Morgunblaðið - 03.03.1979, Side 46

Morgunblaðið - 03.03.1979, Side 46
46 ! Skúli er meiddur TVEIR íslendingar verða meðal þátttakenda á Evr- ópumeistaramótinu í kraft- lyftingum, sem fram fer í Jönkópinjí um helgina. Ann- ar þeirra er óskar Sigur- pálsson. sem er i mjög góðri æfingu um þessar mundir. Fyrirhugað var að Skúli óskarsson tæki þátt f móti þessu, en hann er meiddur og verður að sitja eítir heima. Ný skíða- lyfta í Skálafelli í DAG opnar skfðadeild KR-inga nýja skfðalyftu í Skálafelli. Lyfta þessi er mjög fullkomin og er um 600 metra löng. Afköst hennar eru um 700 manns á klukkustund þegar best læt- ur. Ekki verður lyftan vígð formlega um heigina heldur verður það látið bíða betri tíma. Mikil gróska er nú í öllu félagslffi í skfðadeild KR. Þá er mikill snjór f Skálafelli núna og rétt að benda fólki á að notfæra sér þá góðu aðstöðu sem þar er fyrir hendi. Punktamót í HamragiH PUNKTAMÓT á skíðum fer fram f Hamragili nú um hclgina. Verður keppt í svigi í dag. en stórsvigi á morgun. Þetta er annað punktamót vetrarins. það fyrsta fór fram á Akureyri. Efstu keppendurnir í stiga- keppninni eru nú þessir: KARLAR: stig Tómas Leifss. Ak 33 Sigurður Jónss. ÍS 25 Árni Þ. Árnason Rk 24 KONUR: stig Steinunn Sæmundsd. Rk 45 Nanna Leifsd. Ak 28 Ásdís Alfreðsd. Rk 25 Leeds eys um sig fé LEEDS Utd. ætlar sér ýmsa hluti stóra á þessu keppnis- tfmahili og ætlar ekki að spara peningana til þess að svo megi verða. Fram- kvæmdastjóri liðsins greiddi út 350.000 sterlingspund í fyrradag fyrir Kevin Hird, varnarmann Blackburn Rovers. Er það fjári mikið fyrjr lítt þekktan leikmann. Talið er að Hird muni leika sinn fyrsta leik fyrir Lceds strax á morgun. er liðið mætir Norwich á Elland Road. Valsara- mara- þon 2. FLOKKUR Vals í knatt- spyrnu mun í dag hefja aðför að giidandi íslands- meti í maraþonknattspyrnu. Munu piltarnir, sem eru 8 talsins, hefja leikinn í dag klukkan 14.00 í Valsheimil- inu. Ætla þeir að leika knattspyrnu samfleytt í 33 klukkustundir. ^ klukkustundir. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 Öruggir sigrar í blaklandsleikjunum ÍSLENDINGAR voru ekki í vandræðum með að leggja Færeyinga að velli í blaklandsleikjunum sem fram fóru í gær á Akureyri. í kvennalandsleiknum sigruðu fslensku stúlkurnar örugglega 3—0, og sýndu góðan leik á móti frekar óöruggu og taugaóstyrku liði færeysku stúlknanna. í fyrstu hrinunni var um algera yfirburði að ræða og endaði hrinan 15—2 og stóð aðeins í 10 mínútur. Næsta hrinan var jafnari og endaði 15—7 eftir 14 mínútur. í síðustu hrinunni var svo aftur um yfirburði að ra*ða og sigruðu fslensku stúlkurnar 15 — 3 eftir 12 mfnútna leik. Anna Guðný Eiríksdóttir var best í liði íslands en einnig áttu systurnar Laufey og Kristjana Skúladætur góðan leik. Lið Færeyinga olli nokkrum vonbrigðum í leiknum og virtust stúlkurnar vera bæði taugaóstyrkar og miður sín. Karlalandsliðið sigraði af miklu öryggi í öllum þrem hrinum sfnum á móti Færcyingum, enduðu hrinurnar 15—3 eftir 8 mfnútna leik, 15 — 10 eftir 16 mfnútna leik, var þessi hrina einna jöfnust. Og í síðustu hrinunni sigraði landinn 15 — 7. Ilaraldur Hlöðversson var bcstur í íslenska liðinu en Böðvar Sigurðsson átti einnig ágætan dag. Lið íslands var jafnt og barðist vel. Á morgun verður svo leikið aftur og þá í Ilagaskóla kl. 14.00. Má þá búast við meiri mótspyrnu af hálfu Færeyinga. - þr. Viggó markhæstur Axclsson var næstur en skor- aði flest sín mörk úr vítaköst- um. Það vekur mikla athygli að hornamenn íslenska liðsins, þeir Bjarni Guðmundsson, ólafur Jónsson og Erlendur Hcrmannsson. sem lék reynd- ar aðeins síðasta leikinn. skora 20 mörk samtals. Þá fiska þeir 18 vítaköst í leikjun- um. sem er í rauninni frábær frammistaða. Ólafur Jónsson skorar 9 mörk og fiskar 9 vftaköst, Bjarni Guðmundsson skorar 8 mörk og fær 9 víta- köst, og Erlendur Ilermanns- son skorar 3 mörk í síðasta landsleiknum og þeim eina sem hann tók þátt f. EKKERT hefur frekar gerst í máli Viggós Sigurðssonar í sambandi við atvinnumennsku í handknattleik á Spáni. Viggó mun hins vegar ræða í dag við forráðamenn F.C. Barcelona