Morgunblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
11
Gunni með tilheyrandi sveiflu að fanga þann gula, sveiflu sem
myndi gera Travolta að gjalti.
Sá guli og Mari, annar
augsýnilega ánægðari á
svipinn en hinn, enda enginn
smádráttur.
Texti og myndir:
Sigurgeir Jónasson.
kg. Vorum sæmilega ánægðir með
það, þegar tillit er tekið til óhappa
og tafa. Afli færabátanna og
trillanna þennan dag var yfirleitt
mjög góður, svo að minnstu trill-
urnar eins og Isak tvísóttu. Afli á
færi (mann) var yfirleitt V4 — 2
tonn og nær eingöngu miðlungs-
stór- og golþorskur. Seinnihluta
dagsins fór verulega að tregast á
Þrídrangahrauninu, en á heimleið-
inni fórum við á Hreiðarshraunið
og fengum nokkur góð rek þar og
það af golþorski. Þá var farið að
líða á dag, kominn smá golukaldi
af vestri, en síðan var öslað heim,
landað og gert klárt fyrir næsta
dag, því enn átti að fara næsta dag
og var ég þá ráðinn, með því að
skilja myndavélarnar eftir í landi.
Það tók ég ekki í mál, en lofaði að
nota þær lítið eða ekkert, en af
þeim róðri hefur ekki orðið enn,
því að hann brældi að norðan, svo
að ekki var næði fyrir færabáta,
þannig að nú er bara beðið betra
veðurs og næsta færis.
„íslendingar sækja leik-
hús meiraen Norðmenn”
— segir Haukur J. Gunnarsson í sam-
tali við norska blaðið „Arbeiderbladet”
Frá fréttaritara Mbl. í Ósló.
íslenski leikstjórinn Ilaukur
J. Gunnarsson hefur fengið
mjög góða dóma í Noregi fyrir
verk sem hann hefur stjórnað
og sett á svið fyrir Tröndel-leik-
húsið í Þrándheimi.
„Ein hin þýðingarmesta og
áhugaverðasta sýning sem ver-
ið hefur í leikhúsinu um langan
tíma“, „ágæt sýning“ og „stór-
kostlegt framtak“, eru dæmi
um tóninn í þeim dómum sem
skrifaðir hafa verið um verk
Hauks.
Haukur Gunnarsson sem er
29 ára gamall vinnur sem leik-
stjóri um alla Skandinavíu en er
með aðsetur í Ósló. Haukur
hefur áður unnið við leikhús í
Japan, Englandi og íslandi.
Hann hefur ekki enn sett upp
verk í Ósló, en við Tröndalleik-
húsið í Þrándheimi, sem þekkt
er fyrir að sækja áhrif frá
Haukur J. Gunnarsson
leikstjóri
íslandi, hefur honum vegnað
mjög vel við uppfærslu á „Mýs
og menn“ eftir Steinbeck og
„Morðið á prestssetrinu" eftir
Agöthu Christie.
í samtali við norska blaðið
„Arbeiderbladet" sagði Haukur
er hann var spurður um áhuga
Norðmanna á leikhúsum:
„Af einhverjum ástæðum eru
Islendingar áhugasamari við að
sækja leikhús. I Reykjavík er
tala leikhúsgesta hærri en tala
íbúanna og þar eru helmingi
fleiri leikhús en í Þrándheimi
sem er miklu stærri bær.
Astæðan til þess getur verið að
sjónvarpið á Islandi sendir ekki
eins lengi út og hér í Noregi og á
Islandi er einn dagur í viku
algjörlega án sjónvarpssend-
inga.
Aftur á móti horfa margir
íslendingar á sjónvarpsleikrit
og almenningur er mjög áhuga-
samur,“ sagði Haukur en hann
hefur sjálfur reynslu af fjöl-
miðlum.
Útvarpstæki frá kr. 7.626
Rakvélar frá kr. 20.119
Hársnyrtitæki frá kr. 13.860
Segulbandstæki frá kr.40.580
Philips kann tökin á tækninni!
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
/á