Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 1979 Víkingar ekki í vandræöum með ÍR-inga VÍKINGAR báru sigurorð aí ÍR-ingum, 24 — 20. í 1. dcildinni í handknattleik á laugardag. Ekki var erfitt fyrir Víking að na sér í 2 stig í leiknum, mótstaða ÍR var allan ti'mann með minnsta móti. Það cr nú ljóst að ÍR-ingar verða í fallbaráttunni í 1. deild og verða þeir að hressa töluvert upp á leik sinn ef þeir ætla að sleppa við að leika í 2. deild næsta keppnistímabil. Næsti leikur ÍR er á móti Fylki, og þá skýrast línurnar milli liðanna. Víkingar léku þennan leik nokkuð létt og bættu við sig þegar á þurfti hvort sem það var í varnarleik eða í mörkum, sigur þeirra var aldrei í hættu. Gangur leiksins Framan af fyrri hálfleik fóru liðin sér mjög rólega og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan jöfn, 4—4. En svo sigu Víkingar fram úr og náðu forystu og staðan í leikhléi var 11—8. I síðari hálfleiknum lifnaði yfir leiknum og meiri hraði færðist í hann. Viggó Sigurðsson og Óiafur Einarssön voru í miklum ham og skoruðu grimmt, hvorki meira né minna en 10 mörk af þeim 13 sem Víkingar skoruðu i síðari hálf- leiknum. Víkingar breyttu stöðunni fljótt í 15—10, en oftast var þriggja marka munur á liðunum en aldrei minni. í lokin var staðan oröin 23—18, en síðustu 3 mín. skoruðu ÍR-ingar 2 mörk á móti einu hjá Víkingum og 4 mörk skildu í leikslok, 24—20. Liðin Allir leikipenn í liði Víkings virðast í nokkuð góðri æfingu, það er að segja þeir sem fá að spreyta sig á vellinum, en að þessu sinni voru það bara átta. Þrír fóru ekkert inn á og hlýtur það að bitna á Víkingi í erfiðari leikjum ef ekki er hægt að treysta á skiptimenn- ina á bekknum. Bestur að þessu sinni hjá Víkingum var Viggó Sigurðsson sem var mjög ógnandi í leiknum og skoraði falleg mörk með þrumuskotum. Olafur Einars- son lék nokkuð vel og er slæmt til þess að vita að þessi stórskytta kemst ekki með landsliðinu til Spánar. Páll Björgvinsson stendur ávallt fyrir sínu. Mjög vel leikandi í sókninni og vel á verði í varnar- leiknum. Páll er líka einn af okkar fáu handknattleiksmönnum, sem hafa glöggt auga fyrir gegnum- brotum, og í þessum leik skoraði hann ein þrjú mörk eftir að hafa komið leikmönnum ÍR algerlega úr jafnvægi og stórt gat hafði mynd- ast í varnarvegg þeirra, þar smeygði Páll sér í gegn og skoraði af öryggi. Lið IR-inga skortir meiri bar- áttuvilja og kraft. I þessum leik léku þeir varnarleikinn t.d. ekki af nægilegri grimmd og sjálfsagt hefur það haft sitt að segja að Jens náði sér ekki á strik í leiknum og missti svo til alla bolta inn. Ungu mennirnir í liðinu, Hafliði Halldórsson og Guðmundur Þórðarson, léku báðir stórvel, sérstaklega þó Hafliði. Guðmund- ur gerði sig sekan um nokkuð margar sendingarvillur og skortir meiri yfirvegun í leik sinn en það kemur með reynslunni. Eldri jaxlarnir í liði ÍR voru þungir og létu ekki mikið til sín taka í leiknum. í stuttu máli: Laugardalshöll 10. febr. Islandsmótið 1. deild. Víkingur — ÍR 24:20 (11:8). Mörk Víkings: Ólafur Einarsson 8 (4v), Viggó Sigurðsson 7 (lv), Páll Björgvinsson 4, Ólafur Jóns- son 