Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
Hörður Gunnarsson afhendir Hjálmi Sigurðssyni, Víkverja, verðlaun-
in. í haksýn er Guðmundur Freyr Halldórsson, Armanni, sem varð nr.
2. Guðmundur Ólafsson og Sigurjón Leifsson, sem varð í 3. sæti.Ljósm
G.B.
skjöldinn
!
! Hjálmar vann
\
Él HJÁLMUR Sigurðsson, Víkverja,
bar sigur úr býtum í Skjaldar-
^ glímu Ármanns, sem háð var í
Ságætum íþróttasal Fellaskólans á
sunnudaginn. Hlaut Hjálmur 5‘/2
^ vinning í 6 glímum. Hjálmur var
S* vel að sigrinum kominn því eng-
inn glímir betur en Hjálmur
þegar honum tekst vel upp.
% Hjálmur varð einnig skjaldarhafi
L,
í fyrra.
Átta glímumenn maettu til leiks
en einn þeirra, Árni Bjarnason,
varð að ganga úr glímunni vegna
meiðsla. Fljótlega varð ljóst að
keppnin stæði milli þeira Hjálms
og Guðmundar Freys Halldórsson-
ar. Þeir unnu fyrstu glímur sínar
en viðureign þeirra sjálfra, sem
fór fram um miðbik mótsins, lauk
með jafnglími eftir snarpa bar-
áttu.
Stefndi í aukaglímu þeirra á
milli, sem hefði orðið hápunktur-
inn á vel heppnuðu glímumóti en
til þess kom ekki því Guðmundur
Freyr tapaði óvænt fyrir Sigurjóni
Leifssyni í síðustu umferðinni og
Hjáimur var þar með sigurvegari.
Úrslit glímunnar urðu annars
þessi:
1. Hjálmur Sigurðsson
Víkverja 5'/2
v. 2. Guðmundur Freyr Halldórs-
son Á 4‘A v.
3. Sigurjón Leifsson Á 3'A v.
4. -5. Guðmundur Ólafsson Á 2 v.
4.-5. Halldór Konráðsson V. 2 v.
6.-7. Helgi Bjarnason KR IV2 v.
6.-7. Ólafur H. Ólafsson KR1% v.
Eins og áður sagði var Hjálmur
vel að sigrinum kominn. Hann
glímdi mjög örugglega og vann
yfirleitt á fallegum þyltum með
hreinum og ákveðnum brögðum.
Guðmundur Freyr glímdi vel að
vanda en sá ekki við Sigurjóni í
lokin. Sigurjón er glímumaður í
mikilli framför en hins vegar var
félagi hans, Guðmundur Ólafsson,
í einhverju óstuði að þessu sinni og
var langt frá sínu bezta. Halldór
Konráðsson hefur sömuleiðis áður
staðið sig betur. KR-ingarnir
Helgi og ðlafur glímdu frísklega
og er Ólafur mjög efnilegur.
Glímustjóri að þessu sinni var
Ólafur Guðlaugsson en Garðar
Erlendsson var aðáldómari.— SS.
S.l. sunnudag gekkst JSÍ fyrir
keppni kyu-gráðaðra júdómanna,
og var hámarksgráðum keppenda
3.kyu. Þetta er eins konar B-mót
fyrir þá júdómenn sem enn hafa
ekki náð hærri gráðum, en þeir
geta verið harðir í keppni eigi að
síður. Keppt var í þremur þyngd-
arflokkum, og urðu úrslit þessi:
2. Kolbein Jónsson
3. Heiðar Jðnsoon
+ 85 KG.FL.
1. Gunnar Jðnsson
2. Snæbjðrn Sigurðsaon
3. Óskar Knudaen
Á
Á
A
JFR
A
- 71 KG. FL.
1. Jón Hjaltason
2. Gísli Wfum
3. Brynjar Aðalateinaaon
- 85. KG. FL.
^3 1. Karl Sigurðsson
Keppendur voru frá Ármanni,
Júdófélagi Reykjavíkur og
fþróttabandalagi Akureyrar. Það
kom hér enn einu sinni í ljós að
Akureyringar eiga efnilega júdó-
menn þó að þeir æfi við erfiðar
aðstæður og hafi átt f erfiðleikum
með að fá þjálfara.
Stjörnukvöld KKI í HöHinni annaö kvöld:
Landsleikur íslands og
USA hápunktur kvöldsins
KÖRFUKNATTLEIKSSAM-
BANDIÐ efnir til stjörnukvölds í
Laugardalshöllinni annað kvöld
og hefst það klukkan 20.
