Morgunblaðið - 10.04.1979, Page 15
og starfsmaðurinn. Það er ekki
„frelsisskerðing" manns, þótt ann-
ar kjósi að skipta ekki við hann. Er
það ekki „frelsisskerðing" með
sömu rökum að láta konu hafna
sér „án þess að hafa gert nokkurn
skapaðan hlut af sér“? Kjarni
málsins er sá, að frelsi eins manns
takmarkast af sama frelsi annars,
starfsmaðurinn á ekki kröfu á
forstjórann, maðurinn ekki á kon-
una.
Talad um fyrir Kínverjum?
Þröstur segir: „Sú gerð hagkerf-
is sem byggir á umtölum er ekki á
dagskrá hér, en sem dæmi um
slíka haggerð má t.d. nefna Kína.“
Þessi skilgreining er dæmalaus. Er
talað um fyrir stjórnarandstæð-
ingum í Kína? Öðru nær. Reynt er
að heilaþvo þá. Kínaveldi hefur
verið alræðisríki frá 1949, hvort
sem það verður það í framtíðinni
eða ekki. (Á Þröstur við heilaþvott,
þegar hann notar orðið „umtöl-
ur“?) Þröstur getur lesið lýsingar
tveggja íslendinga, sem dvöldu
lengi á Kína, á stjórnarfarinu og
„umtölunum", Jóhanns Hannes-
sonar prófessors í bæklingnum
Friðarhugsjónum og friðarstefn-
um 1953 og Skúla Magnússonar í
Rauðu bókinni — leyniskýrslum
SÍA 1963.
Markaöskerfid
og fátæktin
Þröstur segir: „Jafnvel England
á nítjándu öld sem var blómaskeið
frjálshyggjunnar, fór ekki var-
hluta af þessu. Hið hreina mark-
aðskerfi þess tíma leiddi til slíkrar
eymdar og fátæktar að setja þurfti
fátæktarlög og koma á svokölluð-
um velgerðarfélögum sem áttu að
reyna að halda líftórunni í þeim
sem ekkert gátu fengið frá þjóð-
félaginu (markaðnum), því að þeir
höfðu ekkert til að bjóða í staðinn.
Vestrænar þjóðir hafa allt frá því
að markaðskerfið festist í sessi
verið önnum kafnar við að stoppa
upp í þau göt sem það skildi eftir."
Til þess eru tvær ástæður, að þessi
skoðun Þrastar er röng. I fyrsta
lagi hefur það verið marghrakið af
sagnfræðingum og hagfræðingum,
að kjör almennings hafi versnað á
fyrra helmingi nitjándu aldarinn-
ar vegna iðnbyltingarinnar. Þau
bötnuðu, eins og Friedrich A.
Hayek, T.S. Ashton og fleiri sýndu
í bókinni Markaðskeríinu og
sagnfræðingunum (Capitalism
and the Historians, Chicago Uni-
versity Press 1954, en um þá bók
reit ég grein í Mbl. 22. apríl 1978,
sem Þröstur getur lesið). Og kjörin
bötnuðu fremur vegna vaxtar at-
vinnulífsins, aukningar fram-
leiðslunnar, en aðgerða ríkisins eða
verkalýðssamtakanna. Tölur sýna,
að lítið sem ekkert samband er á
milli kjarabóta og kjarabaráttu. í
öðru lagi fóru Vesturlandabúar út
úr nauðþurftaskipulaginu inn á
allsnægtaskipulagið, þegar mark-
aðskerfið varð til, verkaskiptingin
og viðskiptafrelsið skiluðu ævin-
týralegum árangri. Við getum
reyndar eins litið til samtíðarinn-
ar og sögunnar: Hvers vegna eru
lífskjör þrisvar sinnum betri í
Bandaríkjunum, landi einka-
rekstrarins, en Ráðstjórnarríkjun-
um, landi ríkisrekstrarins?
