Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 1979 47 Verkföllrýra fylgi brezku stjómarinnar London, 12. lebr. — Reuter EKKERT varð úr fyrirhuguðu verkfalli, sem átti að hefjast í dag hjá brezku Leyland-bílasmiðjun- um. Verkalýðsforustan hafði hvatt til verkfallsins, en starfsmenn smiðjanna um 100 þúsund talsins, felldu verkfallsheimild með mikl- um meirihluta atkvæða. Verkföll og vinnustöðvanir eru Andstaðan í meirihluta Stokkhólmi, 12. íeb. — AP Á SUNNUDAG var birt í Stokk- hólmi niðurstaða síðustu skoðana- könnunar á fylgi stjórnmálaflokk- anna í Svíþjóð. Kemur þar fram að stjórnarandstaðan — jafnaðar- menn og kommúnistar — njóta stuðnings meirihluta kjósenda. Könnun sem þessi er gerð mánaðarlega á vegum dagblaðsins Dagens Nyheter og sérstakrar rannsóknastofnunar, sem kölluð er SIFE. Samkvæmt nýjustu niður- stöðum njóta jafnaðarmenn fylgis 46,5% kjósenda, sem er 0,5% lægra en í janúar. Kommúnistar njóta stuðnings 4%, og hefur fylgi þeirra minnkað um 1%. Borgaraflokkarnir þrír — Frjáls- lyndi flokkurinn, Miðflokkurinn og íhaldsflokkurinn — njóta hver fyrir sig stuðnings 16% kjósenda, eða samtals 48%. Hefur íhaldsflokkur- inn því unnið 2%, frjálslyndir 1%, en Miðflokkurinn tapað 1% frá því í könnuninni í janúar. Þingkosningar verða væntanlega í Svíþjóð 16. september n.k. hins vegar útbreidd hjá ýmsum opinberum starfsmönnum. Er áætl- að að um ein mikljón skólabarna geti ekki sótt skólatíma vegna verkfalla hjá þeim er annast hreinsun og eftirlit með skólunum. Sömu erfiðleikar eru víða í sjúkra- húsum, sem ekki taka við sjúkling- um nema í neyðartilfellum. Alls nær verkfall opinberra starfsmanna til 1V& milljónar manna, og þar af eru um 700 þúsund sorphreinsunarmenn. Krefjast þeir þess að lágmarkslaun verði 60 sterlingspund á viku (um kr. 39.000.-) en það er yfir 20% hækkun frá því sem nú er. Verkfallsaðgerðirnar í Bretlandi hafa nú staðið í rúmar þrjár vikur, og ekki orðið til þess að auka vinsældir ríkisstjórnar Verka- mannaflokksins. Niðurstöður nýj- ustu skoðanakannana voru birtar í London í dag, og kemur þar fram að stjórnarandstaða íhaldsflokksins hefur 18% meira fylgi en Verka- mannaflokkurinn, og í fyrsta skipti er nú Margaret Tatcher leiðtogi íhaldsflokksins vinsælli en James Callaghan forsætisráðh rra. Nýtur Tatcher stuðnings 44%, en Callagh- an 33%. Þá segjast 76% aðspurðra mjög óánægðir með stjórn Callagh- ans. Samkvæmt skoðanakönnuninni kysu 53% íhaldsflokkinn, ef efnt yrði til kosninga nú, 35% kysu Verkamannaflokkinn, og 8% Frjálslynda flokkinn. Fyrir tveim- ur mánuðum var Verkamanna- flokkurinn 3% hærri en Ihalds- flokkurinn í sams konar skoðana- könnun. Kardeli látinn Var hægri hönd Títós Veður víða um heim Amsterdam 1 snjókoma Apena 21 bjart Berlín +2 skýjað BrUssel 5 rigning Chicago *7 snjókoma Frankfurt 3 rigning Genf +11 bjart Helsinki Salskýjaö Jerúsalem 15 bjart Jóhannesarborg 27 skýjaó Lissabon 14 rigning London 3 snjókoma Los Angeles 24 skýjað Madrid 14 skýjaö Miami 20 skýjað Moskva +8 bjart Nýja Delhi 25 sól New York +8 skýjað Ósló +13 skýjað Parfs 11 skýjað Rómaborg 16 skýjað San Francisco 16 rigning Stokkhólmur +2 skýjað Sydney 29 mistur Tel Aviv 19 bjart Tókfó 15 bjart Vancouver +13 alskýjað Vinarborg 0 skýjað Belgrad, 12. febr. — AP, Reuter. EDVARD Kardelj, sem talinn var hægri hönd Tftós forseta og nánasti samstarfsmaður hans, lézt úr krabbameini á laugardag. og verður útför hans gerð frá Ljubljana, höfuðborg Slóveníu- héraðs, á morgun, þriðjudag. Tító forseti var staddur í Sýrlandi á ferð sinni um Mið-Austurlönd er honum barst fréttin um lát þessa vinar síns og ákvað forsetinn þá að halda strax heimleiðis. Á sunnudag og mánudag stóð kista Kardeljs á viðhafnarbörum í þing- salnum í Ljubljana, sveipuð þjóðfána Júgóslavíu. Skiptust ýmsir framámenn kommúnistaflokksins á um að standa heiðursvörð við kist- una, en þúsundir borgarbúa stóðu í löngum biðröðum í kulda og úrkomu til að fá að votta hinum látna virðingu. Edvard Kardelj var lengi talinn líklegastur eftirmaður Títós. Hann varð 69 ára fyrir hálfum mánuði, en Tító verður 87 ára í maí. iftft \ U'cn'áfiSbb-T^ Bandaríkj amenn óttast óáran vegna olíuskorts og að við valdatöku Khomeinis í íran verði skrúfað fyrir alla olíusölu til þeirra Washington, New York, Kuwait, 12. febrúar. AP. Reuter. JAMES Schlesinger orkumála- ráðherra Bandarikjanna sagði á fundi með orkumálanefnd þingsins að allt stefndi nú í óáran í Bandaríkjunum vegna skorts á