Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 31 máli — Þingfréttir í stuttu Ellerts B. Schram um landshluta- útvarp, nauðsyn breytinga á þjón- ustu útvarpsins, s.s. útvarp í steríó, tvær flutningsrásir (dag- skrár) og næturútvarp — en allt væru þetta hugmyndir á umræðu- stigi. Arni Gunnarsson (A) taldi framangreind frumvörp vera til góðs vegna þeirrar umræðu um ríkisútvarpið, sem þau væru kveikjan að, og þegar hefði borið nokkurn árangur. Hann sagðist þó andvígur frjálsum útvarpsrekstri. Taldi nær að hlúa betur að ríkisút- varpinu, sem væri í fjárhagssvelti. Minnti hann á að útvarpið væri almannavarnakerfi okkar, möstrin á Vatnsendahæð væru komin að falli og gætu hrunið í næsta óveðri, tækjakostnaður stofnun- arinnar væri lélegur og úr sér genginn og hún ætti ekki eigið húsnæði. Eiður Guðnason (A) tók í sama streng og Árni. Frumvarpið um landshlutaútvörp, undir handar- jaðri ríkisútvarpsins, væri góðra gjalda vert, en frjáls útvarpsrekt- ur væri hæpinn. Hann fæli aðeins í sér frjálsræði og lýðræði pening- anna. Slíkur útvarpsrekstur væri og miðaður við þéttbýli og væri ekki ætlað að þjóna strjálli byggð. Misskilningur væri að slíkar stöðvar kostuðu lítið. Það eitt að útvarpa hljómlist hefði kostað ríkisútvarpið um 5 m.kr. á mánuði í gjald til STEFs á liðnu ári. Frjáls útvarpsrekstur myndi þrengja kost ríkisútvarps um auglýsinga- tekjur og skerða þjónustu þess þann veg. Guðmundur H. Garðarsson (S) taldi sjónarmið Árna og Eiðs bera þess vott, að þeir væru gamlir starfsmenn ríkisútvarps, en hvorki framsýni né frjálslyndi þeirra — eða þess, að þeir væru sérstakir talsmenn sjónarmiða hinna yngri í þjóðfélaginu. I efri deild var framhaldið fyrstu umræðu um stjórnarfrum- varp um hækkun verðjöfnunar- gjalds á raforku (úr 13% í 19%). Oddur Ólafsson taldi réttara að jafna þetta verð með öðrum hætti en sérstökum skatti á raforkuverð, annað tveggja framlagi úr sam- eiginlegum sjóði landsmanna eða að tekjur af raforku til stóriðju renni til þess verkefnis. Eyjólfur K. Jónsson (S) var andvígur hækkuninni en minnti á, að fleiri orkuver ættu við erfið- leika að stríða en RARIK og Orkubú Vestfjarða. Harmaði hann að iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, skyldi ekki geta tekið undir hógværa ósk Siglfirðinga, þess efnis, að verð- jöfnunargjaldið gengi til fleiri aðila, sem eiga við sambærileg rekstrarvandræði að etja, en Skeiðfosssvæðið væri einangrað og ekki tengt RARIK-svæðinu, þótt það létti hins vegar undir með RARIK, bæði með raforku til Ólafsfjarðar og Fljóta. Ragnar Arnalds, samgönguráð- herra, mælti fyrir frv. um land- flutningasjóð, sem verði sjálfstæð stofnun í eigu ríkissjóðs og stuðli með lánveitingum að bættum vöru- og fólksflutningum með stórum bifreiðum. Sjóðurinn fái 2% gjald af starfsemi sérleyfis- hafa, hópferðaleyfishafa, eigenda leigubifreiða til vöruflutninga og framlag úr ríkissjóði eftir ákvæð- um fjárlaga hverju sinni. Upphaf þessa máls er þings- ályktun sem samþykkt var í marz 1976 og stjórnarfrumvarp, sem flutt var þá um vorið en varð ekki útrætt. í janúar 1977 er enn skipuð nefnd til að semja frumvarp að slíkum stofnlánasjóði og er frum- varp þetta að meginefni byggt á meirihlutaáliti þeirrar nefndar. Húsaleigusamningar Magnús