Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
pinrgmn Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveínsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aóalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aöalstrmti 6, sími 22480.
Askriftargjald 3000.00 kr. á mánuói innanlands.
1 lausasölu 150 kr. eintakió.
Kirkjuritið og Khomeini
Morgunblaðið tekur ekki þátt í
deilum innan kirkjunnar um
túlkun trúarlegra atriða, en reynir
að styðja við bakið á kirkju og
kristni í forystugreinum sínum.
Þar — og einungis þar — birtist
afstaða Morgunblaðsins, en ekki í
einstökum greinum eða fréttum,
sem blaðið flytur lesendum sínum,
eins og hver annar fréttamiðill.
Þetta vita allir orðið nema rit-
stjóri Kirkjuritsins, að því er
virðist. Um það getur blaðið ekki
orða bundizt lengur, enda ekki
ástæða til. En áður en að því er
vikið er ástæða til að benda á
margyfirlýsta stefnu Morgun-
blaðsins í málefnum kirkju — og
kristni og hefur hún ekkert
breytzt frá fyrsta fari. Blaðið er
skjöldur kristindóms á íslandi. Nú
nýverið var t.a.m. rætt í Reykja-
víkurbréfi um kristindómskennslu
í skólum, m.a. Kennaraháskólan-
um, og bent á, að undirstöður
íslenzks nútímaþjóðfélags væru
kirkja, heimili og skóli — og lögð
áherzla á yfirburði kristins boð-
skapar. En allt slíkt virðist fara
framhjá ritstjóra Kirkjuritsins.
Augu hans eru haldin og hann sér
ekkert nema það, sem fellur inn í
„kirkjupólitíska" einsýni hans.
Það virðist þurfa kraftaverk til að
augu hans og sálufélaga hans fái
sýn. En vonandi eru þeir ekki
margir, svo hættulegt sem það
gæti orðið kirkju og kristni til
frambúðar. An kristins grundvall-
ar í þúsund ár brystu stoðir
menningar okkar. Vonandi koma
hófsamir og sannkristnir kenni-
menn í veg fyrir það. Af þeim er
sem betur fer nóg innan kirkju og
kristni. Kirkjan á ekki að vera
dómstóll, heldur rúmgóð stofnun,
eins og hún hefur verið. Og undir
styrkri forystu biskupsins, herra
Sigurbjörns Einarssonar, hefur
hún gegnt ágæta vel mikilvægu
hlutverki sínu á erfiðum tímum,
enda er öðru fremur nauðsynlegt
að efla trúarþrek í landinu á
þessum guðleysis- og efnishyggju
tímum.
En ofstækið kemur úr einni átt
og þaðan, sem sízt skyldi — frá
Kirkjuritinu.
Hefði ekki frekar verið ástæða
til, að þetta opinbera málgagn
Prestafélags íslands fjallaði ræki-
lega um félaga Jesúm, eins og
Morgunblaðið gerði, í stað þess að
liggja hundflatt fyrir „félögum"
þeirrar bókar og málgagni komm-
únista, Þjóðviljanum. Það má með
sanni segja, að skammt sé milli
ólíkra öfga.
Fullyrt er, að það hefti Kirkju-
ritsins sem hér er til umræðu af
gefnu tilefni, sé 3. hefti 1978.
Eitthvað er það nú síðbúið. En af
kynnum við ritstjórann mætti
ætla, að þarna hafi orðið prent-
villa. Líklega er þetta hefti frá
1678(!)
En hversu lengi ætlar íslenzk
kirkja — og klerkastétt landsins
að láta það óátalið, hvernig séra
Ouðmundur Óli Ólafsson stjórnar
Kirkjuritinu í nafni þeirra aðila,
sem bera ábyrgð á því ofstæki,
reiði, heift og öfgum, sem ein-
kenna þetta aðalmálgagn presta á
Islandi? Ef enginn ritstjórnar-
manna mótmælir öfgunum, verður
að líta svo á, að sú rödd, sem þar
heyrist úr heilögum barka þessa
guðs útvalda ritstjóra, túlki skoð-
un þeirra, sem þessu riti stjórna
og á því bera fulla ábyrgð.
Einatt hefur verið vegið að
Morgunblaðinu og fleiri aðilum í
riti þessu, sem virðist ekki skilja
neitt annað en ofstækisfullar kröf-
ur um einhverja úrelta „kirkju-
lega“ auðsveipni, sem er tíma-
skekkja hér á landi, þótt hún sé
grundvöllur múhameðstrúarríkja
á borð við íran. Þar ríkir trúarof-
stæki, sem við höfum verið bless-
unarlega laus við, nema þá helzt í
Kirkjuritinu upp á síðkastið. En
það má ritstjóri þess vita, að
ofstæki hans hefur öfug áhrif,
enda ókristilegt og í engu sam-
ræmi við kenningar meistarans
um umburðarlyndi og náungakær-
leika. Andi Khomeinis svífur aftur
á móti yfir vötnum Kirkjuritsins,
ef vötn skyldi kalla. Síðasta hald-
reipi ritstjórans er sú fullyrðing,
að í Morgunblaðinu tróni „trúar-
afturhald", þrátt fyrir „góð orð um
betrun", eins og komizt er að orði.
Þessi orð og þvílík eru bergmál
aftan úr forneskju. Það er engu
líkara en Khomeini sé hættur að
stjórna islömskum ofstækistrúar-
mönnum, sem nú tróna í Iran og
hafi brugðið sér út hingað til
íslands og stjórni nú guðlegum
fjaðrapenna Guðmundar Óla.
