Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 EINS og fram kom í Mbl. á sunnudaginn köfnuðu 8.800 hænuungar aðfararnótt s.l. laugardags þegar rafmagnsbilun varð í hænsnabúinu Nesbúi á Vatnsleysuströnd og er tjónið metið á 20 milljónir króna. Myndirnar voru teknar á laugardaginn þegar starfsmenn búsins unnu að því að fjarlægja dauða unga. Þessir ungar voru 2—3 mánaða gamlir og í uppeldi. Frumvarp forsœtisráðherra: Innlánsbinding verði 35prósent Verðtrygging sparifjár og lánsfjár FRUMVARP Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra, sem lagt var fram í rfkisstjórninni í gær, er mikið plagg, alls 60 vélritaðar blaðsíður, í 11 köflum og 62 greinum. Frumvarpið sjálft var 22 blaðsíður, en 38 síður er greinargerð með frumvarpinu, athugasemdir við það og einstakar greinar þess. í fyrsta kafla frumvarpsins, sem fjallar um stefnumörkun, segir að kapp skuli lagt á að tryggja næga og stöðuga atvinnu, halda verðhækkunum í skefjum, stuðla að jafnvægi í viðskiptum, greiða fyrir efnahagslegum fram- förum og bæta lífskjörin í landinu. I annarri grein þessa kafla segir að fyrir hvert reglulegt Alþingi skuli leggja fram til kynningar skýrslu um þjóðhagsáætlun fyrir það ár, sem í hönd fer, og tekið er fram hvaða atriði skuli vera í þessari skýrslu. I öðrum kafla frumvarpsins er m.a. gert ráð fyrir, að stofnað skuli kjaramálaráð, sem á að vera vettvangur samráðs og samstarfs stjórnvalda og launafólks, sjómanna, bænda og atvinnurek- enda í efnahags og kjaramálum. í 3. kafla um ríkisfjármál er kveðið á um að frumvarp til fjárlaga skuli samið á grundvelli þjóðhags- áætlunar og með fjárlagafrum- varpinu ár hvert á að leggja fram áætlun, sem lýsir í aðalatriðum meginstefnu í ríkisbúskapnum næstu þrjú árin, eftir lok þess fjárhagsárs, sem fjárlagafrum- varpið tekur til. Þar skal koma fram meginstefna í ríkisfjár- málum, dæmi um líklega þróun ríkisbúskaparins, samræming heildarstefnu í efnahags- og at- vinnumálum og stefnu í ríkisfjár- málum, stefnumótun í öflun tekna og skiptingu gjalda ríkisins og stefnumótun um framlög á fjár- lögum til fjárfestingar ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. í 10. grein frumvarpsins í þessum kafla segir m.a. að niðurgreiðsla land- búnaðarafurða úr ríkissjóði skuli ekki vera hærri en svo, að útsölu- verð hverrar afurðar til neytenda, verði lægra en sem svarar verði til framleiðanda. Þá er í 11. grein í þessum sama kafla kveðið á um að fjárlaga- og hagsýslustofnun skili fyrir vissan tíma tillögum til ríkisstjórnarinnar um lækkun ríkisútgjalda á þessu ári um 1.000 milljónir króna frá þeirri fjárhæð, sem fjárlög gera ráð fyrir. Þá kemur einnig fram, að ákvarðanir í ríkisfjármálum skuli miðast við það að heildartekjur og útgjöld á fjárlögum verði innan marka sem svarar til 30% af vergri þjóðar- framleiðslu. I 15. grein í þessum sama kafla er ennfremur kveðið á um það, að fjárlaga- og hagsýslustofnunin skuli annast hagsýslustarfsemi fyrir ríkisbúskapinn í því skyni að auka hagkvæmni og ráðdeild í ríkisbúskapnum og í meðferð opinberra fiármuna. Hún á að meta. fyrirhugaðar ríkisfram- kvæmdir með tilliti til arðsemi, kostnaðar og nytja, koma með kostnaðarmat og mat á frum- varpstillögum, gera athuganir á hagkvæmni í rekstri ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja í því skyni að bæta rekstur og draga úr útgjöld- um, svo og að gera athugun á einföldun í starfsemi ríkisstofn- ana og rikisfyrirtækja og í sam- skiptum einstaklinga