H. Magnússon, félags- málaráðherra, mælti fyrir stjórn- arfrumvarpi um húsaleigusamn- inga, sem flutt er í framhaldi af ákvæðum í stjórnarsamningi nú- verandi ríkisstjórnarflokka. Framsögu hans verða gerð nánari skil á þingsíðu blaðsins síðar. Atburðarásin hefur verið hröð í íran Teheran, 12. febrúar. AP MOHAMMAD Reza Pahlavi franskeisari lýsti því yfir á fundi með fréttamönnum í íran á nýársdag. að hann færi í frí fegins hendi ef ástandið í landinu leyfði. Þá var um eitt ár liðið frá því að óíga gegn keisaranum byrjaði í landinu Og frá því að keisarinn lýsti ofangreindu hafa mál þróast hratt í lran. Hér verður atburðarásinni í landinu síðustu 42 dagana lýst. en á þeim tíma var 37 ára veldi keisaradæmisins lagt í rúst. 1. janúar: Eftir að keisarinn lýsti löngun sinni til að fara í frí lýsir Shahpour Bakhtiar, en keisarinn hafði útnefnt hann í embætti forsætisráðherra, að hann taki við völdum gegn því skilyrði að keisarinn fari um ótilgreindan tíma til annars ríkis. 9. janúar: Keisarinn felur Pahlavi-stofnuninni í Iran í hendur yfirráð yfir persónuleg- um eignum sínum í Iran en þær eru metnar á um 200 milljónir dollara eða um 64 milljarða íslenzkra króna. 13. janúar: Keisarinn útnefn- ir ríkisráð til að fara með skyldur keisaradæmisins meðan hann dvelst erlendis. Khomeini tilkynnir í París að hann hafi myndað byltingarráð til að und- irbúa stofnun islamsks lýðveldis. Áreiðanlegar heimild- ir herma að keisarinn hafi varað herforingja vð því að reyna byltingu í landinu. 16. janúar: Keisarinn fer frá íran með leynd. í tilkynningu til þjóðarinnar hvetur hann lands- lýð til að vernda keisaradæmið meðan á dvöl hans erlendis stendur. Þegar brottför keisar- ans spyrst út brutust út fagn- aðarlæti í Teheran. 18. janúar: Ramsey Clark fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að lítil von sé um árangur hjá stjórn Bakhtiars og að Bandaríkja- menn ættu að setja sig í samband við Khomeini. Ölæti sem beinast gegn keisaranum og stjórn Bakhtiars halda áfram í íran. Khomeini neitar frá höfuðstöðvum sínum í París að hitta sendimann ríkisráðsins sem keisarinn myndaði áður en hann fór úr landinu. 19. janúar: Yfir ein milljón manna fer í göngum um Teheran og krefst þess að stjórn Bakhtiars fari frá völdum, en Khomeini verði falið að stofna bráðabirgðastjórn í landinu hið snarasta. 20. janúar: Khomeini tilkynn- ir frá París að hann haldi til írans 26. janúar og bindi þar með enda á 14 ára útlegð sína í írak og París. 21. janúar: Bakhtiar heldur fund með landvarnaráðinu til að draga upp áætlanir um viðbún- að vegna komu Khomeinis til írans. Hann hvetur landsmenn til að binda endi á óeirðir og mótmæli gegn stjórnarfarinu. 23. janúar: Yfirmenn hersins segja að herinn muni samein- aður standa vörð um keisara- dæmið, og láta blóð sitt renna ef þörf krefur. 24. janúar: Herinn lokar Mehrabad flugvellinum tveimur dögum áður en von er á Khomeini og Bakhtiar tilkynnir að hann hafi sent mikilhæfan fulltrúa sinn til Parísar til að reyna að ná sáttum við Khomeini. 25. janúar: Khomeini virðir að vettugi ósk Bakhtiars um að trúarleiðtoginn fresti heimkomu sinni um þrjár vikur. 26. janúar: Hermenn kljást við þúsundir andstæðinga stjórnarinnar á götum úti og eru það afdrifaríkustu götubar- dagar frá upphafi byltingar- innar. 