2, Steinar Birgisson 1, Erlend- ur Hermannsson 1, Árni Indriða- son 1. Mörk ÍR: Hafliði Halldórsson 5, Guðmundur Þórðarson 5, Sigurður Svavarsson 5 (3v), Brynjólfur Markússon 1, Guðjón Marteinsson 2, Bjarni Bessason 2. Misheppnuð vítaköst: Páll Björgvinsson skaut framhjá á 1. mín., Jens Einarsson varði víta- kast frá Ólafi Einarssyni á 22. Brottvísun af leikvelli: Viggó Sigurðsson, Páll Björgvinsson, Árni Indriðason, allir úr Víkingi í 2 mín. hver. Hafliði Halldórsson ÍR í 2x2 mín., Bjarni Hákonarsson ÍR í 2 mín., Ársæll Hafsteinsson ÍR í 2 - þr. isiandsmótlð 1. delld Viggó Sigurðssoti, Víkingi, í mjög góðri æfingu um þessar mundir. Viggó skoraði sjö mörk á móti ÍR. er 0 Jón Pétur Jónsson, Val, vex með hverjum leik, bæði í sókn og vörn. 0 Stefán Balldórsson, HK, gerði vörn Fram gramt í geði um helgina og skoraði 11 mörk í leik Fram og HK. Bjarni Guðmundsson, Val er hér kominn í gott færi á lfnunni og skorar. Svo sem sjá má, hefur litlu mátt muna að hann biti af sér tunguna af einbeit ingu. Þetta var ekki í eina skiptið sem þessi snjalli línumaður tætti sig ígegn um afspyrnulélega vörn FH-inga. Ljósmynd RAX. ÓH Ben kom inn á fll að verja vítin VALSMENN léku sama leikinn aftur, rassskelltu lélega FH-inga í Ilafnarfirði á sunnudagsvköld- ið. Að vísu skildu aðeins 4 mörk í lokin, en engin leið er að vita hvernig farið hefði, ef Valsmenn hefðu ekki átt slæman kafla í byrjun síðari hálfleiks, þegar liðið skoraði ekki mark í 12 mínútur. Verkaskipting Vals- markvarðanna var sérkennileg í leiknum, Ólafur byrjaði en varði lítið og kom því Brynjar inn á í hans stað. En Ólafur kom inn á i' hvert skipti sem FH-ingar fengu víti, eða alls átta sinum, Og hann varði 5 sinnum! Það var alveg sama hvert skotið var, Ólafur rak útlimina í knöttinn. Það dugði FH-ingum meira að segja ekki að þruma miskunnarlaust i andlitið á ólafi, en það gerðu þeir tvíveg- is. Lokatölurnar urðu 20—16, en staðan í hálfleik var 13—8 fyrir Val. FH-ingar voru frískir í byrjun leiks og voru ávallt fyrri til að skora, allar götur upp í 4—4, en þá komust Valsmenn fyrst yfir með marki Bjarna Guðmundssonar. FH-ingar sneru blaðinu snarlega við og þegar 18 mínútur voru liðnar af hálfleiknum, var staðan 7—6 fyrir FH. En þar skildu leiðir Einkunnagjöfin FH: Magnús Ólafsson 2, Sverrir Kristinsson 3, Geir Hallsteinsson 1, Viðar Símonarson 1, Sæmundur Stefánsson 2, Guðmundur Árni Stefánsson 3, Guðmundur Magnússon 2, Valgarð Valgarðsson 1, Kristján Arason 1, Janus Guðlaugsson 1, Hans Guðmundsson 1. VALUR: Ólafur Benediktsson 3, Brynjar Kvaran 3, Steindór Gunnarsson 3, Bjarni Guðmundsson 3, Stefán Gunnarsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 2, Þorbjörn Jensson 2, Jón Karlsson 2, Jón Pétur 3, Gísli Arnar 1, Gunnsteinn Skúlason 1. FRAM: Gissur Ágústsson 2, Birgir Jóhannsson 2, Björn Eiríksson 1, Theodór Guðfinnsson 3, Gústaf Björnsson 3, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannsson 2, Atli Hilmarsson 3, Erlendur Davíðsson 2, Jens Jensson 1. HK: Einar Þorvarðarson 2, Garðar Halldórsson 2, Erling Sigurðsson 1, Gissur Kristinsson 1, Kristinn Ólafsson 