Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 Nýir Camp David fund- ir hefiast í næstu viku WaMhinirton. 12. fehr. ^ W&shington, 12. febr Reuter — AP EGYPTAR og ísraelsmenn munu hefja að nýju samningaviðræður undir handleiðsiu Bandaríkjanna þann 21. febrúar n.k. og verða þær haldnar 1 Camp David í Maryland eins og fundirnir í september þar sem umtalsverður árangur náðist þótt ekki yrði hann langvinnur. Það verður Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem stýrir þess- um fundum og þangað koma Moshe Dayan og Mustapha Khalil, forsætisráðherra Egypta- lands. Gert er ráð fyrir, að fund- irnir standi í tíu daga, en siðan haldi aðiiar heim og gefi yfirboð- urum sínum skýrslu um gang viðræðna. Sérfræðingar segja, að ekki sé svo margt sem Egypta og Israela greini á um að þeir geti ekki náð samkomulagi annað hvort í þess- ari eða næstu lotu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að Carter Bandaríkja- forseti leggi hart að báðum aðilum að komast að samkomulagi og ganga frá friðarsamningi og muni hann ella gefa Miðausturlönd upp á bátinn og snúa sér að öðrum átakasvæðum í heiminum. Suður-Kórea — Norður-Kórea: Her norðanmanna talinn mannfleiri og betur búinn Seoul, Suður-Kóreu, 12. febrúar. AP HER Norður-Kóreu er nú talinn vera stærri og betur búinn en her Suður-Kóreu að því er haft er eftir áreiðan- legum heimildum í hermála- ráðuneytinu í Seoul. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem talsverður munur hefur ætíð verið talinn á herjunum og þá þeim suður-kóreanska í vil segir í fréttum frá Seoul Haldið var, að í her Suður-Kóreu væru um 10% fleiri hermenn eða um 560 þúsund á móti 500 þúsund að viðbættum 33 þúsund bandarískum hermönnum staðsettum í Suður-Víetnam. Sam- kvæmt nýjustu upplýsingum er hins vegar her Norður-Kóreu- mánna orðinn um 25—30% mann- fleiri en haldið var eða um 600 þúsund manns. Her Norður-Kóreumanna er skipt niður í 40 herfylki í stað 28 eins og áður var og þá eru skrið- drekar þeirra nú 2500 talsins í stað 1950 áður, en skriðdrekar Suður-Kóreumanna eru hins vegar aðeins 840. — Yfirvöld í Suður-Kóreu eru að sögn ekki neitt uggandi vegna þessa gífur- lega munar á fjölda skriðdreka og segja að landslagið geri það að verkum að ekki sé hægt að beita skriðdrekum nema í einstaka til- fellum og þá komist allur þessi fjöldi norðanmanna alls ekki fyrir. Að viðbættu því að varnarkerfi þeirra gegn skriðdrekum sé mjög fullkomið, raunar eitt það fullkomnasta sem völ er á í heiminum í dag. Amin slapp naumlega Nairobi 11. lebr. Reuter IDI AMIN slapp naumiega frá þvf að falla í hendur innrásar- herjum frá Tanzaníu um helg- ina að því er talsmaður stjórnar Úganda sagði í viðtaii við Reuter. Hefði Amin verið í könnunarferð um landamæra- svæði þar sem bardagar hefðu verið meira og minna um langa hríð. Forsetinn hefði verið króaður af og með honum tveir ráðherrar. Nokkrir hermenn voru í fylgdarliði hans og var einn drepinn. Amin hefði þá beðið um aðstoð og hefði þyrla getað náð þeim frá Tanzaníu- mönnunum sem hefðu verið alveg á næstu grösum. Yfirburðir Suður-Kóreumanna eru hins vegar taldir birtast í miklum fjölda kjarnorkuvopna sem Bandaríkjamenn eru með í Suður-Kóreu