Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 48
Lækkar hitakostnaöinn nnpittlif&ikifr Verzlið í sérverzlun meö litasjónvörp og hljómtæki. Ef*£.£> Skipholti 19 V BUOIN sími ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 Upphlaup í ríkisstjórn ÞEGAR Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra lagði frum- varp sitt fram í rikisstjórninni í gær, varð þar mikið upp- hlaup og gerðist Ragnar Arn- alds menntamálaráðherra þar stórorður. Hitnaði ólafi þá í hamsi og sagði hann við Ragn- ar að hegöan hans væri ekki samboðin honum sem ráð- herra. Ragnar Arnalds svaraði for- sætisráðherra fullum hálsi og kvaðst ekki láta segja sér, hvað sér væri samboðið. Hitt væri víst að eins mætti segja, að þau vinnubrögð, sem Ólafur Jóhannesson hefði viðhaft, væru ekki samboðin forsætis- ráðherra landsins. Benedikt Davíðsson, formaður Verkamálaráðs Alþýðubandalagsins: „Hnefahögg í andlit verka- lýðshreyfingarinnar ’ ’ Verði stjórnarsamstarfi haldið áfram, hlýtur allt samráð að vera úr sögunni „EINS og frumvarpið var kynnt fyrir okkur, þá gengur þetta þvert á fyrri hugmyndir um samráð við verkalýðshreyfinguna um lausn vandamála,“ sagði Benedikt Davíðsson, formaður Verkamálaráðs Alþýðubanda- lagsins í samtali við Morgunblað- ið í gær, er hann var spurður um frumvarp Ólafs Jóhannessonar um efnahagsráðstafanir. Um þau ákvæði frumvarpsins, sem fjalla um vísitölumál, sagði Benedikt: „Þessi eini punktur f sambandi við vfsitöluna er slfkt hnefahögg i andlit verkalýðshreyfingarinnar í sambandi við samráð, að ég get ekki séð að þar höfum við neitt að gera lengur.“ Þá sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður að frumvarp ólafs væri fljótt á litið frumvarp um skipulagt at- vinnuleysi. Benedikt Davíðsson sagði, að Sveinn Benedikts- son frkvstj. látinn SVEINN Benediktsson fram- kvæmdastjóri lézt í Landakots- spítala um miðaftan f gær eftir skamma legu. Banamein hans var hjartabilun. Hann var á 74. aldursári, fæddur 12. maí 1905, sonur hinna landskunnu hjóna Guðrúnar Pétursdóttur og Bene- dikts Sveinssonar alþingismanns. Sveinn Benediktsson tók virkan þátt í stjórnmálum og á herðar hans féllu ýmis ábyrgðarstörf bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ríki og Reykjavíkurborg, var t.a.m. í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins í nær hálfa öld og formaður verksmiðjustjórnarinnar á fjórða tug ára og jafnframt stjórnarfor- maður Bæjarútgerðar Reykja- víkur lengi vel. Sveinn Benedikts- son var einn af umsvifamestu útgerðarmönnum landsins, um margra áratuga skeið einn helsti forsvarsmaður útvegsmanna enda í hópi umsvifamestu athafna- manna landins um árabil. Hann skrifaði fjölda blaða- og tímarits- greina, ekki sízt í Morgunblaðið. Sveinn Benediktsson rak um árabil eigin fyrirtæki í útgerð og síldarvinnslu. Hann var kjörinn til forystu í mörgum hagsmunasam- tökum útgerðar og fiskvinnslu og oft valinn til samninga erlendis um sölu íslenzkra fiskafurða. Þá var hann varaþingmaður fyrir Reykjavík 1937—’42. Eftirlifandi kona Sveins er Helga Ingimundardóttir frá Kald- árholti í Holtum. Uppkomin börn þeirra eru fjögur. Morgunblaðið þakkar Sveini Benediktssyni langt samstarf og sendir konu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. verið