Eignarréttur og
tekjuskipting
Þröstur segir: „Viðskiptavaldið
byggir völd sín á eignarrétti sem
enginn hefur atkvæðisrétt um.“
Hann á sennilega við eignarrétt-
inn á framleiðslutækjunum, sem
meistari hans, Karl Marx, taldi
skipta fólki í tvær fylkingar,
borgara og öreiga. En eignarrétt-
urinn skiptir ekki eins miklu máli
og umráðarétturinn: Hvorir ráða
meiru, eigendur hlutabréfanna í
stórfyrirtækinu (sem eru í lagaleg-
um skilningi eigendur framleiðslu-
tækjanna) eða sérþjálfaðir stjórn-
endur fyrirtækjanna? Sannleikur-
inn er sá, að Þröstur hefur þrátt
fyrir allan sinn áhuga á byltingum
, ekki tekið eftir „þekkingarbylting-
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
15
unni", sem svo er kölluð. Lang-
flestir nútímamenn eru hvorki
borgarar né öreigar í skilningi
Marx, lifa ekki af eign á fram-
leiðslutækjum eða sölu handafls,
heldur af þekkingu sinni, þeir eru
sérfræðingar, stjórnendur eða iðn-
aðarmenn. Þekkingin er eign
þeirra, og hún skiptir mestu máli í
flóknu mannlífi tæknialdarinnar.
Þröstur segir einnig: „Eðli mark-
aðsviðskipta valda því að ójöfn
eignaskipting er mikil og fer vax-
andi.“ Munurinn á eignaskiptingu
markaðskerfis og miðstjórnar-
kerfis er í sem fæstum orðum sá,
að í markaðskerfinu eiga sumir
einstaklingar meira en aðrir, en í
miðstjórnarkerfinu á ríkið allt, en
einstaklingarnir ekkert. Þröstur er
sennilega sammála mér um það,
að eign sé lítils virði, nema hún
gefi af sér tekjur. En tekjuskipt-
ingin er síður en svo ójafnari í
löndum markaðskerfisins en mið-
stjórnarkerfisins, ójöfn tekju-
skipting er því engin röksemd
gegn markaðskerfinu. Og hvar er
meiri ójöfnuður en þar, sem
neyzluvalið er ekki frjálst?
Stórfyrirtækin
Þröstur segir: „Ég sagði hér að
framan að völdum í þeim ríkjum
sem byggðu á einkaeign og
markaðskerfi væri tvískipt milli
ríkisvalds og viðskiptavalds. Það
er einmitt þessi tvískipting valds-
ins sem kemur í veg fyrir að hægt
sé að útvíkka núverandi
lýðræðiskerfi. ,t Lýðræði í þess
orðs fyllstu merkingu og stórfyrir-
tæki eru í reynd ósamrýmanleg.“
Tilvera stórfyrirtækja er engin
röksemd gegn fræðilegu markaðs-
kerfi, því að hún er ekki í anda
frjálshyggju eða dreifingar hag-
valdsins, og færa má söguleg rök
fyrir því, að tilvera þeirra sumra
sé vegna ríkisafskipta, annarra
vegna tækninnar. Ég er sammála
Þresti, ef hann telur, að ríkið verði
að tryggja hag neytenda, líta eftir
stórfyrirtækjunum, finna ráð við
þeim vanda. En hættulegasta
ráðið er að þjóðnýta þau, þannig
að öll stórfyrirtækin verði að einu
risafyrirtæki — ríkinu. Hvað
getur stjórnarandstæðingurinn
gert, ef stjórnin hefur bæði
ríkisvaldið og hagvaldið? Hann
verður bjargarlaus. Ég tek enn
undir með Halldóri Laxness:
„Ýmsir tala um borgarastéttina
eins og hún væri kúklúxklan nr. 2,
sumir jafnvel einsog hún væri
kúklúxklan nr. 1, eða einsog siður
var að tala um djöfla á miðöldum.
En það er hætt við að þar sem
henni er útrýmt komi miðaldirnar
aftur með páfa sína, málbann,
ritbann, listbann, stjórnmála-
bann, rannsóknarrétt og
trúvillingabrennur."
Nýting
audlindanna
Þröstur segir: „Taumlaus ásókn
í takmörkuð gæði leiðir til ófarn-
aðar. Frjálshyggjustefna í
auðlindamálum leiðir til
tortímingar, skipulagshyggja
getur ein bjargað okkur í þessu
máli, hvað sem forneskjulegar
kreddur segja þar um.“ Þessi
misskilningur er ótrúlega
algengur. Gæði jarðar eru tak-
mörkuð eins og Þröstur segir. En
til eru tvær aðferðir fyrir menn að
nýta þau. Önnur er að verðleggja
þau á markaði, hin er að skammta
þau. Þröstur kýs síðarnefndu
aðferðina. En hvað geta þeir, sem
skammta (og Þröstur ætlar senni-
lega að vera einn þeirra), miðað
við? Hvaða upplýsinga geta þeir
aflað sér um framleiðslugetu fyr-
irtækjanna og neyzluþörf ein-
staklinganna? Sannleikurinn er
sá, að þeir geta ekki miðað við
annað en takmarkaða þekkingu
sína, hagsmuni sína og hleypi-
dóma. Ákvarðanir þeirra verða því
óskynsamlegar, gæðunum er sóað.
