Morgunblaðið - 03.04.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
15
Hilmar Guðlaugsson:
Samdráttur
—öngþveiti
Þorsteinn Jóhannesson.
gerlegt að gera út á kola eingöngu,
ennfremur lágu verði og erfiðleik-
um á afsetningu, svo ekki síst þá
erfiðleika og tímatöf fyrir áhöfn-
ina, sem þessum veiðum fylgja. Þá
höfum við það.
Garðbúar eru það raunsæir,
þegar allt er metið í stundargróða,
að um munar 10.000 tonn af kola.
Ég fæ þó ekki séð hvernig dæmið
gengur upp, með 1.000—1.500
tonnum úr Faxaflóa með dragnót
og fáum bátum, eins og hann talar
um.
Þess vegna bendum við á togar-
ana. Ekki til að skarka með troll á
friðlýstum svæðum, eins og fiski-
fræðingurinn rangfærir herfilega,
vonandi óviljandi. Eða veit hann
ekki, að Bretar veiddu allan sinn
kola hér við land í troll og komust
hæst 1969 í um 7000 tonn, utan við
4 sjóm. og utan við firði og flóa á
umræddu tímabili sbr. skýrslu
Aðalsteins Sigurðssonar um
skarkolaveiðar.
Abending
Samkvæmt síðustu ráðstöfunum
um friðun nytjafiska, er gert ráð
fyrir 70 daga takmörkun á togveið-
um í sumar og haust, einmitt á
þeim tíma er skarkolinn er best
nýtanlegur. Er úr vegi, að líta á
það?
Laugardaginn 24. mars skrifar
fiskifræðingurinn grein í Morgun-
blaðið um dragnót og Faxaflóann.
Þar má þó sjá, að hann er farinn
að viðurkenna flest rök er fram
hafa komið um rányrkju dragnót-
ar, er þó að ýja að því, að ekki
muni ætlað að opna allan flóann
fyrir dragnót.
Talar þar um ytri hluta flóans,
og þá að hausti til. En, lætur í það
skína, að heppilegt sé, að gera það
með fáum bátum. („vegna fyrrver-
andi reynslu").
Hann telur þó, að það muni vera
á valdi sjávarútvegsráðherra, að
taka ákvörðun um það. Til er
málsháttur, sem segir: „Það er
gott að hafa strákinn með og
kenna honum svo klækina." Það er
ánægjulegt, að fiskifræðingurinn
er farinn að sjá, að þörf er á, að
hlúa að fiskvinnslu á Suðurnesj-
um, ekki veitir af. En, að dragnót-
in leysi þann vanda almennt, er
annað mál. Ég og fleiri erum á
annarri skoðun, og þær skoðanir
eru á rökum reistar, sem áður
hefir verið skýrt. Rétt er, að
upplýsa fiskifræðinginn um það,
sem hann virðist ekki vita, að
Suðurnesjamenn, þar sem Hafnar-
fjörður og Reykjavík, ásamt Akur-
nesingum hafa fram að þessu róið
með línu og net á umræddum tíma,
og það verið nokkur uppistaða í
aflabrögðum hér um slóðir, fyrir
minni báta, sem þeir telja allir því
að þakka, að Faxaflói hefir verið
lokaður fyrir dragnót. Ég trúi því,
að alþingismenn þeir, er væntan-
lega hafa móttekið þennan boð-
skap eins og fiskifræðingurinn
orðar það 13. mars, séu læsir á
ritað mál, og rangfæri það ekki.
Ég tel, að mikilsmetnir þing-
menn skoði þessi mál af raunsæi, í
ljósi þess, að nytjafiskstofn okkar
er í hættu af ofveiði, og taki ekki
þátt í, að rífa niður það, sem
áunnist hefir hér í Faxaflóa, eftir
áralanga baráttu fyrrverandi ráð-
herra og þingmanna, Jóns Árna-
sonar frá Akranesi, Jóns Á.
