Morgunblaðið - 24.02.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 24.02.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1979 Samtök um vostræna samvinnu hóldu hádegisvcrAarfund s.l. þar scm Bencdikt Gröndal utanrikisráðhcrra ræddi um utanríkismál. Mikið fjölmenni var á fundinum og þurfti að stækka salinn svo nægilcgt rými væri fyrir fundarmcnn. Myndin cr frá fundinum og sýnir þá Guðmund Garðarsson, Benedikt Gröndal, Björgvin Vilmundarson, Heimi Hannesson og Halldór Blöndal. Unglingamynd í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hcfur hafið sýn- í aðalhlutverkum þessarar ingar á myndinni Drive in, myndar eru Lisa Lemole, Glenn bandarískri mynd í gamansömum Morshower, Gary Gary tón. þar sem segir frá unglinga- Gavagnaro, Billy Milliken en leik- ástum og dcilum unglingaflokka. stjóri myndarinnar er Amateau. Gudmundur Sigur jóns- son á sitt sterkasta mót „Þetta er sterkasta skákmót, sem ég er með í. Ég hef aldrei teflt á móti fyrr með heimsmeistara og fyrrverandi heimsmeistara,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari f samtali við Mbl. f gærkvöldi, en í dag heldur Guðmundur til Miinchen að tefla í alþjóðlegu stórmeistaramóti v-Þýzka skáksambandsins. Keppendur verða 16, þar af 13 stórmeistarar, og í þeirra hópi heimsmeistarinn Karpov og Spassky fyrrverandi heimsmeistari. Firðrik Olafsson forseti Alþjóða- skáksamhandsins verður við upp- haf mótsins, en- fyrsta umferð verður tefld á morgun, sunnudag. Hinir stórmeistararnir 10 verða Anderson Svíþjóð, Balaschow, Sovét- ríkjunum, Robatsch, Austurríki, Kavalek Bandaríkjunum, sennilega Sax, Ungverjalandi, og Stean, Englandi, og heimamennirnir Hiibner, Pachman, Pfleger og Unzicker. Einnig taka þrír v-Þýzkir alþjóðlegir meistarar þátt í mótun- um, Lieb, Dankert og Lau. Mótinu lýkur 15. marz og tíu dögum síðar fer Guðmundur til þátttöku í Lone Pine skákmótinu í Kaliforníu, en þar verða Helgi Ólafs- son og MargeirPétursson einnig meðal þátttakenda. Guðmundur Sigurjónsson sagði í samtalinu við Mbl. að Korchnoi yrði meðal keppenda í Lone Pine og eftir þeim upplýsingum sem hann hefði yrði þar einnig tveir sovézkir keppendur, en ekki er búið að tilkynna, hverjir það verða. í maímánuði teflir Guðmundur svo á svæðamóti, þar sem Helgi og Margeir keppa einnig af íslands hálfu. 60 fóstureyðingar í kjöl- far rauðu hunda-faraldurs RAUÐU hunda-faraldur hefur gengið hér á landinu frá því á miðju síðasta ári og er enn ekki Senginn yfir, að því er ólafur lafsson landlæknir sagði i viðtali við Mbl. Landlæknir kvaðst seint á síðasta ári hafa sent út tilkynn- ingu til allra vanfærra kvenna, sem komnar væru skemur en þrjá mánuði á leið, að leita til lækna sinna og láta kanna ónæmi þeirra Deilur innan Náttúrulækningafélags Reykjavíkur: Búist við því að til tíðinda dragi á að alfundinum í dag AÐALFUNDUR Náttúrulækningafélags Reykjavíkur fer fram í dag, laugardag, í Háskólabíói. Agreiningur hefur verið innan stjórnar félagsins um gildi aðalfundarins út af félagaskrá síðasta árs og kröfðust formaður NLFR og Björn L. Jónsson varaformaður lögbanns við því að aðalfundurinn færi fram. þar eð þeir töldu fundinn ógildan á grundvelli þeirrar félagaskrár frá síðasta ári, sem aðrir stjórnarmenn höfðu á hinn bóginn staðfest. Þessi lögbannskrafa var ekki tekin til greina samkvæmt fógetaúrskurði í gær. Morgunhlaðinu barst fyrir nokkru fréttatilkynning frá Marínó L. Stefánssyni, formanni NLFR, og Birni L. Jónssyni. varaformanni NLFR, og í kjölfar þess yfirlýsing frá öðrum stjórnarmönnum NLFR. að þeir sem að þessu standa hafi ekki hreint mjöl í pokanum? Þeim spurningum fæst væntanlega svaí'að áður en langir tímar líða. Marínó L. Stefánsson, form NLFR. Björn L. Jónsson varaform. NLFR. fyrir rauðum hundum. í kjölfar þessa hefði um 60 konum verið ráðið að láta framkvæma fóstur- eyðingu eftir að staðfest hafði verið að þær hefðu fengið rauðu hundana á tímabilinu. Sagði Ólaf- ur, að í flestum tilfellum hefðu konurnar verið fremur tregar til að gangast undir þessa aðgerð. Landlæknir sagði, að það gerði greiningu rauðra hunda að mörgu leyti erfiða að oft fyndi fólk vart til veikinnar og að í um 25% tilfella væru útbrot mjög væg. Hann sagði hins vegar að nú væru möguleikar á því að bólusetja gegn rauðum hundum og þess vegna hefði nú verið ákveðið að bólusetja allar konur á