Morgunblaðið - 16.03.1979, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979
Geir Hallgrímsson:
Frumvarp á banadægri
Cesars
Hver er Brútus?
Mæli fyrir
á mánudegi
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, sagði frumvarp sitt lagt
fram í efri deild, enda væri hann í
þeirri þingdeild, og myndi hann
mæla fyrir því n.k. mánudag;
skýra þá mál og málsmeðferð. Við
skulum taka þessu rólega í svip-
GEIR HALLGRÍMSSON, formaður Sjálfstaeðisflokksins,
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær vegna
opinbers ágreinings stjórnarflokkanna um efnahags-
frumvarp forsætisráðherra, sem sýndi, að ríkisstjórnin
væri ekki starfi sínu vaxin og bæri því að segja af sér. Ég
veit ekki, hvort það er tilviljun, sagði Geir Hallgrímsson,
að forsætisráðherra ber nú fram efnahagsfrumvarp sitt
15. marz, á banadægri Cesars, en ef svo er ekki þá er
spurningin: Hver er Brútus?
Selir á þurru landi
Áður en Geir Hallgrfmsson (S)
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár
hafði Sverrir Hermannsson (S)
vikið að þessu máli í umræðu um
„Könnun á stærð selastofnsins"
(tillaga Gunnlaugs Finnssonar),
þ.e. þeim vinnubrögðum háttvirtr-
ar ríkisstjórnar í efnahagsmálum,
sem minntu á húðarseli, blöðruseli
og jafnvel syndaseli eins og hann
komst að orði. Við hæfi væri að
forystumenn ríkisstjórnarflokk-
anna gæfu Alþingi þær skýrslur
og yfirlýsingar um innri ágreining
og áætlanir, varðandi stjórnun
þjóðmála sem eðli málsins sam-
kvæmt heyrðu undir Alþingi, en
ráðherrar hefðu látið nægja að
flytja í fjölmiðlum og kunngera
hinum og þessum aðilum utan
þings.
Ríkfsstjórnin
ósamstarfshæf
Geir Hallgrímsson (S) sagði það
einstæðan atburð að forsætisráð-
herra legði fram frumvarp í efna-
hagsmálum, sem verið hefði eitt
helzta samstarfsatriðið í stjórnar-
sáttmála, í eigin nafni, þar sem
ekkert samkomulag væri í ríkis-
stjórninni um málið. Forsætisráð-
herra og ríkisstjórn, sem ekki gæti
komið sér saman um mikilvægasta
viðfangsefni sitt, bæri að segja af
sér. Vitnaði GH til harðorðrar
yfirlýsingar frá ráðherrum Al-
þýðubandalagsins, sem lesin hefði
verið upp í útvarpi í hádeginu (í
gær), þar sem veitzt var að for-
sætisráðherra og tveimur sam-
starfsflokkum vegna framlagning-
ar þessa frumvarps og því lýst
yfir, að yrði það samþykkt óbreytt
á A.lþingi, myndu ráðherrar Al-
þýðubandalagsins segja af sér.
Þá andmælti Geir því, að ríkis-
fjölmiðlar hefðu gefið talsmönn-
um Alþýðubandalags kost á því í
fréttatíma að koma á framfæri
ýmsum deiluatriðum án þess að
þeim, er deilt var á, væri gefinn
kostur á að bera hönd fyrir höfuð
sér. Þá hefði og takmarkað verið
við stjórnarandstöðuna rætt, varð-
andi stöðu þing- og þjóðmála nú.
Gott væri hins vegar að efna-
hagsfrumvarp forsætisráðherra
væri loksins komið fram, á réttum
vettvangi, þann veg að þinginu
gæfist kostur á að fjalla um það,
og forystumönnum stjórnarflokk-
anna að gefa þær skýringar á
stöðu mála, sem fyrst og fremst
bæri að gefa á Alþingi. Spurning
væri, hvern veg forsætisráðherra
hygðist standa að afgreiðslu þessa
máls eða meðferð, vegna hótana
samráðherra. Ef til vill er það
tilviljun, sagði Geir, að forsætis-
ráðherra leggur fram frumvarp
sitt á banadægri Cesars. Ef svo er
ekki þá er spurningin þessi: Hver
er Brútus?
Síðan las Svavar orðrétt bókun
ráðherra Alþýðubandalagsins í
ríkisstjórn, sem lesin var upp í
hádegisfréttum útvarpsins í gær.
Þar eð hún er birt í heild á öðrum
stað í Mbl. í dag verður hér látið
nægja að vitna til hennar.
Samkomulag
varð orðið um
frumvarpið
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði frv. nú flutt eins og sam-
komulag hefði verið orðið um það í
ríkisstjórninni. Það hefði verið
samþykkt af verkalýðsráði, mið-
stjórn og þingflokki Álþýðuflokks-
ins, sem myndi styðja það. Þá
deildi SBj á fréttaflutning ríkis-
fjölmiðla, sem veitt hefði einum
stjórnarflokknum óeðlilega mikið
rúm, í samanburði við aðra, til að
skýra afstöðu sína. Hér væri um
mistök að ræða, enda ættu þessir
fjölmiðlar að láta jafnt yfir alla
ganga, þegar viðamikil deilumál
væru á ferð, og fara að starfsregl-
um í því efni.
