Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
37
Frá sýningu bjóð-
leikhússins á óper-
unni Tosca 1957.
til að vera allt í senn auglýs-
ingastjóri. ljósameistari, sviðs-
stjóri, prentari og dyravörður.
Óperuhús eigum við ekkert enn.
Menn lifa bara f voninni, og þau
bæöi.
Ovínw««io fiií»*dá*«ir.
"í.i'jkW i 1k**n$**fk. *r. W ira
vS íii» .« > Su ÍKÍsdKiSiS-Si$:
j:«Vi Oi*V t3sr.
S.><«*«.' «K
v«» : xm; »'»*'»:<■ i K«::Í0«X' SW* :»*»
Mx'l-ÍKÍoec- iwis-iWoi'SsÍ!
." CsrHXK- >»t í-»i$ «W 5«.<Í»«SJV
Svmthvil ffliixiattir.
tCx^MuK ** f**t i »->}>w»í:rW »<>*> »:««*»-
> x»s>-> x ítt»» 4<
*» .\<sí<i» «ó>» »>} ttxdixiMt>» <»: i*.>?»«s-
t■}»>:» ;•■••> •>« «>::>; .>ii:»':t :'>: ><■ ■ <'•■>. : :
ox»f iyó i. & «w» Á <.f''»So>->>»»>«»> dv«Mi;
;>>:.;>>>:vit .»:<■»::<•: :,\< <»•>:;! !>■' ::<
■» >>».» »:>•{>"«.>■< Co>i>X'"' '<■■'! i<>;»S' <x(c«i->:!t*
t <<t«w
Mospxjwon
f: :< ÍSssícjSi et StíStttSfSW «ít < »•<«' :
:i»!»tt <tt-fttt- "ii ÍMtí "!<-5 O'StttXCSxX'tXV'tiC
í xtooeti «9 fctfcð !•*«» s fítttttttcjei
«>tC*VV«-Vfi ,t». * i ÓKt«"<,"*»> «jt *$<xgfc(fti'>Kt.
t.ys' »->:ttfíi»C Híyx.xv.'iitctt <<R i!»:<<: "Stior
ittcfo oýttt h*r :' 'xt- f>MVSt« !>*. >:*»» XÍ<<t»
»>xit fSiír!t«vi<t.> : .\« H"xMtx»s. »x<-
KxrictWý Ho>rit}»vátttr >•>>:<!> i**i <>* Ro»»-
. i»«- *>»>}x i iiiéct it.tíMOsi, ,<«>: i. f*„
Ví'ixö 58».
Sigríður: „Af hverju ekki að flytja þætti úr óperum, einstök atriði,
smærri óperur, kammeróperur eða miniature-óperur.“ Það gerði
Leikfélag Reykjavíkur árið 1952 er það stóð að sýningu Miðilsins eftir
Menotti. Verkið var viðráðanlegt en gott. Myndin sýnir opnu úr
efnisskrá Miðilsins þar sem söngvarar eru kynntir.
slitið barnsskólum í þessari list-
grein enn?
„Nei, ekki beinlínis. Mér finnst
aftur á móti leitt, að gróska
áranna upp úr 1950 skuli hafa
gufað upp. Ég á erfitt með að gera
mér grein fyrir orsökum þess
arna. Hitt er víst, að það þýðir
ekki fyrir söngvara að sitja og bíða
þess að eitthvað gerist sjálfkrafa.
Tónlistarmenn hér heima kunna
vel til verka. En þá skortir marga
áræði til að koma list sinni, og
hagsmunum á framfæri. Eða
kannski skortir þá nennu. Það er
að vísu hvimleitt, að þurfa að vera
allt í senn: ljósameistari, auglýs-
ingastjóri, sviðsstjóri, prentari —
og söngvari. En við verðum samt
að láta það gott heita.“
BLM: Hvaða óperu myndir þú
flytja hér heima ef þú ættir þess
kost?
„Ætli það yrði ekki Faistaff
Verdis, sem er fjölmenn, skemmti-
leg, og fellur vel að þeim röddum
sem við höfum yfir að ráða. En
ótal aðrar óperur koma til álita.“
BLM: Sérðu íslenskt óperuhús í
spákúlu framtíðarinnar?
„Já. Ég er viss um að hér verður
starfandi óperufélag 1986! Þá á ég
ekki við óperuur í fullum skrúða,
heldur hitt, að þær verði fluttar að
staðaldri yfir vetrarmánuðina. Við
verðum að skapa söngvurum okkar
tækifæri."
flytja óperur — samkvæmt lögum
frá Alþingi."
BLM: Væntirðu þess að þjóðleik-
hússtjóri sendi þér bréf þess efnis
innan tíðar?
„Já, ég vona hann geri það.“
BLM: Hafa einsöngvarar fært
stofnun íslensks óperufélags í tal
við þig?
„Nei, það hefur enginn fært slíkt
í tal við mig hvorki fyrr né síðar.“
BLM: Hver er ástæðan fyrir því að
óperulist hefur ekki þróast hér-
lendis til jafns við aðrar leikhús-
greinar, t.d. bæði leiklist og
ballett?
„Óperan er dýr. Auk þess er hér
ekki óperuhefð, enda þjóðin ung í
menningarlegu tilliti. En senni-
lega er ástæðan einfaldlega sú, að
við höfum verið ódugleg við að
setja upp óperur. Það er einhver
fyrirstaða, veikur hlekkur sem
stendur okkur fyrir þrifum."
BLM: Hvar er lausn að finna?
