Morgunblaðið - 03.04.1979, Síða 31

Morgunblaðið - 03.04.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 31 Hrólfur Jónsson Akranesi, sextugur Hrólfur Jónsson er fæddur í Húnaþingi og er Húnvetningur í ættir fram. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorláksson og Anna Sigrún Sigurðardóttir. Voru þau fátæk að veraldarauði, en eignuð- ust 7 drengi og tvær stúlkur. Hrólfur ólst upp að miklu leyti hjá sæmdarhjónunum Steinunni og Gunnari að Harastöðum í Vest- ur-Hópi. Hrólfur vandist öllum algengum störfum. Var viljugur og vel lið- tækur. Setti hann sér mark í lífinu að verða sjálfstæður maður. Þeir sem þekkja Hrólf vita að hann er alltaf veitandi og stórtækur höfð- ingi. Hrólfur hefir verið lánsmaður og rennur þar ýmislegt til. Hann er vel af Guði gerður, auðmjúkur, lítillátur og hjartahreinn. Ungur kvæntist hann Guðrúnu Jónas- dóttur frá Múla í Linakradal í Miðfirði. Rættist á þeim hið forn- kveðna, að margfaldast og upp- fylla jörðina. 8 mannvænleg börn hafa þau eignast. Allt fyrirmynd- arfólk og góðir borgarar. Hóp- urinn stóri er nú dreifður um landið, gift fólk og eru mörg ömmu- og afabörnin er gleðja þau hjónin Guðrúnu og Hrólf. Árið 1948 flytjast þau Hrólfur og Guðrún um set og taka bólfestu á Akranesi. Hefir heimili þeirra staðið þar um 30 ára skeið. Á Akranesi er Hrólfur virtur og gegn j borgari. Heiðvirður reglu- og sómamaður í hvívetna. Hrólfur stundaði öll algeng störf hins vinnandi manns. Þó svo hann væri kominn af léttasta skeiði, þá sett- ist hann í Iðnskólann og nam húsgagnabólstrun. Síðan hefir hann stundað þau störf og er kunnur fyrir vandvirkni og fagurt handbragð. Um það bera verk hans vitni. Allt framangreint hefir stuðlað að gæfu og hamingju Hrólfs og hans fólks. En ósanngjarnt væri nú við þessi tímamót, að sleppa þætti trúarlífs Hrólfs. Þar var í janúar árið 1953. Hrólfur mætir frelsara sínum Jesú Kristi. Hann eignast afgerandi afturhvarf og frelsast. Þau urðu fyrir hinu sama bróðir hans Þórð- ur og kona hans Skarpheiður. Öll þau þrjú ásamt fleirum voru skírð heilagri niðurdýfingarskírn á þrenningarhátíð vorið 1953 í Fíla- delfíu Reykjavík. Allt þetta fólk hefir verið stólpar í söfnuði hvítasunnumanna síðan. Hrólfur er mjög bænrækinn maður og Biblíuna les hann mikið. Hann er einlægur aðdáandi Jesú Krists og sér Hann sem Son Guðs íklæddan holdi manns, Drottin og Guð. Trú Hrólfs er fölskvalaus og mjög einlæg. í Guðs ríki er honum ekkert óviðkomandi. Hefir hann staðið styrkur með starfi hvíta- sunnumanna í Afríku og ýmsar starfsgreinar hefir hann stutt með ráðum og dáð. Við þessi tímamót vil ég fyrir hönd hvítasunnu- manna senda Hrólfi og heimili hans öllu innilegustu hamingju- óskir með 60 ára afmælið. Megi þau hjón, Guðrún og Hrólfur, njóta lífs og gæfu áfram undir verndarvæng Drottins. Vinir Hrólfs og ættingjar munu hittast í kvöld í Hallveigarstöðum við Túngötu og samfagna góðum vini og dáðum drengskaparmanni. Einar J. Gíslason. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SIMINN ER: 22480 ( TOYOTA STARLET \ Sigurvegarinn í hinni erfiðu "Tour de Europe’’ aksturskeppni gegnum 10 Evrópulönd, — er fyrirliggjandi. Toyota Starlet er ótrúlega neyslugrannur á bensín. Toyota Starlet er traustur sem aðrir Toyota bílar. Það er ekki aðeins í Bandaríkjunum sem Toyota er kjörinn einn besti bíllinn. Félag danskra bifreiðaeigenda hefur birt niðurstöður könnunar sinnar þar sem Toyota er valinn bíllinn sem minnst bilar og er hagkvæmastur í rekstri. Smástyrniö neyslugranna fö TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI 44144 KÓPAVOGI VERO UMKR. 3.400.000 V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.