Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
15
Helen Stepien og Kathy Miller.
þeim fjörutíu árum sem ég er
búin aö vera hér á Eskifirði
hef ég samt oft unnið úti. Ég
eignaðist átta stykki, — sjö
stráka og stelpu yngsta, og
auðvitað kom það alltaf
númer eitt að sinna börnun-
um. En nú er þetta orðið
fullorðið og þá er ekki mikið
að gera á heimilinu, svo
maður leitar út tíl að hafa
eitthvað fyrir stafni. Ég er
ekki ánægð nema ég hafi nóg
að gera og sé innan um fólk.
Mér hefur alls staðar líkað
vel þar sem ég hef unnið, en
hingað til hefur það aðallega
verið í sláturhúsinu og í
humri. Sú vinna er bara svo
tímabundin, en hér í frysti-
húsinu er nóg að gera allt
árið. Mér lízt vel á þetta —
Það er fyrirtaksaðbúnaður
hér og þetta er þrifalegt
starf.“
okkur því að hún væri ekki
búin að vera hér nema í tvo
daga og kynni ekki við að láta
trana sér fram fyrir þær, sem
væru heimavanari. Það væri
nær að tala við þær. Samt fór
það nú svo að það losnaði um
málbeinið á henni og bros
færðist yfir andlitið þegar
hún trúði okkur fyrir því að
það væri kannski ekki aðal-
lega vinnan, sem hún sæktist
eftir, heldur það að komast í
samband við fólkið og verða
þátttakandi í því sem það
væri að gera.
„Ég hef aldrei komið
nálægt frystihúsi fyrr, en á
Texti:
Áslaug Ragnars
Myndir:
Helgi Garðarsson
Benedikt Jóhannsson (t.v.) og Haikur Björnsson við málverk Baltazars, sem nýlega var hengt upp í kaífistofu frystihússins, en myndina
lét Aðalsteinn Jónsson mála sérstaklega til að hafa á þessum vegg.
„ Urmið stanzlaustalla daga ”
VERKSTJÓRARNIR í frystihúsinu á Eskifirði eru þeir Haukur
Björnsson og Benedikt Jóhannsson. Þeir sitja í glerbúri þar sem
þeir hafa yfirsýn yfir vinnusalinn um leið og þeir sinna stöðugum
straumi fólks, sem kemur og fer, að ógleymdum símanum, sem
hringir í tíma og ótíma. Tveir snaggaralegir Japanir með
vígalegan höfuðbúnað vinda sér inn úr dyrunum og ekki er annað
að sjá en að þeir séu sæmilega hagvanir.
„Þarna sérðu loðnugreifana,"
segir Benedikt. „Það er mikill
munur að hafa þá hér til að
fylgjast með loðnuframleiðsl-
unni. Þeir bera endanlega
ábyrgð á öllu saman og það
hefur meðal annars það í för
með sér að um leið og búið er að
ganga frá framleiðslunni þá er
hún úr sögunni. Það er ekki eins
og með blokkina. I sambandi við
hana má alltaf búast við eftir-
köstum. Ef einhverjir gallar
finnast á blokkinni eftir dúk og
disk þá fær maður það í hausinn
eftir á og af því getur hlotizt
vesen. I sambandi við loðnuna
hefur maður engar áhyggjur,
því að þeir japönsku fylgjast
með henni allan tímann þar til
hún fer úr okkar höndum, og ef
eitthvað kemur í ljós á síðari
stigum þá er það þeirra mál,“
segir hann og þeir Haukur láta
vel af samvinnunni við Japan-
ina.
„Það er unnið hér í húsinu
allan sólarhringinn," segir
Haukur. „Núna er verið að
pakka þorski á Bandaríkja-
markað, en svo er unnið í loðn-
unni á nóttunni. Við verkstjór-
arnir vinnum á átta tíma vökt-
um og skiptum sólarhringnum á
milli okkar, því að hér er unnið
stanzlaust alla daga. Það má
segja það að hér vinni flestir að
minnsta kosti tíu tíma á dag,
yfirleitt fimm daga vikunnar, en
í dag eru milli sextíu og sjötíu
manns við vinnu hér í húsinu,
þar af um fjörtíu í pökkunar-
salnum.
„Og hvað ber pökkunarstúlka
úr býtum á viku?“
„Það er misjafnt eftir afköst-
unum, en tímakaupið gerir rúm
fimmtíu þúsund og bónusinn
getur slagað upp í það, þannig
að ekki er óalgengt að þær hafi
milli áttatíu og níutíu þúsundir
eftir vikuna," segir Benedikt.
Þeim félögum ber saman um
að miðað við aðrar starfsstéttir
í þjóðfélaginu sé fiskvinnslu-
fólkið ekki of sælt af þessum
launum. Þetta sé vinna sem
krefjist sérhæfingar og þjálfun-
ar og í rauninni hljóti fisk-
vinnslufólkið að geta talizt iðn-
verkafólk.
„Þetta er fólk, sem vinnur
mikið og aflar stórtekna í þjóð-
arbúið," segir Haukur. „Það á
skilið að bera meira úr býtum en
það gerir fyrir sitt framlag,
fyrir nú utan það að alltof mikið
fer í skatta".
