Morgunblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 23
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 23 Hreinn kast- aöi 20,54 m FRJÁLSÍÞRÓTTAMAÐURINN Hreinn Halldórsson KR byrjaði keppnistímabilið utanhúss mjög vel, en hann kastaði kúlunni 20.54 metra á móti í Austin í Texas á laugardag. Sigraði Hreinn þar á miklu móti sem nefnist Texas Relays, en Óskar Jakobsson, sem stundar nám í Texas, varð í þriðja sæti í kúlu- varpinu með 18,47 metra. Óskar keppti einnig í kringlu- kastinu, sem hann vann með 57,88 metra kasti. James Blackwood þjálfari Ósk- ars í Texas sagði í samtali við Mbl. í gær að Hreini líkaði mjög vel við sig í Austin og fengi Oskar af honum góðan félagsskap. Sagði Blackwood að Hreinn og Óskar væru góðir fulltrúar íslands þar ytra og heilluðu þeir alla með framkomu sinni og afreksgetu. Þá sagði Blackwood að verið væri að ganga frá þátttöku Hreins í ýmsum stórmótum þar ytra, m.a. í Kaliforníu. — ágás. West Ham EINN leikur fór fram í 2. deild í Englandi í gærkvöldi. West Ham vann Luton 1:0. Breiðablik féll niður í 2. deild VÍKINGUR og Breiðablik léku í 1. deild kvenna í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna var um að ræða baráttu um fallsætið og nægði Breiðablik jafntefli til þess að halda sér uppi í 1. deild. En svo fór ekki, Víking- ur vann öruggan sigur 16:9 og það er því Breiðablik sem fellur í 2. deild en Víkingur þarf að leika tvo aukaleiki við lið númer 2 í 2. deild um lausa sætið í 1. deild en það verður annað hvort ÍBK eða Grindavík. Er þetta þriðja árið í röð sem Víkingur þarf að leika aukaleiki um sæti í 1. deild. Víkingur tók strax forystuna í leiknum í gærkvöldi. Komust Vík- ingsstúlkurnar í 5:1 nokkru eftir miðjan fyrri hálfleikinn og brá þá þjálfari Breiðabliks á það ráð að láta taka tvær mestu skyttur Víkings úr umferð, Ingunni og írisi. Riðlaðist þá varnarleikurinn alveg hjá Breiðabliksstúlkunum og Víkingsstúlkurnar komust í 8:3 í hálfleikinn og 10:3 fljótlega í seinni hálfleik. Þegar hér var komið sögu tóku Breiðabliksstúlkurnar smá sprett og skoruðu fjögur mörk í röð en brátt sótti í sama farið aftur og Víkingsstúlkurnar með Sólveigu Magnúsdóttur fremsta í flokki skoruðu hvert markið af öðru og var sigur Víkings aldrei í hættu. Víkingsliðið lék mun betur en Breiðablik í þessum leik. Með sigri sínum fékk Víkingur 6 stig en Breiðablik hlaut 5 stig. Beztar hjá Víkingi voru Sólveig Magnúsdóttir og Sigurrós Björnsdóttir en liðið átti í heild góðan dag bæði í vörn og sókn. Hjá Breiðabliki var Arn- dís Sigurgeirsdóttir bezt. MÖRK Víkings: Sólveig 6, íris Þráinsdóttir 4 (3 v), Ingunn Bernódusdóttir 2, Sigurrós 2, Heba Hallsdóttir 1, Ástrós Guðmunds- dóttir 1 (1 v) mark. MÖRK Breiðabliks: Arndís 6 (2 v), Hulda Halldórsdóttir 2, Sigurborg Daðadóttir 1 mark. — SS. Sundboltinn af staö MINNINGARMÓT í sundknattleik um Þorstein Ingólfsson, bróður hinna fjölmörgu Ingólfssona í liði Ármanns hefst í kvöld klukkan 20.45 með leik Ármanns og KR. Leikinn verður einföld umferð og leika KR og Ægir á föstudaginn og síðan Ægir og Ármann á miðviku- daginn 