Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Ný aðferð við fölsun vísitölunnar Þx egar sólstöðusamningarnir voru gerðir lýsti ríkis- * stjórnin því yfir, að verðhækkanir opinberrar þjónustu kæmu ekki til framkvæmda nema síðustu 10 daga fyrir útreikning verðbótavísitölu, þannig að launafólk þyrfti ekki að bera hækkanir lengi bótalaust. Samtök launafólks töldu þessa yfirlýsingu mikla réttarbót og hafa lagt áherzlu á, að við hana sé staðið. I sambandi við efnahagsvandann 1. marz hefur það sjónarmið komið fram innan stjórnarflokkanna að draga þær hækkanir á opinberri þjónustu, sem nú liggur fyrir beiðni um, fram yfir 31. janúar. Þannig yrði hjá því komizt, að þær yrðu reiknaðar inn í verðbótavísitöluna 1. marz. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessara mála. Eins og nú horfir bendir margt til, að ríkisstjórnin, sem komst að völdum með loforðinu um „samningana í gildi" muni nú enn á ný sýna raunverulegan hug sinn til launþega með nýrri gerð vísitölufalsana. Og ef marka má reynsluna munu verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins leggja blessun sína yfir það. Minnismerki yfir ríkisafskiptin? Eins og fram kemur í viðtali við Sverri Hermannsson alþingismann í Þjóðviljanum sl. laugardag voru það ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Ragnar Arnalds, Benedikt Gröndal og Tómas Árnason m.a., sem tóku ákvörðun um lóð fyrir hús Framkvæmdastofnunarinnar, teikningar og byggingu. Þegar opinber stjórnsýsla er komin úr böndum, er nauðsynlegt að stinga við fæti og athuga, hvar hægt er að spara fé skattgreiðenda. Það gæti leitt til þess að ýmsir þeirra, sem nú eru bókstaflega þjóðnýttir af ríkinu, gætu um frjálst höfuð strokið. En ráðamenn virðast hafa lítinn skilning eða áhuga á því. Bygging Framkvæmdastofnunar ríkisins er t.d. ekki með brýnustu verkefnum hér á landi. Slíkar byggingar geta beðið, a.m.k. þangað til okkur vantar talandi minnismerki yfir „alþýðulýðveldið". En þangað til eigum við að leiða hugann að brýnni verkefnum. Flugleiðir fái starfsfrið Samgöngur eru eyþjóð, sem jafn háð er utanríkisvið- skiptum og við Islendingar, hornsteinn velferðar. íslenzkt framtak, bæði á sviði sjó- og loftsamgangna, hefur unnið þrekvirki á síðustu áratugum, sem þjóðinni er ómetanlegt og styrkt hefur stöðu hennar meðal sjálf- stæðra þjóða. Mbl. vekur athygli á nýlegri samþykkt stjórnar Starfsmannafélags Flugleiða, þar sem m.a. er lögð áherzla á eftirfarandi. „Sameining Loftleiða og Flugfélags íslands er orðinn hlutur og vinna þarf heilshugar að framgangi Flugleiða hf., bæði í nútíð og framtíð. Deilur örfárra manna, innan þessa starfssviðs, eru ógnun við lífsafkomu allra starfsmanna Flugleiða hf. Af þessum sökum skorar Starfsmannafélag Flugleiða á alla deiluaðila að setjast nú þegar að samningaborði, með það eitt í huga, að setja niður deilur, svo hinn almenni starfsmaður Flugleiða hf. fái frið til að sinna störfum sínum til framgangs íslenzkum flugmálum." Mbl. tekur undir þessa samþykkt og telur sig þar tala fyrir munn þorra þjóðarinnar. Teng Hsiao-ping og kona hans Zhou Lin við komuna til Andrewsflugstöðvarinnar í Maryland. Teng vill að Banda- ríkin, Kína og Japan sameinist gegn Sovét WashinKton, 29. janúar AP í VIÐTALI, sem birtist í dag í bandaríska vikuritinu Time, segir Teng Hsiao Ping, varafor- sætisráðherra Kína, að fari svo að Taiwan sameinist Kína sé ekkert því til fyrirstöðu að Taiwan hafi eftir sem áður nokkurt herlið á eigin vegum