Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 ! EVERTON náði loks forystunni í fyrstu deild, þegar liðið lék sinn besta leik í langan tíma gegn Bristol City á laugardaginn. En Everton náði forystunni fyrir fleiri sakir en þær að liðið vann leik, leikjum Liverpool og WBA var báðum frestað vegna slæms ástands leikvalla. Staða efstu liðanna er bæði snúin og óljós vegna þess hve mismörgum leikjum liðin hafa iokið. Botnbaráttan er að verða hreint æsispennandi, Birmingham virðist vera kolfallið, en álitlegur fjöldi liða hefur sogast í slaginn um hin tvö sætin vegna fjörbrota Úlfanna og Chelsea síðustu vikurnar. En leikur helgarinnar var leikur Manchester-risanna. Leikir liðanna vekja ávallt mestu athyglina. þó svo að liðin séu aðeins um miðja deild eins og er. Einstefna á Main Road Leikir Man. Utd og Man. City eru yfirleitt mjög jafnir og tvísýnir og þar sem báðum félögunum hafði gengið afar illa í síðustu leikjum sínums, var reiknað með miklum baráttulik. City vann Tottenham þó í síð- asta leik sínum. En gangur leiksins var þó sá, að United lék City sundur og saman í 80 mínútur af 90. Gary Bailey í marki MU þurfti ekki að verja eitt einasta skot sem talandi var um og eina færið, sem City fékk til að skora, var snemma í síðari hálfleik, þegar Brian Kidd komst einn inn fyrir vörn MU, en Arthur Albiston stal knettinum meistaralega af honum. Fyrsta mark MU kom á 23. mínútu, þegar Mcllroy óð einn inn í vítateig City, lék á Corrigan og sendi knöttinn síð- an til Coppell. Corrigan komst í veg fyrir fyrsta skot útherjans litla, en hann náði knettinum aftur og skoraði þá af öryggi. Steve Coppell vr síðan aftur á ferðinni á 36. mínútu, en þá fékk hann góða stungusendingu frá Jimmy Greenhoff og vippaði skemmtilega yfir Corrigan sem kom út á móti honum. Hinn 18 ára gamli Andy Ritchie skoraði síðan þriðja markið um miðjan síðari hálfleik með miklu þrumuskoti frá vítateig. Kom markið eftir snjallan undirbún- ing þeirra Lou Macari og Jimmy Greenhoff. Með heppni hefðu leikmenn MU hæglega getað bætt nokkrum mörkum við, en Corrigan stóð að vanda vel fyrir sínu, auk þess sem varnarmenn City björguðu af marklínu. Everton á toppinn Lið Everton hefur átt frekar erfitt uppdráttar síðustu vik- urnar og það voru ekki horfur á neinum breytingum frá því, þegar Clive Whitehead nýtti sér ljót mistök í vörn Everton og náði forystu fyrir Bristol City 1. DEILD Everton 25 13 10 2 37 19 36 Lipverpool 22 16 3 3 49 10 35 West Bromw. 23 14 6 3 48 22 34 Arsenal 25 13 8 4 43 21 34 Leeds 27 12 9 6 49 32 33 Nott. Forest 22 9 11 2 25 15 29 Bristol C. 27 10 8 9 34 31 28 Tottenham 26 9 9 8 29 42 271 Manch. Utd 24 10 6 8 35 41 26 Coventry 24 9 7 8 30 39 25 Aston Villa 22 7 10 5 27 20 24 Norwieh 23 4 14 5 33 33 22 Ipswich 25 9 4 12 33 34 22 Derby 24 8 6 10 29 42 22 Manch. C. 25 6 9 10 33 33 21 Southampton 24 6 9 9 26 32 21 Middlesbro 24 6 6 12 32 35 18 Bolton 23 6 6 11 29 41 18 QPR 24 4 10 10 23'35 18 Wolverhampt. 