Morgunblaðið - 16.03.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979
11
hjálpaði honum að yfirstíga alla
erfiðleika.
Hann settist fyrst að í Kansas,
þar sem hann vann við járnbraut.
Hinn mikli sumarhiti þarna og
erfitt starf sliguðu hann, svo að
hann varð að hætta.
Hann hafði með sér nokkuð af
fatnaði, er hann bar á bakinu, og
nokkra skildinga, svo og hinar
endingargóðu Biblíur. Auk þess
keypti hann sér brauð í nestið. Það
var máltíð hans næstu þrjá daga.
Hann lagðist til svefns undir
heysátu. Bóndinn, sem heyið átti,
bað hann að hjálpa sér við upp-
skeruna. Kristinn tók því fegins
hendi og sparaði launin til næstu
mánaðamóta, lagði síðan land
undir fót til Chigago.
Það besta, sem hann hafði upp
úr þeirri för, var eiginkonan, sem
hann eignaðist, Francis, sem hann
hitti í „Moody Memorial Church"
— Carson Pirie Scott & Co. (sem
nú um nokkur undanfarin ár hefur
verslað mikið með ísi. ullarvörur.)
Sex ár í tjaldi
Kristinn var ekki lengi í
þjónustu Carsons. Hann fluttist
ásamt konu sinni til vestur-
strandarinnar og settist að í Port-
land Oregon. Hann langaði til að
lifa af litlum tekjum sínum.
Keypti hann sér því tjald með
trégólfi og hóf þar búskap sinn.
Þetta var heimili þeirra næstu 6
árin, og þar fæddust börnin þeirra
þrjú, meðal þeirra dóttirin Alice,
sem hann síðar lét fyrirtæki sitt
heita í höfuðið á, fyrirtæki, sem nú
er þekkt um öll Bandaríkin undir
nafninu „Alice of California".
Ekki taldi Kristinn, að þessi ár
hefðu verið honum auðveld. En
fjölskyldan hélt áfram að setja allt
sitt traust á Guð. Það reyndist
erfitt að láta af hendi tíundina,
sem þau ætluðu starfinu í Guðs-
ríki. Brauðstritið gaf í aðra hönd
aðeins 15 dali á viku. Dag einn
segir hann við konu sína: „Guð veit
að við erum fátæk og við eigum
þrjú börn“. Síðan ályktaði hann
svo: Skyldi Guð ekki sjá í gegnum
fingur við okkur þó við afhendum
honum ekki þennan hálfan annan
dal? Vissulega gæti Guð fundið
einhvern annan, sem gæti bætt
það upp. Þá svaraði konan: „Ef
Guð getur ekki trúað okkur fyrir
15 dölum, hvernig getum við búist
við að hann trúi okkur fyrir
meiru?" Síðan bætti hún við: „Við
skulum reynast trú í litlu".
Frú Guðnason hefur vissulega
ekki grunað áhrif þessara ráðlegg-
inga. En staðreyndin varð sú, að
tekjur mannsins hennar jukust úr
15 dölum upp í 45 dali á viku,
aðeins tveim vikum eftir ákvörðun
þeirra að halda áfram að afhenda
Guði 10% af tekjum sínum. Þegar
svo Kristinn hætti störfum hjá
fyrirtæki þessu stuttu síðar, voru
árstekjur hans orðnar 10.000 dalir
sem sölumanns.
Nú lá leið hans upp á við. Hann
fluttist til Los Angeles, þar sem
hann gekk í þjónustu kjólafram-
leiðanda nokkurs. Þar lærði hann
verslunarfræðina það vel, að hann
gat stofnað sitt eigið firma 1925.
Hann varð brátt auðugur maður.
Auður hans varð honum þó eigi
fjötur um fót, því að hann var
jafnframt ríkur í Guði og notaði
hinn veraldlega auð sinn til að
vinna að útbreiðslu Guðs ríkis.
Hann tók þátt í safnaðarstarfi
kirkju sinnar og gerðist einnig
Gideonfélagi. Gídeonfélagið taldi
hann vera bestu félagssamtök,
sem hann hafði kynnst.
Skuld við
ættlandið
Þrátt fyrir þau kröppu kjör, sem
hann hafði orðið að búa við á
ættlandi sínu, íslandi, fannst hon-
um hann standa í skuld við hina
íslensku þjóð. Þá skuld áleit hann
sig best geta goldið með þvi að
stofna þar Gídeonfélag.
