Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 19 Listamannalaunum úthlutað: Úthlutunarnefnd listamanna- launa tilkynnti í gær hvaða lista- menn hljóta í ár iaun þau, sem ncfndin úthlutar. 164 menn menn hljóta listamannalaun í ár fleiri en nokkru sinni fyrr en í fyrra hlutu þau 132 listamenn. Lista- menn í hærri flokknum fá nú 300 þúsund krónur hver en 150 þús- und fá þeir í lægri flokknum. í fyrra voru launin 270 þúsund krónur í hærri flokknum en 135 í þeim lægri. Ú.thlutunarnefndin hafði samtals 34 milljónir til ráðstöfunar í ár f stað 27 millj- óna á síðasta ári og sagði Helgi Sæmundsson formaður nefndar- innar að nefndarmenn hefðu komið sér saman um að fjölga heldur listamönnunum sem laun- in hljóta í stað þess að hækka upphæð launanna. Listamenn sem í ár hljóta laun samkvæmt efri flokknum eru 75 í ár en voru 68 á síðasta ári. Þeir sem fengu launin í fyrra voru allir endurkjörnir utan tveggja sem létust á síðasta ári. Níu listamenn hafa því bæst við í efri flokknum: Einar Bragi, Gunnar Dal, Gunnar Eyjólfsson, Kristján Karlsson, Rúrik Haraldsson, Sigfús Hall- dórsson, Skúli Halldórsson, Stefán Júlíusson og Vésteinn Lúðvíksson. Einar Bragi Gunnar Dal rithöfundur. rithöfundur. Þrír þessara listamanna hafa ekki hlotið laun áður, þeir Einar Bragi, Gunnar Eyjólfsson og Kristján Karlsson. Greidd voru atkvæði um 28 listamenn í þessi níu nýju sæti. 77 listamenn hljóta 150 þúsund króna verðlaun í ár en 65 menn hlutu laun samkvæmt lægri flokknum á síðasta ári. 29 lista- menn í þeim flokki hafa aldrei fengið listamannalaun áður. Þau eru: Ása Sólveig, Baltasar, Bjarni Guðjónsson, Bjarni Jónsson frá Gröf, Bjartmar Guðmundsson, Egill Ólafsson, Garðar Cortes, Gísli Sigurðsson, Guðjón Sveins- son, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gylfi Gröndal, Haukur Morthens, sem nú hlýtur listamannalaun fyrstur dægurlagasöngvara, Há- kon Waage, Helgi Gíslason, Hjört- ur Pálsson, Hólmfríður Pálsdóttir, Jónas E. Svafár, Leifur Breiðfjörð, Ólöf K. Harðardóttir, Páll P. Pálsson, Sigríður Ólafsdóttir Candi, Sigurður Örlygsson, Skgur- veig Jónsdótir, Snorri Birgissón, Steinþór Steingrímsson, Þorlákur Haldorsen, Þorsteinn Gunnars- son, Þórarinn Eldjárn og Þórhild- ur Þorleifsdóttir. 48 listamenn sem nú eru í lægri flokknum fengu ekki listamannalaun í fyrra. Greidd voru atkvæði um 183 menn í þessum flokki en alls hlutu 70 menn atkvæði í kosningunum um hverjir hljóta skuli listamanna- launin en hlutu ekki laun í ár. Úthlutunarnefndin hélt í gær blaðamannafund þar sem skýrt Guðnason, Sverrir Haraldsson, Thor Vilhjálmsson, Tryggvi Emilsson, Valtýr Pétursson, Vet- urliði Gunnarsson, Vésteinn Lúð- víksson, Þorkell Sigurbjörnsson, Þorsteinn frá Harmi, Þorsteinn Ö. Stephensen, Þórarinn Guðmunds- son, Þórleifur Bjarnason, Þórodd- ur Guðmundsson. Úthlutunarnefnd listamannalaunanna. Talið frá vinstri: Magnús Þórðarson, Halldór Blöndal, dr. Bragi Jósefsson, Helgi Sæmundsson, Halldór Kristjánsson og Árni Bergmann. Á myndina vantar Vigdísi Finnbogadóttur. Ljósm. Emilía. Fleiri hljóta nú laun en nokkru sinni áður 150 þúsund krónur: Alfreð Flóki, Árni Björnsson, Ása Sólveig, Ási í Bæ, Baltasar, Birgir Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Bjarni Jónson frá Gröf, Bjartmar Guðmundsson, Björg Þorsteins- dóttir, Böðvar Guðmundsson Eggert Guðmundsson, Egill Ólafs- son, Einar Baldvinsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláksson, Eyþór Stefánsson, Fjölnir Stefánsson, Garðar Cortes, Gestur Guðfinnsson, Gísli Sigurðsson, Gréta Sigfúsdóttir, Guðjón Sveinsson, Guðlaugur Arason, Guðmundur Elíasson, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gunnar Reynir Sveinsson, Gylfi Gröndal, Hafsteinn Austmann, Halldór Haraldsson, Hallsteinn Sigurðs- son, Haraldur Guðbergsson, Haukur Morthens, Hákon Waage, Helgi Gíslason, Herdís Þorvalds- dóttir, Hjörtur Pálsson, Hólmfríð- ur Pálsdóttir, Hrafn Gunnlaugs- son, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingi- mar Erlendur Sigurðsson, Jakob var frá nöfnum launþeganna. í nefndinni sitja Helgi Sæmunds- son