Morgunblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 37 Lovísa Gísladóttir frá Búastöðum -Minning Fædd, 18. júní 1895, Dáin 30. mars 1979. Lovísa Gísladóttir frá Búa- stöðum í Vestmannaeyjum andaðist í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja hinn 30. marz s.l. Á kveðjustund Lovísu eða frænku á Búastöðum, eins og mér og okkur bræðrum var tamast að kalla hana, koma í hugann myndir og minningar frá veröld sem var og aldrei kemur aftur. Slíkt er lífsins saga, en sú breyting er þó meiri en venjulega vegna einstæðra náttúruhamfara og jarðelda í vestmannaeyjum. Er ég minnist Lovísu frænku hrannast upp myndir af heimi bernskunnar á útvegsjörð, þar sem annars vegar fór saman líf og leikur í faðmi mikillar náttúru og grænna túna og svo iðandi líf og bjástur kringum báta og aflabrögð í stærstu vélbátaverstöð landsins. Aldagamlar venjur við nytjar Eyjajarða voru hafðar í heiðri, svartfugla- og fýlseggjataka á vorin og fuglaveiði, lundi, súla og fyrr meir fýlsungi að sumrinu. Yfir lundatímann sat frænka löng- um við reistlu og kunni hverri konu betur að reita fugl og verka í salt og reyk. I þessum heimi var Lovísa frænka einn af föstum punktum tilverunnar. Ekki leið svo dagur, að ég færi ekki að Búastöðum, sem var steinsnar frá heimili mínu og undi ég þar iðulega heilu dagana. Þangað var ég og önnur börn úr nágrenninu alltaf velkominn. Þær fáu ferðir, sem móðir mín fór suður til Reykjavíkur, var það jafn sjálfsagt að ég dveldi hjá frænku á meðan og það að sólin kom upp handan jökulsins og Bjarnareyjar. Á sumrin var mikið líf og gleði við heyskap á túni Búastaða og annarra býla í nágrenninu. Mikil og sérstök samhjálp var á milli granna, en fjölskyldur þeirra Búa- staðasystkina, föður míns og Lovísu frænku, hjálpuðust að við heyskapinn að Búastöðum og nytjar hlunninda jarðarinnar. Við vorum allt sumarið að heyja fyrir þessum tveimur kúm, sem voru í fjósi á Búastöðum, en frænka hirti kýrnar og mjólkaði okkur spenvolga nytina, sem sótt var á hverju kvöldi. Vor og haust var farið í sameiginlega kálgarða vestur í Hrauni og inni við Skildingafjöru og slippa, þar sem kallað var í Moskvu, þarna stendur nú Áhalda- hús Vestmannaeyjakaupstaðar. Malbik, hús og svartur vikur hylja nú fallega hraundranga og myndir hraunsins — en þar sem Búastaðir og túnin voru, þar yfir, eru nú tugir metra apalhraun og vikurdyngjur nýrrar jarðar. Lovísa frænka var samofin þessu öllu og æsku minni. Minning um hana og bernskunnar tún eru eitt. Hún var barngóð, sívinnandi og bjástrandi úti eða inni. Á kyrrlátum hvíldarstundum sem voru fáar, sat hún með bók eða sauma í hönd. Vinnusemi Lovísu og dugnaður kom sér vel, er hún við fráfall manns síns á besta aldri barðist áfram með barnahópinn fimm talsins. En þegar hús stóð uppi sem ekkkja var elsta barn þeirra hjóna um fermingaraldur. — x — Lovísa Gísladóttir var fædd á Búastöðum í vestmannaeyjum 18. júní 1895 og ól þar nær allan sinn aldur. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Eyjólfsson Eiríksson- ar bónda frá kirkjubæ í Eyjum og Guðrún Magnúsdóttir frá Berjanesi í Landeyjum. Þau Guðrún og Gísli bjuggu allan sinn búskap að Búastöðum eistri. Þau eignuðust 4 börn og komust 3 af barnsaldri. Lovísa var þeirra elst, þá Eyjólfur skipstjóri, áður að Bessastöðum í Vestmannaeyjum, en býr nú í Garðinum og Jórunn, sem dó aðeins 17 ára gömul. Með þeim systkinum, Lovísu og Eyjólfi, var ávallt sérstaklega kært og bjuggu þau svo til á sama hlaðinu nær alla sína ævi. Árið 1925 giftist Lovísa Bryngeir Torfasyni frá Söndu á Stokkseyri. Hann var glæsimenni, aflasæll formaður og einn af frum- herjum sjómannasamtakanna í Vestmannaeyjum. Bryngeir og Lovísa eignuðust 7 börn og komust 5 þeirra til fullorðinsára. Árið 1928 fluttust þau að Búastöðum og bjuggu þar upp frá því, ásamt Guðrúnu ömmu, þar til hún andaðist árið 1936. Þau hjón voru samhent, en líf þeirra varð þó enginn dans á rósum, því að skömmu eftir 1930, er börn þeirra öll