En það hefur aldrei hvarflað að
ritstjóra Kirkjuritsins að finna
orðum sínum stað. I Morgunblað-
inu birtast margvíslegar skoðanir,
einnig um kristin málefni og
kirkju landsins og hefur hún ávallt
átt — og mun eiga — skjól í
blaðinu, hvað sem Khomeini
Kirkjuritsins líður. Hann getur
engan fælt frá Kristi. Kirkjan má
þakka guði fyrir það.
Ritstjóri Kirkjuritsins er ekki
umburðarlyndur maður, heldur
þröngsýnn, fullyrðingasamur og
stóryrtur.
í Fjallræðunni segir:
Sælir eru hógværir, því að þeir
munu landið erfa.
Ritstjóri Kirkjuritsins og öfga-
sinnaðir sálufélagar hans munu
þvi ekki landið erfa, menn sem sízt
af öllu eru hógværir.
Sælir eru friðflytjendur, því að
þeir munu Guðs synir kallaðir
verða.
Þeir sálufélagar verða því ekki
kallaðir Guðs synir, menn sem
fara með ófriði á hendur bræðrum
sínum.
En kannski verður himnariki
samt þeirra, þrátt fyrir allt, því að
í Fjallræðunni segir enn:
Sælir eru fátækir í anda, því að
þeirra er himnaríki.
Megi Guðs kristni vaxa og bless-
ast í landinu um ókomnar aldir,
þrátt fyrir reiðina og ofstopann í
Kirkjuritinu. Megi ábyrgðarmenn
þess og ritstjórn minnast orða
Jóns biskups Vídalíns, sem einnig
kom við sögu Skálholtsstaðar:
„Hvernig fékk Jóab metorðum
sínum haldið, nema með reiðinni,
og var það honum þó ekki nema
stundarfriður." Ennfremur: „En
sá, sem reiður er, hann er vitlaus."
Þá varar Jón biskup við því, að
menn búi lengi að heiftinni, enda
sé hún „eitt andskotans reiðar-
slag“. Reiðin snýst einatt upp í
hatur, og sá sem reiðist, gætir ekki
tungu sinnar. Ekki hefur Jón
biskup grunað, að sjálft Kirkjurit-
ið ætti eftir að verða ein átakan-
legasta sönnun þessara fullyrð-
inga hans. Og þar sér þess jafnvel
merki, að reiðin „verður að hatri í
mannsins hjarta og súrnar þar
inni“.
En kæru guðsmenn, sem berið
ábyrgð á reiði, öfgum og ofsa
Kirkjuritsins, þér sem virðist ekki
skilja umburðarlyndi, en ræktið
ofstækið í anda Khomeinis og
miðaldanna, minnist þeirra fylgi-
kvilla reiðinnar, sem Jón biskup
Vídalín telur upp, s.s. drambsemi
og þrætu. Og til þess nú að reiðin
haldi ekki áfram að úldna í hjört-
um yðar, þá látið eigi sólina
undirganga yfir reiði yðar. Farið
að boði „hins gamla Platonis, er
hann bauð þeim, sem reiður væri,
að skoða sig, á meðan hann væri
hvað grimmastur, og mundi hann
hræðast sjálfan sig“. Lítið nú í
þennan spegil Kirkjuritsins og
hræðist það, sem þar blasir við.
Kirkja og kristni eiga ekki skilið
svo drambsaman spéspegil þeirra
kenninga, sem Kristur boðaði.
Það getur varla verið eftirsókn-
arverðasta hlutskipti prests að
„eiga góða heimvon" fyrir þá
verðleika eina „að vera fátækur í
anda“. Megi Kirkjuritið blómgast
á öðrum forsendum.
Og megi sá beiski reiðibikar
Guðmundar Óla Ólafssonar verða
tekinn frá kristnu fólki á Islandi.
Hann færir engin fjöll úr stað.
Fyllið heldur Kirkjuritið af þeim
kærleika, sem trúir, vonar og
umber.
Krístrún sökk á nokkrum mínútum
VARÐSKIPIÐ Ægir bjargaði þremur skipsbrotsmönnum úr gúmbjörgunarbátum á
bátnum Kristrúnu frá ísafirði, en báturinn sökk á Faxaflóa er hann var á leið frá ísafirði
til Reykjavíkur. Gerðist það síðdegis á laugardag og náðu varðskipsmenn á staðinn hálfri
klukkustund eftir að Kristrún sökk. Báturinn var gerður út á rækju í vetur.
— Þetta gerðist einhvern tíma milli hálfþrjú og þrjú, sagði Hörður Bjarnason skipstjóri í
samtali við Mbl., en það kom alveg skyndilega heiftarlega mikill leki að bátnum. Við höfðum
ekki tíma til að gera neitt nema ræsa dælur, en við höfðum fengið með okkur varadælu til
ferðarinnar. Tíminn var annars enginn og við urðum að fara strax í bátana og sökk Kristrún á
mjög skömmum tíma.
Hörður sagði að þeir hefðu verið þrír um borð, vélstjóri og matsveinn ásamt honum og hefðu
þeir verið á leið með bátinn til Reykjavíkur í viðgerð eftir að hann strandaði í vetur. Skipherra
á Ægi var Helgi Hallvarðsson. Sjópróf verða í málinu í dag.
Gúmbátarnir voru teknir um
borð í varðskipið Ægi sem kom
á staðinn um hálfri klukku-
stund eftir að Kristrún sökk.
— Ljósm. I.K.
Skipverjar af Kristrúnu við komuna til Reykjavíkur. Ljósm. Emilía.