2, Ragnar Ólafsson 3, Karl Jóhannsson 2, Stefán Halldórsson 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Friðjón Jónsson 1, Bergsveinn Þórarinsson 2, Jón Einarsson 2. VÍKINGUR: Kristján Sigmundsson 1, Steinar Birgisson 2, Ólafur Jónsson 2, Páll Björgvinsson 3, Erlendur Hermannsson 2, Árni Indriðason 2, Viggó Sigurðsson 4, Ólafur Einarsson 3. ÍR: Jens Einarsson 1, Bjarni Hákonarson 1, Guöjón Marteinsson 2, Sigurður Svavarsson 2, Guðmundur Þórðarson 3, Bjarni Bessason 2, Ársæll Hafsteinsson 2, Brynjólfur Markússon 2, Hafliði Halldórsson 3, Pétur Valdimarsson 1. svo að um munaði. Næstu 6 mörk- in skoruðu Valsmenn, mörg úr hraðaupphlaupum og flest perlu- mörk, staðan var nú orðin 12—7 og úrslitin nánast ráðin. Framan af síðari hálfleik sýndu FH-ingar mikla baráttu og festu í vörninni, þannig að ekki eitt einasta Valsskot rataði í netið fyrstu 12 mínútur hálfleiksins. Sverrir Kristinsson varði eins og berserkur í markinu og hefði sónarleikur FH batnað að sama skapi, hefði sannarlega verið möguleiki að snúa taflinu við. En sóknarleikurinn var í rennu- steininum og FH-ingar skoruðu aðeins 3 mörk á þessum 12 mínút- um, þar af 2 úr vítaköstum. Staðan breyttist úr 13—8 í 13—11, en þá skoraði Stefán Gunnarsson frekar ódýrt mark og þar með voru Valsmenn komnir á skrið á ný. Lokakaflann, skiptust liðin á um að skora, Valsmenn sýndu kæru- leysi, enda erfitt fyrir þá að tapa öllu niður eins og staðan var orðin. FH-liðið var ótrúlega slakt í þessum leik, alveg eins og í síðustu viðureign liðanna, gæða munurinn var ótvíræður því að Valsmenn hafa oft leikið mun betur en þetta í vetur. Máttarstólparnir Geir, Viðar og Janus áttu allir slæman dag, Viðari gekk meira að segja erfiðlega að grípa knöttinn. Þegar allir þessir kappar leika illa, er ekki von á góðu hjá FH. Guðmund- ur Árni neitaði að gefast upp og skoraði nokkur mörk upp á eigin spýtur, Guðmundur Magnússon barðist einnig vel. Magnús Ólafs- son stóð í markinu framan af og varði vel í fyrstu, 7 skot, en síðan fór allt að leka inn og skipti Magnús þá við Sverri. Sverrir varði síðan vel út leikinn, alls 9 skot, en hann var ekki öfundsverð- ur af hlutverki sínu, því að ef frá eru taldar fyrstu 10—15 mínútur síðari hálfleiks, var FH-vörnin, eins og botnlaus hít. Jón Pétur Jónsson, Bjarni Guðmundsson og Steindór Guðmundsson voru þeir Valsarar sem skemmtilegast var að sjá til. Jón Pétur skoraði með upp- stökkum og þrumuskotum, en mörk hinna tveggja af línu, úr hornum og húr hraðaupphlaupum, voru mörg stórglæsileg. Þegar hefur verið greint frá sérstæðum þætti Ólafs Benediktssonar í markinu, en milli þess að hann hljóp inn á völlinn til þess að verja vítaköst, stóð Brynjar Kvaran í markinu og varði mjög vel, 14 skot. Leikinn dæmdu þeir Gunnar Kjartansson og Ólafur Stein- grímsson og dæmdu þeir erfiðan leik yfir höfuð þokkalega. í stuttu máli: Laugardalshöll, 1. deild: FH-Valur: 16-20 (8-13) Mörk FH: Guðmundur Árni Stefánsson 6, Geir Hallsteinsson 4 (3 víti), Guðmundur Magnússon 2 (1 víti), Sæmundur Stefánsson 2, Valgarður Valgarðsson og Kristján Arason eitt hvor. Mörk Vals: Jón Pétur