gæti, að hugmyndir Ólafs í vísitölumálunum kæmu heim og saman við hugmyndir einhverra fulltrúa í vísitölunefndinni, en þær hefðu gengið þvert á þær hugmyndir, sem kynntar voru í miðstjórn Alþýðusambands ís- lands í gær. Hann kvað það mikla brotalöm í samráði, þegar forsæt- isráðherra skipaði nefnd til þess að fjalla um vísitölumálið, en gæfi svo út sitt eigið álit áður en álit nefndarinnar lægi fyrir. „Okkar menn í vísitölunefndinni, laun- þegasamtakanna, ASÍ, Farmanna- og fiskimannasambands Islands, BSRB og raunar BHM líka, hafa allir lýst sig reiðubúna til að leita Lóðir í Selási á 5 til 8 milljónir UM ÞESSAR mundir er verið að selja um 180 einbýlishúsa- og raðhúsalóðir í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Er þar um að ræða lóðir er hafa verið í eigu ein- staklinga en eru nú byggingar- hæfar eða að verða það. — Raðhúsalóðir við Brekkubæ í Selásnum eru nú byggingarhæfar, sagði Gunnar Þorsteinsson fasteignasali í samtali við Mbl. og verið er að ganga frá útboðsgögnum fyrir einbýlisahúsalóðir er verða byggingarhæfar með haustinu að því er okkur er tjáð. Fyrir raðhúsa- lóðir hefur að undanförnu verið borgað milli 4,5 og 5,0 m.kr. og eru innifalin gatnagerðargjöld. Einbýlishúsalóðirnar um 550 m!, sagði Gunnar að kostuðu um 6 m.kr., en þær stærri allt að 900 m2 gætu farið í 7 m.kr. og jafnvel 8 ef staðurinn þætti eftirsóknarverður. Gunnar sagði að verð lóðanna hefði hækkað nokkuð frá sl. hausti; rað- húsalóðir hækkað t.d. úr u.þ.b. 3,5 m.kr. í um 5 og einbýlishúsalóðir úr 6 m.kr. í 7 m.kr. Misjafnt hvernig þær væru greiddar, allt frá 6 mánuðum og upp í ár og þá yfirleitt vaxtalaust. Gunnar sagði að mikið hefði verið spurt eftir þessum lóð- um þ.á m. byggingameistarar þar eð skortur væri á lóðum í Reykjavík. að einhverri lausn á vísitölunni, sem gæti leitt til minni spennu- verkunar af hennar hálfu. Þannig var um málið fjallað á fundi ASI í dag. Málið stendur síðan þannig að boðaður er síðasti fundur vísitölu- nefndarinnar á miðvikudag og þá eiga menn að hafa skýra afstöðu til mála. Okkar menn hafa lýst yfir ákveðinni afstöðu til tiltek- inna mála að uppfylltum ákveðn- um forsendum." Benedikt kvað lyktir málsins, sem þær hefðu birzt í gær, hljóta að vera slit á öllu samráði. Hann kvaðst líta svo á persónulega, en hefði að vísu félagslegar samþykktir að baki sér. Aðspurður, hvort hann liti svo á að með þessu yrði stjórnarsam- starfinu slitið, kvaðst Benedikt ekkert geta sagt. „Ef þessu verður hins vegar haldið áfram, sé ég ekki að um neitt beint samráð verði að ræða.“ Frumvarp Ólafs Jóhannessonar: Isafold bjargaði sex möraium úr Norðursjó Grimsby, 12. 2. Frá Þórleifi Ólafssyni fréttaritara Mbl. ÍSLENZK-DANSKA nótaskipið tsafold, sem gert er út frá Hirtshals í Danmörku, bjargaði sl. nótt 6 manns af v-þýzka flutningaskipinu Frank Nibbe. ísafold kom síðan með skipbrots- mennina til hafnar í Grimsby í morgun og búa skipbhitsmennirn- ir nú á danska sjómannaheimilinu Vonzkuveður var í Norðursjó sl. nótt, 9—10 vindstig og mikill sjór. Þegar vestur-þýzka flutningaskipið átti um það bil 30 mílur eftir í Humber-fljót varð það fyrir miklu áfalli og fór áhöfnin sem voru 5 karlmenn og ein kona þegar í gúmbjörgunar- bát. Þau hröktust í bátnum í u.