Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 47 Bilunin í Harrisburg: Áhrifanna gætir víða um heiminn Þegar bilunin varð í kjarnorkuverinu í Harrisburg var gripið til þeirra ráða að flytja ýmsa af íbúum næsta nágrennis á brott. Meðal þeirra var Susy Hoffman. sem er tíræð. og sést hún hér á myndinni ásamt nokkrum nábúum sínum eftir þau höfðu verið flutt til rikissjúkrahússins í Harrisburg. í Bandaríkjunum og sá, sem setja á upp í orkuverinu í Muhl- heim-Kárlich, og því hafi frekari framkvæmdum við þýzka orkuver- ið verið frestað um sinn. Blaðið Bild-Zeitung í Hamborg tekur vægar á málinu. I ritstjórn- argrein segir blaðið: „Harrisburg — hræðilegt kjarnorkuslys. En eigum við þá ekki að reisa fleiri kjarnorkuver? Eða kemur Harris- burg okkur ekki við vegna þess að okkar orkustöðvar eru betri og öruggari? Það sem nú þarf að gera er að skoða málið niður í kjölinn og rannsaka það vísindalega. Sá sem viil vera án kjarnorkunnar verður að skýra nákvæmlega frá því hvernig á að hita upp íbúðir, lýsa upp göturnar og tryggja atvinnu." Fá ríki eru jafn háð kjarnork- unni og Japan, en þar eru starf- andi 19 kjarnorkuknúin raforku- ver. Hefur verið fyrirskipuð ítar- leg rannsókn í öllum verunum til að kanna öryggi þeirra, og á rannsókninni að vera lokið innan viku. Einnig verða japanskir sér- fræðingar sendir til Bandaríkj- anna til að kynna sér allar aðstæð- ur í Harrisburg. Japönsk yfirvöld hafa reynt að draga úr hættunni frá kjarnorku- verunum, og benda jafnframt á að Japanir þurfi að flytja inn 99% allra olíuafurða, sem notaðar eru í landinu. Kjarnorkuver landsins framleiða nú um 12,6 milljón kílóvött, en ætlunin er að auka framleiðsluna í 30 milljón kílóvött fyrir árslok 1985 og í 60 milljón kíióvött árið 1990. Frakkar þurfa einnig að flytja inn alla sína olíu, og þar er því einnig mikið í húfi. Þar var sjón- varpið, sem er ríkisrekið, í gær látið sýna fræðslumynd á besta sýningartíma, þar sem áherzla er lögð á varúðarráðstafanir, sem útiloki algjörlega möguleika á slysum í frönskum kjarnorkuver- um. „Þótt frönsk kjarnorkuver séu skyld þeim bandarísku, þá er öryggiskerfið franska annars kon- ar og útilokar svona óhöpp," sagði Raymond Barre forsætisráðherra í sjónvarpsviðtali. „Við tökum þvi sem gerðist af fullri alvöru, en ekki má draga af því rangar ályktanir." sagði hann. Franskir umhverfisfræðingar hafa skorað á yfirvöld að stöðva nú þegar allar framkvæmdir við kjarnorkuver, og þeir halda því fram að ríkisstjórnin hafi vísvit- andi farið með rangt mál, er hún sagði kjarnorkuverin hættulaus. Einn helzti kjarnorkufræðingur Breta, sir Francis Tombs, er staddur í Ástralíu um þessar mundir. í yiðtali við blaðamenn þar ásakaði hann blöð víða um heim fyrir að gera of mikið úr óhappinu í Harrisburg. Sagði hann að þessi túlkun blaðanna hefði valdið miklum misskilningi hjá lesendum þeirra varðandi slysið. Hann sagði það alrangt að halda því fram að kjarnorkan væri eitt- hvað hættulegri en kola- eða olíu- orka. Fullljóst væri af þessum þremur orkugjöfum væri kjarn- orkan hættuminnst. „Samkvæmt þeim heimildum, sem fyrir liggja, hefur kjarnorkan engum orðið að bana undanfarin 25 ár,“ sagði hann, og bætti við að heimurinn í dag hefði ekki um annan kost að velja en kjarnorkuna til að full- nægja orkuþörfinni. Bilunin í Harrisburg hefur einn- ig verið fréttaefni í Sovétríkjun- um, þar sem sagt hefur verið nokkuð ítarlega frá atburðinum. í dag flutti Pravda, málgagn flokks- ins, hins vegar frásögn af kjarn- orkuveri við Leningrad, sem blaðið sagði að væri algjörlega öruggt mönnum og umhverfi. Þetta er fimm ára gamalt orkuver, sem sér norð-vesturhéruðum Sovétríkj- anna fyrir öllu rafmagni, og hafði fréttamaður Pravda heimsótt ver- ið. Lét fréttamaðurinn mikið yfir öllum öryggisráðstöfunum við orkuverið og sagði að þegar núver- andi