Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 5
1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 Hvöt og Heimdallur: Friðhelgi einkalífs — Með sérstöku tilliti til foreldra og bama HVÖT félag sjálfstæðiskvenna Reykjavík og Heimdallur félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík boða sameiginlega til fundar um efnið: „Friðhelgi einkalífs með sérstöku tilliti til foreldra og Góður afli hjá Grinda- víkurbátum Grindavík 13.2. í GRINDAVÍK er nú vetrarvertíð í fullum gangi. Héðan róa nú 34 bátar og fleiri að hefja róðra, enda hefur veiðst vel. Framan af vertíð var mest ufsi í aflanum sem veiddist en nú er nær eingöngu þorskveiði. I gær lönduðu netabátar góðum afla t.d. Kópur 18 tonnum, Jóhannes Gunnar 30 og Geirfugl 18, Vörður 25 og Fjölnir 20. Fjölnir er nú aflahæstur netabáta með 286 tonn. Það þykir mjög gott svo snemma vertíðar miðað við síðustu vertíðir. Frekar treg veiði hefur verið hjá línubátum að undanförnu. Mikil vinna hefur v^rið við verkun aflans og er nú margt aðkomufólk hér á vertíð að venju. Leikfélag Grindavíkur hefur að undanförnu æft leikritið Fjalla-Eyvind og hyggst hefja sýningar á því á næstunni. I kvöld, þriðjudag 13. kl. 21, halda Slysa- varnadeild kvenna í Grindavík stór- bingó. Þar er margt stórvinninga t.d. 3 utanlandsferðir og há peningaverð- laun. — Guðfinnur. Almennar sýning- ar hjá Herranótt HERRANÓTT, leikfélag Mennta- skólans í Reykjavík sýnir leikritið Yvonne eftir pólverjann Witold Gombrowicz á Hótel Borg og verða næstu sýningar opnar almenningi. Miðaverð er 1000 krónur. Leik- stjóri er Hrafn Gunnlaugsson. Miðar verða seldir á Hótel Borg sýningardagana frá kl. 3. Sýningarnar eru í kvöld, þiðjudag kl. 20.30 og á miðvikudagskvöld kl. 20 en óvíst er með framhald sýninga. barna“. Fundurinn verður hald- inn miðvikudaginn 14. febrúar í Sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut og hefst kl. 20.30. Framsögu á fundinum hefur Ragnhildur Helgadóttir alþingis- maður en hún hefur nýlega flutt lagafrumvarp um þetta efni, m.a. í tilefni af ítarlegri skoðanakönnun sem gerð var um persónuhagi nemenda í grunnskólanum. Að lokinni framsögu Ragnhildar verða frjálsar umræður, en síðan fara fram pallborðsumræður um efnið. Þátttakendur í pallborðsum- ræðunum verða: Sigríður Jónsdóttir námsstjóri, Sigurður Pálsson námsstjóri, Kjartan Gunnarsson lögfræðingur. Jóhanna Thorsteinsson fóstra. Ragnar Ingimarsson verkfræðingur. Umræðustjóri verður Erna Ragnarsdóttir innanhúsarkitekt. Eins og fyrr segir verður fundur- inn í Valhöll miðvikudagskvöldið 14. febrúar kl. 20.30 og er öllum heimill aðgangur. Borgarafund- ur í Garðinum á fímmtudag Garði, 12. febrúar ALMENNUR borgarafundur verður haldinn í samkomuhúsinu n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Verður þar fjallað um drög að fjárhagsáætlun fyrir Gerðahrepp 1979. Utsvörin eru helzti tekjuliður hreppsins og er áætlað að þau verði á árinu um 110 milljónir. Stærstu gjaldaliðir eru afborganir lána og vextir, stjórnunarkostn- aður, grunskóli Gerðahrepps, sjúkrasamlagsgreiðslur og vatns- veituframkvæmdir. Fundur sem þessi hefir ekki áður verið haldinn — en hingað til hefir verið haldinn opinn hrepps- nefndarfundur sem fjallað hefur um fjárhagsáætlanir. — Frétta- ritari. Janúar 19T (lestir úsl. ^ Bráðabirgða- Endanlejar ' tölur 1919 . tölur l ’T s I. BOTNFISKAFLI: 34620 30363 a) Bátaafli: 16633 13123 Vestm. /StykJdsh. 