Deilur á
deilur ofan
Einar Ágústsson (F) sagði
stjórnarandstöðu hafa lengi deilt á
forsætisráðherra fyrir það að
leggja ekki fram frumvarp um
inn, sagði hann, og auðvitað getur
frumvarpið tekið einhverjum
breytingum í meðförum þingsins.
En þá verður að gæta þess, hver er
tilgangurinn með því, og víkja ekki
af vegi að settu marki. Eg kann
ekki við að fara út í efnisatriði
frumvarpsins fyrr en það verður
tekið á dagskrá með formlegum
hætti.
Ég beygi mig að sjálfsögðu fyrir
þingvilja, þegar hann kemur í ljós.
Um leið og Alþingi samþykkir
vantraust á mig eða ráðuneyti
mitt mun ég segja af mér, ef sú
verður niðurstaðan, en fyrr ekki.
Tvímælalaus
réttur for-
sætisráðherra
Svavar Gestsson,
viðskiptaráðherra, sagði það
tvímælalausan rétt forsætisráð-
herra sem þingmanns að leggja
fram frumvarp, hvort heldur sem
er um þetta efni eða annað. Hins
vegar er það álit okkar alþýðu-
bandalagsmanna, að það að leggja
frumvarpið fram með þessum
hætti geti spillt fyrir samkomu-
lagi milli stjórnarflokkanna. Ef
verðbótakafli frv. verður sam-
þykktur óbreyttur munum við
ráðherrar Alþýðubandalagsins
segja af okkur.
Geir Hallgrímsson
ólafur Jóhannesson
Fréttamaður rikisútvarps dreginn
inn í deilur á Alþingi
Breytingar innan ramma til-
gangsins, sagði forsætisráðherra
efnahagsmál. Nú væri deilt á hann
fyrir að hafa lagt frv. fram.
Ríkisstjórn starfar í umboði
Alþingis. Því er það réttur
vettvangur að leggja þetta mál hér
fram.
Ríkisstjórn-
in leysir
engan vanda
Matthías Bjarnason (S) gerði
grein fyrir þeirri framhaldssögu,
sem fjallaði um sífelldar deilur á
stjórnarheimilinu, en fæli ekki í
sér lausn á neinum vanda. Fyrst
hefði efnahagsfrumvarpið birst í
dagblaði, síðan hjá ýmsum aðilum
utan þings, þá hefði það velkst í
ríkisstjórn vikum saman en nú
hefði forsætisráðherra neyðst til
að leggja það fram á Alþingi í
eigin nafni vegna sömu gömlu
sögunnar: ósamkomulags á
stjórnarheimilinu.
Gott væri að frumvarpið kæmi
nú fram á réttum vettvangi. Þó
væri spurning, hvers vegna það
væri ekki lagt fram í neðri deild.
Þar sætu formenn flokks og þing-
flokks stjórnarandstöðu. Þar sitja
formenn flokks og þingflokks
Alþýðuflokks. Þar situr formaður
flokks og þingflokks Alþýðubanda-
lags, sem er einn og sami maður-
inn. Og þar situr varaformaður
Framsóknarfl., sem Ólafur telur
sig máske geta mælt fyrir í e.d. En
rétt forsætisráðherra til að bera
frumvarpið fram, hvar hann kýs,
dregur enginn í efa.
Matthías minnti á fyrirheit
stjórnarflokka um að leggja ekk-
ert það mál fram, sem ekki væri
samstaða um við launþegahreyf-
ingu. Nú væri veigamikið mál ekki
einungis lagt fram án þeirrar
samstöðu, heldur án samstöðu í
ríkisstjórninni sjálfri. Sýnt væri
enn að stjórnin væri ófær um að
leysa nokkurn vanda. Hún á því að
víkja.
Þingmaður
Alþýðuflokks
og fréttastofan
Olafur R. Grímsson (Abl) sagði
það koma úr hörðustu átt, er
Alþýðuflokkurinn deildi á misrétti
í fréttatíma ríkisfjölmiðla. Hann
minnti á frétt ríkisútvarps um
samkomulag í ríkisstjórninni sl.
laugardag, og niðurstöður þess
samkomulags, sem hvorttveggja
hefði verið rangt. Hann hefði
hringt í fréttastofuna og fengið
þær upplýsingar hjá Gunnari
Eyþórssyni, fréttamanni, að
heimildarmaður fréttarinnar væri
ónafngreindur þingmaður Alþýðu-
flokks, en samkomulag hefði orðið
um (milli fréttamanns og þing-
manns) að gefa ekki upp nafn
hans. Skoraði Ólafur á þennan
þingmann, sem vísvitandi færði
ríkisfjölmiðlum skröksögur í
fréttastað, að segja til sín og
standa fyrir máli sínu.
