Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 26
26 'MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Skíðaíþróttir fyrir almenning — Reglur um skíðamerki SKÍ AFANGAMERKI SKÍ TlMABUJÐ 19 - NAPN ............ NAFNNlJMER....... HEIMILI ......... OAGS. hvert farid K M KVITT. SAMT. KM Sýnishorn af skíðakorti fyrir áfangamerki SKÍ. T.v. er forsíðan og t.h. er ein af 5 innsíðum þessa litla pésa og þar færa menn inn kílómctra sem farnir cru á skíðum. Reglur um skíðamerkin Til þess að vinna til SKÍ stjörnunnar eru ekki gerðar mikl- ar kröfur. Merkið á að gefa það til kynna að handhafi þess sé byrjað- ur í skíða-trimmi. Að vera byrjaður í skíða-trimmi er einfald- lega að vera byrjaður á skíða- æfingum í göngu, svigi eða stökki, þar sem ekki er krafist neinna ákveðinna afreka. Merki þetta geta menn keypt í eitt skipti fyrir öll eða í upphafi hvers skíðatíma- bils, sem hefst 1. október ár hvert. Til að vinna sér rétt til Áfanga- merkis SKÍ eiga menn að „safna“ kílómetrum, leggja að baki ákveðnar vegalengdir í göngu, svigi eða stökki samkvæmt þeim reglum sem hér fara á eftir: Skíðaganga Kröfur fyrir Áfangamerki SKÍ í skíðagöngu eru sem hér segir og miðast þær við eitt ár og að skíðatímabilið hefjist 1. október. Aldur er miðaður við 31. 12. Brons Silfur Gull 8 ára og yngri 10 kml5 km 30 km 9-10 ára 15 km25 km 50 km 11-13 ára 25 km 50 km 100 km 14-55 ára 50 km 75 km 150 km 56 ára og eldri 25 km50 km 100 km Alpagrcinar og stökk Kröfur til að vinna til áfanga- merkisins í alpagreinum, svigi, stórsvigi og bruni er eins og í göngu að „safna" km og gildir þar lengd brekkunnar niður. í skíðastökki gildir stökklengd í metrum x 30. Áfangakort Þátttakendur skrá fengna kíló- metra á sérstakt kort, „áfanga- kort“ sem SKÍ gefur út, þar sem dálkar eru fyrir dagsetningar, hvar gengið er, fjölda km og dálkur þar sem einhver t.d. félagi, 18 ára eða eldri, starfsfólk skíða- staðar, þjálfari eða kennari staðfestir að rétt sé innfært. Gert er ráð fyrir að 18 ára og eldri færi sjálfir inn á sín kort og höfðað er til drengskapar að það sé rétt gert. Kortin fást hjá skíðaráðum, skíða- félögum og afgreiðslum skíða- staða. Þá þarf einnig að merkja kortið greinilega með nafni eig- andans, nafnnúmeri og heimilis- fangi. Kortið á að útfylla eins og yfirskriftin segir til um. Þegar búið er að uppfylla kröfur til brons, silfurs eða gullmerkisins, má framvísa kortinu til skíðaráðs eða skíðafélaganna á staðnum og fá keypt viðkomandi merki og láta jafnframt skrá árangurinn hjá þeim sem það selur. Vinna má til brons, silfurs eða gullmerkisins á einu og sama skíðatímabili. Nota má kortið í 5 ár eða þar til það er útfyllt og skal þá senda það til Skíðasambands Islands, þar sem það verður skráð og fær eigandinn endursent nýtt kort, ef þess er óskað, til að skrá áfram- haldandi þátttöku í næsta áfanga. Þessum áfanga er hægt að ná eftir að hafa verið þátttakandi í skíða-trimminu í 5, síðan 10, 15 eða fleiri ár og lokatakmark er afreksbikar SKI eftir minnst 25 ára þátttöku. Gert er ráð fyrir að hægt sé að vinna til áfangamerkis- ins úr gulli á hverju ári og getur viðkomandi keypt sér strax það merki sem við á. Þegar árangri, sem svarar til áfangamerkisins úr gulli, hefur verið náð 5 sinnum og hægt er að ná á minnst fimm árum, eða vinna sér inn 15 stig skv. stigatöflu hér aftar, hefur skíðamaðurinn unnið sér rétt til verðlauna sem er bikar eða emalerað áfangamerki. Þegar þessum „5 ára áfanga" er náð getur viðkomandi byrjað að vinna að áfangamerki SKI, sem er veggskjöldur með áletrun og áfangamerkinu. Til að vinna veggskjöldinn úr bronsi þarf að uppfylla 5 sinnum þær kröfur sem gerðar eru til gullmerkisins á minnst fimm árum, síðan er hægt að vinna silfurskjöldinn og loks gullskjöld; inn. Til að vinna afreksbikar SKÍ þarf að bæta við fimm fullgildum tilraunum við gullmerkið á minnst fimm árum (Alls tekur því minnst 25 ár að ná afreksbikarnum). Stig