ritstjóri, formaður, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, rit- ari, Árni Bergmann, ritstjóri, dr. Bragi Jósefsson námsráðgjafi, Halldór Blöndal blaðmaður, Magnús Þórðarson framkvæmda- stjóri og Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri. Á fundinum skýrði Helgi frá því að úthlutunarnefndin hefði orðið sammála um að beina áskorun tii menntamálaráðherra og Alþingis þess efnis að lögin um listamanna- laun frá 17. apríl 1967 verði tekin til endurskoðunar vegna breyttra viðhorfa og til að sníða galla af löggjöfinni. Árni Bergmann sagði á fundin- um að hann væri á móti þeirri stefnu nefndarinnar að beita sér fyrir fjölgun listamanna sem launin hljóta í stað þess að hækka launin. Sagðist hann hafa verið því fylgjandi að launin í efri flokknum hækkuðu úr 270 þúsund- um í 340 þúsund krónur þótt það hefði orðið til þess að enginn listamaður hefði verið færður upp í efri flokkinn. Eftirtaldir menn hljóta lista- mannalaun í ár: Áður veitt af Alþingi 1000.000 krónur hver: Ásmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson, María Markan, Snorri Hjartarson, Tóm- as Guðmundsson, Valur Gíslason, Þorvaldur Skúlason. Veitt af nefndinni 300 þúsund krónur Ágnar Þórðarson, Atli Heimir Sveinsson, Ágúst Petersen, Ár- mann Kr. Einarsson, Árni Krist- jánsson, Benedikt Gunnarsson, Björn J. Blöndal, Björn Ólafsson, Bragi Ásgeirsson, Einar Bragi, Eiríkur Smith, Eyjólfur Eyfells, Gísli Halldórsson, Guðbergur Bergsson, Guðmunda Andrésdótt- ir, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guðmundur Frímann, Guðmund- ur Ingi Kristjánsson, Guðrún 'Á. Símonar, Gunnar Dal, Gunnar Eyjólfsson, Gunnar M. Magnúss, Hallgrímur Helgason, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guðmundsson, Hringur Jóhannesson, Jakobína Sigurðar- dóttir, Jóhann Briem, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Jón Ás- geirsson, Jón Björnsson, Jón Helgason, prófessor, Jón Helga- son, ritstjóri, Jón Norðdal, Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpalæk, Kristján Karlsson, Leifur Þórarinsson, Matthías Johannessen, Oddur Björnsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Olöf Páls- dóttir, Pétur Friðrik, Róbert Arn- finnsson, Rúrik Haraldsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigfús Halldórsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Ólafsson, Skúli Halldórs- son, Stefán Hörður Grímsson, Stefán íslandi, Stefán Júlíusson, Steinþór Sigurðsson, Svavar Jónasson, Jóhannes Helgi, Jón Dan, Jónas E. Svafár, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Kristinn Pétursson, Kristinn Reyr, Leifur Breiðfjörð, Magnús Á. Árnason, Nína Björk Árnadótt- ir, Ólafur Haukur Símonarsson, Ólöf K. Harðardóttir, Páll P. Pálsson, Pétur Gunnarsson, Ragnar Kjartansson, Rut Ingólfs- dóttir, Sigfús Daðson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Sigríður Ólafs- dóttir Candi, Sigurður Örlygsson, Sigurveig Jónsdóttir, Snorri Birgisson, Steinar Sigurjónsson, Steinunn Sigurðardóttir, Steinþór Steingrímsson, Vilhjálmur Bergs- son, Þorgerður Ingólfsdóttir, Þor- lákur Haldorsen, Þorsteinn Gunnarsson, Þorsteinn Stefáns- son, Þóra Júnsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Þórhildur Þorleifsdóttir, Örlygur Sigurðsson. „Viðurkenning fyrir dægurlagasönginn” Haukur Morthens söngvari fékk í gær fyrstur dægurlaga- söngvara listamannalaun en Haukur hefur sungið dægurlög f um 35 ár. Morgunblaðið spjallaði stuttlega við Hauk í gærkvöldi. „Ég var fyrst að heyra það í útvarpinu nú áðan að ég hefði fengið iistamannalaun. Mér finnst það viðurkenning fyrir dægur- lagasönginn. Vissulega er það líka viðurkenning fyrir sjálfan mig, en ég hef aidrei ætlast til neins í lífinu þannig að það snart mig ekki mikið persónulega. Ég hef alltaf litið á dægurlaga- flutning sem spursmál um túlkun. Það er spurning um það hvernig lag eða ljóð er túlkað, ekki hvort það er kallað dægurlag eða eitt- hvað annað. Mér finnst danslag vera eins og þjóðlag eða alþýðulag og hvað annað. Dægurlag er oft notað í niðrandi merkingu um tónlist en það að ég skuli hafa fengið lista- mannalaun er