en talið er að Norður-Kóreumenn hafi ekki yfir neinum slíkum vopnum að ráða. Vegna þessara nýju upplýsinga um hernaðaryfirburði Norður-Kóreumanna var yfir- maður herja Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu að því spurður hvort hann teldi rétt að endurskoða yfirlýsta stefnu Carters Banda- ríkjaforseta um að fækka verulega í liði Bandaríkjanna þar og svaraði hann því til, að hann teldi alls ekki rétt að fækka í liðinu og hefði reyndar aldrei talið en forsetinn væri sá sem valdið hefði. KÍNVERSKT KVÖLDFÁR — Þessi mynd var tekin nýiega í Peking þegar haldið var samkvæmi hjá Peking Internationai Club. Á neðri hluta myndarinnar er kínverskur plötusnúður, klæddur á viðeigandi hátt, að brynna viðstöddum af tónlistinni, en á efri myndinni stíga Kínverjar og útlendingar búsettir í Kína dansinn og er ekki annað að sjá en að glatt sé á hjaíla. Stjórnun veðurfars rædd á SÞ-ráðstefnu Evening News á helj arþr öminni London, 12. febrúar. AP. FORRÁÐAMENN „The Evening News“, mest selda síðdegisblaðs Bretlands, tilkynntu 1 dag að þeir hygðust leggja upp laupana inn- an tíðar vegna gífurlegs taps að undanförnu nema því aðeins að þeir gætu losnað við um þriðjung af starfsliðinu að því er fréttir frá London herma 1' dag. Blaðið er um þessar mundir gefið út í rúmlega 500 þúsund eintökum. Forráðamenn blaðsins sögðu ennfremur að allar líkur bentu til þess að tapið á þessu ári færi í um 7,5 milljónir sterlings- punda eða um það bil 5 milljarða íslenzkra króna. Ef forðast ætti þetta gífurlega tap væri ekki um að ræða annað en að segja að minnsta kosti 600 manns upp starfi, þar af um 40 blaðamönnum. Þá segja forráðamenn blaðsins það valda miklum vandræðum, að verkalýðsfélögin, sem hlut eiga að máli, segjast ekki vera til viðtals um neinar aðgerðir til úrbóta nema til komi loforð blaðstjórnar- innar um að engum starfsmanni verði sagt upp. í bréfi sem E.J. Winn- ington-Ingram framkvæmdastjóri blaðsins ritaði öllum starfsmönn- um þess segir m.a., að hugmyndir um 500—600 uppsagnir sé ekki skemmtilegur hlutur en stað- reyndir hlaupi ekki á brott, þ.e. blaðið geti ekki gengið áfram með þessum hætti og að þvergirðings- háttur verkalýðsfélaganna leiði til þess eins að Evening News leggi upp laupana innan tíðar. Genl, 12. feb. — Reuter. Um 300 sérfræðingar frá 40 iöndum eru saman komnir á sérstakri veðurfræði-ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna f Genf. Ráðstefnan hófst f dag, mánudag, og er ráðgert að hún standi yfir f hálfan mánuð. Strax á fyrsta degi komu upp deilur milli fulltrúa Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um það hvort aðgerðir f einu landi geti haft veðurbreytingar í för með sér í' öðru landi. Forseti ráðstefnunnar er dr. Robert White frá Bandaríkjunum. í ávarpi sínu sagði hann meðal annars að enn væri löndum heim- ilt að grípa til einhliða aðgerða varðandi orkumál, landnýtingu og vatnsöflun, sem hugsanlega gætu ERLENT Þetta gerðist 1975 — Kýpur-Tyrkir koma eigin stjórn á laggirnar. 1974 — Solzhenitsyn sviptur borgararétti og sendur í útlegð. 1965 — Kosygin heimsækir Norður-Víetnam. 1945 — Bandamenn taka Búda- pest. 1920 Sviss í Þjóðabandalagið, sem viðurkennir hlutleysi lands- ins. 1874 — Samningur konungs Ashanti-manna, Vestur-Afríku, við Breta. 