Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 Viðtal við Mickie Gee, plötusnúð í h e imsm eistara* tilraun MICKIE Gee eöa Michael George Whalley eins og hann heitir fullu nafni, vinnur nú aö því aö setja heimsmet í plötusnún- ingi og um leið fer fram söfnun til dagheimilisins að Lyngási. Mickie hefur nú snúiö plötum í 22 sólarhringa á veitingahúsinu Óðali í Reykjavík. Mickie er fæddur í Essex á Englandi 29. nóverr.ber 1953 en fluttist síðar ásamt foreldrum sínum til Chadwall St. Mary. Mickie er næst elstur af 5 systkinum. „Mig hefur alla tíö langað til aö vera plötusnúöur og ég hef alltaf haft gaman af aö hlusta á tónlist. Þegar ég var 9 ára gaf pabbi mér fyrsta segulbandið og ég hlustaði mikiö á útvarp og reyndi síöan aö herma eftir þulinum. Fyrst hlustaöi ég á BBC en eftir að útvarpið var gefið frjálst hlustaði ég á Lundúnaútvarpiö. Þetta var á þeim tímum þegar allir komu meö lítil útvarpstæki með sér í skólann. Það var svolítið seinna að amma spurði okkur pabba hvort við gætum ekki séð um tónlist- ina í veislu sem halda átti í heimabæ mínum. Við mættum á staðinn með 2 plötuspilara sem við tengdum saman og notuðum gamlan gítarmagnara. Þetta var ekki eina veislan sem við skemmtum í. Það fór svo að við vorum í þessu í 2 ár. Við kölluð- um okkur M.G. Musical. Pabbi heitir George og er kallaður Gee en ég er kallaöur Mickie, þaðan kemur nafniö M.G. Einn daginn er við vorum að spila plötur í brúðkaupi kallaði pabbi mig Mickie Gee og síöan hef ég alltaf notað þaö nafn sem plötu- snúður. Ég kallaði pabba aftur á móti „The Big Gee“ (Stóra Gee). Rétt eftir að ég hætti í skóla keypti ég mér plötuspílara með öllu tilheyrandi, af kunningja mínum. Þá breyttum við nafninu t' M.G. Stereotheque. Pabbi tal- aði alltaf meira en ég á milli laganna en ég kynnti alltaf vin- sældalistana. Smám saman fór hann svo aö láta mig tala meira og dró sig til baka sjálfur. Viö spiluðum mest í veislum sem fólk á öllum aldri sótti. Pabbi var nefnilega mest inni í tónlist sem fullorðna fólkinu líkaði en ég var allur í poppinu.“ Mickie með bókina par sem peir dóm- arar, sem fylgjast með honum á með- an á tilrauninni stendur, staðfesta að Mickie hafi spil- aö látlaust plötur meöan peir sátu hjá honum og hvort Þær hafi veriö stór- ar eða litlar. mörkum í söfnunina, sérstaklega einum togarasjómanni sem kom og gaf 100 þúsund krónur. Ég vona að íslendingar fylgi for- dæmi • þeirra sem þegar hafa fært okkur gjafir og gefi af frjálsum vilja þar sem pening- tilað hjálpa þessum gleymdu börnum ” Mjólkurpóstur „Frá því ég var 18 ára hef ég verið mjólkurpóstur og ég var það allan tímann sem ég var plötusnúður í Englandi. Ég hef aldrei unnið við neitt annað en útburð mjólkur og að snúa plötum nema hvað ég var létta- drengur á sænsku skipi í 9 mánuði. Sumarið 1975 fór mig að langa til þess aö fara alveg inn í plötusnúðastarfið og reyndi að komast að í diskóteki. Fyrsta sem ég fékk var aðstoðarmaður plötusnúðs í klúbbi þar sem soul-tónlist var spiluð. Rétt eftir að ég byrjaði þar hætti fram- kvæmdastjórinn og plötusnúð- urinn fór með honum. Þá fékk ég starfið hans. Svertingjar sóttu þennan stað töluvert en annars var hann ætlaður fínna fólki. Nýja fram- kvæmdastjóranum var mjög illa við svertingja og ákvaö því að fá þekktari plötusnúð til þess að svertingjarnir hættu að sækja staöinn. Ef plötusnúöurinn