Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
Margir einsöngvarar okkar
eiga að baki langt og strangt
nám sem og starfsaldur í er-
lendum óperuhúsum, aðrir
skemmra nám og litla reynslu.
Til að sameina þennan mislita
hóp þarí töluvert átak. Per-
sónuerjur og hégómlegur met-
ingur gæti hæglega heft eðli-
lega framþróun. I leit að sam-
nefnara fyrir söngvaralið
landsins skrapp blaðmaður
Morgunblaðsins til tveggja at-
kvæðamikilla einsöngvara og
spurði þá álits á óperuflutningi
á íslandi yfirleitt. Annar
þeirra, Sigurður Björnsson, er í
þeirri sérkennilega freistandi
og erfiðu aðstöðu að vera fram-
kvæmdastjóri heillar sinfóníu-
hljómsveitar, þess apparats sem
flesta einsöngvara dreymir um
að hafa í hendi sér. Hinn,
Sigríður Ella Magnúsdóttir, er
dæmigerður fulltrúi þeirra fjöl-
mörgu söngvara landsins, sem
þrátt fyrir háskólamenntun,
kunnáttu og hæfiieika neyðist
Greinafíokkur um óperuflutning á íslandi:
Rætt við Sigríði Ellu Magnúsdóttur söngkonu:
Yið verðum að skapa
söngvurum okkar tækifæri
„Gróska áranna um og eftir 1950 gufaði upp”
„Hættum að kjökra um milljónakostnað
í óperuflutningi — Þræðum milliveg”
BLM: Á óperulist erindi við
íslendinga?
„Já, við íslendinga til jafns við
aðrar þjóðir. Vegna fjölbreytileika
síns höfðar óperan til mun víðari
áheyrendahóps en ýmsar aðrar
greinar tónlistarinnar. Með henni
má glæða áhuga á tónlist yfirleitt.
Það er almennur misskilningur að
óperan sé barn nitjándu aldarinn-
ar. Hún spannar víðar, getur
höfðað jafnt til manna nú sem
áður, er fræðandi og skemmtin.
BLM: Almenningur setur óper-
ur ósjaldan í samband við fum-
kennda og innihaldslausa efnis-
þræði, og þykir listformið í heild
óraunverulegt. Eiga söngvarar erf-
itt með að réttlæta þátttöku í
óperuflutningi af þeim toga?
„Það er oft sem efni og boðskap-
ur er takmarkaður. En þá er
tónlistin ein yfirleitt svo merkileg
að hún réttlætir flutning fyllilega.
Nú, svo er það líka skilyrði að
áheyrendur hafi kynnt sér efni
viðkomandi óperu, sérstaklega
þegar ekki er sungið á móðurmáli
þeirra. Þetta vill oft gleymast, sem
aftur dregur úr ánægjunni. Það er
æskilegt að flytja óperur á móður-
máli áheyrenda, þó verður því ekki
ailtaf komið við.“
BLM: Hvað veldur þroskatregðu
íslenskrar óperu?
„Því er ekki auðsvarað. Hér
fyrrum var meiri gróska. Áhugi
var þá mikill af beggja hálfu, bæði
söngvara og þeirra sem stjórnuðu
þeim stofnunum sem komu við
sögu í óperuflutningi. Auk þess
áttum við þá söngvara á heims-
mælikvarða í hverri rödd, og oft-
ast auðhlaupið að þvi að velja
viðfangsefni. Oftar en ekki hafa
karlsöngvarar okkar leitað til
útlanda, enda við lítið að vera hér
heima. Það eitt torveldar óperu-
starf hér.“
Sigríður Ella Magnúsdóttir söng-
kona: „Hér íyrrum var meiri
gróska. Áhugi var þá mikill af
beggja hálfu, bæði söngvara og
þeirra sem stjórnuðu stofnunun-
um sem komu við sögu í óperu-
flutningi. Auk þess áttum við
söngvara á hcimsmælikvarða í
hverri rödd.“
BLM: Háir skortur á söngvurum
óperuflutningi á íslandi?
„Já, ef við ætlum okkur að flytja
fyrsta flokks óperur og ekkert
annað. Við eigum því að venjast.