voru í bernsku veiktist Bryngeir af berklum. Hann barðist harðri baráttu gegn þessum válega sjúkdómi, sem þá herjaði hvað mest hér á landi. Bryngeir dvaldi á Vífilsstöðum í mörg ár og andaðist þar árið 1939. Þetta voru erfið ár. Til viðbótar heilsuleysi húsbóndans var óvenjulega hart árferði, heims- kreppan mikla, sem gekk yfir lönd. í veikindum eiginmanns síns sýndi Lovísa sem oftar fórnarlund og þrek og átti hún margar ferðir til Reykjavíkur á Vífilstaðahæli að heimsækja Bryngeir. Þá var minna um sjóði og samhjálp, en nú er en hún gleymdi samt aldrei okkur bræðrum, þegar hún kom að sunnan og gladdi okkur sem sín eigin börn af litlum efnum. Lovísa kom öllum börnum sín- um vel til manns og lifði það að sjá sum þeirra gera garðinn frægan, en öll veða nýta borgara. Þau sjá nú á bak aldraðri móður, sem æviárin höfðu að lokum beygt og sett sín mörk á. í huga barna hennar, maka og barnabarna lifir minningin um góða móðir, sem öllu fórnaði fyrir velferð þeirra. Börn þeirra Bryngeirs og Lovísu, sem upp komust eru: Ingibjörg húsmóðir í Grindavík, Torfi heildsali og frækinn íþrótta- maður fyrr á árum, Gísli úrsmiður Kópavogi, Bryngerður húsmóðir Hafnarfirði og Jón verksmiðju- stjóri í Bolungarvík. Þau eru öll vel gift og við andlát Lovísu eru barnabörn hennar og barnabarna- börn á fjórða tuginn. Elsta son sinn, Jóhann misstu þau Lovísa og Bryngeir, er hann var aðeins 7 ára að aldri; var hann mikið efnisbarn og öllum harmdauði. Dóttursonur Lovísu, Bryngeir, var hjá henni til fullorðinsára. Lovísa dvaldi að Búastöðum fram til eldgossins 23. janúar 1973, en svo var hún bundin heimahög- um föstum böndum, að hún fór fyrst í burtu á öðrum degi hamfar- anna, um miðjan dag hinn 24. janúar, er hnullungsstór steinn féll við hlið hennar. Síðustu árin að Búastöðum bjó Lovísa með yngsta syni sínum Jóni og eftir að hann kvæmtist var hún á heimili hans, og hér á megin- landinu fyrstu árin eftir eldgos. Fram yfir áttrætt var Lovísa hin hressasta, las mikið og fylgdist með og sópaði að henni, þegar hún klæddi sig upp á í íslenskan búning og peysuföt. Eldgosið í Heimaey og allt það umrót, sem því fylgdi hafði slæm áhrif á Lovísu eins og fleiri gróna Vestmannaeyinga. Eins og víða er í Eyjum var útsýni einstaklega fallegt og til- komumikið frá Búastöðum. Vetrarveður voru ákaflega hörð og sá í brimskafla til hafs og við eyjar, en vor- og kyrrlát sumar- kvöld með óminn frá sjófuglúm bjargsins. Lovísa festi aldrei yndi utan Vestmannaeyja. Snemma árs 1976 fékk hún heilablóðfall náði ekki fullri heilsu eftir það. Um vorið fór hún aftur til Eyja og var í fyrstu á elliheimilinu Hraun- búðir við gott atlæti. Heilsu henn- ar hrakaði smám saman og síðustu tvö árin var hún á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Síðustu æviárin voru Lovísu frænku afar erfið og var þá gott að vita um hana í góðum höndum. Við útför hennar þökkum við aðstand- endur og ættingjar Lovísu læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Vest- mannaeyja fyrir ágæta hjúkrun og ummönnun í erfiðum veikindum. Hinn 30, mars s.l. fékk Lovísa hægt andlát. Hún verður jarðsungin frá Landakirkju í dag og lögð í mold eyjunnar, þar sem hún hafði unað svo til alla ævi sinnar daga. Eg þakka henni allt sem hún var mér í æsku, þar átti ég alltaf skjól. Fjölskylda mín, allir afkomendur, ættingjar og vinir blessa minningu Lovísu Gísla- dóttur frá Búastöðum. Hún er nú horfin til eilífðarlanda, þar sem henni mun búin góð heimkoma, Guðs að starfa vítt um geim. Guðjón Ármann Eyjólfsson. UTSOLUMARKAÐUR Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg Allar vörur á ótrúlega lágu verði Vinnufatabúðin á Laugavegi verður lokuð á meðan vegna breytinga Sendum í póstkröfu Símar 28550 Flauelisbuxur Gallabuxur Verö frá 2.000.- Nærföt Sokkar Peysur og margt fleira. Verð kr. 2.200.- Verð kr. 10.900. Stærðir frá 48—56. verðkr 10.900.- Stærðir: sm., me., la. og ex. UFATABUÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.