Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
36. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Byltingunni lokið og öll völd í
höndum fylgismanna Khomeinis
Bandaríkin og Sovétríkin vid-
urkenndu nýju stjómina í gær
Teheran, 12. febr. Reuter. AP
BYLTINGUNNI í íran virtist lokið
í gær og stuðningsmenn Khomeinis
höfðu öll völd eftir þriggja daga
blóðuga bardaga. Yfirmaður her-
afla landsins, Lorestani, var
skotinn til bana í morgun af undir-
manni sínum og tveir aðrir forvígis-
menn hersins voru einnig myrtir.
Augljóst virtist að megnið úr
íranska hernum hefði gengið til liðs
við Khomeini og forsætisráð-
herrann Bazargan.
Útvarpið í Iran lék f allan dag
herlög og baráttusöngva og gefnar
voru út sigurlýsingar. Greint var
Bretadrottn-
ingu vel tek-
ið í Kuwait
Kuwait, 12. íebr. AP. Reuter.
ELIZABETH Bretadrottning fékk
mjög hlýjar móttökur, er hún kom
í dag í opinbera heimsókn til
Kuwait, og er það fyrsta af sex
Persaflóaríkjum sem hún vitjar
næstu þrjár vikur. Sérfræðingum
ber saman um að í þessari för
reyni meira á diplómatiska hæfni
drottningar en nokkru sinni áður
og beri þar margt til: olíumál,
ástandið í (ran og síðast en ekki
sízt stríðir það gcgn trú í þessum
rikjum að karlar komi fram við
konu sem jafningja.
Furstinn í Kuwait lét sig hafa
það að láta skjóta af 21 fallbyssu-
skoti við komu drottningar og hann
braut einnig þau boð Kóransins sem
segja að ekki megi karl heilsa konu
á almannafæri. Heiðursvörður var
einnig á vellinum. Miklar öryggis-
ráðstafanir voru gerðar áður en
drottning kom.
Elizabeth var virðulega klædd, í
appelsínugulum kjól með langar
ermar, til að misbjóða gestgjöfum
sínum sem allra minnst og bar hatt
með slæðu öðrum megin. Mikil
vinna hefur verið lögð í að útbúa
fatnað drottningarinnar fyrir þessa
ferð, svo að hinir strangtrúuðu
Múhammeðstrúarmenn geti sæmi-
lega við unað.
frá því að um sinn væri öllum
landamærastöðvum (rans lokað og
flugumferð lægi niðri um hríð. Um
ferðir fráfarandi forsætisráðherra
Shapours Bakthiars var ekki vitað.
en sagt að hann væri á lffi og f
felum.
Fram eftir degi leit út fyrir að
fylgismenn klerksins ætluðu ekki að
verða við áskorunum um að sýna
stillingu og skila aftur vopnum sem
þúsundir komust yfir í gær. Fóru
hópar ungra manna um götur
Teheran, létu tröllslega og skutu á
hvað sem fyrir varð í algeru hams-
leysi. Varðsveitir Khomeinis slógu
hring um Intercontinental hótelið,
þar sem vestrænir blaðamenn hafast
við vegna þess að múgur hótaði að
brenna það.
Reuter-fréttastofan segir að sigur
„þjóðarhers" Khomeinis hafi verið
virkileiki, þegar yfirbugaðar höfðu
verið tryggar varðsveitir keisara við
vetrarhöll hans í Teheran. Var þeim
atburði líkt við töku Vetrarhallar
Rússakeisara 1917.
Carter Bandaríkjaforseti sem
hafði stutt íranskeisara og síðan
stjórn Bakhtiars lýsti í dag yfir
stuðningi við stjórn Bazargans og
sagði að Bandaríkjastjórn hefði
þegar haft samband við hina nýju
ráðamenn. Væru þeir fullir velvilja
og áhuga á að tryggja öryggi Banda-
ríkjamanna í íran og að halda góðu
sambandi. Sagðist Carter vonast til
að það tækist. Það kynni ekki góðri
lukku að stýra að hlutast til um
innanríkismál annarra þjóða, það
hefði sýnt sig í Víetnam og hefði ekki
verið meiningin að endurtaka þann
Bandaríkin:
hildarleik. Carter var ekki sérlega
áhyggjufullur vegna ástands í olíu-
framleiðslu írans og kvaðst von-
góður um að hún kæmist í fyrra
horf, „ástandið er ekki voðalegt,
ýkjur væri að tala um kreppu, en það
getur þó versnað," sagði Carter crfe
fjallaði síðan um nauðsyn orku-
sparnaðar og að hugsanlega væri
hluti lausnar að koma sér upp
forðabúri.
Skömmu eftir að Carter hafði látið
frá sér heyrá viðurkenndi stjórn
Sovétríkjanna bráðabirgðastórn
írans. Kosygin sendi Bazargan for-
sætisráðherra skeyti með góðum
óskum og áhuga Sovétríkjanna á að
halda góðum samskiptum við íran
sem byggðist á jafnrétti, náungavin-
semd og gagnkvæmri virðingu á
fujlveldi hins. Izvestia málgang
stjórnarinnar sagði að
Sovétstjórnin myndi fylgjast
gaumgæfilega með framvindu
mála og aðild trúarleiðtoganna að
stjórn landsins á næstu mánuðum.