Hitt er annað, að víða erlendis eru
fluttar óperur án fullkomins
ramma; án leiktjalda, sviðsljósa,
hljómsveita og kóra. I slíkum
uppfærslum er ekki endilega um
að ræða söngvara á heimsmæli-
kvarða. Fólk hefur samt af þessu
mikla ánægju, bæði flytjendur og
áheyrendur. Ég vil að við förum að
kanna möguleika á slíkum upp-
færslum hér, í stað þess að vera
alltaf að kjökra um milljónakostn-
að samfara óperuflutningi. Af
hverju ekki að flytja þætti úr
óperum, einstök atriði, smærri
óperur, kammeróperur eða
„miniature“-óperur. Slíkt gæti
hæglega aukið áhuga almennings
á óperulistinni."
BLM: Þú vilt þræða milliveg
eins og sakir standa?
„Já. Ég er hins vegar sannfærð
um, að brátt muni alíslenskur
óperuflokkur starfræktur á ís-
landi. En þangað til verðum við að
þroska söngvara okkar og glæða
áhuga hlustenda. Auðvitað heldur
óperuflutningur Þjóðleikhússins
áfram samhliða og í fullum
skrúða."
BLM: Hvaðan á frumkvæðið um
þennan óformlega óperuflutning
að koma?
„Það verður einhver að taka á
sig rögg. Ýmsir hafa sýnt að þeir
eru reiðubúnir að ríða á vaðið, og
einsöngvarafélagið og aðrir aðilar
hafa verið að gera því skóna að
stofna félag í svipuðum tilgangi.
Sjálf legg ég málefninu lið, og
aðrir, með flutningi á óperuaríum
við ýmis tækifæri.
BLM: Söngvarastétt landsins er
mislitur hópur eins og gerist og
gengur í öllum stéttum. Heldurðu
að nægileg samstaða sé meðal
þeirra til að sameinast í þessari
viðleitni?
„Ég held að samstaða sé fyrir
hendi, ef einhver tekur sig til og
hefst handa af alvöru. Deyfðin
stafar af framkvæmdaleysi."
BLM: En opinberir aðilar?
„Ég held að opinberir aðilar hafi
gert óperuflutningi í fullum
skrúða eins háft undir höfði og
fjármál leyfa. En aðrir aðilar
koipa til greina. Stjórn Félags
íslenskra einsöngvara hlýtur að
koma við sögu. Nú, ef einstakling-
ar úti í bæ eru reiðubúnir að axla
þá fjárhagslegu áhættu sem
óperuflutningi er samfara, kemur
sá möguleiki vissulega til greina."
BLM: Finnst þér það skjóta
skökku við að leikhús- og söng-
þjóðin íslendingar skuli ekki hafa
Rætt við Sigurð Björnsson söngvara og framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar íslands:
„Ég er í aðstöðu til að koma
nugmyndum á framfæri”
„Konsertuppfærslur á óperummeð Sinfóníuhljómsveitinni hugsanlegur
meðan Þjóðleikhúsið gerir ekki meira” „Eg er ekki einráður hér”
óperulist erindi við
BLM: A
íslendinga?
„Já, án efa. Við erum söngelsk
þjóð, sem sést á aðsókn að þeim
tiltölulega fáum óperusýningum
sem hér hafa verið settar á svið.
Sjálfur hef ég haft ótakmarkaða
ánægju af óperum, allt frá náms-
árum hér heima, og náms- og
starfsárum í Munchen Stuttgart
og víðar. Það er oftar að tónlist
óperunnar höfði til manns en
inntak."
BLM: Hefurðu haft ástæðu til
að kvarta undan 'innihaldsleysi
verka?
„Já, því verður ekki neitað. Af
yfir eitthundrað sungnum óperu-
hlutverkum hafa bæði verið þau
sem kalla mætti tilgangslítil og
önnur sem hafa bæði verið þau
sem kalla mætti tilgangslítil og
önnur sem hafa verið mér mikils
virði hugmyndafræðilega t.d.
Wagner-hlutverk og hlutverk í
nútímaverkum.