og að efnahagslífið lúti áfram frjálsu markaðskcrfi. í víðtalihu leggur Teng áherzlu á að komið verði á bandalagi milli Kínverja, Japana og Bandaríkja- manna, „til að stemma stigu við áhrifavaldi bjarnarins“, þ.e. Sovétríkjanna, um leið og hann segir að í Sovétríkjunum sé gróðrarstía fyrir styrjaldarátök. Teng segist gera sér vonir um að Kína og Taiwan geti sameinazt innan árs, en kveðst þó gera sér ljóst að þetta kunni að vera of mikil bjartsýni. Hann er enn sem fyrr andvígur vopnasölu Banda- ríkjanna til Taiwan og segir ástæðuna einkum þá, að slík viðskipti verði ekki til að greiða fyrir viðræðum um sameiningu. í viðtalinu er minnzt á nýja SALT-samninginn milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Teng kveðst sannfærður um að Sovétmönnum sé ekki treyst- andi til að standa við slíkan samning, enda sé útilokað að fylgjast með því að þeir haldi ákvæði hans. Bendir Teng á, að þrátt fyrir fyrri samninga af þessu tagi gé það staðreynd, að Sovétmenn hafi sífellt sótt á, með þeim afleiðingum að þeir standi nú svo að segja jafnfætis Bandaríkjunum á sviði hernaðar. „Helzta einkennið á Sovétmönnum er það að þeir kúga ávallt þá, sem eiga í vök að verjast, en lúta í lægra haldi fyrir þeim, sem eru öflugri. Annað einkenni er það að þeir sleppa engu tækifæri. Ef alvara er með að stemma stigu við áhrifavaldi bjarnarins þá er eina raunhæfa leiðin að við sameinumst. Ef við ætlum einungis að treysta á styrk Bandaríkjanna, þá hrekkur hann ekki til. Ef við ætlum einungis að treysta á styrk Evrópu, þá hrekkur hann heldur ekki til.“ Loks segir Teng, að enda þótt ljóst sé að af ríkjum heims þá séu það ekki nema Sovétríkin og Bandaríkin, sem talizt geti stórveldi, þá séu Kínverjar þeirrar skoðunar að styrjaldarhættan stafi frá Sovétríkjunum en ekki Bandaríkjunum. Ekki hafi önnur ríki bolmagn til að reka raunveru- lega heimsvaldastefnu nú um stundir en Sovétríkin og Bandaríkin, og það hafi verið skoðun Kínverja frá upphafi þessa áratugar, að Bandaríkin séu stöðugt að hernaðarlegu undanhaldi. Börkur með mestan afla: 100 þúsund lestum af loðnu landað á 11 stöðum AFLASKIPIÐ Börkur írá Nes- kaupstað kom á síðasta ári með meiri afla að landi en nokkurt annað íslenzkt skip. Áhöfnin á Berki hefur nú tekið þráðinn upp að nýju þar sem frá var horfið í desember er loðnubannið tók gildi. Síðastliðið laugardagskvöld hafði Börkur fengið 3870 lestir af loðnu, en þá hafði 51 skip tilkynnt um afla á loðnuvertíðinni, samtals 99.604 lestir. Skipstjórar á Berki eru þeir Sigurjón Valdimarsson og Magni Kristjánsson. Aflahæstu skipin í lok síðustu viku voru: Börkur NK 122 ..................3870 Bjami Ólafsson AK 70 ...........3775 Hrafn GK 12 ....................3649 Sigurður RE 4 ..................3474 Gfeli Árni RE 375 ..............3306 Pétur Jónsson RE 69 ............3305 Súlan EA 300 ...................3288 Magnús NK 72 ...................3051 Vfkingur AK 100 ................3034 Vikuaflinn í síðustu viku var samtals 41.135 lestir. Heildarafl- inn er nú rétt innan við 100 þúsund tonn eins og áður sagði, en á sama tíma í fyrra var heildaraflinn orðinri 46.793 lestir og þá höfðu 49 skip fengið einhvern afla sam- kvæmt upplýsingum Fiskifélags íslands. Loðnu hefur verið landað á 11 stöðum á landinu, mest hefur verið landað í Siglufirði, samtals 22836 lestum, 16598 lestum á Seyðisfirði, 13895 á Raufarhöfn, 12376 á Eskifirði og 12214 lestum á Vopnafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.