Ákveðið er að frá og með 1. des. 1978 sé hægt að vinna sér inn stig fyrir framangreindan árangur og fá menn 3 stig fyrir að ná áfangamerkinu úr gulli, 2 stig fyrir silfurmerkið og eitt stig fyrir bronsmerkið. Eftirtalinn stigafjöldi veiti rétt til verðlauna sem hér segir: Veggskjöld úr bronsi: 15 stig á minnst 10 árum. Veggskjöld úr silfri: 30 stig á minnst 15 árum. Veggskjöld úr gulli: 45 stig á minnst 20 árum. Til að vinna afreksbikar SKI: 60 stig á 25 árum. Skíðatrimm fyrir fatlaða Andlega og líkamlega fötluðu fólki, sem á erfitt með skíðaiðkun má margfalda km sem lagðir eru að baki með 2. Fatlaðir sem einungis geta setið á sleða eða snjóþotum og ýtt sér með stuttum stöfum mega marg- falda km sem lagðir eru þannig að baki með 5. Að öðru leyti gilda sömu reglur fyrir alpagreinar, stökk og skíða- trimm fatlaðra og í göngu, hvað við kemur áfangakortum, stigum og verðlaunum. Minni kröfur eru gerðar til fullorðinna til að vinna Afreksbik- ar SKÍ og gilda eftirfarandi reglur fyrir þá: Almennar kröfur um Afreks- bikar SKI eru 60 stig. Fimm fyrstu vinningar, þ.e. unnið til áfanga- merkis SKI úr gulli 5 sinnum, gildir án tillits til aldurs. Þar á eftir gildir hver vinningur um áfangamerki SKI brons, silfur eða gull sem hér segir: Tvöfalt eftir að 45 ára aldri er náð og fjórfalt eftir að 60 ára aldri er náð, eða þar til veggskjöldurinn úr gulli er unninn. Áframhaldandi tilraunir til að vinna rétt til afreksbikars SKÍ gildir einfalt. SKI merkið er veitt fyrir þátt- töku í almenningsmóti í göngu eða svigi og ná þar árangri undir ákveðnum hámarkstíma. Öllum er heimil þátttaka í þessum mótum að því tilskyldu að góður undir- búningur í skíðaíþróttinni hafi átt sér stað hjá viðkomandi þátttak- anda og hann af heilsufars- ástæðum tefli ekki í neina tvísýnu. Mót þessi er ráðgert að halda fyrir almenning á öllum skíðastöðum landsins nokkrum sinnum á hverjum vetri. Hægt er að vinna til SKÍ merkisins í bronsi, silfri, emaler- uðu merki og gulli. Síðar meir er hægt að vinna veggskjöld í bronsi, silfri og gulli og lokatakmarkið er afreksbikar SKÍ eftir 25 ára þátttöku. Það er aðeins hægt að reyna sig einu sinni á hverju skíðatímabili við hverja gerð merkja og þá í réttri röð þannig að fyrsta árið verður að uppfylla kröfur um bronsmerkið, annað árið um silfurmerkið, þriðja árið með emaleruðu merki og loks gullmerki fjórða árið. Fimmta árið er hægt að velja um hvort unnið er til lítils bikars, brjóstnælu eða erma- hnappa úr gulli og eru sömu kröfur gerðar til þess og gull- merkisins. Þegar þessum „5 ára áfanga" er náð er hægt að hefja vinnu að næsta áfanga sem er veggskjöldur SKÍ úr bronsi (þetta er veggskjöldur með áletrun og SKI merkinu). Mótstjórn er heimilt að leyfa fleiri tilraunir ef ástæður hafa verið slæmar eða óhöpp hafa komið fyrir. Þegar öllum kröfum í sambandi við skíðamerkið er fullnægt, stað- festir framkvæmdaaðili móts það í sérstakri skýrslu um SKI merkið. Þá strax getur þátttakandi keypt viðkomandi merki hjá mótstjórn, skíðaráði eða skíðafélagi á staðn- um. Afrit af framanritaðri nióts- skýrslu skal senda SKÍ eins og mótsskýrslur annarra skíðamóta úr héraðinu. Einnig er árangur skíðamanns- ins færður inn á hans eigið skíðakort (hvítt) sem honum er látið í té eftir þátttöku hans í fyrsta skíðamótinu um SKI merkið og gildir það fyrir næstu 4 tilraunir sem uppfylla kröfur til gullmerkisins. Veggskjöldur SKÍ Til þess að vinna veggskjöldinn úr bronsi, þarf að uppfylla kröfur SKI merkisins úr gulli fimm sinnum, einu sinni á hverju skíðatímabili. Eftir að hafa náð „5 ára áfanganum" fær þátttakandinn grænt skíðakort sem hann notar til að færa inn á næstu tilraunir við gullkröfurnar. Þegar kortið er útfyllt skal senda það til Skíðasambands Islands sem þá fyrst færir viðkom- andi inn á spjaldskrá. Til baka fær hann sendan bronsskjöldinn og rautt skíðakort til þess að færa inn á tilraunir sínar við næsta