Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 33 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar tilkynningar- jUl Vantar klinikkonu tii starfa hálfan daginn. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Viðkomandi hringi í síma 27516 á skrifst. tíma. Handavinnuefnin eftirspurðu ný komin. Einnig handavinna í miklu úrvali. Munið aö ankor útsaumsgarnið fæst hjá okkur. Hannyröabúöin Hafnarfirði, sími 51314. Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824. Freyju- götu 37, sími 12105. -vvir húsnæöi Keflavík Til sölu m.a. glæsilegt einbýlis- hús (viölagasjóöshús.) Gott einbýlishús, ein og hálf hæð. Góð sér hæö. Laus fljótlega. Vegna mikillar eftirspurnar vantar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúöir. Góðar útb. Sandgerði Lítiö einbýlishús. Vogar 5 herb. einbýlishús. Bílskúr. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, sími 92-3222. Arin- og náttúru- grjóthleðsla Magnús Aöalsteinsson sími 84736. Brotamálmur er fluttur aö Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta veröi. Staögreiösla. Iþróttafélagið Leiknir Aöalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 18. febrúar kl. 16 aö Seljabraut 54. Dagskrá: Venjuleg aöalfundar- störf. Lagabreytingar, ef fram koma. Stjórnin. Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Einar 1. Gíslason. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.00. Bænasam- koma hjá major Lund, Hring- braut 37. IOOF Rb. 1S1281238’/i — Fé- lagsvist. D Edda 59792137 — 1. □ Edda 59792137 22. □ Hamar 59792137 — 1. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja heldur fund næstkomandi miövikudag í Framsóknarhúsinu í Keflavík kl. 20.30. Erindi: Gunnar Dal rithöfundur. Stjórnin. K.F.U.K. A.D. Fundur í kvöld kl. 8.30 aö Amtmannsstíg 2B. Séra Karl Sigurbjörnsson hefur biblíulest- ur, (Tákn tímanna). Allar konur hjartanlega velkomnar. Farfuglar Leöurvinna, þriðjudagskvöld kl. 20—22, á Farfuglaheimilinu, Laufásvegi 41. Farfuglar Leöurvinna í kvöld kl. 20—22 á Farfuglaheimilinu, Laufásvegi 41. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Heimdallur og Hvöt halda sameiginlegan fund miðvikudaginn 14. febrúar kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu Valhöll, Háaleltisbraut 1. Fundarefni: „Friöhelgi einkalífs“ meö sérstöku tilliti til foreldra og barna. Framsögumaöur: Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaöur. Aö lokinnl framsögu veröa frjálsar um- ræöur og síöan pallborösumræöur. Allir velkomnir. Loki F.U.S. Leshringur um bókina Frjálshyggja og alræðishyggja eftir Ólaf Björnsson. í kvöld ræöir Hannes H. Glssurarson sagnfræöingur um Markaðskerfiö Mm tkilyröi fyrir mannréttindum. Lesefniö kaflar nr. 6, 7, 8, 9 og 10 í bók Ólafs og bæklingurinn Leiöin til ánauöar eftir Friedrich Hayek. Keflavík Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna í Keflavík, heldur fund í Sjálfstæöis- húsinu Keflavík, miövikudaginn 14. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar. Stjórnin Hafnarfjörður Vorboði Sjálfstæöiskvennafélagiö Vorboöi heldur fund í Sjálfstæöishúsinu mánudaginn 19. febrúar kl. 8.30. Fundarefni: Fræöslumálin í Hafnarfiröi. Frummælendur: Hjördís Guöbjartsdóttir, skólastjóri Engi- dalsskóla, Ellert Borgar Þorvaldsson fraBöslustjóri, Páll V. Daníelsson formaður fræösluráös. Frjálsar umræöur — kaffiveitingar. Allar sjálfstæöiskonur velkomnar. Stjórnin AKil.VSIM.ASIMINN KR: 22480 kjí Jfi»rflimI)Iat>it> Minning: Hálfdán Hjaltason, Auðbrekku, Húsavík Fæddur 10. maí 1918 Dáinn 29. janúar 1979. Akur dauðans er mikill og eng- inn spurður, hvar hann ber niður hverju sinni. Hinn 29. jan. s.l. féll Hálfdan Hjaltason skyndilega fyr- ir sigð dauðans og kom það sumum á óvart en eigi þeim, sem best þekktu til. Hálfdan var af þing- eysku bergi brotinn og kominn af þingeyskum bændahöldum í báðar ættir, en þær verða ekki raktar hér. Foreldrar hans voru þau heiðurshjónin Ása Stefánsdóttir bónda á Öndólfsstöðum í Reykja- dal og Hjalti lllugason bónda, sem víða bjó um Þingeyjarþing. Hálfdan var fæddur að Stóru- laugum í Reykjadal hinn 10. maí 1918 og var elstur þriggja syst- kina. Næst honum að aldri var Ragnheiður kona Arnar Snorra- sonar kennara og rithöfundar á Akureyri, nú látin fyrir allmörg- um árum og þá Stefán kvæntur Maríu Þorsteinsdóttur nú starfs- maður K-Þ í Húsavík. Þá Hálfdan var sex ára gamall brugðu foreldr- ar hans búi sínu í Reykjadal og fluttu til Húsavíkur þar sem þau tóku að sér hótelrekstur og var það þeirra aðalstarf í 25 ár eða allt til ársins 1949 að þau drógu saman seglin og fluttu í veglegt steinhús, sem Hálfdan hafði lokið smíði á og var sameign þeirra feðga allra, og aðsetur æ síðan. Þrátt fyrir mikið erfiði auðguð- ust þau Ása og Hjalti lítt af hótelrekstrinum, enda bar hótelið jafnan svipmót gestrisins heimilis í þeirra höndum. En á hótelið komu margir og margt bar þar við svo sem vænta má og mun það nokkuð hafa mótað Hálfdan í æsku. Hálfdan gekk í alþýðuskólann að Laugum í S-Þing. og nam síðan múraraiðn af Jóni Stefánssyni frænda sínum á Öndólfsstöðum í Reykjadal. Hálfdani var margt vel gefið t.d. hagleiksmaður á hvað sem var, ef hann vildi það við hafa og bar hann margt við í störfum. Bifreiðaakstur stundaði hann um árabil ýmist á vegum K-Þ Húsavík eða á eigin spýtur. í því starfi var hann vinsæll sakir greiðsemi og hjálpfýsi og aldrei hlekktist honum á, þótt geyst færi á stundum. Þá stundaði Hálfdan byggingar vinnu um árabil en gerðist svo starfsmaður K-Þ í Húsavík og var það, þá heilsu hans þraut árið 1967. Hinn 17. júní árið 1951 gekk Hálfdan að eiga eftirlifandi konu sína Önnu Sigfúsdóttur frá Gríms- ey og varð þeirr. tveggja sona auðið. Sá eldri er Karl verslunar- og hljómleikamaður í Húsavík kvæntur Matthildi Rós Haralds- dóttur frá Nórðfirði og Hálfdan Hjalti, sem aðeins er 10 ára gamall og á nú mjög um sárt að binda við föðurmissinn einkum sakir þess, að þeir feðgarnir voru hvor öðrum bundnir óvanalegum böndum trvggðar og kærleika. Er Hálfdan var á ungum aldri hennti það slys, að bíll rann á höfuð honum og slasaði svo mjög að honum var vart hugað líf. Betur fór þó en á horfðist og náði hann sér furðu fljótt. Slys þetta kann þó að hafa valdið nokkru um það, að árið 1967 fékk hann heilablæðingu svo mikla að hann mundi ekki til sín svo vikum skipti og hlaut allmikla og varanlega lömun. Upp- frá því gekk hann aldrei heill til skógar en náði þó sínum andlega skýrleik að