Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
„Ég er orðin sjötíu og fimm
ára,“ sagði Þórdís Guðjóns-
dóttir þar sem hún sat við
borðið sitt með hnífinn og
töngina og skveraði frá sér
flökunum einu af öðru. „Hér
er ég búin að vera í þrjátíu ár
og ég ætla mér að vera hér í
„hraðinu“ þar til ég dett. Nei,
ekki þar til ég dett niður
dauð, — Ég hafði nú hugsað
mér að komast heim áður en
það verður," sagði hún og hlð.
„Það er óhætt að segja að það
hefur ýmislegt breytzt á þeim
tíma sem ég hef verið hér og
allt hefur það verið til batn-
aðar. Aðstaðan hefur gjör-
breytzt. Nú getur maður setið
hér í stól í rólegheitunum en
áður fyrr bara stóð maður
allan liðlangan daginn og
datt ekkert annað í hug. Jú,
jú, ég átti fullt hús af börnum
— fjögur, og þar af eru þrjú
enn á lífi. En það gekk allt
ágætlega."
„Unga fólkið? Ég er nú
ekki ein af þeim sem eru að
hneykslast á unga fólkinu.
Heldurðu að maður hafi
kannski ekki haft gaman af
að skemmta sér sjálfur? Það
væri skárra óðlið ef ungt fólk
hefði ekki gaman af að
skemmta sér. Eini munurinn
var sá að það var minna
drukkið, en ég er ekki viss um
að það hafi verið af því að
fólk hafi verið reglusamara.
Það átti bara enga peninga
og heldur ekki brennivín, það
var nú lóðið, skal ég segja
þér. Þótt fólkið hafi það
yfirleitt miklu betra núna
held ég samt ekki að því líði
miklu betur andlega. Pening-
ar hafa ekkert með þá líðan
að gera. Auðvitað er mikils
um vert að nú hafa allir nóg
að borða og gott húsnæði til
að búa í, en ég hugsa að því
liði ekkert síður þótt það
hefði heldur minna til að
spila úr. Kröfurnar fara bara
vaxandi eftir því sem það
hefur meiri aura. En fólkið
sjálft er jafngott hvernig sem
umbúðirnar eru og það get ég
sagt þér að á þessum vinnu-
stað hefur alltaf verið gott
fólk og fyrir það er ég þakk-
lát.“
Við borð 14 í pökkunar-
salnum standa tvær ástralsk-
ar stúlkur, þær Helen
„Ætla
mérað
vera í
„hraðinu ”
þar til
ég dett”
Það er búiö að segja Þaö oft og mörgum sinnum að slorið
sé leiöindavinna, einhæf og andlaus, óþrifaleg og niður-
drepandi. Aðra sögu hafa pær að segja, stúlkurnar, sem við
hittum í frystihúsinu á Eskifirði um daginn. Þær standa um
fjörutíu talsins í pökkunarsalnum á efri hæðinni og pá stund
sem við stóðum viö bar ekki á pví að andrúmsloftið væri
prúgað.
„Þetta er eins og hver önnur vinna. Stundum verður
maður preyttur og hundleiður, en geturðu bent mér á starf
par sem aldrei bar á slíku? Svo kemst skapið í lag aftur og
pá kemur vinnugleðin um leið,“ sagði ein, sem er búin að
standa í „hraðinu“ árum saman og segist engan hug hafa á
pví að fá sér annað að gera.
Ein nítján ára var búin að vera í frystihúsinu vikutíma. „Við
erum nýflutt hingað, maðurinn minn og ég, með tvö börn.
Við erum frá Grindavík og fréttum að hér væri alltaf nóg að
gera. Krakkarnir eru eins og tveggj ára og meðan ég er að
vinna hér á daginn passar maðurinn, en svo vinnur hann í
bræðslunni á nóttunni. Okkur líkar hér ágætlega pað sem
við höfum kynnzt pví enn sem komið er. Eg er ánægð með
vinnustaðinn en veit nú ekki almenniiega ennpá hvernig
mér lízt á plássið hérna. En okkur langaði til að drífa okkur
eitthvað og koma undir okkur fótunum og pess vegna er ég
nú hér,“ sagði hún.