á staðnum væri stórt nafn í skemmtanaiönaðinum myndi fína fólkið frekar koma og þá þyrðu svertingjarnir ekki að koma og vera innan um það. Ég var því látinn fara og fór aftur í fyrra starf en hélt samt áfram að spila plötur í veislum og því um líku. í nóvember þetta sama ár sá ég auglýsingu frá Danmörku þess efnis að plötusnúður gæti fengið þar atvinnu. Ég sótti um staffið og var sagt að ég gæti fengið þaö ef ég kæmi strax. Ég fór því til Danmerkur í desember og vann þar á diskóteki í Nykjöbing á Norður-Jótlandi en ég var þar aðeins í mánuð. Það var ekkert fyrir mig að gera þar. Ég komst fljótlega að því að framkvæmdastjóri diskóteksins vildi aðeins geta auglýst breskan plötusnúð á staðnum til þess að fá nóg af fólki og græöa á því. Ég hætti þess vegna og fór aftur til Englands, til Liverpool. í maí 1976 fór ég samt aftur til Danmerkur en þá ferðaðist ég um allt landið. Þetta sama ár, í nóvember, kom ég fyrst til íslands og vann á Óöali í 3 mánuði. Ég kvæntist þá íslenskri stúlku og fór til baka til Englands og hætti að vinna sem plötusnúöur. Ég var orðinn hundleiður á þessu. Það kemur stundum yfir mig aö mig langar til að hætta, mér finnst ekkert ganga og ég er búinn að fá alveg nóg af þessari atvinnu. En mig langar samt alltaf til þess aö byrja upp á nýtt þegar ég er hættur. Það slitnaði upp úr hjóna- bandinu áriö eftir og ég fór til Danmerkur í 3ja skiptið en stúlk- an fór'heim til íslands. Ég var í Danmörku þangaö til ég kom aftur hingað til íslands í mars á síðasta ári og hér verð ég þangað til ég verð búinn aö setja metið og ef til vill örlítið lengur. Ætli ég veröi ekki hér þangað til í byrjun apríl en þá ætla ég að taka mér frí. Óánægður með undirtektir söfnun- arinnar Mér var búiö að detta það í hug aö reyna að slá heimsmetið í plötusnúnincji áöur en ég kom hingaö til Islands. Mér fannst það bara svo tilgangslaust. Svo heyröi ég um þessi börn á Lyngási og mig langaöi til þess að hjálpa þeim til að eignast þægilegra og eðlilegra líf. Ég hef sett mér það takmark að safna 6 milljónum á þessum 7 vikum þar sem ég held að minna fé dugi skammt. Sameinuðu þjóðirnar vildu ekki taka þátt í söfnuninni með okkur þar sem hún er aðeins fyrir börn á íslandi en ekki fyrir börn í vanþróuöu lönd- unum. Mig langar til aö þakka öllum þeim sem hafa lagt eitthvað af arnir fara til velferðar íslenskra barna. Ég trúi því og vona að íslendingar sjái skyldu sína í að hjálpa hinum gleymdu börnum til að eignast betra og eðlilegra líf. Ég sit ekki hér til þess að öðlast persónulegan frama. Ef ekki tekst aö safna þessum 6 milljónum sem við höfum sett okkur sem takmark þá finnst mér ég hafa eytt mínum tíma og einnig þeirra sem hafa hjálpað mér. Margir krakkanna á Lyngási eru mjög greindir. Þegar viö höfðum skemmtunina fyrir þá hér á Óðali kom einn móngólítinn til mín. Hann talaði ensku, frönsku og þýsku og haföi mikið vit á tónlist. Það væri hægt aö þjálfa þetta barn til þess að gera eitthvað. Hann gæti t.d. unnið á síma þar sem hann talar svo mörg tungumál. Þau fá bara ekki tækifæri, þessi börn, auk þess sem þau fá enga þjálfun.