AÐRAR fréttir og
frásagnir af ástandinu í
íran í þessu blaði:
„Við höfum sigrað
hrópuðu æstir fylgismenn
Khomeinis“ .............. bls. 18
„69 landgönguliðar og 6
þyrlur til Tyrklands“ ... bls. 18
„Skeggjaðir skæruliðar á
strigaskóm trylltust“ ... bls. 19
„Mörg frönsk sendiráð hafa
heitið Khomeini stuðningi“ . bls. 19
„Keisarinn fylgist með“ . bls. 19
„Fréttamaður féll f
Teheran-ólátum“ ......... bls. 19
„Bakhtiar mistókst sem
forverum hans“ .......... bls. 19
„Atburðarásin hefur verið
hröð í (ran“ ............ bls. 31
„Bandarfkjamenn óttast
óáran vegna olfuskorts“ . bls. 47
Símamynd AP
Þrír íranskir uppreisnarmenn skjóta út í loftið af skambyssum sínum
þar sem þeir aka á vélhjóli eftir götu í Teheran og hrósa sigri eftir
yfirlýsingu Bakhtiars forsætisráðherra um að hann hafi sagt af sér.
Efnahagssérfræðingar óttast
verulega olíuhækkun á árinu
Washington, New York, Dhahran,
12. febrúar. AP. Reuter.
BANDARÍSKIR efnahags-
sérfræðingar bera nú mik-
inn kvíðboga fyrir því-að
olíuverð muni á næst-
unni hækka verulega á
heimsmarkaði vegna minnk-
andi framleiðslu írana sem
aftur muni gera Carter
Bandaríkjaforseta verulega
erfitt fyrir í baráttu hans
gegn verðbólgunni að því er
áreiðanlegar heimildir frá
Washington herma í dag.
Sérfræðingarnir telja að
verðið geti farið algerlega
úr böndum þannig að innan
árs verði olíuverð komið upp
um helming. í þessu sam-
bandi var haft eftir Henry
Jackson öldungadeildar-
þingmanni í New York í
dag, að spurningin fyrir
Bandaríkjamenn væri ekki
hvort þeir þyrftu að grípa
til mikils orkusparnaðar
heldur hvenær, væri reyndar
aðeins tímaspursmál hvenær
hætt yrði allri olíu- og
benzínsölu á sunnudögum til
að draga úr neyzlunni.
Þá hefur það valdið Bandaríkja-
mönnum verulegum áhyggjum, að
Saudi-Arabar hafa nú minnkað
framleiðslu sína á ákveðnum teg-
undum olíu eftir að þeir juku
framleiðslu sína verulega, þegar
harðna tók í ári í framleiðslu
írana s.l. haust. í þessu sambandi
er haft eftir áreiðanlegum heim-
ildum, að megintilgangur farar
Harold Brown varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna til
Saudi-Arabíu sé að reyna að fá
Saudi-Araba til að auka verulega
framleiðslu sína og auka söluna til
Bandaríkjanna. Þá var það haft
eftir varnarmálaráðherranum við
komuna til Saudi-Arabíu, að
Saudi-Arabar gætu treyst því að
ef á þá yrði ráðist myndu Banda-
ríkjamenn bregða við skjótt og
verja þá.
Tilraun til valdaráns í Chad mistókst
N'djamena, Chad 12. febr. Reuter.
Hersveitir sem fylgja Felix
Malloum, forseta Chad, börðu 1 dag
niður tilraun til valdaráns Hissene
Habre, eftir mjög harðvítug átök f
höfuðborg Chad nánast í allan dag.
Um tölu látinna var ekki vitað.
Heimildir innan hersins sögðu að
hermenn forsetans hefðu loks getað
einangrað hópa sem börðust fyrir
Habre og var beitt eldflaugum og
vélbyssum. Franskir hermenn gættu
evrópskra hverfa höfuðborgarinnar
á meðan þessi átök stóðu yfir. í
kvöld var ekki vitað um afdrif
Habres. Þá var að mestu orðið kyrrt
í borginni og sagt að flestir fylgis-
menn forsætisráðherrans hefðu fall-
ið eða flúið.
I óstaðfestum fregnum var sagt
frá því að fyrr í dag hefði verið gerð
árás á forsetahöllina úr þyrlum, en
forsetann hefði ekki sakað. Um
langa hríð hefur staðið hörkuvalda-
barátta milli forseta og forsætisráð-
herra og hefur þótt sem að ein-
hverju slíku myndi óhjákvæmilega
draga fyrr en síðar.
V-þýzkur ritari hjá NATO
handtekinn fyrir njósnir
Bonn, Brussel, 12. (ebr. AP. Reuter.
INGRID Garbe ritari hjá fasta-
nefnd Vestur-Þýzkalands hjá
Atlantshafsbandalaginu í
Briissel, hefur verið handtekin
grunuð um njósnir f þágu Aust-
ur-Þýzkalands. Der Spiegel
sagði frá þessu f dag og nokkru
sfðar staðfesti talsmaður
Atlantshafsbandalagsins frétt-
ina. Talsmaðurinn sagði að frek-
ari yfirlýsingar yrðu að koma
frá V-Þjóðverjum þar sem konan
hefði verið send til starfa í
Briissel frá v-þýzka utanrfkis-
ráðuneytinu og hefði ekki verið
starfsmaður
lagsins.
Atlantshafsbanda-
Konan hefur haft aðgang að
mikilvægum leyniskjölum og hún
mun hafa komið áfram til Aust-
ur-Þjóðverja upplýsingum um
afvopnunarsamninga og umræð-
ur um fækkun í herafla NATO og
Varsjárbandalags. Hún kom
þessum upplýsingum áleiðis til
ástmanns síns, austur-þýzks
njósnara sem rak blómabúð í
Brússel þar til fyrir nokkrum
vikum að hann hvarf á braut,
trúlega til Austur-Þýzkalands.