27. janúar: Hundruð þúsunda stuðningsmanna Khomeinis fara fylktu liði um Teheran og aðrar borgir og krefjast heim- komu trúarleiðtogans. Bakhtiar tilkynnir að hann hyggist fara til Parísar til fundar við Khomeini. 28. janúar: Bakhtiar lokar öllum flugvöllum í Iran til að fresta heimkomu Khomeinis. Khomeini segist ekki geta orðið við ósk Bakhtiars um fund þeirra tveggja í París, nema Bakhtiar segi af sér. Nýjar óeirðir brjótast út í Iran og hermenn skjóta á ólátabelgi við háskólann í Teheran. 29. janúar: Bakhtiar segist hafa látið af áætlunum um að hitta Khomeini vegna óaðgengi- legra skilyrða trúarleiðtogans. 30. janúar: Yfirvöld tilkyhna að flugvöllurinn í Teheran sé opinn á ný og að Khomeini sé frjálst að koma til landsins, en von er á honum eftir tvo daga. Forsvarsmenn Air France segjast ekki fljúga með Khomeini og fylgdarlið hans fyrr en flugfélagið sé ánægt með ýmis öryggisatriði. Sendiráð Bandaríkjanna tilkynnir öllum starfsmönnum bandarískra stjórnvalda að hverfa brott úr Iran. 31. janúar: Herinn sýnir veldi sitt á götum Teheran daginn áður en Khomeini kemur, en hann hélt seint um kvöld frá París. 1. febrúar: Milljónir manna fagna komu Khomeinis til írans og trúarleiðtoginn lýsir því yfir að hann hyggist kljást við stjórn Bakhtiars. 2. febrúar: Khomeini neitar enn að hitta Bakhtiar og krefst afsagnar forsætisráðherrans. 3. febrúar: Khomeini heitir „trúarstríði" við Bakhtiar neiti sá síðarnefdni að segja af sér og greiða þannig götu fyrir stofnun islamsks lýðveldis. Einnig segist Khomeini ætla að stofna bráða- birgðastjórn bráðlega. 4. febrúar: Bakhtiar segist ekki ætla að spyrna fótum við stofnun „skugga“stjórnar Khomeinis. 5. febrúar: Khomeini tilnefnir Mehdi Bazargan forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnar sinn- ar. 6. febrúar: Bakhtiar kveðst ætla að halda áfram völdum þrátt fyrir öflug mótmæli gegn sér. Aðstoðarmenn Khomeinis segja að herinn muni héðan í frá tæpast efna til byltingar til að bjarga keisaradæminu. 7. febrúar: Stuðningsmenn Khomeinis ná yfirráðum í ýms- um borgum landsins og opinber- ir starfsmenn í ráðuneytum ganga í lið trúarleiðtogans. 8. febrúar: Yfir ein milljón manns lýsir stuðningi við Bazargan með fylkingum um götur Teheran og Bakhtiar seg- ist aldrei ætla að gefast upp fyrir Khomeini. í fyrsta sinn verður vart hermanna í fylking- um stuðningsmanna Khomeinis. 9. febrúar: í brýnu slær milli hermanna í flughernum og líf- varðar keisarans á Farahabad æfingavelli flughersins í Austur-íran. 10. febrúar: Borgarastyrjöld á algleymingi í Teheran er upp- reisnarmenn Khomeinis berjast um yfirráð í Teheran við her- menn úr lífverði keisarans. Yfir 1000 eru sagðir hafa fallið eða særst. Uppreisnarmenn brjótast inn í nokkur fangelsi og frelsa pólitíska fanga. RICHMAC RICHMAC búðarkassinn er sérstaklega gerður fyrir mikið álag, þar sem atgreiðsla þarf að ganga fljótt en örugglega fyrir sig. Meðal þeirra, sem nú þegar eru byrjaðir að nota RICHMAC elektróníska búðarkassa, eru: BREIÐHOLTSKJÖR, KRON,NÓATÚN, STRAUMNES, KJÖRBÚÐ BJARNA, AK. Sölumenn okkar eru reiðubúnir að gefa allar nánari upplýsingar um RICHMAC búðar- kassana. SKRIFSTQFUVÉLAR H.F. V+ = " Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.