og fá skýrar línur í hvað í boði er. Viggó sagðist samt ekki taka neina ákvörðun í máli þessu fyrr cn heima á íslandi er hann hefði rætt málin við konu sína. Þá var 2. deildar lið í Madrid mjög spennt fyrir að fá Viggó strax í sínar raðir og láta hann leika út keppnis- tímabilið á Spáni í rúma tvo mánuði. VIGGÓ Sigurðsson varð mark- hæstur íslendinganna í leikj- unum fimm á Spáni. Skoraði Viggó alls 28 mörk. Axel • Viggó Sigurðsson. Markagráðugir Valsmenn ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu innanhúss hófst í gærkvöldi með 7 leikjum í A-flokki og einum f B-flokki. Á móti þessu er keppt f 3 flokkum. C-flokki auk hinna sem þegar eru ncfndir. Einnig er keppt í kvennaflokki og leika þar 6 lið f 2 riðlum. í A- og B-flokki er leikið f fjórum 4 liða riðlum, en í C-flokki eru riðlarnir aðeins tveir. Úrslit þeirra leikja sem fram fóru í gærkvöldi eru þessi: 2. riðill Þróttur Rk-KR 3. riðill Fram —Víkingur 4. riðill UBK —Haukar 1. riðill Valur—Þróttur Nk 2. riðill Ármann—KR 3. riðill Fram —Fylkir 1. riðill (B) Stjarnan —óðinn 5- 6 6- 8 5-9 12-0 3-7 7-3 5-4 0 Karlalandsliðið í blaki á landsliðsæfingu. Aftari riið frá vinstri: Hreinn Þorkelsson UMFL, Guðm. E. Pálsson Þrótti. Böðvar H. Sigurðsson Þrótti. Sigfús Haraldsson ÍS, Haraldur G. Hiöðversson UMFL, Jason ívarsson Þrótti, Indriði Arnórsson ÍS. Fremri röð frá vinstri: Kjartan Páil Einarsson ÍS, Benedikt Höskuldsson Þrótti, Gunnar Árnason Þrótti, Samúei Örn Erlingsson UMFL, Leifur Harðarson UMFL. Óvæntur sigur Hollendinga HOLLENDINGAR SIGRUÐU Búlgarfumenn í leiknum um 7.-8. sætið í B-keppni á Spáni í gærkvöldi 24—22. Var sigur Hollendinga nokkuð óvæntur en þeir léku vel og verðskulduðu sigur. Staðan í hálfleik var 12—11 þeim í hag. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og mjög hraður. Var þessi sigur Hollands nokkur uppreisn fyrir liðið eftir þá slæmu útreið sem liðið fékk á móti íslandi. Hollendingar hreppa því 7. sætið f keppninni en Búlgarfa 8. sætið. íþróttir um helgina FÁEINIIl leikir verða á dagskrá í 1. deild kvenna og 2. og 3. deild karla í handbolta. Þeir eru: LAUGARDAGUR: Vestmannaeyjar, 2. deild kvenna, Þór Ve—Þróttur kl. 13.15. Vestmannaeyjar. 2. deild karla, Þór Ve—Þróttur kl. 14.15. Akureyri, 3. deild karla, Dalvík—Týr kl. 15.30. SUNNUDAGUR: Ilafnarfjörður, 1. deild kvenna, Haukar—UBK kl. 14.50 Hafnarfjörður, 1. deild kvenna, FII —KR kl. 15.50. Síðari landsleikur íslendinga og Færeyinga í blaki fer fram í íþróttahúsi Ilagaskólans í dag og hcfst viðureign kvenfólksins klukkan 14.00, en karlarnir bftast tveim tímum síðar. eða klukkan 16.00. Körfuboltinn TÖLUVERT VERÐUR á seyði í körfunni um helgina, þ.á m. leikir bæði í úrvalsdeild og 1. deild karla. Leikir helgarinnar eru eftirfarandi: LAUGARDAGUR: Njarðvík, úrvalsdeild UMFN — KR, kl. 14.00. Hagaskóli, 1. deild karla, KFÍ — Snæfell kl. 17.30. Vestmannaeyjar, 1. deild karla, ÍV — Ármann kl. 13.30. SUNNUDAGUR: Hagaskóli, 1. deild karla. UMFG - KFÍ kl. 13.30. Hagaskóli. úrvalsdeild. ÍR — Valur kl. 15.00. Akureyri, úrvalsdeild. Þór — ÍS kl. 14.00. Njarðvík. 1. deild karla, ÍBK — Snæfell kl. 13.00. Meistaramót íslands í júdó MEISTARAMÓT íslands í júdó hefst á morgun og hefst það í íþróttahúsi kennaraháskólans klukkan 14.00. Keppt verður íöllum sjö þyngdarflokkum karla og eru keppendur frá Júdófélagi Reykjavíkur, Armanni, Keflavík. Grindavík og frá Akureyri. Ýmsir kappar verða þó fjarri góðu gamni, þannig keppa aðeins 3 keppenda. núverandi jslandsmeistarar, en það eru þeir Halldór Guðbjörnsson, Þórarinn Ólason og Bjarni Friðriksson. Þetta er tíunda íslandsmeistaramótið sem haldið er í júdó. Leeds úr leik ÞAR KOM AÐ því að WBA og Leeds útkljáðu bikarviðureign sína. Lcikurinn fór fram á heima- velli WBA, en eftir venjulegan leiktfma var staðan þannig, að hvorugt liðið hafði skorað mark. Þegar langt var liðið á framleng- inguna, skoraði loks fyrirliði West Brom. John Wile. Á sfðasta andartakinu skoraði síðan Ally Brown annað mark West Brom. Og enn kemst David Mills ekki í liðið, var varamaður gegn Leeds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.