verk- efni sem er silfurskjöldurinn og unninn verður á sama hátt og bronsskjöldurinn. Þá er einnig unnið til gullskjaldarins á sama hátt. Fyrir hann gildir blátt skíðakort. Afreksbikar SKÍ Til þess að vinna afreksbikar SKI þarf að þreyta keppni þessa alls 25 sinnum eða 5 sinnum eftir að gullskildinum er náð og með sama hætti og honum. Síðustu 5 tilraunirnar til að ná afreks- bikarnum eru færðar inn á gult skíðakort. Skíðaganga Fyrirkomulag skíðakeppninnar: Öll íþróttafélög innan ISÍ, skól- ar, klúbbar og önnur félög geta haldið mót til þess að ná SKÍ merkinu. Mótstjórn fær auglýs- ingaspjöld og önnur gögn varðandi mótið frá viðkomandi skíðaráði eða SKI. Auglýsa skal mótin í blöðum staðarins og á annan hátt svo almenningi sé vel kunnugt um þau. Heppilegt er að keppni fari fram um hádaginn eða á tímabilinu kl. 10—14. Þátttöku skal tilkynna á staðnum að öðrum kosti skal auglýsa vel hvar eigi að gera það. Æskilegt er að þátttakendur hafi aðstöðu nálægt mótstað til að skipta um föt, fara í bað og fá heitan drykk eftir keppni. Til að hafa upp í kostnað við þetta mætti taka þátttökugjöld. Þá getur trimm-keppni sem þessi verið hluti af stærri göngu- keppnum og miðast þá tímatakan við ákveðna vegalengd í henni, sem uppfylla kröfur til SKÍ merkisins. Göngukeppnin> Göngukeppnina skal skipuleggja þannig að allir geti tekið þátt í henni, þó skal skipta í aldurs- flokka ef þátttakendur eru margir og ræsa t.d. yngri aldursflokkana í annarri braut eða á öðrum tíma. Göngubrautin á að vera uppmæld, vel tróðin og merkt og greiðfær. Nota má sömu gönguleiðir allt skíðatímabilið og jafnvel ár eftir ár. Brautin skal vera tiltölulega auðveld, létt í byrjun en síðar með auknu álagi, æskilegt að hafa hana breytilega en ekki með bröttum brekkum. Að öðru leyti skal leggja braut- ina samkvæmt reglum SKÍ um göngumót. Aldursskipting, lengd göngu- brautar og hámarkstími eru sem hér segir: Alpagreinar Svo sem áður er sagt er einnig hægt að vinna til SKÍ merkisins í alpagreinum. Kröfurnar eru ekki meiri en svo að með nokkurri æfingu ættu menn á öllum aldri sem stunda alpagreinar, að ná þeim. Hér er miðað við svig í braut sem er um 150—200 metrar. Fyrirkomulag Öll félög innan ÍSÍ klúbbar, skólar og félagasamtök geta haldið skíðamót til þess að ná SKÍ merkinu. I öllum sérstökum keppnum s.s. félagsmótum, héraðsmótum, landsmótum, skóla- Fulltrúar SKI á eftirtöldum stöðum gefa nánari upplýsingar um skíðatrimmið. Reykjavík Páll Guðbjörnsson, Garðscnda 6 s. 91-31239 ísafjörður Sigurður Jónsson, Engjav. 22 s. 94-3186-3223 Fljót Trausti Sveinsson, Bjarnargili s. 96-73230 Sigluíjörður Kristján Möller, Hverfisgötu 32 s. 96-71133 Olafsfjörður Björn Þór Óiafsson, Hlíðarvegi 61, s. 29715 Dalvík Jón Halldórsson. Drafnarbr. 8 s. 61409-61382 Akureyri Ilallgrímur Indriðason, Einilundi 4d. s. 21275 Ilúsavík Þröstur Brynjólfsson. Sólbrekku 21 s. 41456 Egilsstaðir Iljálmar Jóelsson, Lagarás 18 s. 97-1470 Seyðisfj. Þorvaldur Jóhannss. Miðtúni 13 s. 2293-2172 Neskaupst. Ólafur Sigurðsson, Sverristúni 1 s. 7369 Eskifjörður Guðný Aradóttir, Lambeyrarbr. 12 97-6183 Laugarv. Árni Árnason, f.K.Í. 99-6115 SKl Gonga. Svig. MERKIÐ Aldursil. Nafn Heimili Fædd(ur) Það vottast hár með að eigandi þessa Icorte hefur uppfyllt kröfur til SKI merkisins ðr hronsi á skíðam<5ti sem haldið var hinn m<5tst j<5ri Þetta kort er afhent vinningshafa um leið og merkið er tekið og verður hann að fram- visa því I hvert skipti sem hauin vinnur til æðra merkis. Sýnishorn af skíðakorti þar sem færður er inn árangur fyrir SKÍ merkið. Á bakhlið þessa korts er færður inn árangur næstu áfanga, sem eru fjórir og er sérstök lína fyrir hvern þeirra. Silfurmerkið, emalerað merki, gullmerki og loks bikar. Við frekari tiiraunir að næsta áfanga, sem eru veggskyldir og að lokum afreksbikarinn eru notuð svipuð kort, en breytt um lit og texta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.