Þeir Haukur og Benedikt eru
báðir aðfluttir á staðnum og una
hag sínum vel. Þeir hafa báðir
fengið sína menntun í Fisk-
vinnsluskólanum og við spyrjum
hvernig þeim hafi verið tekið af
heimamönnum og hvort ekkert
hafi borið á því að þeir hafi
heldur viljað láta þá sem fyrir
voru á staðnum segja sér fyrir
verkum.
„Ég hef ekki orðið var við
neitt slíkt," segir Benedikt og
Haukur tekur í sama streng. „I
þetta starf sem við erum í þarf
sérmenntaða menn og ég held að
allir hafi skilning á því. Það eru
sameiginlegir hagsmunir að
þetta gangi sem bezt og mér
finnst fólkið hér vera samhent."
Við spyrjum hvort metingur
sé ríkjandi varðandi afköstin og
bónuskerfið. „Nei, maður verður
ekki var við það hér, að minnsta
kosti er áreiðanlega miklu
minna um slíkt í þessu frysti-
húsi en annars staðar þar sem
maður þekkir til,“ segir Haukur.
Fargjöld
almennings-
vagna hækka
um 20-22%
EFTIR 20% hækkun fargjalda
SVR, sem samþykkt hefur verið,
verða fargjöld Strætisvagna
Reykjavíkur og Kópavogs sem
hér segir:
Einstök fargjöld hækka úr 100
kr. í 120 kr. fyrir fullorðna en fyrir
börn er hækkunin úr 30 kr. í 35 kr.
Farmiðaspjöld með 38 miðum sem
kostuðu kr. 3000 kosta áfram það
sama, en miðum fækkar í 32, og
lítil farmiðaspjöld á kr. 1000 verða
nú með 9 miðum í stað 11 áður.
Hjá strætisvögnum Kópavogs er
sá munur, að einungis er seld
stærri gerð farmiðaspjaldanna.
Farmiðaspjöld fyrir börn sem
kosta kr. 500 kr. verða nú með 30
miðum í stað 34 áður.
Landleiðir, sem aka milli
Reykjavíkur og Hafnafjarðar,
fengu samþykkta 22% hækkun og
kosta nú einstök fargjöld til Hafn-
arfjarðar kr. 250 en hækka í a.m.k.
300 kr. en samkv. upplýsingum
talsmanns Landleiða hafði ekki
verið reiknað mað fullu út hvert
hið nýja verð yrði. Fargjöld í
Garðabæ voru kr. 200 en hækka í
um 240 kr. Þá hafði ekki verið
reiknað nýtt verð á farmiðakort.
Breytingar
á starf-
semi IATA
— Pan Am úr
samtökunum
BANDARÍSKA flugfélagið Pan
American hefur ákveðið að ganga
úr IATA, alþjóðasambandi flug-
félaga, en félagið er stærsta
flugfélagið sem verið hefur í
samtökunum. Mbl. bar það undir
Birgi Þorgilsson hjá Flugleiðum,
sem setið hefur IATA-fundi fyrir
Flugfélag íslands, og sagði hann
að þessi ákvörðun kæmi ekki svo
mjög á óvart, Pan Am hefði verið
hálf tvístígandi um þátttöku sína
í samtökunum að undanförnu.
Birgir Þorgilsson sagði, að á
síðastliðnu hausti hefðu verið
samþykktar nokkuð breyttar regl-
ur um tilhögun IATA-samtakanna
á þann veg, að þeim væri nú skipt í
tvær deildir, aðra er annaðist far-
og farmgjaldamálefni og hina er
sæi um tæknilegt samstarf. Gætu
flugfélög nú verið innan beggja
deildanna, eða aðeins tækni-
deildarinnar, þ.e. verið innan
IATA án þess að taka þátt í
samningum um fargjöld. Þyrftu
félög að gera það upp við sig
hvernig aðild þeirra yrði háttað
fyrir 1. júlí n.k. Birgir sagði það
ekki ákveðið hvernig aðild Flug-
leiða yrði að samtökunum, hingað
til hefði Flugfélagið starfað innan
IATA en ekki Loftleiðir og hvort
einhver breyting yrði þar á væri
enn ekki ákveðið.
Verzlunar-
menn ræða
tillögur
vinnuveitenda
SAMNINGAFUNDUR fulltrúa
vinnuveitenda og Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur fór
fram sl. miðvikudag og lögðu þar
fulltrúar vinnuveitenda fram til-
iögur sínar um flokkaskiptingu.
Magnús L. Sveinsson fram-
kvæmdastjóri V.R. sagði að tillög-
ur vinnuveitenda væru nokkuð
fullmótaðar tillögur sem væru
nokkuð frábrugðnar tillögum full-
trúa V.R. Var unnið að því í gær af
hálfu V.R. að athuga tillögur
vinnuveitenda og kvaðst Magnús
halda að því verki yrði lokið um
eða eftir helgi og að þá yrði boðað
til nýs samningafundar.