9617 ' T44T VestfirSir 296 2 26 30 NorÖurland 1150 1431 Austfirðir 243 S 1314 t.andað erlendis 486 2 6 2 • b) Togaraafli: 17967 17 240 Vestm. /Stykkish. 6234 7141 Vestfirfiir 3460 29T 5 Norðurland 4 846 4441 Austfirðir 1 5 S3 . 23 3 3 LandaÓ erlendis 1 84 2 3 50 II. LOÐNUAFLI: ' ' 1I012S '66041 III. SÍLDARAFLI: 0 0 IV. RÆKJUAFLI: 146 2 111T V. HUMARAFLI: 0 (3 VI. HÖRFUDISKUR: 766 5T 2 VII.KOLMUNNI: 0 VIII. ANNAR AFLI: 49 3 (Spærl. o. fl.) HEILDARAFLINN ALLS: 146989 9 810 3 Botnfiskafliim í janúar 4 þúsund lestum meiri en sama mánuð í fyrra BOTNFISKAFLI íslendinga var 36.620 lestir í janúar eða rúmum 4000 lestum meira en sama mánuð í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Munar mest um verulega aukinn bátaafla. Heildarfisk- aflinn í janúar var 146.989 lestir en var sama mánuð í fyrra 98.103 lestir. Heildaraflinn var sem hér segir í janúar. Aflatölur frá janúar i fyrra eru birtar með til samanburðar. (Sjá töflu hér fyrir ofan) Eins og sjá má er bátaaflinn víðast hvar mun betri en í fyrra og hefur mest aflaaukning orðið hjá Austfjarðabátum og bátum, sem gerðir eru út frá höfnum á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Stykkishólmi. Frœðslu- og skemmti- kvöld hjá sykursjúkum SAMTÖK sykursjúkra efna til fræðslu- og skemmtikvölds í húsa- kynnum Domus Medica kl. 20.50 í kvöld, þriðjudag. Á dagskrá verður m.a. stutt ferðakynning frá Ferðaskrifstof- unni Úrval, snyrtisérfræðingur leiðbeinir um fótsnyrtingu, frjáls- ar umræður verða, kaffiveitingar og bingó með góðum vinningum. Félagsmenn mega taka með sér gesti og kemur fram í fréttatil- kynningu frá samtökunum að verði á veitingum og bingóspjöldum verður stillt í hóf. Sjór í loðnuskip á Eskifirði Eskifirði. 13. 2. ÞAÐ óhapp varð hér á laugardag að sjór flæddi inn í loðnuskipið Jón Kjartansson SU 111 þar sem það lá við löndunar- bryggju loðnuverksmiðj- unnar hér á Eskifirði og var fullhlaðið loðnu. 1100 — 1200 tonnum, og beið eftir löndun. Mun kælivatnsrör hafa bilað og því fór sem fór. Sjórinn fór inn í stafnklefa þar sem vélin fyrir hliðarskrúfur er staðsett og fór hún á kaf í sjó ásamt fleiru. Dælt var úr skipinu aftur og vélarnar hreinsaðar og lagðar og komst það á veiðar aftur í dag. Nú er búið að taka á móti rúmlega 36 þúsund tonnum af loðnu hér en sem alkunna er hefur loðnunefnd bannað löndun hér austanlands þótt víða sé þróar- rými og þar af leiðandi er erfitt með frystingu á loðnunni. Hvað skyldi valda? Mikið ófremdarástand er í hafn- armálum hér þar sem gamla hafn- arbryggjan er orðin algjörlega ónýt og ekki er hægt að vinna nema við eitt flutningaskip í einu í nýju höfninni en miklar skipakom- ur eru hér, sérstaklega á veturna, kannski 3 og upp í 5 skip sama daginn og bara hægt að vinna við eitt. Þá verða hin að bíða á meðan. Á morgun eru t.d. væntanleg 5 flutningaskip, svo eru loðnuskipin, togararnir og vertíðarbátarnir, en þeir landa sínum afla á gömlu hafnarbryggjunni, en sem fyrr segir er hún algjörlega ónýt og stórhættulegt að fara með bíl niður á hana og bara tímaspurs- mál hvenær þeir fara niður úr dekkinu. — Ævar. INNLENT Otrúlegt úrval, sprenghlægilegt verö Iðnaðarmannahúsinu v. Hallveigarstíg • Tökum fram nýjar vörur á hverjum degi. • Verðin eru þegar farin að lækka Saumastofa Karnabæjar Belgjagerðin Karnabær Björn Pétursson, heildverzlun Steinar h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.