kalla. Afall þetta bar Hálfdan á sér- stæðan hátt og karlmannlega. Óbeiskur hélt hann gleði sinni og óttaðist ekki þótt hann grunaði dauðans sigð yfir höfði sér, enda fór svo að áfallið endurtók sig og varð hans banamein. Hálfdan unni mjög ýmsum fróðleik og eigi minnst frá liðinni tíð. Hann þekkti vel ættir manna, kunni ógrynni af vísum, markafróður og sagna- margur. Tónlist unni hann mikið, var lagviss með afbrigðum og söngvinn vel einkum þá hann gekk á vit Bakkusar og naut sín allra best í góðra vina hópi. Mikið náttúrunnar barn var Hálfdan og bóndaeðlið ríkti í honum. Hann átti löngum fé og sá fátt svo frítt sem lagðprúða hjörð koma frjáls- lega af fjöllum. I göngur fór hann löngum meðan heilsan leyfði og voru það honum gleði og tyliidag- ar. Réttunum sleppti hann aldrei því þær voru honum hátíðir, sem hann hlakkaði til svo mánuðum skipti. Við Hálfdan vorum svo skildir, að feður okkar voru bæði systra og bræðrasynir. Með þeim voru kær- leikar, undirhyggjulaus vinátta og bróðurþel svo í hugum okkar barna þeirra voru þeir bræður. Milli heimila þeirra var eðlilega allmikill samgangur, en þrátt fyrir það kynntumst við Hálfdan ekki náið fyrr en báðir voru á fullorðins aldri og unnum saman um tveggja ára bil. Þau kynni, sem þá tókust með okkur eru mér bæði hugstæð og ljúf. Við þau kynni varð mér það ljósara en nokkru sinni fyrr hvílikur munur getur verið á því að sjá manninn og heyra um hann eða kynnast honum náið. Eg kynntist manni, sem mér fannst ekki lengur heita Hálfdan heldur bara Dáni og svo munu allir vinir hans hafa nefnt hann. Þessi maður var árrisull og glaður og ekki alltaf að dunda, heldur sló kannski slöku við á milli og kaus að vinna með áhlaupum og vannst vel. Hann lagði öðrum aldrei illt til og kaus ekki að ræð^ það, sem honum féll illa eða miður fór, og kvartaði ekki hvað sem í skarst. Dáni var enginn fjármálamaður, enda var Mámmon ekki hans guð. í mínum augum var hann áhyggjulítill örlagatrúarmaður, viðkvæmur gæðadrengur, sem ósjálfrátt tók þátt í sorg og gleði annara, e.t.v. of meinlaus fyrir þennan heim. Eftir að Dáni fékk það áfall, sem áður er lýst urðu k.vnni okkar ennþá nánari en orðið var. Hann kom oftar og við vorum meira saman, okkar á milii þróaðist bræðralag. Ég var löngu hættur að líta á hann sem gest á mínu heimili, heldur einlægan þátttak- anda í lífi mínu og starfi. Nú sakna ég þess að sjá hann ekki lengur við kaffiborðið, sjá hann aldrei koma inn í fjárhúsin til mín að kvöldi eða morgni og geta aldrei farið með honum í réttirnar fram- ar. Skóhljóð hans er horfið úr mínum húsum og hann gengur ekki lengur við hlið okkar sam- ferðamannanna. Þegar ég lít um öxl, þá sé ég enga skugga á okkar sameiginlegu leið því þar voru aldrei óveðursský á lofti og er það mikil huggun. Það er og huggun að ég þykist vita að landtaka hans á ströndinni ókunnu handan við hafið, sem aðskilur lifendur og dauða hafi orðið góð því að lífs- skoðun hans var slík að þangað hafði hann landsýn. Um leið og ég kveð Dána og þakka honurn fyrir allt; þá votta ég konu hans, sonum, aldraðri móður og öllum aðstand- endum einlæga samúð mína. Laxamýri 3. febrúar 1979. Vigfús II. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.