Fólk sækir óperuhús fyrir
margra hluta sakir. Algengt er að
almennir áheyrendur eigi sér
uppáhaldasöngvara sem þeir mæla
með augum og eyrum fremur en
gæði viðkomandi óperu. Sögu-
þráður leiksins verður nánast
aukaatriði, þykir jafnvel flækjast
fyrir söngnum þegar verst lætur.“
BLM: Er erfitt fyrir söngvara að
réttlæta þetta misræmi í gildi
texta og tóna, þegar um það er að
ræða?
Það kemur fyrir. Boðskapur
Kátu ekkjunnar er í sjálfu sér
nauðaómerkilegur. En tónlistin er
létt og falleg og hefur ótvírætt
skemmtunargildi."
BLM: Víkjum að öðru. Dýrasti
liðurinn í óperuflutningi er hljóm-
sveitarundirleikurinn. Og þá sjald-
an óperur heyrast á Islandi er
Sinfóníuhljómsveit íslands til
kölluð, stofnun sem þú ert fram-
kvæmdastjóri fyrir. Hefur það
aldrei borizt í tal á meðal framá-
manna S.I. að hafa forgöngu um
óperuflutning á Islandi, fremur en
að vera hlutlausir þátttakendur!
„Konsert-uppfærslur á óperum
áttu sér stað á vegum S.I. fyrr á
árum. Sjálfur hefi ég áhuga á að
hlaupa undir bagga með óperu-
flutningsmönnum, sérstaklega á
meðan Þjóðleikhúsið gerir ekki
meira en raun ber vitni. Ég hef
meira að segja ákveðna óperu í
huga, sem er sérstakiega vel til
þess fallin að flytja í konsert—
formi. Óperuflutningur á leiksviði
á vegum S.í. er hins vegar úti-
lokaður, enda ekki í neitt hús að
venda.“
BLM: Nú ert þú í senn fram-
kvæmdastjóri S.í. og ákafur
áhugamaður um óperuflutning .
Hvað veldur því að S.í. hefur lítið
látið til sín taka á þessu sviði að
undanförnu?
„Það má ekki gleymast að ég er
ekki einráður hér. Því fer fjarri. í
fyrra voru haldnir óperutónleikar
á vegum hljómsveitarinnar, tón-
leikar sem heppnuðust mjög vel.
Hingað komu tveir Þýskir söngv-
arar á okkar vegum og Þýska
sendiráðsins, sem reyndar greiddi
allan kostnað af dvöl þeirra. Mót-
tökurnar voru sérlega góðar."
BLM: Áhugi virðist mikill meðal
almennings eins og kom fram á
listahátíð í vor er Birgit Nilson
laðaði að skara áheyrenda í
Laugardalshöll. En í framhaldi af
þessu öllu — hvers eðlis er sam-
starf Sinfóníuhljómsveitar íslands
og Þjóðleikhússins þegar um
óperuflutning er að ræða sem
krefst undirleiks hljómsveitar?
„Það er ekki um að ræða sam-
starf þessara aðila. Leikhúsið sem-
ur beint við starfsmannafélag S.í.“
BLM: Er hljómsveitin, eða for-
svarsmenn hennar, þá ekki höfí
með í ráðum varðandi uppsetning-
ar á óperum?
„Nei. Það hefur aldrei verið haft
samband við okkur í slíkum til-
fellum, þótt mér finnist persónu-
lega að svo ætti að vera.“
BLM: Er grundvöllur fyrir stofn-
un íslenskrar óperu?
„Já, og við ættum að vera búnir
að stofna hana fyrir löngu. Áhug-
inn er fyrir hendi hjá almenningi,
og kunnáttan meðal söngvara. Ný
þjóðleikhúslög gera ráð fyrir að
frumflutt verði ein ópera á ári.
Það er spor í rétta átt, þótt lítið
sé.“
BLM: En ef grundvöllurinn er
fyrir hendi, hvaðan finnst þér
eðlilegast að frumkvæði um stofn-
un óperufélags á íslandi komi?
„Það á að koma frá Þjóðleikhús-
inu, þar er aðstaðan þótt hún sé
ófullkomin. Húsinu er skylt að
Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson. Frá sýningu Þjóðleikhúss-
ins á Kátu ekkjunni í ár. Sigurður segir: „Boðskapur Kátu ekkjunnar
er í sjálfu sér nauðaómerkilegur. En tónlistin er létt og falleg og hefur
ótvírætt skemmtunargildi.“