25. apríl. Allir hefjast leikirnir á sama tíma. Þrenna hjá Inga Birni VALUR sigraði Ármann 4:0 í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi, en leikið var á Melavellinum. Valsmenn höfðu mikla yfirburði í leiknum og þessi stóri sigur liðsins var verðskuldaður. Ingi Björn Albertsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, 2:0. í seinni hálfleik bætti Guðmundur Þorbjörnsson við fallegu marki og fjórða markið skoraði Ingi Björn. Tvö af mörkum Inga voru skoruð eftir sendingar frá Jóni Einarssyni. — HE/SS. Leikurinn sem beðið er eftir: 17 landsliðsmenn í Laugardalshöll — þegar Valur og Víkingur leika til úrslita annaö kvöld. SÍÐASTI leikur íslandsmótsins í handknattleik fer fram í Laugardalshöllinni klukkan 20.30 annað kvöld, en þá mæt- ast íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Víkings og er um hreinan úrslitaleik að ræða. Þessi tvö félög eru nú í algjör- um sérflokki í íslenzkum hand- knattleik og segja má að hand- knattleiksunnendur hafi beðið þessarar viðureignar í allan vetur. Bæði Valur og Víkingur hafa 23 stig en næstu tvö félög, FH og Haukar, hafa 13 stig. Heil 10 stig skilja Víking og Val frá öllum öðrum liðum í 1. deild og sýnir þetta ljósiega þá sérstöðu, sem þessi tvö félög hafa í íslenzkum handknattleik um þessar mundir. Félögin héldu í gærdag blaðamanna- fund til að kynna þennan leik og kom þar margt athyglisvert fram, t.d. það, að í leiknum á morgun verða 17 núverandi og fyrrverandi landsliðsmenn og þeir hafa að baki hvorki meira né minna en 673 landsleiki. Landsliðsmenn Vals eru 9 og hafa þeir 399 leiki að baki en landsliðsmenn Víkings eru 8 og haf þeir leikið 274 landsleiki. Eins og nærri má geta er mikill viðbúnaður vegna leiks- ins. Hann hefst klukkan 20,30 á miðvikudagskvöld en áður en leikurinn hefst munu Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri og borgarráðsmenn heilsa upp á leikmenn. Búist er við mikilli aðsókn eins og alltaf þegar þessi tvö félög leiða saman hesta sína og því verður forsala aðgöngu- miða í Laugardalshöllinni klukkan 18—20 i dag, þriðjudag, og frá klukkan 18 á morgun. Stuðningsmenn félaganna hafa einnig mikinn viðbúnað og í kvöld klukkan 20 ætlar nýstofn- að stuðningsmannafélag Vík- ings að halda fund í Víkings- heimilinu, þar sem Bogdan Vík- ingsþjálfari og nokkrir leik- manna liðsins munu ræða um leikinn við félaga klúbbsins. Á fundinum sátu m.a. fyrir svörum þjálfarar beggja liðanna og fer hér á eftir í endursögn það helsta sem þeir sögðu: Bogdan Kowalczyk, þjálfari Víkings: — Víkingsliðið hefur æft vel og lagt sig allt fram að undan- förnu og ég tel að leikmennirnir séu vel undir þennan erfiða leik búnir. Ég vil ekki spá neinu um úrslit, ég vil frekar tala eftir leikina en á undan. Það er nokkuð langt síðan það var alveg ljóst, að þessi ákveðni leikur yrði úrslitaleikur mótsins og því höfum við getað hagað undirbúningnum þannig, að allt miðaðist að því að liðið yrði þá í toppformi. Aðrir leikir Víkings- liðsins að undanförnu hafa því í rauninni verið undirbúningur undir þennan mikilvæga