Reynslan sýnir, að mengunarvand-
inn er miklu meiri og nýting
auðlindanna verri í miðstjórnar-
kerfinu en markaðskerfinu. Á
markaðnum leysist þessi vandi
svo, að gæðin hækka í verði, ef
framboð þeirra minnkar, en það
dregur úr eftirspurn eftir þeim.
Verðbreytingar eru upplýsingar —
en þær upplýsingar vantar, ef
verðlagið er ekki frjálst. Þröstur
getur lesið aukahefti
Fjármálatíðinda 1975, safn fyrir-
lestra á 22. þingi norrænna hag-
fræðinga í Reykjavík, þar sem
sýnt er, að þau rök ríkisrekstrar-
sinna, sem sótt eru til auðlinda-
þurrðar (en hún er reyndar mjög
orðum aukin), eru ógild.
Afturhaldssemi
Alþýðubandalagsins
Grein Þrastar er merkilegust
vegna þess, að hún sýnir, svo að
ekki verður um villzt, hve hann og
aðrir Alþýðubandalagsmenn eru
langt á eftir tímanum. Deilunum
um markaðskerfið lauk í fræðileg-
um skilningi á fjórða áratug þess-
arar aldar, þegar helztu hag-
fræðingar róttæklinga, Oskar
Lange og Abba Lerner, svöruðu
rökum frjálshyggjumannanna
Ludwigs von Misess og Hayeks
með því að smíða „markaðssósíal-
isma“, tóku með öðrum orðum
undir rök þeirra fyrir markaðs-
kerfinu. En af stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsmanna í efnahagsmál-
um má ráða, að þá dreymir enn um
þjóðnýtingu, um miðstjórnarkerfi,
um lausn alls vanda mannlífsins
með skipulagningu. Þeir ætlast til
þess, að þjóðin, sem á velmegun
sína að þakka viðskiptum við
aðrar þjóðir, hætti markaðs-
búskap og viðskiptum við útlendar
þjóðir, og hefji sjálfsþurftabúskap
að hætti fornmanna. Þröngsýni,
þjóðremba og afturhaldssemi setja
mark sitt á mál þeirra: Sam-
eignarsinnar Spánar, Ítalíu og
Frakklands verða „evrópu-
kommúnistar", sætta sig við
Atlantshafsbandalagið, en
Alþýðubandalagsmenn berjast
gegn því. Santiago Carrillo, Enrico
Berlinguer og jafnvel Georges
Marchais deila á Kremlverja, en
Lúðvík Jósepsson svarar, þegar
Vísir spyr hann 15. júlí á síðasta
ári um andófsmenn: „Ég óska ekki
eftir því að segja eitt einasta orð
um þetta".
Vandi íslenzks
atvinnulífs
Vandi íslenzks atvinnulífs er
einn: allt of hægur hagvöxtur, allt
of lítil arðsemi fjárfestinga.
íslendingar búa þó við miklu betri
skilyrði en margar aðrar þjóðir,
fengu gjöful fiskimið til tullra
umráða á stjórnartíma Geirs
Hallgrímssonar, eiga allt að því
ónýttar orkulindir, og verkkunn-
átta þjóðarinnar er ómæld. En
hvers vegna eru fjárfestingarnar
ekki eins arðsamar og með öðrum
vestrænum þjóðum þrátt fyrir hin
góðu skilyrði? Vegna þess að þær
eru flestar opinberar fjárfesting-
ar, beinar eða óbeinar, stjórnmála-
mennirnir ráða þeim, én ekki þeir,
sem reka fyrirtækin og hafa sér-
þekkinguna, staðþekkinguna og
verkkunnáttuna. Hin opinbera
stjórn fjárfestinganna er mein-
semdin, en ekki lækningin eins og
Alþýðubandalagsmenn halda.