aldrinum 15—45 ára sem ekki hefðu ónæmi fyrir veik- inni og væru Islendingar hinir fyrstu sem gripu til slíkra fyrir- byggjandi aðgerða varðandi rauða hunda. Sagði Ólafur að ásamt honum hefðu þau prófessor Margrét Guðnadóttir og Skúli Johnsen borgarlæknir einkum unnið að skipulagi þessa viðfangs- efnis. Svæðismót votta Jehóva um helgina VOTTAR Jehóva halda nú um helg- ina sva'ðismót í Ríkissal þeirra að Sogavegi 71 í Reykjavík um helg- ina. Dag.skrá laugardagsins mun fjalla m.a. um mikilvægi einingar og sam- heldni fjölskyldunnar, sem og safn- aðarins í heild. Hámark þessa tveggja daga móts verður svo á sunnudag kl. 14 en þá verður fluttur fyrirlestur sem nefnist: Viðhaldið óhagganlegu trúartrausti allt til enda. Ræðumaður verður Jóhann Sigurðsson. A sunnudagsmorgun fer fram skírn svo sem venja er á slíkum mótum votta Jehóva, að því er segir í fréttatilkynningu. Fréttatilkynningin er svohljóð- andi: Með því að Náttúrulækninga- /ciag Reykjavíkur (NLFR) er stærsti aðilinn í Náttúrulækninga- félagi íslands (NLFI), sem er eigandi hins hálfopinbera fyrir- tækis Heilsuhælis NLFÍ í Hvera- gerói, telja undirritaðir ástæðu til að gera almenningi grein fyrir óvenjulegri smölun inn í NLFR um síðustu áramót. Til skýringar skal það tekið fram, að samkv. lögum NLFR eiga þeir einir atkvæðisrétt á félags- fundum sem eru skuldlausir við félagið við næstu áramót, og sömu réttindi öðlast að sjálfsögðu þeir sem gerast félagar fyrir áramót. Nú skeður það eftir miðjan janúar 1979, að gjaldkeri NLFR, Guðjón B. Baldvinsson, afhendir skrifstofunni um 30 lista með rúmlega 800 nöfnum, segir allt þetta fólk hafa gengið í félagið fyrir árslok 1978 og greitt gjöld sín fyrir það ár, og óskar þess að því yrðu send félagsskírteiui. Jafn- framt upplýsist, að gjaldkerinn hefir hinn 29.12. ’78 lagt inn á hlaupareikning félagsins upphæð sem mun vera nálægt því að svara til félagsgjalda þessara 800 manna. Allt er þetta gert á bak við formann NLFR, sem fær enga vitneskju um málið fyrr en eftir miðjan janúar, nánast af tilviljun. Formaður tók iistana þegar í sínar hendur. Á engum þeirra er eiginhandarundirskrift þessa fólks, og nú þegar er vitað um JNNLENT, nokkra sem votta það, að nöfn þeirra hafi verið sett á listana án vitundar þeirra, og virðist þar því um hreina fölsun að ræða. Ennfremur teljum við okkur hafa góðar heimildir fyrir því, að ýmsir þeirra sem á listunum eru, hafi ekki greitt sín félagsgjöld sjálfir. Og það er enn óupplýst mál, hvaðan það fé er komið sem gjaldkerinn lagði inn hinn 29.12. ’78. Að áliti lögfræðinga sem við höfum leitað til eru listarnir sem slíkir einskis virði sem fylgiskjal með reikningum eða sem sönnun þess að þessir 800 menn hafi gerst löglegir félagar með atkvæðisrétti á árinu 1979 á fundum NLFR. Auðvitað er það ánægjuefni að sem flestir gerist félagar í samtök- um okkar. En hvers vegna þetta laumuspil á bak við formann? Hlýtur það ekki að vekja grun um, Yfirlýsing frá öðrum stjórnar- mönnum Náttúrulækningafélags Reykjavíkur vegna inntökubeiðna í félagið er svohljóðandi: I tilefni bréfs Marínós L. Stefánssonar, tökum við undirrit- aðir fram eftirfarandi: Á stjórnar- fundi félagsins, sem haldinn var sl. laugardag, var ákveðið með atkvæðum okkar undirritaðra, að þeir-skyldu teljast fullgildir félag- ar við árslok 1978, sem færðu sönnur á að ósk þeirra um inn- göngu í félagið hefði verið fram borin og tekin upp á nafnalista fyrir árslok, þ.e. í desember 1978. Þeim sem með undirskrift hafa staðfest þetta fyrir miðnætti í dag verða því skráðir lögmætir félagar 1978. Reykjavík, 21. feb. 1979, Guðjón B. Baldvinsson, Jón G. Hannesson, Njáll Þórarinsson, Guðmundur R. Guðmundsson. Landhelgis- nefnd endurskipuð LANDIIELGISNEFND hcfur verið cndurskipuð, en hún er ríkisstjórn- inni til ráðuneytis í málefnum sem snerta landhclgi fslands og hefur slfk nefnd starfað öðru hvoru um árabil. Eftirtaldir menn eiga nú sæti í nefndinni samkvæmt tilnefningu þingflokkanna: Lúðvík Jósepsson, fv. ráðherra (Alþýðubandalag); Matthías Bjarna- son, fv. ráðherra (Sjálfstæðisflokk- ur); Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður, (Alþýðuflokkur) og Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri (Framsóknarflokkur). Utanríkisráðherra, Benedikt Gröndal, er formaður nefndarinnar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.