Hann segir sjálfur svo frá í
grein, sem hann ritaði eitt sinn í
blað Gídeonfélagsins (lausl. þýtt
hér):
„Eftir að hafa starfað að kirkju
og kristindómsmálum um margra
ára skeið, gjörðist ég Gídeonfélagi.
Gídeonstarfið er það dásamlegasta
starf, sem ég hefi fengið tækifæri
til að taka þátt í. Eg hugsaði sem
svo: Hversvegna ekki að stofna
Gídeonfélag á ættlandi mínu
Islandi? Hvað var þá eðlilegra til
að framkvæma þetta en að
Gídeonfélagi af íslensku bergi
brotinn, búsettur í Bandaríkjun-
um, tæki sér ferð á hendur til
íslands til þess að athuga, hvað
hægt væri að gera? Eg gerði
einlæga tilraun, til þess að hafa
upp á slíkum manni, sem Guð gæti
notað til að stofna Gídeonfélag
þar. Mér til mikillar hryggðar gat
ég engan slíkan fundið. Eftir að
hafa beðið mikið og lesið Guðs orð,
komst ég að þeirri niðurstöðu, að
Guði þóknast stundum að nota
bara venjulega menn, til þess að
framkvæma vilja sinn. Ég las í I.
Kor. 1, 26—29: Því að lítið, bræður,
á köllun yðar: Þér eruð ekki
margir vitrir að manna dómi, ekki
margir máttugir, ekki margir stór-
ættaðir: heldur hefur Guð útvalið
það, sem heimurinn telur heimsku,
til þess að gjöra hinum vitru
kinnroða, og Guð hefur útvalið
það, sem heimurinn telur veik-
leika, til þess að gjöra hinum
volduga kinnroða. Og hið ógöfuga í
heiminum og hið fyrirlitna hefur
Guð útvalið, og það sem ekkert er,
til þess að gjöra það að engu, sem
er, til þess að ekki skuli neitt hold
hrósa sér fyrir Guði. „Svo heldur
Kristinn áfram og segir: „Ef til vill
getur þá Guð notað mig. Og svo
lagði ég af stað til Islands á ágúst
1945 í þeim tilgangi að stofna þar
Gídeondeild.
Vel tekið heima
„Þegar þangað kom,“ segir hann
ennfremur, „varð ég þess fljótt
áskynja, að ég hafði gleymt
móðurmálinu. Ég hafði varla
heyrt það né talað í meira en
fjörutíu ár. Á íslandi hitti ég fyrir
kæran bróður, Ólaf Ólafsson, sem
tók mér tveim höndum og tók
málaleitun minni sérstaklega vel.“
Svo bætir hann við og segir:
„Vissulega var ég þar í veikleika
miklum, hræddur og skjálfandi.
Ég hélt mér að Guðs orði: Náð mín
nægir þér, því að krafturinn
fullkomnnast í veikleika." Félagið
var síðan stofnað með 17
meðlimum 30. ágúst 1945 eins og
fyrr getur.
Markmið Gídeonfélagsins er hið
sama og hinnar sönnu kirkju
Krists frá öndverðu að ávinna
menn fyrir Jesúm Krist. Enda
hefur Gídeonfélagið stundum ver-
ið nefnt hinn útrétti armur
kirkjunnar. Gídeon félagar ná með
starfi sínu oft til þeirra, sem
aldrei koma í kirkju eða þangað,
sem Guðs orð er um hönd haft.
Það eru til ótal vitnisburðir um
það, hvernig Guðs orð hefur náð
með sínu blessunarríku áhrif til
manna, er lásu það á hótelum,
fangelsum, sjúkrahúsum, eða
Nýjatestamenti, sem lagt hefur
verið í hendur fólks, sem síðan
hefur lesið það sér til blessunar og
eilífs hjálpræðis.
Það er ekki fá dæmi þess, að
menn, ef til vill með misjafna
fortíð, ofurseldir synd og lasta lífi,
koma til gistingar á hótelum,
sumir hverjir staðráðnir í að
stytta sér aldur, þar sem þeim
hefur fundist fokið í öll skjól fyrir
þeim. I náttborðsskúffunni hafa
þeir svo fundið Biblíu og farið að
blaða í henni, jafnvel af þeirri einu
ástæðu að hún var þarna. I orðinu
hafa þeir fundið þá lausn, sem
nægði þeim. Eftir nætur dvöl á
hótelinu hafa þeir síðan farið út
nýir menn, með nýja lífsmöguleika
framundan, þá lífsmöguleika, sem
trúin á Jesú Krist, ein getur veitt
þeim, sem leita Hans hjálpar,
hvernig sem ástatt er fyrir þeim.