Héðinssonar og fleiri er nú sitja
háttvirt Alþingi.
Kjarni málsins er, að flestir
raunsæir menn við Faxaflóa telja,
að með tilliti til fenginnar reynslu,
sé brýn nauðsyn á öryggisfriðun
fyrir aðalnytjafiska okkar, haldist
eins og verið hefir.
Ævintýramennsku ber að
harma.
Lítum réttum augum á atburði
náttúrunnar, og á athafnir mann-
anna.
Vinstri meirihluti í borgarstjórn
Reykjavíkur hefur nú starfað í
tæpt ár.
Borgarbúar hafa á undanförn-
um mánuðum fengið að kynnast
skattpíningarstefnu vinstri
manna, bæði í borgarstjórn og á
Alþingi og hverju búast megi við
af þessum mönnum í framtíðinni.
Borgarbúar geta nú á auðveldari
hátt en áður greint það breiða bil,
sem er á milli stefnu vinstri
manna og stefnu sjálfstæðis-
manna í börgarmálum. Þetta mun
koma enn betur í ljós eftir því, sem
líður á kjörtímabilið.
Vinstri menn voru ósparir á
stóru orðin í kosningabaráttunni,
en efndir þeirra eru heldur rýrar.
Það er kaldhæðni, að í þeim
málaflokkum þar sem þeir gagn-
rýndu okkur sjálfstæðismenn mest
fyrir aðgerðaleysi á fyrra kjör-
tímabili, hafa þeir verið iðnastir
við að skera niður framkvæmdir,
s.s. í félagsmálum og þá ekki síst
varðandi lóðaúthlutanir, sem er að
mínum dómi það alvarlegasta, því
þegar þetta er skrifað hefur engin
lóðaúthlutun átt sér stað í ár og
litlar líkur á að þar verði um bætt,
nema þá að mjög litlu leyti.
Stefna vinstri manna í
skipulags- og lóðamálum mun
valda mjög alvarlegu atvinnuleysi
hér í borg í byggingariðnaðinum
næsta vetur.
Sjálfstæðismenn hafa bent á
þessa hættu og flutt tillögu í
borgarstjórn til úrbóta, tillögunni
var vísað til borgarráðs og um
niðurstöður munu fáir vita.
Flókið kerfi
Borgarbúar hafa fylgst með því,
að síðan vinstri menn fengu völdin
í Reykjavík, hafa þeir komið á
ýmsum breytingum í borgarkerf-
inu, ekki til hagræðis eða til að
auðvelda rekstur borgarinnar,
heldur fyrst og fremst til þess að
hvert hinna þriggja stirna vinstri
flokkana í borgarráði geti fylgst
betur hver með öðrum. Settar hafa
verið nýjar nefndir og reglugerð-
um annarra breytt. Niðurstaða:
Flókið kerfi. Til lengdar mun þessi
kerfisbreyting lenda þungt á
borgarbúum, því flókið kerfi kost-
ar peninga.
Ofstjórn —
yfirskipulagning
Við sem sitjum í stjórn Veitu-
stofnana fyrir Sjálfstæðisflokkinn
höfum ekki farið varhluta af þess-
um breytingum, því strax í upp-
hafi kjörtímabilsins var sam-
þykkt, með ágreiningi, breyting á
reglugerðinni um Veitustofnanir.
Við mótmæltum þessum breyt-
ingum og greiddum atkvæði gegn
þeim með eftirfarandi bókun:
„Undirritaðir telja framkomnar
breytingartillögur óþarfar og ein-
ungis til þess fallnar að gera
stjórn Veitustofnana þyngri í vöf-
um.