Hápunktur kvöldsins verður leik-
ur íslenzkra og bandarískra
körfuknattleiksmanna. Slíkur
leikur fór fram fyrir ári og vakti
þá mikla athygli. Höfðu margir á
orði að betri leikur í körfuknatt-
leik hefði ekki sést hér á landi. 20
ár eru nú liðin frá því að ísland
lék sinn fyrsta landsleik í körfu-
knattleik og er stjörnukvöldið
annað kvöld m.a. í tilefni þessara
tímamóta.
Auk fyrrnefnds „landsleiks“
íslands og USA verður ýmislegt
annað um að vera á f jölum hallar-
innar.
Beztu leikmenn Urvals-
deildarinnar heyja með sér víta-
keppni. fréttamenn keppa við
úrvalslið kvenna og fleira ma'tti
nefna. Dagskránni verða gerð
betri skil í hlaðinu á morgun.
Borgfírðingurmn
enn á ný fyrstur
Borgfirðingurinn Ágúst Þor-
steinsson vann á laugardag enn
einn sigur sinn í víðavangshlaup-
um vetrarins og breikkar því
jafnt og þétt bilið milli hans og
næstu manna í stigakeppni víða-
vangshlaupanna. Ágúst hefur
tekið þátt í fimm hlaupum í vetur
og unnið sigur í öllum nema því
fyrsta, þá varð hann í öðru sæti.
Um helgina vann hann öruggan
sigur í Stjörnuhlaupi FH og
hefur hann einnig örugga forystu
1 keppni um bikar sem keppt er
um 1 Stjörnuhlaupunum, enda
sigrað í þeim öllum í vetur.
Enginn getur ógnað veldi hans
þar, því aðeins eitt hlaup er eftir.
Ekki var liðinn nema um
þriðjungur hlaupsins í Hafnar-
firði á laugardag þegar Ágúst
Þorsteinsson hafði slitið sig laus-
an frá keppjnautum sínum. Að-
eins Ágúst Ásgeirsson ÍR fylgdi
honum eftir þegar fyrsti
kílómetri hlaupsins af átta var að
baki.
Einhver deyfð virðist vera kom-
in í kvennaflokk víðavangshlaup-
anna, því aðeins Thelma Björns-
dóttir og Hrönn Guðmundsdóttir
tóku þátt í Stjörnuhlaupi FH að
þessu sinni. Þær tvær hafa sýnt
sérstakan áhuga og dugnað og
mætt í öll hlaup vetrarins og í
stigakeppninni er í raun og veru
ekki um aðrar að ræða, slíkt er
bilið í þær næstu. Thelma og
Hrönn sýndu keppnishörku og
lögðu hart að sér í þessu hlaupi
sem endranær. Fleiri stúlkur
mættu taka þær sér til fyrirmynd-
ar.
Úrslitin á laugardag urðu ann-
ars:
Karlar: mín.
Ágúst Þorsteinsson, UMSB 26:15
Ágúst Ásgeirsson, ÍR 26:55
Mikko Háme, ÍR 27:37
Gunnar P. Jóakimsson, IR 28:12
Steindór Tryggvason, IR 28:36
Ágúst Gunnarsson, UBK 31:46
Sigurjón Andrésson, ÍR 31:51
Magnús Haraldsson, FH 32:54
Sigurður Haraldsson, FH 32:58
Konur: mín.
Thelma Björnsdóttir, UBK 16:05
Hrönn Guðmundsdóttir,
UBK 17:32
Nú eru línurnar í vetrarhlaup-
um víðavangshlaupara farnar að
skýrast nokkuð og ákveðnir hlaup-
arar hafa skorið sig nokkuð úr í
stigakeppninni. Alls hafa sex
hlaup farið fram og eftir eru 4—5
hlaup sem teljast til stiga. Ágúst
Þorsteinsson UMSB hefur góða
forystu í karlaflokki hlaupanna og
í Kvennaflokki hefur Thelma
Björnsdóttir UBK einnig afger-
andi forystu. Staðan í stigakeppn-
inni er annars þessi:
Karlar: stig
1. Ágúst Þorsteinsson, UMSB
(5). ... 74
2. Ágúst Ásgeirsson, IR (5) 65
3. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR (6) 64
4. Hafsteinn Óskarsson, IR (4) 49
5. Mikko Háme, ÍR (4) 47
6. Sigfús Jónsson, ÍR (3) 43
7. Steindór Tryggvason, KA (3) 36
8. Ágúst Gunnarsson, UBK (4) 34
Alls hafa um 30 karlar fengið
stig í þessum hlaupum.
Konur: stig.
