Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 13 Staða Tengs er enn í hættu Teng skálar við væntanlegan sendiherra Bandaríkjanna í Peking, Leonard Woodcock. VERULEIKINN bak við sjón- varpssýninguna á Teng Hsiao-ping á ferðum hans um Bandaríkin var allt öðru vísi en myndirnar sem birtust á skján- um. Hin mikla sýning í sjónvarp- inu var af sigursælum, sjálfsör- uggum stjórnmálaleiðtoga á há- tindi valdsins, og hann var sagður raunverulegur sigurveg- ari baráttunnar um völdin eftir dauða Mao Tse-tungs. En í raun og veru sést 74 ára gamall stjórnmálamaður, sem á enn í leynilegri valdabaráttu sem enn er engan veginn ljóst hvernig lyktar. Staða Tengs heima fyrir er langtum veikari en hún virðist vera á yfirborðinu. Hann á það á hættu að verða aftur steypt af stóli, eins og honum var tvívegis steypt af stóli á ævidögum Maos, en að þessu sinni yrði það í eitt skipti fyrir öll. Ef hann hverfur af sviðinu, hverfur með honum tilraun hans til að draga Kína ofsahratt inn í heim nútímans. Úrslit togstreitunnar í Peking munu ekki einungis hafa áhrif á framtíð eins millj- arðs Kínverja, þau gætu einnig haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn- ið. Kremlverjar halda því fram, að ef barátta Tengs fyrir þeim nútímabreytingum, sem hann nú reynir að kom til leiðar með vestrænni aðstoð verði árang- ursrík, muni aðrar þjóðir með tíð og tíma standa andspænis iðnaðarrisa sem gæti ráðið lög- um og lofum í heiminum. En ef þróunin í Kína verður hægari, eins og andstæðingar Tengs vilja, má vera að birgðir þeirra af matvælum og öðrum lífs- nauðsynjum þverri. Sú þjóðfé- lagslega upplausn, sem af þessu mundi leiða, kynni þá að breið- ast út fyrir landamæri Kína Eftir Victor Zorza með þvílíkum hætti, að það gæti haft í för með sér umrót og öryggisleysi annars staðar í heiminum. Tálsýn manna um vald Tengs stafar af því, að almennt er álitið á Vesturlöndum að allar óskir hans hafi verið uppfylltar á flokksfundinum í Peking í síðasta mánuði. Þar var sam- þykkt að færa samskiptin við Bandaríkin í eðlilegt horf með þeim skilmálum, sem hann hafði samið um, þótt áður hefði ýmis- legt bent til þess, að aðrir leiðtogar legðust gegn því. Bar- átta hans fyrir nútímabreyting- um var samþykkt. Teng hafði gagnrýnt kreddur vinstrisinn- aðra maoista, sem andstæðingar hans höfðu notað til þess að koma í veg fyrir að sú hægri- stefna, sem hann hafði beitt sér fyrir, yrði tekin upp, og mið- stjórnin var honum raunar sam- mála um að losa sig við „andlega fjötra“ fortíðarinnar. En þessir sigrar eru ekki eins öruggir og þeir líta út fyrir að vera. Teng Hsiao-ping vildi ganga miklu lengra í baráttu gegn maoisma en miðstjórnin var reiðubúin að fallast á. I greinum, sem aðstoðarmenn hans birtu í kínverskum blöðum, og í veggspjaldaherferðinni, sem þeir skipulögðu, var allt að því krafizt „afstaliniseringar", eins og þeirrar sem staðið var fyrir í Rússlandi á árunum fyrir 1960. Þegar Teng tókst ekki að fá vilja sínum framgengt á flokksfund- inum flýtti hann sér að taka afstöðu gegn þessum kröfum, en það var herbragð til þess ætlað að dylja takmarkaðan ósigur. Teng hafði krafizt endurreisn- ar nokkurra leiðtoga, sem Mao hafði ófrægt og hreinsað, og eftir margra mánaða þjark var kunngert að nokkrum hefði verið veitt uppreisn æru. Það fór fram hjá mönnum í öllum æs- ingnum, að miðstjórnin lét undir höfuð leggjast að leggja blessun sína yfir kröfur Tengs um endurreisn áhrifamanna, sem meira máli skipti í pólitísku tilliti, manna eins og Liu Shao-chi forseta. Slíkt hefði jafngilt því, að boðuð hefði verið alger endurskoðun þeirrar vinstristefnu, sem fólst í menningarbyltingu Maos, og það er það sem Teng Hsiao-ping þarf áður en stefna hans sjálfs getur sigrað. Teng veit, að svo lengi sem menningarbyltingin nýtur verndar stafar honum ógn af þeim vinstrisinnum, sem mynda hóp aðalandstæðinga stefnu hans. En miðstjórnin vísaði á bug áskorun hans um endur- skoðun menningarbyltingarinn- ar. Hún fyrirskipaði einnig að hætt skyldi hreinsun vinstri- sinnanna( þótt margir þeirra séu enn í valdastöðum. í staðinn fyrir að samþykkja þetta fékk Teng nútímabreyt- ingar sínar samþykktar, þótt þar tækist honum ekki heldur að fá öllu framgengt sem hann vildi. Opinberlega skoraði mið- stjórnin á þjóðina að beina kröftum sínum að nútímabreyt- ingum, en á bak við tjöldin var ákveðið samkvæmt áreiðanieg- um leyniþjónustuupplýsingum, sem hafa borizt til Vesturlanda, að spenna bogann ekki eins hátt og Teng vildi. Komizt var að þeirri niður- stöðu, að Kínverjar hefðu ekki yfir að ráða nógu miklum auð- lindum til þess að kaupa allan þann erlenda tækjabúnað, sem nauðsynlegur væri til þess að hrinda áætlunum hans í fram- kvæmd, jafnvei þótt hliðsjón væri höfð af öllum þeim vest- rænu lánum, sem þeir gerðu ráð fyrir að fá. Þetta var meirihátt- ar áfall fyrir stefnu Tengs, því að það táknaði að hann hefði sett markið of hátt. (Framhald). Teng með Sihanouk fursta sem hefur fengið athvarf í Peking. Þægilegasta leiðin til að verzla í London án ferðalaga of London Versliö á nýjan liátt 608 stórar litríkar blaösíöur, meö tískufatnaöi á alla fjölskylduna, og sígildum fatnaöi viö öll tækifæri og margt, margt fleira. Þetta er til hjá Freemans, pantiö listann, yöar er aö velja. Þessi þægilegi verzlunarmáti, innan veggja heimilisins hefur unniö sér traustan sess, einnig hér á íslandi. Auðvelt aö panta Meö hverjum pöntunarlista fylgja nákvæmar leiöbeiningar á íslensku með einföldu stæröarkerfi. Auðvelt aö borga Þér sækiö pakkann eftir 3—4 vikur á næsta pósthúsi, og greiðið allt í ísl. krónum. Allar upplýsingar í síma 25360 0* of Loodon líeemon/ P.O. Box 147, 222 Hafnarfirði. Skrifstofan Klapparstíg 25—7. Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.