25 7 3 15 24 46 17 Chelsea 24 4 6 14 27 51 14 Birmingham 24 2 4 18 21 42 8 2. DEILD | Stoke 26 11 11 4 34 23 33 1 Brighton 26 14 4 8 47 27 32 I Crystal Palace 25 10 12 3 35 19 32 West Ham 24 12 6 6 48 26 30 Sunderland 26 10 10 6 41 34 30 Fulham 25 11 7 7 35 28 29 Orient 26 11 5 10 35 31 27 Charlton 25 9 8 8 41 37 26 Notts County 25 8 10 7 31 41 26 Burnley 23 9 7 7 36 35 25 Newcastle 24 10 5 9 24 25 25 Bristol Rov. 25 10 5 10 35 41 25 Luton 25 9 6 10 41 30 24 Cambridge 26 6 12 8 31 34 24 Preston 24 87 9 38 40 23 Leicester 25 611 8 27 29 23 Wrexham 20 7 7 6 25 21 21 Sheffield Utd 23 6 7 10 28 40 19 Blackburn 24 3 9 12 24 44 15 Cardiff 23 5 5 13 25 52 15 Millwall 23 4 5 14 19 38 13 snemma í leiknum. Lið Everton var slakt í fyrri hálfleik og átti varla skilið að standa jafnfætis Bristol í leikhléi, en Andy King tókst að jafna fyrir hlé. I síðari hálfleik kom sjálfs- traustið streymandi til leik- manna Everton á nýjan leik og léku þeir þá gesti sína grátt. Andy King bætti tveimur mörk- um við og síðan Billy Wright hinu fjórða. (Jlfarnir nær sigri Úlfarnir léku mun betur og voru nær sigri gegn slöku liði QPR, það þurfti tvenn ljót mis- tök markvarðar þeirra, Paul Bradshaw, til að bjarga stigi • Steve Coppell, enski landsliðsútherjinn hjá Manchester Vtd., átti stórleik með liði sínu gegn erkifjendunum Manchester City á iaugardaginn. Coppell skoraði tvö mörk í ieiknum og er það í fyrsta skipti sem hann skorar meira en eitt mark í leik fyrir MU. llnited jarðaði nágrannana fyrir Rangers. Norman Bell skoraði eina mark fyrri hálf- leiks og höfðu Úlfarnir því forystu. Glenn Roeder jafnaði síðan eftir áð Bradshaw hafði misst knöttinn úr höndum sín- um og beint á tærnar á Roeder. Wayne Clarke náði forystunni fyrir Úlfana á nýjan leik og varamaðurinn Martin Patching kom Úlfunum í 3—1. Vara- maður QPR, Martyn Busby, tókst að minnka muninn í 3—2 og þegar aðeins örfáar mínútur voru til leiksloka missti Brad- shaw boltann enn frá sér á klaufalegan hátt og Ian Gillard jafnaði leikinn 3—3. Aðrir leikir: Leeds tryggði sér tvö stig gegn Birmingham með víta- spyrnu Frank Grey á 34. mín- útu. En þrátt fyrir yfirburði leikmanna Leeds á ýmsum svið- um, komust leikmenn Birming- ham langt á baráttunni einni saman og Harway í marki Leeds varði nokkrum sinnum á síðustu stundu, auk þess sem hinn korn- ungi varamaður Wayne Darke skaut í þverslá. Tottenham varð fyrst liða til að vinna Coventry á Highfield Road og áttu þó fæstir von á að Tottenham færi að gera rósir, þar sem liðið hafði leikið 7 deildarleiki í röð án sigurs. En sigurinn gegn Coventry var sanngjarn, Peter Taylor skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og svar- aði þá Bobby McDonald fyrir heimaliðið. En Colin Lee inn- siglaði sigurinn fyrir Tottenham með góðu marki í síðari hálfleik. Arsenal tókst ekki með nokkru móti að rjúfa varnarmúr Middlesbrough, þar sem fjöl- menni mikið var samankomið. Bar nokkrum sinnum á því í fyrri hálfleik, að leikmenn Boro væru heppnir, en