Nýtir þegnar
Margir vitnisburðir eru einnig
til um afbrotamenn, sem í fangels-
um hafa komist undir heilög áhrif
Guðs orðs og endurfæðst til nýs
lífs og orðið nýtir þjóðfélagsþegn-
ar, er þeir komu aftur úr
fangelsunum. Þannig mætti lengi
halda áfram. Slíkir vitnisburðir
berast stöðugt höfuðstöðvum
Gídeonfélagsins og birtast síðan í
mánaðarblaði félagsins til
uppörvunar öllum þeim sem trúa
því að orð Guðs vinni sitt verk í
hjörtum mannanna, samkv. því
sem segir í Jes. 55, 10—11 og
Hebreaþr. 4,12. Sú staðreynd að
orð Guðs er lifandi og kröftugt og
hefur umbreytandi mátt i lífi
mannanna og skapar hugarfar í
samræmi við Guðs vilja, ef það
fær óhindrað að hafa sín áhrif, er
okkur Gídeonfélögum hvatning til
starfs, enda vitum við að sam-
kvæmt Orðinu er „Erfiði okkar
ekki árangurslaust í Drottni".
Dreifing Guðs orðs hér á landi á
vegum Gídeonfélagsins hefur verið
jöfn og stöðug ár frá ári. Haustið
1954 hófst dreifing á Nýjatestam.
meðal allra 12 ára skólabarna á
landinu. Síðar var aldurinn færður
niður í 11 ár, þannig að ætla má að
á þessum vetri verði búið að
afhenda öllum Islendingum á
aldrinum 11—36 ára Gídeon Nýja-
testamenti. Þess skal geta að
hundrað þúsundasta eintakinu af
Nýjatestamenti til 11 ára skóla-
barna var úthlutað í fyrra haust
og í tilefni þess var forseta Is-
lands, biskupi íslands og
þáverandi kirkjumálaráðherra
afhent Gídeon Biblía, hverjum
fyrir sig.
200 milljón
biblíur
Alheims dreifing Guðs orðs á
vegum Gideonfélagsins hefur
aukist mjög hin síðari ár. Á
alþjóðamóti Gídeons Int., sem
haldið var í júlí s.l. sumar í Miami,
Florida, kom fram að á árinu 1971
hefði verið búið að dreifa hundrað
milljónum eintaka af Heilagri
Ritningu á vegum Gídeons Int. Nú
sjö árum síðar, eða í apríl. s.l.
hefði tvöhundruðasta eintakið ver-
ið afhent einhversstaðar í heimin-
um, svo ör væri dreifingin, og í
tilefni þess var forseta Banda-
ríkjanna afhent Gídeon Biblía.
Þrátt fyrir þennan fjölda eintaka,
þá eru óteljandi menn, sem ekki
hafa fengið í hendur Guðs orð, og
sökum fátæktar hafa jafnvel ekki
efni á að veita sér það, þótt þeir
ættú kost á því, þess vegna má
betur ef duga skal. Þróunarlöndin
vantar lesefni og eru and-
stæðingar kristinsdómsins ósparir
á að dreifa guðleysiritum sínum
þangað á meðan fjöldinn allur í
hinum svokölluðu kristnu löndum
hafa ekki hugsun á að styrkja þá,
sem hafa það markmið að dreifa
Guðs orði sem víðast, áður en dyr
lokast fyrir Orðinu eins og þegar
hefur átt sér stað í nokkrum
löndum. I mörgum þessara landa
ríkir mikil andleg og líkamleg
eymd og fátækt. En það hefur
hinsvegar sýnt sig að þar sem
Guðs orð hefur náð tökum á
fjöldanum, þar hefur jafnan
blómgast „þjóðlíf með þverrandi
tár, sem þroskast á Guðs ríkis
braut.“
Þess skal að lokum getið að hér
á landi hefur lengi skort Nýja-
testamenti með stóru letri, til
afnota fyrir fólk í elliheimilum.
Nýlega hafa Gídeon félagar fengið
slík Testamenti til dreifingar og
fer sú dreifing fram innan
skamms.
Þorkell G. Sigurbjörnsson.
Þeir Helgi og Geirlaugur fengu nemendur til að fletta upp f Nýja
testamentinu og lesa nokkur vers. Á hverju ári eru afhent milli 4 og 5
þúsund eintök tii 11 ára skólabarna og var í fyrravetur afhent
hundrað þúsundasta eintakið.
LAUGAVEGI 47 SIM117575