Fjárlagafrumvarp
með fyrirvörum...
Matthías Á. Mathiesen (S) sagði
fjárlagafrumvarp hafa verið flutt
með fjölmörgum fyrirvörum
flestra ráðherranna. Nú væri efna-
hagsfrumvarp flutt af forsætis-
ráðherra einum vegna ósættis í
ríkisstjórninni. Ríkisstjórn, sem
ekki næði saman, hvorki í ríkis-
fjármálum né efnahagsmálum í
heild, væri ekki starfi sínu vaxin.
Samstaða um það eitt að sitja í
ráðherrastólum nægði ekki til að
leysa þau vandamál, sem við væri
að etja. Minnti Matthías á fleyg
orð Hermanns heitins Jónassonar,
1958, þegar svipað ósamkomulag
kom upp í þávérandi vinstri stjórn,
sem falið hefðu í sér viðurkenn-
ingu og rétt viðbrögð við orðnum
hlut: afsögn ráðuneytis.
Hvorki starfs-
grundvöllur né
starfsfriður
Albert Guðmundsson (S) vék að
yfirlýsingu ráðherra Alþýðu-
bandalagsins, sem fælu í sér ádeilu
á forsætisráðherra og opinberaði
ósamkomulagið í ríkisstjórninni.
Þar væri talað um að framlagning
frv. spillti samkomulagi í ríkis-
stjórninni, sem ekki var víst of
gott fyrir, ósvífnar fullyrðingar
samstarfsflokka o.s.frv. Ljóst væri
að þessi ríkisstjórn réði ekki yfir
þeirri samstöðu og festu, sem
þjóðin þyrfti nú á að halda í
málum sínum. Það bezta, sem
þessi ríkisstjórn gæti nú gert þjóð
sinni, væri að fara frá, því fyrr því
betra.
Ósannindi
Ólafs Ragnars
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði fréttamenn ríkisfjölmiðla
ekki hafa aðstöðu til að bera af sér
sakir á Alþingi. Hann hefði hringt
í þann fréttamann, sem ÓlRGr
hefði nefnt, og borið fyrir þeirri
sögu, að þingmaður Alþýðuflokks
hefði verið heimildarmaður að
tiltekinni frétt, en samkomulag
orðið um, að hans yrði hvergi
getið. Viðkomandi Fréttamaður,
sem nú væri á leið niður í þinghús,
hefði sagt sér, að hann hefði
hvorki nefnt þingmann né Alþýðu-
flokk á nafn við ÖlRGr, þessa frétt
varðandi. Frásaga ÓlRGr væri
ómerkilegur tilbúningur. Viðkom-
andi fréttamaður er nú mættur
hér, sagði SBj, og skora ég á
ÓlRGr að hafa við hann persónu-
legt samband hér í þinghúsinu og
leiðrétta ummæli sín. Þá vitnaði
SBj. til gildandi reglna um frá-
sagnir af deilum í þjóðfélaginu í
ríkisfjölmiðlum, að leita skuli
umsagna beggja deiluaðila og
birta sem jafnast frá þeim. Þessa
hefði ekki gætt í fréttatímum
útvarps og sjónvarps í gær (þ.e.
fyrradag).
Einfalt mál,
sagði Ólafur
Ragnar
Ólafur R. Grímsson (Abl.) sagði
m.a., að sjá mætti hér í þingsölum
hver tengsl væru milli Alþýðu-
flokks og ríkisfjölmiðla. Hann
vitnaði enn til viðtals við frétta-
mann ríkisútvarps og sagði einfalt
mál að leysa þá deilu, sem upp
væri komin, með því að ríkisút-
varpið gæfi upp heimildarmann að
viðkomandi frétt.
Á hvað var deilt?
Ragnhildur Helgadóttir (S)
sagði það rétt hjá Einari Ágústs-
syni að sjálfstæðismenn hefðu
deilt á það, að efnahagsfrumvarp
hefði ekki verið lagt fram fyrr.
Það væri og rétt hjá honum að nú
væri deilt á það, að frumvarpið
væri fram komið. Það væru hins
vegar ekki sjálfstæðismenn, sem
héldu þeim deilum uppi, heldur
einn stjórnarflokkurinn, Alþýðu-
bandalagið. Alþýðubandalagið vill
halda efnhagsmálum utan Alþing-
is, sagði hún. Vitnaði hún í hádeg-
isfréttum i gær (fyrradag). Hún
teldi þvert á móti að forsætisráð-
herra hefði gegnt skyldu sinni með
því að leggja málið fyrir Alþingi,
sem væri hinn rétti umfjöllunar-
aðili þess. Það væri hinn þingræð-
islegi háttur við afgreiðslu slíkra
mála. Ríkisstjórnin er sýnilega
klofin í þessu máli sem fleirum,
sagði Ragnhildur. Það reynir hins
vegar á það næstu daga, hvort hún
er fallin.