Morgunblaðið - 16.03.1979, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979
Flestir íslendingar 11 —36
ára hafa fengið Ngja testa-
mentið frá Gídeonfélaginu
Gídeonfélagið er alþjóðleg sam-
tök kristinna kaupsýslumanna og
annarra sérmenntaðra manna úr
flestum evangeliskum kirkjudeild-
um heims, með höfuðstöðvar í
Nashville, Tennessee, Bandaríkj-
unum.
Gídeonféíagið var stofnað í
Bandaríkjum Ameríku 1. júlí 1899,
af þrem kristnum sölumönnum.
Tildrög að stofnun félagsins voru
þau að haustið 1898 kom sölumað-
ur að nafni John H. Nicholson frá
Janesville Wisconsin til borgar-
innar Boscobel og baðst gistingar
á Hótel Central. Að þessu sinni
var gistihúsið fullskipað naetur-
gestum. Það rættist þó úr þessu
vandamáli og hann fékk að vera í
herbergi með öðrum sölumanni,
sem hét Samúel E. Hill.
26 árum áður en þetta bar við
hafði John þá 13 ára gamall gefið
deyjandi móður sinni það loforð að
lesa dag hvern í Biblíunni. Þegar
hann nú var kominn upp í her-
bergið og hugðist leggjast til
hvíldar sagði hann við Samuel um
leið og hann tók Biblíuna sína upp
úr ferðatöskunni: „Ég er kristinn
og það er venja mín að lesa í
Heilagri Ritningu og biðja áður en
ég fer að sofa“.
„Það gieður mig að heyra svar-
aði þá Samuel, því ég er einnig
kristinn og þetta er líka mín
venja“. Nú ákváðu þeir að eiga
sameiginlega guðræknisstund.
Meðan þeir báðu saman fæddist
með þeim sú hugsjón, er síðar varð
að hinum blessunarríka veruleika í
Gídeonfélaginu, sem nú breiðir sig
út um öll lönd og náð hefur
fótfestu í 117 þjóðlöndum með
sívaxandi áhrifum til blessunar
þjóðum og einstaklingum. Þegar
þeir skildu morgunin eftir ákváðu
þeir að hittast síðar, sem þeir og
gerðu og stofnuðu Gídeonfélagið
ásamt þriðja sölumanninum
William J. Knight 1. júlí 1899, eins
og fyrr segir.
Leitað að nafni
Þeir áltu úr vöndu að ráða um
nafngift félagsins. Vandann lögðu
þeir því fram fyrir Guð í bæn. Er
þeir höfðu beðið um stund reis
Knight á fætur og sagði: „Við
skulum kalla okkur „The Gideons",
(Gídeonítar). Síðan opnaði hann
Biblíuna sína og las 6. og 7.
kapítula Dómarabókarinnar, þar
sem segir frá hinum unga Gídeon,
hinni hraustu hetju Guðs. En
Gídeon var maður, sem reiðubúinn
var að gera nákvæmlega það, sem
Guð vildi að hann gerði, án tillits
til þess, hvað honum sjálfum
fannst um aðferðir og árangur.
Þetta er og fyrirmyndin,, sem
Gídeon-samtökin reyna að tileinka
öllum meðlimum sínum, að hver
og einn sé reiðubúinn að gera Guðs
vilja, hvenær sem er, á hvern þann
hátt, sem Guðs Andi bendir til
Brátt breiddist félagið út um öll
Bandaríkin og í Kanada var einnig
stofnað Gídeonfélag 1911 og síðan
í fleiri löndum.
Fyrsta Gídeorifélagið, sem
stofnað var utan Bandaríkjanna
og Kanada var Gídeonfélagið á
íslandi og átti það sér stað 30.
ágúst 1945. Tildrögin að stofnun
félagsins hér á landi eru það
merkileg, að það er saga útaf fyrir
sig, sem ekki verður sögð í stuttri
blaðagrein sem þessari. Þó er ekki
úr vegi að geta þeirra að nokkru
hér, til sönnunar því, að vegir
Guðs eru órannsakanlegir.
Seinni hluta ágústmánaðar 1945
kom hingað til lands vestur-
íslenski kaupsýslumaðurinn Krist-
inn Guðnason, sem lést 23. desem-
ber 1958, 75 ára gamall. Aðaltil-
gangur komu hans var að kanna
möguleika á að stofna hér Gídeon-
félag. Þessari blessunarríku för og
góða tilgangi var vissulega stjórn-
að af Guði, enda varð árangurinn
slíkur, að vart verður efast um
handleiðslu Guðs, sem með trúum
þjónum sínum hafði undirbúið
jarðveginn, sem gjörði slíka
félagsstofnun mögulega.