1867 — Jóhann Strauss stjórnar frumflutningi „Dónárvalsins". 1861 — Fyrsta bankarán glæpa- flokks James og Youngers (Lib- erty, Missouri) 1861 — Bretar innlima Oudh, Indlandi. 1841 — Tyrkjasoldán viður- kennir stjórn Mehemet Ali í Egyptalandi. 1820 — Hertoginn af Berry, kröfuhafi frönsku krúnunnar, myrtur. 1782 - Frakkar taka St. Christopher, Vestur-Indíum. 1779 — Landkönnuðurinn James Cook myrtur. 1692 — Fjöldamorðin í Glencoe í skozku Hálöndunum. 1689 — Vilhálmur og María lýst konungur og drottning Eng- lands. Enska þingið samþykkir Réttindaskrá. 1668 — Spánverjar viðurkenna sjálfstæði Portúgals með Lissa- bonsamningnum. 1633 — Galileo kemur til Rómar og Rannsóknarrétturinn hand- tekur hann. 1601 — John Lancaster leggur upp í fyrstu siglingu Aust- ur-Indíafélagsins frá London. 1575 — Hinrik III krýndur í Frakklandi. 1542 — Katherine Howard drottning tekin af lífi í Ehg>. landi. Afmæli: Rodney lávarður, ensk- ur aðmíráll (1719-1792) - Talleyrand prins, franskur stjórnmálaleiðtogi (1754—1838) — Randolph Churchll lávarður, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1849-1895) - Fyodor Chaliapin, rússneskur óperu- söngvzri (1873-1938). Andlát: Ethelgar, erkibiskup í Kantaraborg, 990 — Richard Wagner, tónskáld, 1883 — Rafael Sabatini, rithöfundur, 1950. Innlent: Heklugos hefst 1693 — Fyrsti fundur Norðurlandaráðs settur í Kaupmannahöfn 1953 — Hlíf vikið úr ASÍ 1939 — Banda- rískri flugvél hlekktist á á Reykjavíkurflugvelli 1968 — Landsmálafélagið Vörður stofn- að 1926 — f. Emilía Borg 1901 — Örlygur Sigurðsson 1920. Orð dagsins: Snilligáfa getur haft takmarkanir, en heimska hefur engin takmörk — Elbert Hubbard, bandarískur höfundur (1856—1915)„ haft áhrif út fyrir landamæri viðkomandi ríkis. Taldi dr. White nauðsynlegt að koma á fót ein- hvers konar alþjóðlegu eftirliti, sem allir gætu fellt sig við. Dr. E.K. Fedorov frá Sovétríkjunum tók næstur til máls og taldi mjög vafasamt að aðgerðir innan landa- mæra eins ríkis gætu haft veður- farslegar afleiðingar utan landa- mæranna. Aðspurður hvort hugs- anlegar aðgerðir sovézkra vísinda- manna í þá átt að snúa við norðurrennsli tveggja fljóta í Síberíu, þannig að þau renni suð- ur, geti haft varanlegar veðurfars- breytingar í för með sér, sagði dr. Fedorov að rannsóknir bentu alls ekki til neinna breytinga. Aðrir vísindamenn hafa látið í ljós áhyggjur yfir að þessar fram- kvæmdir gætu leitt til breytts loftstreymis um jörðu, og að mikill hluti norðurskautsíssins bráðnaði. Dr. Fedorov lýsti fyrir ráð- stefnugestum möguleikum á því að hafa nokkra stjórn á veðurfari með því til dæmis að hrúga upp gervifjöllum, breyta hafstraumum með stíflum, sem væru þúsund sinnum stærri en stærstu virkjan- ir í dag, og fleiri aðgerðum. Flód í Portúgal Lissabon 12. febr. Reuter TVÖ þúsund manns hafa verið flutt frá heimkynnum sínum í Portúgal í verstu flóðum, sem hafa komið þar 1' fjörutíu ár. Ottast er að nokkrir hafi drukknað. Mikið tjón hefur orðið á uppskeru og er það metið á milljónir dollara og miklar skemmdir hafa orðið á vegum og járnbrautarlínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.