þegar líða tók á leikinn þéttu þeir vörnina enn betur og komst þá ekkert í gegn, leikmenn Boro hleyptu þá stundum boltanum í gegn og stundum leikmanninum, en afar sjaldan báðum. Það næsta því sem Arsenal komst að skora, var þegar Alan Sunderland skaut í þverslá 9 mínútum fyrir leikslok. Sama varð uppi á teningnum á Portman Road í Ipswich, þar sem heimaliðið reyndi að höggva niður varnarfrumskóg Southampton með hverfandi ár- angri. Ekkert mark var skorað. Leikur Derby og Norwich var lítil skemmtun fyri áhorfendur, sem sáu gömlu jafnteflisjaxlana frá Norwich krækja í eitt stigið enn. Var þetta sjöunda jafntefli liðsins í röð. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Steve Buckley fyrir Derby, en Martin Peters jafnaði fyrir Norwich. 2. deild: Á tveimur vígstöðvum börð- ust innbyrðis lið nærri toppin- um og lauk báðum leikjunum með jafntefli. Crystal Palace og Stoke skoruðu sitt hvort markið, sem bæði komu rétt fyrir leiks- lok. Sammy Irwine skoraði fyrir Stoke og Ian Walsh fyrir Palace. David Cross skoraði tvívegis fyrir West Ham og Wilf Rostron tvívegis fyrir Sunderland, þegar liðin mættust í Lundúnum. Pop Rob skoraði þriðja mark WH og Bob Lee skoraði einnig fyrir Sunderland. Og Brighton staldr- aði ekki lengi við í efsta sæti deildarinnar, liðið hrapaði niður í 3. sætið eftir slæmt tap fyrir Preston, þar sem Alex Bruce skoraði sigurmarkið. Mönchengladbach lagði Hamburger FAEINIR leikir fóru íram í vestur-þýsku deildakcppninni í knattspyrnu, en að venju var fleiri leikjum frestað en fram fóru. Merkilegustu úrslit helg- arinnar eru tap Hamburger á útivelli gegn gamia risanum Borussia Mönchengladbach 3—4 í sérlega fjörugum og skemmtilegum leik, skemmti- legum einkum fyrir aðdáendur Mönchengladbach-Iiðsins. Hamburger jafnaði leikinn þrívegis gegn Mönchenglad- bach. Bruns náði forystunni fyrir heimaliðið á 9. minútu, en Buljan jafnaði á 29. mi'nútu. Lienen skoraði aftur fyrir heimamenn fyrir hlé, en þegar langt var liðið á síðari hálfleik jafnaði Hrubesch fyrir Ham- burger. Fáeinum mínútum síð- ar skoraði Hannes úr víti fyrir Borussia, en þegar 10 mínútur voru til leiksloka skoraði Hru- besch annað mark sitt. Það var sfðan á 84. minútu, sem Lienen skoraði sigurmarkið fyrir Bor- ussia Mönchengladbach. Köln vann öruggan sigur á Brunswick með mörkum Gerb- er, Cullmann og Van Gool, en Krause svaraði fyrir gestina. Bayern lék einnig vel á heima- velli sínum gegn Dortmund og þeir Diirnberger, Cappelman, Schwar/enbeck og Oblak skor- uðu mörk liðsins í stórsigri. Og Riedl skoraði bæði mörk Kaiserslautern í sigurleik gegn botnliðinu Darmstadt. Staða efstu liðanna er nú sú, að Kaiserslautern hefur endur- heimt efsta sætið, hefur 28 stig og hefur leikið 19 leiki. Stutt- gart hefur 27 stig í öðru sæti og 20 leiki, Hamburger hefur 26 stig og 19 leiki og Frankfurt hefur 25 stig og 20 leiki. Knatt- spyrnu úrslit England. 