Þær sem viö töluðum við voru sammála um að ef eitthvað
sérstakt mætti að starfinu í frystihúsinu finna pá væri pað
helzt pað að of mikið væri að gera. „Ef hráefnið er einu sinni
komið á land pá er ekkert sem heitir með aö láta pað bíða til
að geta sinnt sínum eigin málum. Og pótt álagið geti
stundum orðiö svæsið pá hleypir pað í mann kappi og pá
gleymist preytan,“ sagði ein stúlknanna, „en talaöu við hana
Dísu. Hún er búin aö vera hér lengst og ætti að vera farin að
kannast viö petta.
Þórdís Guðjónsdóttir.
Kristín Pétursdótfír
■ •- : í
Séð yfir pökkunarsalinn í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar.
Rætt við
starfsfólk
í hraðfrysti-
húsi Eski-
fjarðar
Stepien og Kathy Miller.
Helen er kennari, þrítug að
aldri, en Kathy er síma-
stúlka, tuttugu og tveggja
ára. í frystihúsinu eru tíu
ástralskar stúlkur, og við
spurðum hvað það væri, sem
drægi fólk heimskauta á milli
til að vinna í frystihúsi.
„Við erum að safna pening-
um, hvað annað?“ sagði
Helen. „Við vorum í Englandi
og fjárhagurinn var farinn að
daprast svo það var ekki
annað að gera en grípa ti!
róttækra ráðstafana. Ég
frétti að það væri uppgripa-
vinna í fiski á íslandi, svo að
ég kynnti mér málin og sótti
um að komast hingað. Það er
bara verst að kjörin eru langt
í frá að vera jafn hagstæð og
mér var sagt áður en ég kom
hingað. Það gleymdist nefni-
lega alveg að taka fram hvað
mikið væri dregið frá manni.
En það þýðir ekkert að ergja
sig yfir því úr því sem komið
er. Ég er ánægð hérna og
kann þokkalega við starfið.“
Við spurðum hvernig þær
verðu tómstundunum og hvar
þær byggju.
„Vlð búum í bragga,“ sagði
Kathy. „Það er nú kannski
ekki skemmtilegasta húsnæði
sem hugsazt getur, en það
kemur ekki að sök í smátíma.
Við ætlum að verða hér þar
til í maí — Þá er kominn tími
til að hugsa til heimferðar.
Ég er búin að vera að heiman
í tvö ár og mér finnst ég hafa
lært heilmikið af því að skoða
mig um í heiminum. Það er
til dæmis ekki lítil reynsla að
hafa verið hér á Eskifirði.
ísland er nefnilega svo allt
öðru vísi en þeir staðir sem
ég hef áður verið á. Að vísu er
nú ómögulegt að segja að
kuldinn og snjórinn hér séu
til yndisauka, en fólkið bætir
það upp. Það er alltaf nóg að
gera í tómstundunum, og við
látum okkur sannarlega ekki
leiðast. Við förum á böll og í
bíó, í heimsóknir til þeirra
vina, sem við höfum eignast
hér, — nú og svo erum við
alltaf að prjóna. Það væsir
svo sannarlega ekki um
okkur, en það sem ég býst við
að við Astralíustelpurnar
metum mest í sambandi við
dvölina hér er allt það hjálp-
sama og yndislega fólk, sem
við höfum kynnzt hér. Það
hefur tekið okkur frábærlega
vel og það þarf ekki að vor-
kenna neinum að vera
aðkomandi hér á Eskifirði,"
sagði Kathy um leið og hún
sneri sér aftur að upplýstu
borðinu til að binda enda á
ævi ormanna alræmdu, sem
þorskurinn hefur tekið sér
fyrir lífsförunauta.
Hún Kristín Pétursdóttir á
borði 6 var ekki alveg á því að
tala við okkur fyrst í stað.
Sagðist ekkert geta sagt