Felst hún í samstöðu einsöngvara
eða í aðgerðum þeirra er sitja við
stjórnvöl stofnananna er hér koma
við sögu?
„Ég held að áhugi einsöngvara
sé einlægur og ábyggilegur. Það
eru stjórnendur stofnana sem geta
gert gæfumuninn hér.“
BLM: Ert þú sjálfur, sem fram-
kvæmdastjóri S.Í., í aðstöðu til að
breyta einhverju?
„Ég hef aðstöðu til að koma
vissum hugmyndum á framfæri,
hvað ég hefi gert.“
BLM: Áttu þér ákveðinn draum
um ópfruflrtning á íslandi?
„Ég vil a<. <-áðnir verði söngvar-
ar að Þjóðleikhúsinu, enda ekki
tímabært að stofna hér fullgilda
og sjálfstæða óperu. Ég vil að hér
verði frumfluttar þrjár til fjórar
óperur á ári. Þetta er draumur
minn, og ég held draumur allra
íslenskra einsöngvara.“
BLM: Hvernig mætti auka sam-
starf Sinfóníuhljómsveitar íslands
og söngvara landsins?
„Það er hugsanlegt að stefna að
konsertuppfærslum á óperum í
Háskólabíói. Og þó að óperur séu
misvel til þessa fallnar hef ég
áhuga á að reyna þetta.“
BLM: Eru íslenskir einsöngvarar
ragir við að syngja með S.í. þá
sjaldan til þess kemur?
„Ekki vil ég segja það. Þó hefur
komið fyrir að slíkri beiðni hafi
verið synjað,
BLM: Stafar þetta af reynslu-
leysi?
„Það má vera, tækifærin eru
alltof fá. En ef Þjóðleikhúsið flytti
eina óperu á ári, og S.í. stæði að
tveimur konsertuppfærslum, auk
framtaks einstaklinga úti í bæ,
myndi strax myndast vísir að
samfelldum óperusýningum á
íslandi. Þetta þarf að athuga."
BLM: Væri ekki leikur einn að
fella konsert-uppfærslur inn í
ramma áskriftartónleika hvers
starfsárs?
„Jú, ekki bara hugsanlegt heldur
kannski æskilegt. Ég get upplýst,
að í ráði er að flytja viðamikla
óperu á áskriftartónleikum 1980.
Söngkraftar verða erlendir enda
viðfangsefnið mikilúðlegt. Nú svo
verða óperutónleikar með ítölsk-
um einsöngvurum 29. mars n.k.
BLM: Hvað með aðgengilegri
verk?
„Jú, víst eru til óperur sem
íslenskir söngvarar gætu ráðið við
að öllu leyti. Þess vegna finnst mér
súrt í broti að Þjóðleikhúsið skuli
ekki frumflytja neitt verk í ár.“
Blóm i glugga
Það er sjálfsagt fáum eins
mikil ánægja af blómum innan-
dyra og þeim, sem búa á norð-
lægum slóðum og njóta græna
litarins og gróðursins úti fyrir
í svo skamman tíma á ári
hverju.
Margir hafa sannkallaðar
„blómahendur“, sérhver jurt
stækkar og dafnar í þeirra
umsjá. Við erum ekki öll svo
heppin, en getum þó náð sæmi-
legum árangri fyrir því.
Blómaverzlanirnar keppast
við að auglýsa, að þær hafi nú
óvenjulega mikið úrval potta-
blóma, það má reyndar sjá það
með eigin augum í gluggum
þeirra.
Nú, svo er auðvitað alltaf
hægt að fá „afleggjara“ hjá
vinum og vandamönnum, flest-
ir gefa þó meira að segja með
mjög glöðu geði. Ekki veit ég
hvaðan upprunnin er sú trú, að
blóm dafni betur, ef afleggjar-
inn hefur verið tekinn án þess
að beðið væri um leyfi, þ.e.
hnuplað. Heiðarlegasta fólk
álítur ekkert athugavert við
slíkt.
Síðustu ár hafa komið á
markaðinn fallegir hengipott-
ar úr öllum mögulegum efnum
og eru víða til sölu. Hver maður
ætti að geta fundið eitthvað
fyrir sinn smekk, ef koma á
fyrir blómum öðruvísi en á
þann hefðbundna hátt að raða
blómapottunum með jöfnu
millibili í gluggakistuna.
Á meðfylgjandi myndum má
sjá skemmtilega fyrirkomið
blómum í gluggum, þau virðast
alls staðar látin koma f stað
gluggatjalda og getur verið
mjög fallegt, þar sem það hent-
ar.
I
Hliðartaska
með nýju
sniði
Hliðartaskan á myndinni
minnir um margt á lítinn
bakpoka, en ekki er hún
verri fyrir það. Þetta er ný
gerð og ekki ólíklegt að hún
eigi eftir að vera vinsæl,
sérstaklega hjá þeim, sem
vilja, eða þurfa, að bera
dálítið mikið með sér dag-
lega.
Hárið
fléttað
UNGAR stúlkur flétta nú
hár sitt aftur eins og
mamma hefur kannski gert
við þær, þegar þær voru
litlar. Lífið er sífelld end-
urtekning, má nú segja.
Tilbreyting er í því að festa
flétturnar í hnakkanum í
staðinn fyrir upp á höfðinu
eins og sjá má á myndinni.
Þó að kvenblússur líkist nú mjög karlmannaskyrtum, svona yfirleitt, eru þessar á
myndinni bara „kvenlegar“, ef nota má svo gamaldags orð. En hvað sem því líður, þetta eru
allra fallegustu blússur og mjög vel nothæfar við mörg tækifæri.
á