þ.b. 30 mínútur, en þá fann ísafoldin gúmbjörgunarbátinn og tók skipbrotsmennina um borð. Af Frank Nibbe er það að segja að það hélzt ofansjávar þrátt fyrir mjög mikinn halla og í morgun fóru þrír menn um borð í skipið og var talið að það myndi ná til Hull í kvöld með aðstoð. Alvarlegur ágreiningur innan stjórnarinnar Vísitöluþak við 5% FRUMVARP Ólafs Jóhannessonar um framtíðarstefnu í efnahagsmálum virðist hafa valdið algjörum og alvarlegum klofningi innan ríkisstjórnarinnar. Er það sagt fara svo nærri hugmyndum Alþýðuflokksins, að þingflokkur Alþýðuflokksins hefur þegar samþykkt að lýsa stuðningi við það óbreytt og mun Benedikt Gröndal, formaður flokksins, leggja á ríkis- stjórnarfundi í dag áherzlu á að það verði afgreitt sem fyrst. Alþýðuhandalagið hins vegar telur Ólaf ekki hafa farið meðalveg við gerð frumvarpsins, það sé með öllu óaðgengilegt flokknum og verkalýðshreyfingunni og muni það hafna því. Frumvarpið er í 11 köflum, 62 greinum og ásamt greinargerð og athugasemdum er það samtals 60 vélritaðar blaðsíður. Það atriði þess sem mestur ágreiningur er um eru án efa ákvæðin um verðbótavísi- töluna þar sem segir að út úr grundvelli hennar skuli teknir óbein- ir skattar, breytingar á niður- greiðslum á vöruverði og breytingar á búvöruverði. Lítið er sagt um verðbótavísitöluna nú 1. marz en síðan er sett á hana þak við 5% og skulu verðbætur sem eru umfram það mark, 1. júní, 1. september og 1. desember ekki koma til greiðslu fyrr en 9 mánuðum eftir þessar dag- setningar. Þá tekur Ólafur inn í frumvarpið hugmyndir Alþýðuflokksins um að heildartekjur og útgjöld á fjárlögum verði innan 30% marka vergrar þjóðarframleiðslu og að peninga- magn í umferð aukist ekki nema um 25% á þessu ári og verði innan 20% marka á næsta ári. Þá er í vaxta- málum gert ráð fyrir verðtryggingu sparifjár og lánsfjár miðað við vísitölu eða gengisbreytingar, en vextir verði lágir. Fyrstu viðbrögð ýmissa helztu framámanna Alþýðubandalagsins í gær við frumvarpi Ólafs, voru þau að það væri ekki innan ramma þess samkomulags, sem náðist í ráðherra- nefndinni, sem skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra 31. janúar síðastliðinn. Þá voru menn og mjög stórorðir vegna þess að forsætisráð- herra beið ekki eftir áliti vísitölu- nefndar, sem koma á saman til síðasta fundar á morgun. Höfðu menn á orði að vinnubrögð forsætis- ráðherra væru ekki í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að hafa samráð við verkalýðshreyfinguna og í gær voru uppi háværar raddir um að fulltrúar launþega í vísitölunefnd segðu sig úr nefndinni. Einn þing- manna Alþýðubandalagsins sagði: „Þetta er í raun og veru frumvarp um skipulegt atvinnuleysi." í röðum Alþýðuflokksmanna ríkti á hinn bóginn almenn ánægja með frumvarp Ólafs, þar sem það var talið í meginatriðum samhljóða frumvarpsdrögum Alþýðuflokks- manna frá því í desember. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins, sem Mbl. hafði tal af, töldu þetta frumvarp boða mestu efnahagsúrbætur síðustu tveggja áratuga. „Þetta er að vísu svo mikill samdráttur og hjöðnun að við dönsum á atvinnuleysislínunni og erum þá auðvitað tilbúnir að slá út, ef sú hætta kemur upp,“ sagði annar þeirra. Sjá nánar um efni frumvarpsins á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.