Kjarni tillagnanna virðist í því
fólginn að flytja skuli fram-
kvæmdastjórn veitnanna úr hönd-
um borgarráðs í hendur sérstakrar
stjórnar sem heyri beint undir
borgarstjórn. Engu að síður á
stjórnin aðeins stjórnarnefnd áður
að vera í ráðgefandi hlutverki í
veigamestu málum gagnvart
borgarráði, þ.e. gera tillögur um
framkvæmdir, fjármál og gjald-
skrárbreytingar. Raunveruleg
breyting á hlutverki og stöðu
stjórnar samanborið við stjórnar-
nefndina áður virðist því á orði, en
ekki á borði.“
Það hefur líka komið á daginn,
að breyting til batnaðar hefur
engin orðið, allt er orðið þyngra í
vöfum og fjallað í stjórninni um
ýmis forms- og efnisatriði, sem
eftir sem áður eru til meðferðar og
ákvörðunar hjá öðrum stjórnunar-
aðilum í borgarkerfinu.
Gjaldskrármál
veitustofnana
Eitt af okkar höfuðverkefnum í
stjórn Veitustofnana eru gjald-
skrármál. Til þess að tillaga um
gjaldskrárhækkun nái fram að
ganga, þarf endanlegt samþykki
viðkomandi ráðuneytis og ríkis-
stjórnar.
í tíð vinstri ríkisstjórnar
1971—1974 fór alvarlega að stíga á
ógæfuhliðina fyrir Veitustofnun-
um Reykjavíkurborgar sem í rík-
um mæli var meinað um nauðsyn-
legar hækkanir á gjaldskrám
vegna hækkana á reksturskostn-
aði. Veitustofnanirnar voru neydd-
ar til að taka erlend lán til þess að
geta haldið uppi nauðsynlegri
þjónustu við borgarbúa.
Á þessum árum, 1971—1974, á
meðan vinstri ríkisstjórn var við
völd, margfaldaðist verðbólgan og
þegar hún hrökklaðist frá, var hér
komin 54% verðbólga.
Tíðar gengisfellingar þessa ára-
tugar hafa stórhækkað þessi
erlendu lán sem tekin voru á
árunum 1971—1974, sem aftur
hafa hækkað raforkuverð hér. Það
þarf engan sérfræðing til þess að
finna út, að raforkuverð gæti verið
miklu lægra í dag, ef nauðsynlegar
og eðlilegar hækkanir á gjald-
skrám hefðu fengist. Til upplýs-
inga er rétt að geta þess, að
Rafmagnsveita Reykjavíkur þarf
að greiða af erlendum lánum í
afborganir og vexti á árinu 1979
kr. 1.283.000- (einn milljarð tvö
hundruð áttatíu og þrjú þúsund
krónur).
Að ég rifja þetta upp nú, er
vegna þess að núverandi ríkis-
stjórn ætlar að leika nú nákvæm-
lega sama leikinn aftur, þ.e. að
neita þessum stofnunum um eðli-
lega hækkun á gjaldskrám vegna
hækkunar á rekstrarkostnaði.
Rafmagnsveita Reykjavíkur fór
fram á 22% hækkun 1. febrúar s.l.
en fékk 10%
Svipaður niðurskurður var einn-
ig gerður hjá Hitaveitu Reykjavík-
ur.
En af hverju er ríkisstjórnin að
þessu?
Jú, einfaldlega er verið að halda
niðri kaupgjaldsvísitölunni og
ekkert hugsað um afleiðingarnar.
Eitt vitum við og það af fyrri
reynslu, að hér er ekki verið að
stuðla að lægra raforkuverði held-
ur þveröfugt. Hér er verið að koma
í bakið á borgarbúum, því eftir því
sem það dregst að Veitustofnunin
fái eðlilega hækkun, því hærra
raforkuvérð þarf að koma til á
næstu misserum.
Verðjöfnunargjald
á raforku
Á sama tíma sem ríkisstjórnin
meinar um þessar eðlilegu gjald-
skrárhækkanir, er lögð tillaga
fyrir Alþingi, sem þegar hefur
verið samþykkt. Hækkun verð-
jöfnunargjalds á raforku úr 13% í
19%. Hér er um fráleitan skatt á
Reykvíkinga að ræða, hvað þá
heldur að hækka hann um 6%.