og fyrir- tækja við ríkið. í fjórða kafla frumvarpsins er fjallað um fjárfestingar og láns- fjáráætlun ríkisstjórnarinnar og er þar kveðið á um að ríkisstjórn skuli leggja fyrir Alþingi fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun eitt ár í senn, sem á að fylgja .fjárlaga- frumvarpi og síðan eru nánari ákvæði um það hvað eigi að vera í þessari fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun, heildaráætlun um opin- berar framkvæmdir, um útlán fjárfestingarlánasjóða svo og hvernig hinar ýmsu stofnanir, svo sem Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki, Fjárlaga- og hagsýslustofnun og Framkvæmdastofnun tengist und- irbúningi þessarar áætlunar. í fimmta kafla er fjallað um peninga- og lánamál. Þar segir m.a., að árið 1979 skuli stefnt að því að aukning peningamagns í umferð fari ekki fram úr 25% frá upphafi til loka árs og ekki nema 20% á árinu 1980. Þá er gert ráð fyrir verulegri aukningu á innlánsbindingu hjá Seðlabanka, bæði almenn ákvæði um rétt Seðlabanka í þeim efnum og er bindingin 35% við gildistöku lag- anna. Sjötti kaflinn fjallar um verð- tryggingu sparifjár og lánsfjár, þar sem gert er ráð fyrir því að inn- og útlán verði verðtryggð en vextir lágir. Rætt er um að binda verðtrygginguna við skráða vísi- tölu eða gengisbreytingar. Þá eru veruleg ákvæði um lífeyrissjóði og fjárfestingalánasjóði, auk þess sem afnumin eru sjálfvirk fram- lög rikisins til fjölda sjóða, svo sem eins og iðnlánasjóðs, iðnþró- unarsjóðs, fiskveiðasjóðs, bygg- ingasjóðs ríkisins o.fl. Þá er kafli um verðbætur á laun. Þar er kveðið á um, að verðbótavísitalan reiknist eftir framfærsluvísitölu og hafi grunn- töluna 100 miðað við nóvember 1978 og gert er ráð fyrir að fullar verðbætur á laun verði greiddar 1. marz, en síðan á þriggja mánaða fresti, 1. júní, 1. september og 1. desember, en verði þó aldrei hærri en 5%. Það sem umfram er verði frestað í 9 mánuði. Þannig að það sem umfram er 5% 1. desember næstkomandi, greiðist út hinn 1. september 1980. Þá er gert ráð fyrir að breyta grundvelli vísitöl- unnar í samráði við verkalýðs- hreyfinguna og taka þar út óbeina skatta, breytingar á opinberum niðurgreiðslum á vöruverð og breytingar á búvöruverði. Þá er kafli um verðlagsmál, þar sem gert er ráð fyrir að flýta gildistöku verðlagslaganna, sem fyrrverandi ríkisstjórn setti. Sérkafli er um vinnumarkaðs- mál, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar vinnu- málaskrifstofa, en hlutverk henn- ar verði m.a. að afla og koma á framfæri upplýsingum um at- vinnutækifæri í landinu öllu, greiða fyrir tilfærslu starfsmanna milli atvinnugreina, bæta og sam- ræma upplýsingaöflun og kanna ástand og horfur í atvinnumálum. Þá er kafli um jöfnunarsjóði sjávarútvegsins og loks fjallar 11. kaflinn um gildistöku og reglu- gerðarsetningu. Olíuhækkimin þýðir 9% rýrrnin viðskipta- kjara íslendinga ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur reiknað út að þær olíuháekkanir, sem orðið hafa á markaðnum í Rotterdam jafngildi 9% rýrnun viðskipta- kjara íslendinga á heilu ári miðað við það sem ætlað var, komi þær fram að fullu í innkaupsverði okkar. Ólafur Davíðsson aðstoðarfor- stjóri Þjóðhagsstofnunar veitti Mbl. þessar upplýsingar í gær. Ólafur tók sérstaklega fram að útreikningarnir væru miðaðir við olíuverðin, sem í gildi voru 7. febrúar s.l. á Rotterdammarkaðn- um en hins vegar væri ómögulegt að spá nokkru um frekari verð- þróun á olíumarkaðnum. Alþingi: Tillaga um