vissulega viður- kenning fyrir þessa tegund tón- listar," sagði Haukur að lokum. Sigfús Halldórsson tónskáld. Gunnar Eyjólfsson leikari Kristján Karisson rithöfundur. Rórik Haraldsson leikari. Skúli Halldórsson tónskáld. Stefán Júliusson rithpfundur. Vésteinn Lúóvfksson rithöfundur. Frá Félagi Loftleiðaflugmanna: Athugasemd Morgunblaðinu hefur borizt cftirfarandi athugasemd frá Félagi Loftleiðaflugmanna: Örn Ó. Johnson aðalforstjóri Flugleiða skrifar grein í Morgun- blaðið síðastliðinn laugardag undir fyrirsögninni: „Skylt er að hafa það heldur er sannara reynist". Sitthvað er þó missagt í fræðum aðalforstjór- ans, og í ljósi fyrirsagnar greinar hans vill stjórn Félags Loftleiða- flugmanna aðeins benda á eftirtalin atriði. 1) Varðandi fyrirhugaða nafna- breytingu félagsins liggur ljóst fyrir að bæði innlendu nöfnin verða lögð niður, og upptekið nafnið Flugleiðir. Hvað erlendu nöfnin áhærir verður hið erlenda nafn Loftleiða lagt niður, en upptekið hið erlenda nafn Flugfélags Islands, og nafn Loft- leiða þar með þurrkað út. Þessum staðreyndum fær forstjórinn ekki haggað. Þær eru það sem sannara reynist varðandi þennan lið málsins. 2) Á aðalfundi Flugleiða 1978 var gerð samþykkt um að sameina allan flugrekstur félaganna tveggja. Um það mál voru mjög skiptar skoðanir, enda slík sameining í andstöðu við þær forsendur er fyrir lágu, er ríkið beitti sér fyrir sameiningunni. Þá var skýrt tekið fram, að félögin ættu hvort um sig að halda sínu nafni og flugreksturinn að vera aðskilinn. Á aðalfundinum lýsti forstjórinn yfir að stjórnin mundi sameina flug- reksturinn hvort sem hlutháfar samþykktu eða ekki. Hluthafar samþykktu með naumum meirihluta að sameina flugreksturinn, sú sam- þykkt náðist þannig fram að hluta- bréf ríkisins í Flugleiðum voru notuð til að knýja hana fram. Ðeila má um hvort slíkt séu bolabrögð. Allavega voru það mjög óeðlileg vinnubrögð og umdeilanleg, að ekki sé sterkara að orði kveðið. 3) I yfirlýsingu okkar frá 12. desember sl. vitnuðum við til um- mæla Arnar Ó. Johnson er hann viðhafði við komu fyrstu Fokker Friendship flugvélar Flugfélags ís- lands. Tilvísun til þeirra ummæla getur á engan hátt talist aðdróttun. Aðalforstjóri Flugleiða verður eins og aðrir menn að standa ábyrgur orða sinna, undan því getur hann ekki skotið sér, þótt hann ef til vill kysi nú að þau orð sem hann mælti við þetta tækifæri hefðu aldrei verið sögð, þá fær hann því ekki breytt nú. Hér var því ekki verið að drótta einu eða neinu að einum eða neinum, heldur aðeins vitnað til ummæla, sem vöktu mikla athygli á sínum tíma og var rækilega getið í fjöl- miðlum. Félag Loftleiðaflugmanna á ekki í neinum deilum við stjórn Flugleiða. Við munum standa við gerða samn- inga um gerð sameiginlegs starfs- aldurslista, og minnum á að í því máli hefur ekki strandað á okkur. Við minnum ennfremur á að í desember sl. náðu fulltrúar beggja flugmannafélaganna samstöðu um hvernig vinna skyldi að gerð sam- eiginlegs starfsaldurslista. Þar er við aðra en okkur að sakast um hvernig nú er komið. í sama tölublaði Morgunblaðsins og grein aðalforstjórans birtist er á baksíðu frétt um víðtækar verkfalls- aðgerðir flugmanna Flugfélags Is- lands. Að beim víkur forstiórinn ekki einu orði og væri þó ærin ástæða til, þegar það til dæmis er haft í huga að nú er helmingur flugmanna er fljúga á áætlunarleið- um félagsins að krefjast þéss að fá einkaleyfi til flugs á öllum nýjum leiðum, sem félagið kann að hefja flug á í framtíðinni. í fullri vinsemd viljum við að lokum benda aðalforstjóra Flugleiða á að beina nú spjótum sínum að þeim semþeim sem hann á í alvar- legum deilum við og sem stofna framtíðaratvinnuöryggi allra starfsmanna Flugleiða í verulega hættu, og láta vera að troða illsakir við Félag Loftleiðaflugmanna, sem eins og áður sagði á ekki í neinum deilum við stjórn Flugleiða. Við látum að síðustu þær vonir í ljós, að þær deilur, sem forstjórinn á nú í við þá, sem hann á fundum með okkur hefur stundum nefnt „sína menn“, valdi ekki félaginu óbætan- legu tióni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.