Við höfum í stjórn Veitustofn-
ana samþykkt tillögur, þar sem
skorað er á ríkisstjórn að fella
þennan skatt niður, en því miður
án árangurs. Samþykkt þessarar
tillögu á Alþingi þýðir auknar
álögur á Reykvíkinga, sem nema
um 300 millj. kr. eða hækkun úr
600 millj. í 900 millj. á árinu 1979.
Nú á enn að fara að gera aðför
að Reykvíkingum með stórauknum
álögum í hækkun raforkuverðs ef
tillögur ná fram að ganga um
stofnun annarrar Landsvirkjunar.
Þetta er stórmál, sem væri efni í
langa grein sem verður að bíða
betri tíma, en rétt er að geta þess,
að borgarfullt'rúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa þegar mótmælt
þessum tillögum í borgarstjórn
Reykjavíkur.
Unnsteinn Stefánsson
fjallar um íslenska laxinn. í
inngangi þessarar rigerðar er
vikið að landfræðilegum
aðstæðum, veðurfari og flokkun
íslenskra fallvatna eftir uppruna.
Gerð er grein fyrir dreifingu
laxveiðiáa og meðalveiði eftir
landshlutum, og fjallað er um þá
helstu umhverfisþætti, sem áhrif
hafa á vöxt og viðgang stofnsins.
Þá er rakin lífssaga laxins á
mismunandi vatnasvæðum hér á
landi og í því sambandi rætt um
göngur, hrygningartíma, seiða-
fjölda, fæðuskilyrði, aldurs-
greiningar, lengd og þyngd. Loks
er sérstakur kafli um laxeldi á
íslandi. Þessi grundvallarritgerð
er að dómi undirritaðs vel og
skipulega unnin og í henni er að
finna mikinn fróðleik fyrir alla þá,
sem áhuga hafa á íslenska laxin-
um og veiðimálum almennt.
Síðari greinin er eftir Edmund
Nunnallee og Jón Kristjánsson og
er hún um notkun dýptarmælis við
stofnstærðaráætlanir á fiski í
Þingvallavatni og Skorradals-
vatni. Mælirinn, sem notaður er,
og lýst er í annarri grein í ritinu,
var hannaður við fiskifræðideild
Washingtonháskóla í Seattle.
Rannsóknirnar byggðust á þv að
spila lóðningar af segulbandi inn á
sveiflusjá og telja allar þær
lóðningar, sem voru stærri en þær
smæstu, sem greina mátti á mesta
dýpi, sem fiskur fannst á. Með
hliðsjón af geislabreidd botn-
stykkis var fundið rúmmál þess
vatns, sem dýptarmælirinn
skoðaði í hverri lóðningu.
Mælingar voru gerðar á nokkrum
sniðum yfir áðurnefnd stöðuvötn
og stofnstærðin áætluð með því að
finna meðalfiskafjölda í rúmmáli
vatns og reikna síðan heildarfjölda
fiska út frá því. Fróðlegt verður að
sjá niðurstöður af mælingum á
fleiri stöðuvötnum með þessari
aðferð.
Ég óska Veiðimálastofnuninni
til hamingju með þetta myndar-
lega framlag til aukinnar
þekkingar á íslenskum vatna-
fiskum.
Forvitninni svalað
i brú varðskipsins
ÓSJALDAN er varðskipin
koma á hafnir úti á landi nota
kennarar í skólum þar tækifær-
ið og fá leyfi til að fara með
nemendur sína um borð í skip-
in. Á dögunum var varðskipið
Týr á Þingeyri og kom þá
fríður flokkur nemenda í heim-
sókn. Á þessari mynd Jóns Páls
Ásgeirssonar sést hvar Her-
mann Sigurðsson 2. stýrimaður
útskýrir fyrir krökkunum
leyndardóma siglingatækja
skipsins.