uppsögn allra fiskveiðisamn- inga við útlendinga STEFÁN Jónsson aiþingismaður (Alþ.bl.) hefur flutt á Alþingi breytingartillögu við tillögu tii þingsályktunar um staðfestingu á niðurstöðu viðræðna um gagn- kvæmar fiskveiðiheimildir íslend- inga og Færeyinga. Breytingartillaga Stefáns er þannig: Aftan við tillögugreinina komi: Jafnframt felur Alþingi ríkis- stjórninni að segja upp nú þegar, með eðlilegum fyrirvara, samning- um þeim, sem heimila útlending- um botnfiskveiðar á íslandsmið- um. Slíkir samningar eru nú í gildi Eldur í Hafnar- búð í Keflavík Eldur kviknaði í Hafnarbúð- inni í Kcflavík í gærdag út frá feiti á pönnu. Hlaust af því allmikill eldur að sögn lög- reglunnar í Keflavík og nokkrar skemmdir urðu, einkanlega í eld- húsi. Þá var farið um borð í bát í höfninni í fyrrinótt og unnin þar nokkur skemmdarverk, en ekki var neins saknað úr bátnum. við þrjár þjóðir, Færeyinga, Norð- menn og Belgíumenn. Tékkheftin í 800 krónur AUGLÝST hefur verið hækkun á tékkheftum og kostar nú hefti með 25 blöðum kr. 800 og 50 blaða tékkhefti kr. 1.600. Áður kostuðu heftin 550 krónur og 1.100 krónur og er því hækkunin rúm 45%. Tók hækkun þessi gildi hjnn 9. febr. sl. Þá hefur Seðlabanki íslands auglýst breytingu á gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir á þann veg að innheimta og auglýsing sérskulda- bréfa verði nú 1% af stofnfjárhæð aðalskuldabréfs á ári, en lágmarks- gjald er kr. 2.500 auk útlagðs kostnaðar, gjald fyrir veðleyfi og veðbandalausn kr. 2.500, og er þókn- un fyrir að útbúa skuldabréf og tryggingarbréf kr. 2.500. Einnig hefur Seðlabanki íslands tilkynnt nýja gjaldskrá fyrir gjald- eyrisbanka þar sem breytingar eru gerðar á gjaldskrá fyrir erlendar ábyrgðir, yfirfærsluábyrgðir og inn- heimtur og aðra gjaldeyrissölu. Sparisjóður Skagastrandar: Safnar undirskriftum til að mótmœla komu Búnaðarbanka Skagaströnd, 12. 2. Á SUNNUDAGINN hófst hér undirskriftasöfnun meðal íbú- anna á vegum Sparisjóðs Skagastrandar þar sem lýst er yfir að önnur peningastofnun en Sparisjóðurinn sé óæskileg á Skagaströnd. Hefur sparisjóðs- stjórinn ásamt starfsmanni sín- um farið hús úr húsi og óskað eftir að fólk skrifaði undir. Einstaka aðili mun hafa neit- að starfsmanninum um uppáskrift en sparisjóðsstjórinn þá farið sjálfur á vettvang og kippt málinu í liðinn. Undir- skriftasöfnunin hefur gengið mjög vel sem við er að búast, enda hkki oft sem fólk á þess kost að „skrifa uppá“ fyrir sparisjóðsstjórann, a.m.k. ekki svona löngu fyrir kosningar. Astæða undirskriftasöfnunar- innar mun sú að Búnaðarbank- inn hefur óskað eftir að setja upp afgreiðslu á Skagaströnd — Fréttaritari. Loðnuaflinii yfir 200 þús. lestir FREMUR lítil loðnuveiði var á miðunum útaf Austfjörðum í gær vegna þess að glaðatunglskin var og stóð loðnan því djúpt. Hcildaraflinn á vertíðinni er nú orðinn rúmlega 200 þúsund lestir. í gærkvöldi klukkan 23 höfðu 6 bátar tilkynnt afla samtals 2770 lestir. Það voru eftirtaldir bátar: Skarðsvík 620, Stapavík 450, Hákon 600, Rauðsey 410, Ljósfari 330 og Svanur 370 lestir. Á sunnudag tilkynntu 19 bátar afla, samtals 8.400 lestir. Þeir voru: Helga II 440, Ársæll 440, Loftur Baldvinsson 660, Seley 300, Hrafn 630, Albert 570, Hilmir 530, Örn 560, Gjafar 330, ísleifur 420, Keflvíkingur 480, Þórður Jónasson 400, Magnús 510, Gísli Árni 130, Skírnir 420, Harpa 550, Sæbjörg 400, Húnaröst 460 og Víkurberg 230. Sjá loðnuskýrsluna á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.