viðbyggingu væri lokið, yrði þetta stærsta kjarnorkuver heims. Samkvæmt Reutersfréttum skýrði umhverfismálaráðherra Dana, Ivar Nörregaard, samráð- herrum sínum á Norðurlöndum frá því í dag, að Danir kynnu að krefjast þess af Svíum að þeir lokuðu kjarnorkuveri sínu í Barse- bæck, sem er í um tuttugu kíló- metra fjarlægð frá Kaupmanna- höfn. Benti hann á að sú krafa væri lögmæt í ljósi umhverfis- verndarsamnings, er löndin hefðu gert með sér. Veður víða um heim Akureyri -6 anjóól Amsterdam 9 skýjaó Apena 18 skýjaó Berlín 10 skýjaó BrUssel 8 bjart Chicago 27 skýjaó Frankfurt 8 rigning Genf 10 skýjað Helsinki 2 skýjað Hong Kong 25 rigning Jerúsalem 32 mistur Jóhanesarb. 24 8ÓI Kairó 42 skýjað Kaupmannah. 4 skýjað Las Palmas 19 skýjað Lissabon 17 sól London 11 sól Los Angeles 23 bjart Madrid 10 sól Majorka 17 hálfskýjaö Malaga 18 léttskýjað Miami 25 skýjað Montreal 7 skýjað Moskva 4 skýjað Nýja Delhi 34 bjart New York 19 rigning Ósló 5 skýjað París 11 skýjað Reykjavík 1 léttskýjað Rómaborg 12 bjart San Francisco 19 bjart Stokkhólmur 2 skýjað Sydney 25 bjart Tel Aviv 30 mistur Tókíó 11 rigning Toronto 3 skýjað Vancouver 8 skýjað Vínarborg 10 skýjað Skoðana/cönnun: lOOsœtameiri- hluti Thatchers V erðhækkun olíu Gcnf, 2. apríl — Reuter. MEÐALVERÐ á oliufati frá OPEC-ríkjunum hækkaði um 17% frá og með 1. apríl og er áætlað að þessi hækkun auki olíukostnað olíuinnflutningsrikja um 23 milljarða dollara á ári (rúmlega 7.500 milljarða króna). Er hækkunin í samræmi við ákvörðun leiðtogafund- ar OPEC-ríkjanna í fyrri viku, en þar var ákveðið að grundvallar- hækkun skyldi vera 9%, og að ofan á þá hækkun mætti olíuútflutnings- ríkin bæta sérstöku aukagjaldi vegna mikillar eftirspurnar. Talið er að enn meiri verðhækk- un á olíu eigi eftir að koma í ljós því ríki utan við OPEC, eins og til dæmis Mexíkó, eiga eftir að til- kynna verðákvörðun. Hækkun þessi kemur harðast niður á Bandaríkjunum og Japan. Talið er að útgjaldaaukning Bandaríkjanna verði um 8 millj- arðar dollara á ári, en olíureikn- ingur Japana mun hækka um 4 milljarða dollara árlega. London, 1. apr. BREZKI Ihaldsflokkurinn vinnur yfirburðasigur í þingkosningunum 3. maí n.k. og fær 100 þingmanna meirihluta ef marka má niðurstöður Marplan- skoðanakönnunar sem var birt í brezka sjónvarpinu nú um helgina. Skoðanakönnunin var einkum framkvæmd á þeim svæðum þar sem mjótt hefur verið á munum og þar sem miklar sveiflur eru á kjörfylgi flokka og kjósendur greiða stóru flokkunum tveimur atkvæði sín til skiptis. Þá kom í ljós að 55 prósent kjósenda á þessum stöðum ætla að kjósa Ihaldsflokkinn að eigin sögn og 40% munu styðja Verkamanna- flokkinn og fimm prósent Frjálslynda flokkinn. Verði þetta ofan á á kjördegi þýðir það sem sé 100 sæta meirihluta í Neðri málstofunni. I skoðanakönnuninni kom einnig fram að karlar styðja yfirleitt Callaghan, en konur hneigjast til að greiða Thatcher atkvæði og getur þetta orðið mjög þungt á metunum í kosningabaráttunni. ■ ■■ Af/ ERLENT Khomeini beið ekki úrslitanna Teheran, 1. apríl, Reuter, AP. AYATOLLAH Khomoini. for- ingi múhamoðstrúarmanna í Iran, lýsti því yfir á sunnudag að stofnað yrði íslamskt lýð- voldi í landinu. Lýsti Khomoini þessu yfir áður en úrslit þjóðaratkva'ðagroiðslu um málið lágu fyrir í heild. Þjóðarútvarpið í Teheran greindi frá því um helgina, að átján milljónir og sjö hundruð þúsund íbúar hefðu verið á kjörskrá og hefðu um átján milljónir atkvæða þegar verið taldar. Skjóta upplýsingar þessar mjög skökku við þær spár varaforsætisráðherra landsins, Amir Erteza, að búast mætti við að um tólf milljónir manna gengju að kjörborðinu. Khomeini sagði í ávarpi í Teheranútvarpinu að íranir hefðu nú „urðað tvö þúsund og fimm hundruð ára gamalt ein- veldi í skarnhaugi mannkyns- sögunnar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.