olíu eins og þegar verst lét í olíukreppunní 1973 — 1974, að því er áreiðan- legar heimildir í Washington herma. Ráðherrann sagði að vegna stöðvunar á olíuframleiðslu Irana væri heildarolíufram- leiðslan í heiminum nú um 2 milljónum tunna minni en í meðalári. Iranir framleiddu ekki þær 5 milljónir tunna sem þeir gerðu fyrir stöðvunina en til að bæta tapið nokkuð upp hefðu nokkur framleiðsluríki aukið framleiðslu sína um 3 milljónir tunna á dag. Frétta- skýrendur Reutersfrétta- stofunnar hafa hins vegar hafn- að þessari svörtu mynd sem ráðherrann dregur upp og segja að þrátt fyrir að nokkur hækkun á olíu sé í aðsigi geti ástandið alls ekki talist eins alvarlegt eins og það var í kreppunni 1973-1974. Harold Brown varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna sem um þessar mundir er í heimsókn í Saudi-Arabíu skoðaði í dag stærsta olíuframleiðslusvæði landsins og sagði við það tæki- færi að Bandaríkjamenn treystu nú í auknum mæli á Saudi-Araba og hvatti þá jafn- framt til þess að auka verulega framleiðslu sína til þess að geta selt Bandaríkjamönnum. Saudi-Arabar segjast hins vegar þegar framleiða mun meira en eðlilegt geti talist eða um 10 milljónir tunna á dag. Eðlilega framleiðslu telja þeir vera um 8,5 milljón tunna á dag. Þá var haft eftir áreiðan- legum heimildum í Washington í dag, að Bandaríkjamenn væru þegar farnir að eyða verulega af þeim olíuforða sem nota átti næsta vetur, þannig að nauðsynlegt væri að þeir tryggðu sér aukna olíu alveg á næstu vikum. Þá vakti það nokkra athygli í New York í dag að öldungadeildarþingmaðurinn Henry Jackson staðhæfði að við valdatöku Khomeinis yrði skrúfað fyrir alla olíusölu til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja í framtíðinni. Deilumar harðna milli Kínverja og Víetnama Hong Kong, 12. febrúar. AP. Reuter KÍNVERJAR hafa ásakað Víet- nama um að hafa drepið meira en sjötíu hermenn og óbreytta borgara á landamærum ríkjanna á síðustu þremur vikum að því er fréttastofan Nýja Kína segir í dag. Á móti hafa Víetnamar ásakað Kínverja um að hafa drepið fjóra hermenn sína í átökum í síðustu viku og sært og handtekið nokkra aðra. Ennfremur segja Víetnamar að Kínverjar hafi gert síðustu áras sína yfir landamærin í gær- dag og fellt einn landamæravörð. Þá afhentu Kínverjar sendiráði Víetnama í Peking í dag harðorð mótmæli vegna aðfara þeirra á 3 milljónir Kambódíu- manna létust á 3 árum Helsinki 11. febr. Reuter FORYSTUMENN nýju stjórnar- innar í Kambódíu hafa skýrt finnskum blaðamanni svo frá, að þrjár milljónir manna — eða röskiega 40% íbúa — hafi látist á þriggja ára valdatíma Pol Pots og stjórnar hans. Þessar tölur ná yfir alla þá sem dáið hafa í fjöldamorðum, í fangelsi eða úr sulti og sjúkdómum. Það er Kaare Nordenstreng prófessor, formaður Alþjóðasam- bands blaðamanna, sem fékk við- tal við Heng Samrin sem er yfir- maður byltingarráðs þess sem fer með völdin. Á fundinum voru einnig utanríkisráðherra og upp- lýsingamálaráðherrann. Norden- streng segir, að Samrin hafi komizt svo að orði, „að í fyrstu athugunum bendi allt til þess, að af átta milljón borgurum hafi um þrjár verið líflátnar, en þessar tölur kunni þó enn að hækka." Einnig kemur fram, að fjölskyldur hafa tvístrast svo að óvíst er hvort unnt verði að aðstoða við sameiningu þeirra en þó létu ráðherrarnir þess getið, að margt af fólkinu væri að byrja að leita á ný til sinha fyrri heimkynna og skólar hefðu opnað á stöku stað. iandamærum ríkjanna. Þar lýstu Kínverjar mikilli reiði sinni yfir svokallaðri hernaðarlegri ertingu Víetnama á landamærum ríkjanna að undanförnu og Víetnamar jafn- framt varaðir við því að skella skollaeyrum við þessum mótmæl- um. Þessi mótmæli Kinverja koma aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fréttastofan Nýja Kína sagði, að Hanoistjórnin væri nú að safna miklu herliði á landamærun- um og væri að undirbúa mikla bardaga. Haft var eftir Li Xiannian, eins varaforsætisráðherra Kína, í morgun að Kínverjar létu hart mæta hörðu ef Víetnamar héldu uppteknum hætti. í ásökunum Kínverja segir, að frá áramótum hafi Víetnamar ráð- ist a.m.k. fimmtíu sinnum yfir landamærin og gert aðför að fjórum þorpum stutt frá landa- mærunum. Víetnamar ítrekuðu í dag tilmæli sín til Sameinuðu þjóðanna um að þau létu fara fram rannsókn á því alvarlega ástandi sem ríkjandi er á landamærum þeirra og Kínverja vegna átroðslu þeirra síðarnefndu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.