rithöfundur 1888. — Orville Wright flugmaður, 1948 — Franeis Poulenc, tónskáld, 1963. Innlent: Fyrsti árgangur „Fjölnis" 1835 — F. Sigfús Einarsson 1877 — Iðnó vígt 1897 — Lög um niðurfærslu verðlags og kaup- gjalds gefin út 1959 — Þrír farast í Látraröst 1962 — F. Þórleifur Bjarnason 1908 — Ármann Kr. Einarsson 1915. Orð dagsins: Grunnhyggnir menn trúa á heppni — Ralph Waldo Emerson, bandarískur rithöfund- ur (1803-1882). Veður víða um heim Akureyri 44 skafrenningur Amsterdam 0 skýjað AÞena 19 heiðskírt Barcelona vantar Berlín 0 skýjað Brilssei +1 snjókoma Chicago 0 skýjað Frankfurt 2 snjókoma Genf 3 skýjað Helsinki 45 heiðskírt Jerúsalem 16 heiðskirt Jóhannesarb.25 skýjað Kaupm.höfn 42 skýjað Lissabon 12 rigning London 4 léttskýjað Los Angeles vantar Madríd 8 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Miami 21 heiöskírt Moskva 1 skýjað New York 6 skýjaö Ósló 49 heiðskírt París 5 léttskýjað Reykjavík 45 snjókoma Rio De Janeiro 37 skýjað Rómaborg 15 rigning Stokkhólmur +4 skýjaö Tel Aviv 20 léttskýjað Tókýó 6 skýjað Vancouver 4-15 skýjað Vínarborg 7 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.