leik. Ég kvíði þessum leik ekki því sl. 6 ár var ég þjálfari pólska liðsins Slask og öll árin var liðið í toppbaráttunni og öll árinn vann það. Ég er því ekki óvanur því álagi sem fylgir svona leik. Það væri vissulega mjög skemmtilegt fyrir mig ef Vík- ingur yrði Islandsmeistari því þá yrði mitt lið meistari í sjöunda skiptið í röð. Hilmar Björnsson, þjálfari Vals: — Ég sagði eftir leik Vals og Fram á dögunum, að Valur yrði Islandsmeistari og ég stend við þau orð en ég býst við, að Víkingarnir verði okkur erfiðir. Valsliðið hefur verið í lægð í undanförnum leikjum og það hefur reynzt erfitt verk að rífa mannskapinn upp eftir Heims- meistarakeppnina á Spáni. En þetta er allt að koma og ég hef trú á því að liðið verði mjög sterkt í úrslitaleiknum. Eins og staðan er í dag tel ég að Valur hafi sterkari vörn og mark- vörzlu en Víkingur betri sóknar- leik en úrslitin munu auðvitað ráðast af því hvernig liðunum tekst upp þegar á hólminn er komið. Dómarar leiksins verða milli- ríkjadómararnir Karl Jóhanns- son og Gunnlaugur Hjálmars- son. - SS. • Dæmigerð átök úr leik Vals og Vfkings. Varla er nokkur vafi að tekið verður á af firnaafli og öllum brögðum beitt er liðin mætast í úrslitaleik deildarinnar á morgun. Skíóalandsmótió hef st í dag SKÍÐAMÓT íslands verður sett á Skarðsengi í Seljalandsdal kl. 14.30 í dag, en 40 ár eru um þessa páska siðan skiðamót íslands var í fyrsta sinn haldið hér á ísafirði. Mun forseti bæjarstjórnar ísa- fjarðar ávarpa viðstadda, en Odd- ur Pétursson mótsstjóri setur síðan mótið. Strax á eftir hefst keppni í 15 km göngu 20 ára og eldri og 10 km göngu 17—19 ára. Margir fræknir skíðamenn eru mættir til leiks, víðs vegar að af landinu, en á þriðjudag verður væntanlega mest spennandi að fylgjast með þeim Hauki Sigurðssyni, Ólafsfirði, Halldóri Matthíassyni, Reykjavík og Þresti Jóhannessyni," Isafirði, en þeir hafa náð beztum árangri í púnktamótum vetrarins. Þá er kempan Gunnar Pétursson einnig á meðal keppenda en hann keppir að þessu sinni í 31. skipti á íslandsmóti. í flokki 17—19 ára eru þeir með flesta punkta bræð- urnir Gottskálk og Jón Konráðs- synir frá Ólafsfirði, en aðeins 2,5 punktar skilja á milli þeirra, næstur er svo Jón Björnsson Isa- firði. 76 keppendur taka þátt í skíða- móti Islands að þessu sinni og verður keppt í 23 greinum, auk þess sem keppt verður í göngu 35 ára og eldri sem aukagrein. Dag- skrá mótsins er að öðru leyti sem hér segir: 11. apríl kl. 16: Stökk. 12. apríl kl. 12: Stórsvig. 12. april kl. 15: Boðganga. 13. apríl: Skíðaþing. 14. apríl kl. 11: Svig, fyrri ferð og sama dag kl. 14 seinni ferð. 15. apríl kl. 14: Flokkasvig 15. apríl kl. 14: Ganga. Veður á Isafirði er ágætt til skíðaiðkana og nægur snjór í Seljalandsdal. Áformar Flugfélag íslands að fljúga 23 ferðir til Isafjarðar um páskavikuna og er búizt við miklum fjölda manna. Er að venju margt á döfinni til yndisauka fyrir gesti og heima- menn og er von manna að veður- guðirnir bregðist ekki og að páska- sólin láti sjá sig, Sig. Gríms.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.