Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 + Bróöir okkar, mágur og vinur, Í. GÍSLI FINSEN, tyrrverandi varzlunaratfóri, andaðist þann 11. febrúar. AAstandandur. + Eiginmaöur minn og faðir okkar, GUDMUNDUR MARINO INGJALDSSON, Súlvallagötu 35, lézt í Landakotsspítala 11. febrúar. Elín JóhannMdöttir og börn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir KRISTINN PÁLSSON, Njarðvíkurbraut 31, Innrí Njarövfk lést aö heimili sínu aö kvöldi 11. febrúar. Vilhelmina Batdvinsdóttir, Páll Kristinsaon, Sigrún Ólafsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, AXEL PÁLSSON, forstjóri, Vatnsnssvsgi 13, Ksflavík, andaöist í Landakotsspítalanum Reykjavík 9. febrúar. Jaröarförin auglýst síöar. Sessalja Magnúsdóttir, Magnús, Birgir og Páll Axslssynir. + Systir mín SIGRÚN BJÖRGÚLFSDÓTTIR, lést 10. febrúar í San Francisco. Fyrir hönd móöur hennar, barna og systkina, Ólafur Björgúlfsson. Minning: Þórhildur Helga- son, hjukrunarkona Fædd 9. júní 1901 Dáin 5. íebrúar 1979 Þórhildur Helgason hjúkrunar- kona lézt á Landspítalanum aðfar- arnótt 5. febrúar eftir langa og stranga sjúkdómslegu. En þótt sjúkdómurinn léki hana hart, bar aldrei á óánægju eða kvíða hjá henni, enda gerði hjúkrunarlið spítalans og læknar allt sem í þeirra valdi stóð til þess að lækna hana eða lina þjáningar hennar, og kann fjölskylda hennar og vinir vel að meta það. Yfir andláti Þórhildar hvíldi háleit ró og feg- urð. Þórhildur eða Hilda, eins og hún var oftast kölluð, var dóttir Jóns biskups Helgasonar og konu hans Mörtu Maríu Licht. Móðir Hildu var af góðum dönskum prestaætt- + Eiginmaöur minn, faöir og stjúpfaöir, GUOBJARTUR ÞORGILSSON, Söríaskjóli 92, andaöist í Landspítalanum 10. febrúar. Unnur Porstsinsdóttir, Ágústa Ósk Guöbjartsdóttir, Unnur Guöbjartsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Þorstsinn Jónsson. + Föðurbróöir minn, LÚÐVÍK MAGNÚSSON, lézt aö Hátúni 10B, 10. febrúar. Jóhanna Siguröardóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma EGGERTÍNA SIGURÐARDÓTTIR, frá Ertu, f Sslvogi, veröur jarösungin frá Fríkirkjunnl í Hafnarfirði, þriöjudaginn 13. febrúar kl. 2. Börn, tsngdaböm og barnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, SJEMUNDUR G. SVEINSSON, Vallargötu 25, Ksflavfk, lézt í Borgarspítalanum 11. febrúar. Jóhanna Sssmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Anna Vilhjálmsdóttir, Svsinn Sasmundsson, og barnabörn. Faöir minn og tengdafaöir, + GEIR MAGNÚSSON, stainamióur, lést aöfaranótt 9. febrúar. Astbjörg Geirsdöttir, Kornelíus Hanneason. + JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, - ■ " ' frá Brsishotti. andaöist aö Hátúni 10 B, föstudaginn 9. febrúar. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13.30 Vandamsnn. + Konan mín, VALBORG ELÍSABET GRÖNDAL lést í Landspítalanum aöfaranótt 11. febrúar. Jarðarförin auglýst síöar. Olafur G. Jónsson, Hvassalsiti 32. + Faöir okkar INGIMAR BALDVINSSON var jarösunginn frá Sauðaneskirkju, miövikudaginn 7. febrúar. Viö þökkum af alhug öllum sem auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát hans. Sérstakar þakkir færum viö Þórshafnarhreppi fyrir þá viröing sem honum var vottuö. Börn hins látna. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MAGOALENA BJARNADÓTTIR, Baldursgötu 28, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti Blindravinafélagiö njóta þess. Jóhanna Noröfjörö, Grétar Noröfjörö, Guörún Runótfsdóttir Brown, Stanlsy Brown, Halkfór Runólfsson, Björg Stsfánsdóttir, Siguröur Runólfsson, Guöbjörg Björgvinsdóttir og barnabörn. + Viö þökkum auösýnda samúö viö fráfall fööur okkar BJÖRNS SJEMUNDSSONAR, veiöivaröar. Börnin. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, KARLS VALDIMARS SÖLVASONAR, Hvorfisgötu 82, Hafnarfiröi. Fyrir mína hönd og annara aöstandenda, Jónbjörg Jónsdóttir. um. Faðir hennar var séra Hans Henrik Licht, sóknarprestur í Horneprestakalli á Suður-Fjóni. Hún ólst upp á einhverjum frjó- sömustu og fegurstu slóðum Dan- merkur. Samt fylgdi hún óhrædd manni sínum til eyjarinnar með kalda nafnið, sem þá virtist svo miklu fjarlægara umheiminum en nú, og var það í raun og veru, sakir slæmra samgagna. En María Helgason undi sér vel á Islandi og lifði þar hamingjusömu lífi í fimmtíu ár. Þau hjónin eignuðust fimm börn, tvo syni og þrjár dætur, og var Þórhildur hið þriðja í röðinni. Hún hlaut í skírninni nafn föður- ömmu sinnar, Þórhildar, konu séra Helga Hálfdánarsonar, sem var dóttir Tómasar Sæmundsson- ar. Hilda ólst upp í glöðum syst- kinahópi, fyrst í Bankastræti 7, sem hafði verið hús séra Helga Hálfdánarsonar, seinna í Tjarnar- götu 26, sem Jón biskup byggði sér undir Tjarnarbrekkunni árið 1908. Þetta hús stendur enn, óbreytt að ytra útliti frá því sem það var, þegar það var biskupsheimili, rauðmálað, eins og það var þá, og umkringt fögrum garði. Hilda hlaut menntun sína í barnaskólanum við tjörnina, og síðar í Kvennaskólanum. En hugur hennar stefndi að því að verða hjúkrunarkona. Innræti hennar var þannig, að hún vildi helga líf sitt því að líkna sjúkum og lina þjáningar þeirra. Hún hélt því til Kaupmannahafnar 1922 til þess að nema hjúkrunarfræði og hóf nám við Frederiksborgspítalann. Hjúkrunarnám var mjög erfitt á þessum tímum í Danmörku. Hjúkrunarnemarnir þurftu oft að fara á fætur kl. 5 á morgnana, stundum í sárum kulda og vinna erfiðustu verkin, svo sem gólf- þvott. Þetta var ofviða heilsu Hildu, og þegar hún hafði stundað nám í rösk tvö ár, fékk hún brjósthimnubólgu og varð að hætta námi. Þetta voru henni sár vonbrigði, en hún var ekki af baki dottin fyrir því. Hún var ákaflega barngóð, og nú hóf hún nám í smábarnakennslu. Hún var svo heppin, að frú Lundborg, mikil vinkona foreldra hennar, hélt smábarnaskóla eða leikskóla. Hjá henni fór hún á námskéið, og þegar heim kom (1926), hóf hún rekstur smábarna- eða leikskóla, þess fyrsta, sem rekinn var á Islandi. Þarna lærðu börnin ymislegt föndur, og mörg þeirra urðu læs. Hilda tamdi þeim mikla reglusemi og snyrtimennsku. Skólinn gekk ágætlega, og margir merkir Reyk- víkingar stigu hér sín fyrstu skref á námsbrautinni. En eftir 10 ár varð Hilda að hætta rekstri hans af heimilis- ástæðum. Biskupsheimilið var mjög umsvifamikið. Biskupshjónin voru mjög gestrisin, og bæði Is- lendingar og útlendingar voru þar tíðir gestir. Prestar, sem voru á ferð í Reykjavík, voru jafnan boðnir heim til biskupsins, og útlendir gestir dvöldu þar oft langdvölum. Veizlur voru haldnar við prestsvígslur og fleiri tæki- færi. Húsið stóð alltaf opið vinum barnanna, og jafnvel þótt gestir væru, var okkur oft boðið að borða með. En 1935 missti biskupsfrúin heilsuna, og varð Hilda þá að taka að sér umsjón heimilisins. Til þess að geta staðið betur í stöðu sinni fór hún á námskeið í tilbúning veizlumatar. A árunum 1942—1945 urðu tímamót í lífi Hildu. Faðir hennar dó 1942 og móðir hennar 1945. Hjúkraði hún þeim báðum bana- leguna. I mörg ár hafði hún varla getað yfirgefið móður sina, því hún hafði kransæðastíflu og fékk oft vond og óvænt köst. Nú var húsið í Tjarnargötu 26 selt og þær systurnar Annie og Hilda stofnuðu heimili saman, fyrst að Grenimel 20 og 1950 keyptu þær sér íbúð í Sörlaskjóli 74. Þar hefur heimili þeirra verið síðan. Yfir því hvílir mikill þokki. Útsýnið er frábærlega fagurt, og þrátt fyrir erfið skilyrði hefur Annie tekizt að rækta þar fagran garð. Nú hóf Hilda hjúkrunarstörf,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.