1. deild: Araenal - Middleabrough Birmingham - Leeda Coventry - Tottenham Everton - Briston City Ipswich - Southampton Man. City - Man. Utd Derby - Norwieh QPR - Wolves Öðrum leikjum var frestað. England, 2. deild: Charlton - Blaekburn Bristol Rovers - Cambridge Crystal Palace - Stoke Fuliham - Oldham Leicester - Orient Luton - Sheffield Utd Preston - Brighton West Ham - Sunderland England. 3. deild: Blackpool - ColcheHter Brentford - Swansea Carlisle - Mansfleld Chester - Bury Exeter • Peterbrough Oxford - Huli Rotherham - Plymouth Tranmere - Watford England, 4. deild: Crewe - Halifax Doncaster - Northampton Hartlepool - Torqual Portsmouth ■ Bournemouth Reading - Barnsley Skotland. úrvalsdeild: Hearts • St Mirren Motherwell - Hibernian Rangcrs • Dundee Utd. 0-1 1-3 4-1 04)- 0-3 1-1 3-3 24) 20 1-1 1-0 5-3 1-1 1-0 23 21 1-0 1-0 1-1 44) 1-0 1-0 1-1 14) 20 3-2 1-1 1-0 1-2 03 1-0 Rangers hefur nú náð forystunni í Skotlandi, hefur 24 stig að loknum 20 leikjum. Dundee Utd. hefur einu stigi rainna 1 jafnmörgum leikjum og St. Mirren er nú komið f 3. sæti með 22 stig eftir 20 leiki Celtic er nú f 7. sæti með 19 stig en hefur aðeins leikið 18 leiki. Vestur-Þýzkaland: Kaiserslaulern - Darmstadt 24) Mönchengfadbach - Hamburger 4-3 Köln - Brunswick 21 Bayern - Dortmund 44) (talfa: Ascoli - AC Mflanó 21 Atlanta - Lazfó 20 Avellino - Torino 1-1 Fiorentina - Perguia 1-1 Inter Mflan - Vcrona 4-0 Juventus - Catanzarro 20 Lanerossi - Bolognia 2-2 Roma - Napólf 20 AC Mflan hefur nú hlotið 29 stig í efsta sætinu, en Perugia, sem enn er ósigrað, hefur hlotið 25 stig. Inter og Torfnó hafa bæði hlotið 24 stig, en Juventus hefur 23 stig. Aldo gamli Maldera skoraði sigur- mark AC Mflanó gegn Ascoli. Kom markið á 30. mfnútu. þrumuflcygur langt utan af leikvelli. Walter Speggiorini skoraði jöfnunarmark Perugia gegn Fiorentina, sem náðl forystunni strax á 9. mfnútu leiksins. Alxandro Altobelli skoraðl tvö af mörkum Inter gegn hotnliðinu Veroma, hin mörkin skoruðu Scanzianni og Calromuraro. Roberto Bettega. Marco Tardelli og Antonio Barbrini skoruðu mörk Juventus f stórsigri gegn Catanwarro. Belgfa: Winterslag - Beerschot 1-1 Charleroi - Lokeren 20 Molenbeek - La Louviere 1-1 Beveren - Waterschai 20 FC Brugge - Beringen 2-1 Lierse - Anderlecht 21 Courtal - FC Liege 20 Standard - Waregem 14) Cerchem - Antwerp 14) Beveren hefur forystu sem fyrr, hefur nú 29 stlg. en Anderleeht sem er í öðru sseti hefur hlotið 25 stig. Lokeren og FC Brugge hafa bæði hlotið 23 stig. Standard er nú f 7. sæti með 21 stig og La Louviere hefur skriðið upp f 15 sæti, hefur 14 stig. Spánn, 1. deild: Zaragoza - Oijon 1-3 Rea! Sociedad - Celta 14) Rayo Vallecano - Huelva 1-1 Sevilla - Burgos 1-1 Santander Bilbao 1-1 Valencia - Las Palmas 21 Salamanca - Barrelona 14) Real Madrid - Hercules 20 Espanol - Atletico Madrid 21 Real Madrld hefur enn forystu, 28 stig, en Gijon hefur elnu stigi mlnna f öðru sæti. Argentfnumaðurinn Sotroso skorað) sigurmark Salamanca gegn Barcelona. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.