Sautján
stofnendur
Einn augljósasti votturinn um
handleiðslu Guðs tel ég þá stað-
reynd, að Kristinn skyldi leita á
.fund Ólafs Ólafssonar kristniboða
og biðja hann, en ekki einhvern
annan, um aðstoð til að kalla
saman kristna verslunar- og kaup-
sýslumenn, því að á þeim tíma
mun Ólafur líklega hafa verið
einasti maðurinn hér á landi, sem
vegna vinsælda sinna og áhrifa gat
náð saman svo mörgum sem 17
játandi kristnum verslunarmönn-
um og talið þá á að taka höndum
saman um myndun þessara bless-
unarríku samtaka, eftir að Krist-
inn hafði kynnt starf Gídeonfélag-
sins. Félagið hafði ekki enn fest
rætur utan Ameríku, þótt hliðstæð
félög hefðu reyndar verið stofnuð
áður á Norðurlöndunum þrem,
Svíþjóð, Danmörku og Noregi, en
báru þá ekki nafn Gídeons fyrr en
nokkru eftir að Isl. félagið hafði
verið stofnað.
Eftir að Kristinn hafði þrjú
kvöld í röð talað á samkomum í
KFUM og kynnt Gídeonfélagið var
félagið stofnað, eins og fyrr segir
30. ágúst 1945 af 17 kristnum
versiunar- og kaupsýslumönnum.
Jarðvegurinn, sem Gídeonfélag-
ið hér á landi er sprottið upp úr,
má segja að sé KFUM, enda voru
allir stofnendurnir undantekning-
arlaust meðlimir þess félags. Séra
Friðrik Friðriksson, stofnandi og
framkv.stjóri KFUM, var ekki á
landi hér, þegar félagið var stofn-
að. Hann var rétt ókominn heim,
eftir að hafa dvalist í Danmörku
öll hernámsárin. Þegar hann kom
heim og frétti af þessari félags-
stofnun, gladdist hann mjög, enda
sagði hann, að kristnir vinir hans
meðal vefnaðarvörukaupmanna í
Kaupmannahöfn hefðu beðið sig
að kanna, hvort ekki væri hægt að
koma á slíkum samtökum á
Islandi sem þeir hefðu að koma
biblíum fyrir í gistihúsum. Svo að
segja má í jákvæðri merkingu þess
orðs, að sótt hafi verið að okkur,
bæði úr austri og vestri í sama
tilgangi. Má einnig í þessu sjá vilja
Guðs og handleiðslu, sem við
Gídeonfélagar höfum svo margoft
fengið að þreifa á allt til þessa
dags. Eftir að sr. Friðrik kom
heim, sat hann jafnan með okkur á
fundum félagsins, sem haldnir
voru mánaðarlega, þótt ekki væri
hann leikmaður. Eins og kunnugt
er, samanstendur félagið eingöngu
af leikmönnum, þ.e. kaupsýslu-
mönnum og öðrum sérmenntuðum
mönnum.
Sr. Friðrik
heiðursíélagi
Með hliðsjón af þvi, hve mikil-
vægan þátt sr. Friðrik átti í því að
hægt væri að stofna hér Gídeon-
félag, þar sem hann hafði verið
Gideonfélagið hefur fengið Nýja testamentið í stóru broti og með stóru letri, sem einkum er ætlað
öldruðum. Myndin er tekin er Helgi Elfasson (t.v.) og Friðrik Vigfússon afhentu Gísla Sigurbjörnssyni
forstjóra Grundar eintök af þeirri útgáfu. Ljósm. Kristján.
verkfæri í hendi Guðs til að
undirbúa þann jarðveg, sem
Gídeonfélagið hér á landi er
sprottið upp úr, þá var sr. Friðrik
gerður að heiðursfélaga Gídeonfél-
agsins, sá eini, sem þann heiður
hefur hlotið, og var undantekning
gerð í þessu tilliti, þar sem lög
félagsins gera ekki ráð fyrir slíku.
Þrátt fyrir það sem að framan
segir, má að sjálfsögðu rekja
rætur Gídeonfélagsins hér á landi
víðar. Það verður hinsvegar ekki
gert hér nema í stórum dráttum.