1. Thelma Björnsdóttir, UBK (6)89
2. Hrönn Guðmundsdóttir, UBK
(5) 70
3. Anna Haraldsdóttir, FH (2) 23
4. Lilja Guðmundsdóttir, ÍR (1) 15
TBR hlaut flest gullin
Unglingameistaramót íslands í
badminton fór fram á Akranesi
um helgina. 100 unglingar frá
Hafnarfirði, Siglufirði, Garðabæ,
Reykjavík og Akranesi tóku þátt
1 mótinu og skiptust verðlaun
sem hér segir:
Gull Silfur
TBR 18 12
ÍA 12 9
TBS 2 2
KR 9
Úrslit í einstökum greinum
urðu sem hér segir:
Hnokkar — einliðaleikur: Árni
Þór Hallgrímsson ÍA sigraði
Ingólf Helgason ÍA, 11/4 og 11/1.
Hnokkar — tvíliðaleikur:
Valdimar Sigurðsson ÍA og Ingólf-
ur Helgason ÍA sigruðu Harald
Hinriksson ÍA og Bjarka Jóhanns-
son ÍA 18/13 og 15/10.
Tátur — einliðaleikur: Guðrún
Yr Gunnarsdóttir ÍA sigraði
Guðrúnu Júlíusdóttur TBR 11/7,
7/11 og 11/8.
Tátur — tvfliðaleikur: Ásta
Sigurðardóttir ÍA og María Finn-
bogadóttir IA sigruðu Guðrúnu
Júlíusdóttur TBR og Guðrúnu
Gunnarsdóttur TBR 15/8, 2/15 og
15/10.
Hnokkar — tátur —
tvenndarlcikur: Árni Þór
Hallgrímsson ÍA og Ásta
Sigurðardóttir IA sigruðu Ingólf
Helgason ÍA og Maríu Finnboga-
dóttur ÍA 15/7 og 15/7.
Sveinar — einliðaleikur:
Þórhallur Ingason IA sigraði
Pétur Hjálmtýsson TBR 11/4 og
11/5.
Sveinar — tvfliðaleikur: Indriði
Björnsson og Fritz Berndsen TBR
sigruðu Kára Kárason og Pétur
Hjálmtýsson TBR 9/15, 15/11 og
15/10.
Meyjar — einliðaleikur:
Elísabet Þórðardóttir TBR sigraði
Þórdísi Edwald TBR 11/7,11/12 og
12/9.
Meyjar — tvfliðaleikur:
Elísabet Þórðardóttir og Elín
Helena Bjarnadóttir TBR sigruðu
Ingu Kjartansdóttur ög Þórdísi
Edwald 15/5, 6/15 og 15/3.
Sveinar — meyjar — tvenndar-
leikur: Þórhalldur Ingason og
Ingunn Viðarsdóttir ÍÁ sigruðu
Pétur Hjálmtýsson og Ingu
Kjartansdóttur TBR, 15/8 og 15/7.
Drengir — ^nliðaleikur:
Þorgeir Jóhannsson TBR sigraði
Þorstein Pál Hængsson 0/11, 12/9
og 11/8.
Telpur — einliðaleikur: Laufey
Sigurðardóttir ÍA sigraði Þórunni
Óskarsdóttur KR, 11/2 og 11/9.
Drengir — tvfliðaleikur:
Þorgeir Jóhannsson TBR og Þor-
steinn Páll Hængsson TBR
sigruðu Rúnar Marteinsson TBS
og Odd Gunnar Hauksson TBS
15/7, 5/15 og 15/8.
Tclpur — tvfliðaleikur: Særún
Jóhannsdóttir TBS og Berglind
Gylfadóttir TBS sigruðu Ingunni
Viðarsdóttur ÍA og Þórunni
Óskarsdóttur KR 6/15, 18/13 og
15/13.
Drengir — telpur —
tvenndarleikur: Bryndís Hilmars-
dóttir TBR og Þorgeir Jóhannsson
TBR sigruðu Guðlaug Gunnarsson
ÍA og Laufeyju Sigurðardóttur ÍA
15/7 og 15/4.
Piltar — einliðaleikur:
Guðmundur Adolfsson TBR
sigraði Óskar Bragason KR 15/1
og 18/15.
Stúlkur — einliðaleikur:
Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði
Ragnheiði Jónasdóttur IA 11/9 og
11/4.
Piltar — tvíliðaleikur:
Guðmundur Adolfsson TBR og
Skarphéðinn Garðarsson TBR
sigruðu Óskar Bragason og Friðrik
Halldórsson KR 15/3 og 15/5.
Stúlkur — tvfliðaleikur:
Kristín Magnúsdóttir og Bryndís
Hilmarsdóttir TBR sigruðu Sif
Friðleifsdóttur og Örnu Steinsen
KR 15/6,11/15 og 15/12.
Piltar — stúlkur — tvenndar-
leikur: Guðmundur Adolfsson og
Kristín Magnúsdóttir TBR sigruðu
Óskar Bragason og Sif Friðleifs-
dóttur KR 15/9 og 15/7.