“ Við kveðjum nú Mickie Gee en heimsmetstilraun hans heldur áfram jafnframt söfnuninni „Gleymd börn ’79". rmn. Viðskiptajöfnuðurinn í fyrra hagstæður um 9 milljarða kr. Vöruskiptajöfnuðurinn 1978 varð um 23 milljörðum króna hagstæðari en árið 1977 þegar það ár hefur verið reiknað á gengi ársins 1978. Sé vöru- skiptajöfnuður þessara tveggja ára hins vegar leiðréttur fyrir hreytingu útflutningsvöru- birgða og sveiflur í inn- flutningi sérstakra fjár- festingarvara jafnaðar milli árj reynist viðskiptajöfnuður hins vegar vera óhagstæður um rúma 2 miiljarða í fyrra miðað við að hann var óhagstæður um 0,2 miiljarða 1977. Mjög mikil aukning varð á útflutningi frá fyrra ári, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu Seðlabankans með bráðábirgðayfirliti yfir þróun greiðslujafnaðar og gjald- eyrismála á síðasta ári. Hins vegar kemur fram að stór hluti þessarar aukningar var vegna svefilu í útflutnings- vörubirgðum en þær minnk- uðu um 5,9 milljarða króna á árinu 1978 gagnstætt 10,7 milljarða króna aukningu 1977 reiknað á gengi ársins 1978. Aukning innflutnings varð miklu minni en út- flutnings, og munar þar veru- lega um samdrátt í skipainn- flutningi, en í heild nam innflutningur á sérstökum fjárfestingavörum 11,1 millj- arði króna í fyrra á móti 19,7 milljörðum króna 1977 reikn- að^á gengi ársins 1978. I fréttatilkynningunni kemur fram að uppgjör þjónustujafnaðar á sl. ári er enn skammt á veg komið, en ætla megi að hann verði hagstæður um rúmlega einn milljarða króna. Samkvæmt framangreindu megi ætla að viðskiptajöfnuður ársins 1978 verði hagstæður um 9 millj- arða króna en hins vegar, að sé viðskiptajöfnuður leiðrétt- ur með tilliti til þess sem að framan er sagt um sveiflur í útflutningsvörubirgðum og innflutningi sérstakra fjár- festingavara, verði viðskipta- jöfnuður 1978 óhagstæður um rúmlega einn milljarð króna en viðskiptajöfnuður ársins 1977 leiðréttur með sama hætti hins vegar hagstæður um tæplega einn milljarð króna. Hér fara á eftir tölur um verðmæti útflutnings og inn- flutnings í fyrra og 1977 miðað við f.o.b.-verð og tölurnar 1977 þá reiknaðar til sambærilegs gengis: I milljörðum kr. Vöruskiptajöfnuður Útflutningur, alls f.o.b. Þar af annar útflutningur en ál Innflutningur, alls f.o.b. Þar af: Skip og flugvélar Almennur innflutningur Vöruskiptajöfnuður 1977 1978 Breyting á árinu 1978, % 149,0 176,3 18,3 127,1 152,6 20,1 lfi4,3 168,5 2,6 17,9 7,0 -60,9 132,9 144,0 8,4 -15,3 7,8 Frumsýnir verk eftir Böðvar Guðmundsson LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri er um þessar mundir að hefja æfingar á nýju leikriti eftir Böðvar Guðmundsson skáld og kennara við MA. Leikrit þetta er sérstaklega skrifað fyrir félagið. Eiginkona höfundar, Kristín Ólafsdóttir, hefur tekið að sér leikstjórn en hún leikstýrði m.a. Atómstöðinni eftir Halldór Lax- ness sem Leikfélag Menntaskólans sýndi fyrir nokkrum árum. Tónlist við verkið hefur Sverrir Páll Erlendsson samið en hann er einnig kennari við MA. Alls taka um 30 nemendur þátt í sýningunni auk fjölda annarra sem sjá um margháttaðan undirbúning. Leikritið, sem heitir „Grísir gjalda, gömul svín valda", fjallar um börn og barnauppeldi og verð- ur því að teljast framlag skólans til umræðna um börn á barnaári. Að sögn forsvarsmanna félagsins er verkið á engan hátt einskorðað við einn aldurshóp heldur fyrst og fremst hugsað sem fjölskylduleik- rit. Þar sem um frumflutning á þessu leikriti er að ræða er áætlað að heimsækja höfuðborgarsvæðið og helst fleiri staði til að gefa sem flestum kost á að sjá sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.