Tildrögin til stofnunar félagsins
hér eiga sér langan og merkilegan
aðdraganda. Eins og fyrr segir,
kom frumkvöðull að stofnun
Gídeonfélagsins, Kristinn Guðna-
son, frá Bandaríkjunum, gagngert
til að stofna hér fyrsta Gídeon-
félagið utan Ameríku.
Kristinn fæddist austur í Flóa.
Hann ólst upp í fátækt sem töku-
drengur, við sult og seyru, eins og
hann sjálfur hefur sagt. Um alda-
mótin síðustu, um svipað leyti og
KFUM var að myndast hér á landi
og Gídeonfélagið í Bandaríkjun-
um, fer Kristinn með sildarskipi
til Noregs og hefur ofan af fyrir
sér með bókasölu. Fjórum árum
síðar hyggst hann freista gæfunn-
ar í Ameríku. Hann fer til Kaup-
mannahafnar 1904, og á meðan
hann bíður eftir skipsfari til
Bandaríkjanna, dvelst hann á
hóteli þar í borg.
Kvöld eitt kemur hann til hótels-
ins eitthvað undir áhrifum víns.
Þegar afgreiðslumaður hótelsins
sér hann þannig, segir hann við
hann um leið og augu þeirra
mætast: „Þú þarft að verða krist-
inn“. Kristinn hélt nú að hann
væri það, bæði skírður og fermdur,
og þar að auki safnaðarmeðlimur.
Þá rétti maðurinn honum Biblíu
og bað hann að lesa 53. kapitula
Jesaja. Þegar hann kom upp í
herbergið, fór hann að lesa um
hinn fyrirlitna og þjáða mann,
særðan vegna synda okkar. Djúpt
snortinn og fullur löngunar til að
vita frekari deili á manni þessum,
fór hann til afgreiðslumanns
hótelsins. Hjá honum heyrði hann
svo fagnaðarerindið um Jesúm
Krist, Guðsson, sem dáið hafði á
krossi til endurlausnar syndugum
mönnum. Síðan sagði hann hon-
um, að með því að trúa og treysta
frelsaranum, sem svo mjög hefði
elskað mennina, gæti hann eignast
eilíft líf. Með tárin í augunum fór
Kristinn aftur upp í herbergið sitt
og reyndi að sofna, en gat það ekki
fyrir þeirri hugsun, sem á hann
sótti, að allt þetta hefði frelsarinn
gjört fyrir hann. Hann reis úr
rekkju sinni og kraup við rúmið og
úthellti hjarta sínu fyrir Guði, og
færðist þá yfir hann friður æðri
öllum skilningi, og fylltist hann
slíkum kærleika, sem hann aldrei
áður hafði fundið.
Ekki tilfinn-
ingar eða áfengi
Á þessari stundu segist hann
hafa gengið yfir frá dauðanum til
lífsins. Dagarnir, sem í hönd fóru
sönnuðu, að þetta var hvorki
runnið undan rótum tilfinninga né
af áhrifum áfengis, því frá honum
var tekin öll löngun í tóbak og
áfengi.
Nú reyndi hann að útvega sér
Biblíu. Honum tókst að útvega sér
stóra gamla Biblíu, sem hann
skildi ekki við sig upp frá því,
þrátt fyrir háðsbros nokkurra
vantrúaðra gárunga, sem á vegi
hans urðu. Á þrettán daga ferð
sinni til New York las hann
Biblíuna tvisvar spjaldanna á
milli. Þegar þangað kom eyddi
hann hluta af 15 dölum, sem hann
átti, til þess að kaupa Biblíu á
ensku. Þessar tvær Biblíur gengdu
síðan þrennskonar hlutverki, að
vera honum andleg uppspretta,
hjálp til að læra ensku, með því að
bera saman texta beggja bókanna,
svo og að vera koddi, þegar hann
átti hvergi höfði sínu annars-
staðar að halla en undir berum
himni eða í opinberum byggingum.
Ekki sagðist hann hafa baðað í
rósum, er hann varð kristinn. Satt
að segja liðu mörg ár, þar til hagur
hans vænkaðist. En allan þann
tíma fékk hann að reyna vináttu
frelsarans og áhrifa hans, sem
fik
» r
Geirlaugur Arnason (standandi)
og Ilelgi Elfasson eru hér að
ávarpa nemendur í barnaskólan-
um á Selfossi og afhenda þeim
Nýja testamenti.
Leifur Eyjólfsson skólastjóri barnaskólans á Selfossi tók á móti
Gídeonfélögunum.