Ekki er fjárfest í arðsemi, heldur
atkvæðum stjórnmálamannanna,
sem hafa ekki og geta sennilega
ekki haft annað viðmið en endur-
kjörið. Afleiðingin af hinum hæga
hagvexti verður sú, ef ekki verður
að gert, að þjóðarbúskapur íslend-
inga verður ekki samkeppnishæf-
ur, kjör lakari en á öðrum Vestur-
löndum, fólk flyzt úr landi, ellefu
hundruð ára tilraunin mistekst,
ævintýri íslenzku þjóðarinnar lýk-
ur. Sjálfstæðisbaráttunni lauk
ekki 47. júní 1944, einstaklingur
lýkur ekki lífsbaráttunni með öðru
en dauðanum, þjóð ekki sjálf-
stæðísbaráttunni með öðru en
uppgjöf. Sjálfstæðisflokkurinn er
flokkur sjálfstæðisbaráttunnar.
Hann er flokkur þeirra, sem ætla
ekki að gefast upp. Þess vegna
hefur hann tekið markvissa stefnu
á framtíðina: Endurreisn í anda
frjálshyggju!
Skorið úr skrúfu
Varðskipsmenn á Tý komu Dagrúnu ÍS 9 til aðstoðar á Ilalanum 14.
marz sl„ en þá hafði trollið flækzt í skrúfu togarans. Tók það
varðskipsmenn sex tíma að skera úr skrúfunni. Þessar myndir af
atburðinum tók Friðgeir Olgeirsson.
Brldge
eftir ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Reykjavíkur
Lokið er tveim umferðum í
meistarakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur og er staða sveit-
anna þessi:
Sveit stig
Hjalta Elíassonar 39
Helga Jónssonar 38
Sævars Þorbjörnssonar 16
Sigurðar B. Þorsteinss. 12
Sigurjóns Tryggvasonar 10
Þórarins Sigþórssonar -1
Næsta umferð verður spiluð
miðvikudaginn 18. apríl og hefst
þá keppni í 1. flokki.
Undankeppni
íslandsmóts í
sveitakeppni 1979
Undankeppni íslandsmóts í
sveitakeppni í bridge verður
haldin að Hótel Loftleiðum.
kristalsal, dagana 11., 12. og
13. apríl nk. 24 sveitir hafa
öðlast rétt tii þátttöku. Spilað
verður í 4 riðlum. Tvær efstu
sveitirnar í hverjum riðli kom-
ast áfram í úrsiitakeppnina
sem haldin verður seinast í
apríl.
í undankeppninni taka þátt 11
sveitir úr Reykjavík, 4 sveitir úr
Reykjanesumdæmi, 2 sveitir úr
Vesturlandsumdæmi, ein sveit
af Vestfjörðum, ein sveit frá
Norðurlandi eystra, tvær sveitir
frá Austurlandi og tvær sveitir
af Suðurlandi. Einnig eiga rétt
til þátttöku íslandsmeistarar
frá síðasta ári, sveit Hjalta
Elíassonar. Keppnisstjóri
verður Agnar Jörgensen.
Raðað hefur verið í riðla og
eru þeir þannig skipaðir:
A-riðill:
1. Hjalti Elíasson Rvk.
2. Steinberg Ríkharðsson Rvk.
3. Aðalsteinn Jónsson Al.
4. Jónas Magnússon Sl.
5. Vilhjálmur Vilhjálmsson
Rnes.
6. Ólafur Lárusson Rvk.
B-riðill:
1. Kristján Kristjánss. Al.
2. Sævar Þorbjörnss. Rvk.
3. Ármann J. Lárusson Rnes.
4. Halldór Sigurbjörnss. VI.
5. Þorgeir Eyjólfsson Rvk.
6. Sveinn Sigurgeirss. Rvk.
C-riðill:
1. Halldór Magnússon Sl.
2. Sigurjón Tryggvason Rvk.
3. Alfreð Viktorsson VI.
4. Sigfús Árnason Rvk.
5. Helgi Jónsson Rvk.
6. Oddur Hjaltason Rnes.
D-riðill:
1. Albert Þorsteinss. Rnes.
2. Ingimundur Árnason Nl.
3. Óðal (fyrirl. Guðm. Péturss).
4. Kristján Kristjánss. Rvk.
5. Einar Valur Kristjánss. V.fj.
6. Þórarinn Sigþórsson Rvk.
(Mótanefnd BSf).
Gamalt 1
fólk gengurJ