Jónsson 8 (3 víti), Steindór Gunnarsson og Bjarni Guðmundsson 4 mörk hvor, Þorbjörn Guðmundsson 2, Jón Kalrsson og Stefán Gunnarsson eitt mark hvor. Vannýtt víti: Ólafur Benedkits- son varði tvö víti frá Geir, eitt frá Viðari, annað frá Janusi og loks eitt frá Guðmundi Árna. Magnús Ólafsson varði vítakast Steindórs og Sverrir Kristinsson varði frá Jóni Pétri. Brottrekstrar: Geir Hallsteins- son og Viðar Símonarson (FH) 2 mínútur hvor og Jón Karlsson (Val) í 2 mínútur. - gg- HeiUadísirnar voru \ Fram hliðhollar FRAMARAR sigruðu HK naum- lega með einu marki, 22—21; í hörkuspennandi leik liðanna í 1. deildinni sem fram fór í Laugar- dalshöllinni á sunnudagskvöld. Var þetta fjórði leikurinn í röð sem Framarar merja sigur með einu marki. Það var meira fyrir klaufaskap HK-manna en getu Framara sem sigurinn hafnaði þeirra megin. Lokamínútur leiks- ins voru æsispennandi og fjöl- margir stuðningsmenn HK létu óspart í sér heyra, en HK á einna öflugasta stuðningshópinn af 1. deildar liðunum. Spennandi lokamínútur Heilladísirnar voru Frömurum hliðhollar á síðustu sekúndu leiks- ins er hörkuskot frá Karli Jóhannssyni small í stönginni og framhjá. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiktímanum hafði HK eitt mark yfir, 20—19, en mistök á mistök ofan í varnar- leiknum gerðu það að verkum að Fram náðu að jafna og komast yfir, 21—20, með marki sem Gústaf skoraði úr vítakasti. Ragn- ar Ólafsson jafnaði fyrir HK 21—21 úr vítakasti, og rúm mínúta var eftir er Fram fékk síðustu sókn sína. Og illa var brotið á einum af sóknarmanni Fram og dæmt víti sem Gústaf skoraði úr og reyndist það vera sigurmark Fram í leiknum. Því eins og áður sagði fór skot Karls í stöng. Leikur liðanna var allgóður og mikið fjör var í honum í síðari hálfleik er HK hafði náð að jafna og unnið upp þriggja marka for- skot Fram. HK-liðið er mikið stemmningslið og þegar það fer af stað getur allt gerst. Að þessu sinni var heppnin ekki með því. Liðin Lið Fram er gott sambland af yngri og eldri leikmönnum og mikil seigla er í leikmönnum, þeir gefast aldrei upp þó á móti blási og uppskera samkvæmt því. Ungu mennirnir Atli Hilmarsson, Gústaf Björnsson og Theódór Guð- finnsson voru bestu menn liðsins í þessum leik. Þá eru Sigurbergur og Pétur sterkir í vörninni og binda hana vel saman. Lið HK sýndi góða kafla í þessum leik og átti svo sannarlega annað stigið skilið. Það sem var einna helst að í leiknum var slakur varnarleikur. Var mikið um að menn lékju ekki stöður sínar nægilega vel, sérstaklega vildu bakverðirnir hlaupa úr stöðum sínum og þá opnaðist línan illa. Besti maður HK í leiknum var Stefán Halldórsson, átti hann stórleik og skoraði gullfalleg mörk hvað eftir annað og réð vörn Fram ekkert við hann. HK var styrkur í að fá Ragnar Ólafsson og Hilmar Sigurgíslason aftur í liðið eftir meiðsli þau sem þeir hafa átt við að stríða, en greinilega vantar þá meiri styrk og æfingu til að ná sínu gamla formi aftur, en það á að koma fljótt. Garðar Halldórs- son varði um tíma í síðari hálfleik mjög vel þegar mikið lá við og átti sinn þátt í því að HK náði að komast yfir í leiknum. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild Laugardalshöll 11. febrúar. Fram - HK: 22-21 (12-9). Mörk Fram: Atli Hilmarsson 7, Tehódór Guðfinnsson 5, Gústaf Björnsson 4 (2 v), Pétur Jóhanns- son 3, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Birgir Jóhannsson 1. Mörk HK: Stefán Halldórsson 11 (3 v), Ragnar Ólafsson 3 (v), Hilmar Sigurgíslason 2, Jón Einarsson 2, Karl Jóhannsson 1, Kristinn Ólafsson 1, Bergsteinn Þórarinsson 1. Misheppnuð vítaköst: Einar Þor- varðarson varði vítakast frá Gústaf Björnssyni á 29. mín. Brottrekstur af leikvelli: Erlendur Davíðsson Fram í 2 mín. og Pétur Jóhannsson Fram í 2 mín. — þr. STAÐAN 1. DEILD STAÐAN í 1. deild karla eftir leiki helgarinnar er eftirfar- andi, en taflan er sett upp eins og staðan er nú, þ.e.a.s. að Vaismenn hafa 2 stig úr viður- eigninni við IIK,J þó að síðar- nefnda félagið hafi kært úrslit- in. ÍR—Víkingur 20—24 FH-Valur 16-20 Fram-HK 22-21 Valur Vikingur FH Fram Haukar Fylkir ÍR HK Stigahæstir í einkunnagjöf Morgunbladsins 10 10 9 9 10 9 8 1 0157:127 17 9 7 1 1 213:182 15 194:190 11 194:205 11 185:178 10 164:175 5 179:197 5 168:194 4 STIGAHÆSTU leikmenn í einkunnagjöf Mbl. eru þessir: Atli Hilmarsson Fram 29 Jens Einarsson ÍR 27 Geir Hallsteinsson FH 27 Magnús Ólafsson FH 25 Árni Indriðason Vík. 25 Sigurbergur Sigsteinss. Fram 25 Páll Björgvinsson Vík. 25 ólafur Benediktss. Val 25 Guðjón Marteinsson ÍR 25 Hörður Harðarson Hauk. 25 Andrés Kristjánss. Hauk. 24 Birgir Jóhannesson Fram 24 Guðmundur Á. Stefánss. FH 23 Jón Gunnarsson Fylki 23 Erlendur Hermannss. Vík. 23 Sæmundur Stefánss. FH 23 Gústaf Björnsson Fram 23 Bjarni Guðmundss. Val 23 Ólafur Jónsson Vík. 22 Brynjólfur Markúss. ÍR 22 Jón Pétur Jónsson Val 22 Viggó Sigurðss. Vík. 22 Stefán Halldórss. HK 21 Einar Þorvarðarson HK 20 Kristinn Ólafsson HK 20 Guðm. Magnússon FH 20 Þórir Gíslason Hauk. 20 Markhæstu leikmenn 1. deildar Markhæstu leikmenn eru þessir: Geir Hallsteinsson FH 62 Atli Hilmarsson Fram 56 Gústaf Björnsson Fram 51 Hörður Harðarson Haukum 48 Stefán Halldórsson HK 46 Guðjón Marteinsson ÍR 43 Viggó Sigurðsson Vík. 39 Jón Pétur Jónsson Val 38 Gunnar Baldursson Fylki 37 Páll Björgvinsson Vík. 36 Brynjólfur Markússon ÍR 35 Bjarni Guðmundsson Val 31 Hilmar Sigurgíslason HK 30 ólafur Einarsson Vík. 30 Ólafur Jónsson Vík. 28 Guðmundur Á. Stefánss. FH 28 Björn Blöndal HK 27 Þorbjörn Guðmundsson Val 27 Einar Einarsson Fylki 26 Sigurður Svavarsson ÍR 26 Erlendur Hermannsson Vík. 25 Þórir Gíslason Haukum 24 Jón H. Karlsson Val 24 Árni Indriðason Vík. 23 Andrés Kristjánss. Haukum 21 Birgir Jóhannesson Fram 21 Guðmundur Magnússon FH 21 Ragnar Ólafsson HK 21 Stefán Jónsson Haukum 20 ) 1 I 0 Geir Hallsteinsson FH er markhæstur leikmanna í 1. deild. Sennilega hefur enginn leikmaður fyrr eða síðar skorað jafn mörg mörk og Geir ef öll hans mörk í 1. deildinni fyrr og nú væru lögð saman. Þá hefur þessi ókrýndi konungur handknattleiksins skorað ^ langflest mörk allra fyrir íslenzka landsliðið eða alls 534 mörk f 118 J landsleikjum. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.