Morgunblaðið - 10.04.1979, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
47
Varað við
ginsengáti
Chicago,_9. aprfl, AP.
LANGTÍMANEYZLA hinnar vin-
sælu ginseng-jurtar getur haft
háskalegar afleiðingar að því er
segir í rannsóknarskýrslu frá
Kaliforríuháskóla.
Talið «.r að milli fimm og sex
milljónir Bandaríkjamanna noti
jurtina. Ronald Siegel læknir við
gcðlækningadeild læknaháskól-
ans í Los Angeles segir frá því í
blaði bandarísku læknasamtak-
anna þann 13. apríl, að jurtin
hafi verið notuð um þusundir ára,
einkum í Austurlöndum, þar sem
hún hefur verið hressingarlyf og
græðslujurt. Á okkar dögum nota
Kínverjar ginscng til að örva
efnaskipti líkamans og stjórna
blóðþrýstingi og sykurmagni í
blóði. í Bandaríkjunum mæla
læknar hins vegar aðeins með
jjinseng til að mykja húðina.
Ahugi á jurtinni hefur þó vaxið
ört á síðustu árum og má víðast
kaupa hana í náttúrulækninga-
og lyfjabúðum. Er gjarnan mælt
með henni sem styrkjandi lyfi og
kynörvandi.
í grein sinni segir Siegel frá
niðurstöðum rannsóknar á 133
neytendum, sem fylgst var með í
tvö ár.
Segist Siegel hafa fengið hug-
myndina að rannsókninni er hann
Engin tengsl
við morðið á
Airey Neave
Dyflinni, 8. aprfl. AP.
SEX MENN, er klófestir voru í
Dyflinni á sunnudag, eru nú
yfirheyrðir vegna rána í bönk-
um og skartgripaverzlunum í
írska lýðveldinu. Lögregla hef-
ur neitað fyrri frásögum þess
efnis, að handtaka sexmenning-
anna sé í tengslum við morðið á
Airey Neave, talsmanni brezka
íhaldsflokksins í málefnum
Norður-írlands.
Lögregla kom mönnunum að
óvörum í íbúð einni í Dyflinni og
segist hafa fundið þar útbúnað
til sprengjugerðar en engar
sprengjur. Þykir lögreglu líklegt,
að að útbúnað þennan hafi átt að
nota til óhæfuverka innanlands
frekar en á brezkri grund.
veitti athygli vímu sjúklinga, er
neyttu jurtarinnar, en henni fylgdi
langvarandj svefnleysi, óstyrkar
taugar ofl.
Flestir ginseng-neytenda í rann-
sókninni lýstu espandi áhrifum og
nokkrir lýstu ýktum taugaspenn-
ingi, fáti, andvöku, skinnútbrotum
og morgunþunnlífi. Einnig kvört-
uðu menn yfir bólgum og fjórar
konur áttu í erfiðleikum með tíðir.
Þeir, sem neyttu ginsengs í stórum
skömmtum, þjáðust af þunglyndi,
skyntruflunum og vanmetakennd.
Siegel bendir jafnframt á, að
ekki sé unnt að segja fyrir um
áhrif ginseng með nokkurri vissu
og geti óæskilegri áhrif þess ekki
talizt einkennandi.
Veður
víða
um heim
Akureyri snjóél
Amslerdam 13 skýjað
Apena 20 sól
Berlín 7 skýjaó
Barcelona 16 skýjað
Briissel 12 bjart
Chicago 8 skýjað
Frankfurt 10 bjart
Genf 10 sól
Helsinki 5 bjart
Hong Kong 20 skýjað
Jerúsalem 19 sól
Jóhannesarb. 23 sól
Kaupmannah. 8 sól
Las Palmas 17 skýjað
Lissabon 17 rigning
London 10 skýjað
Los Angeles 20 skýjað
Madrid 15 skýjað
Majorka 17 skýjað
Malaga 15 rign.
Miami 24 skýjað
Montreal 4 sól
Moskva 5 skýjað
Nýja Delhi 36 bjart
New York 12 rigning
Ósló 7 skýjað
Parls 13 mistur
Reykjavík 3 léttskýjað
Rómaborg 15 bjart
San Francisco 14 bjart
Stokkhólmur 6 skýjað
Sydney 20 skýjað
Teheran 30 mistur
Tel Aviv 19 sól
Tókýó 23 bjart
Toronto 0 snjókoma
Vínarborg 6 skýjað
Þetta gerðist 10. apríl
1978 — Shevchenko, sovézkur
aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ,
biður um hæli í Bandaríkjunum.
1974 — Golda Meir segir af sér.
1972 — Samningur Bandaríkja-
manna og Rússa um bann við
líffræðilegum hernaði undirrit-
aður.
1963 — Bandaríski kjarnorku-
kafbáturinn „Thresher" talinn
af á Norður-Atiantshafi (129
fórust).
1961 — Adolf Eichmann leiddur
fyrir rétt í ísrael fyrir
stríðsgiæpi.
1945 — Bandarískir hermenn
frelsa fangabúðirnar í Buchen-
wald — Bandaríkjamenn taka
Hannover.
1938 — Daladier myndar stjórn
í Frakklandi með stuðningi
Blums.
1936 — Zamora Spánarforseti
settur af.
1864 — Maximilian gerður keis-
ari Mexíkó.
1841 — „New York (Herald)
Tribune" hefur göngu sína.
1832 - Fjölskyldur Karls X og
Napoleons útskúfaðar í Frakk-
landi — Tyrkir segja
Mohammed Ali, khedív Egypta,
stríð á hendur.
1814 — Orrustan um Toulouse.
1741 — Friðrik II sigrar Aust-
urríkismenn við Mollwitz og
leggur undir sig Slesíu.
1606 — Habsborgar-hertogarar
gera uppreisn gegn Rudoif II
ksÍSEFE
1552 — Hinrik II Frakkakon-
ungur tekur Metz og gerir
bandalag við þýzka mótmælend-
ur.
Afmæli: Jakob V af Skotlandi
(1512—15i2) — WiUiamHazlitt,
brezkur rithöfundur
(1778—1830) — George Russel
(A-E.“), brezkt skdld
(1867—1935) — Clara Booth
Luce, fv. bandarískur sendi-
herra (1903— —) — Joseph
Pulitzer, bandariskur blaöamaö-
ur (181*7-1911) - William
Booth, enskur stofnandi Hjdlp-
rœðishersins (1829—1912).
Andlát: Gregor páfi XIII 1585 —
Auguste Lumiere, kvikmynda-
brautryðjandi, 1954 — Evelyn
Waugh, rithöfundur, 1966.
Innlent: Alþingi samþykkir að
ríkisstjórnin fari með konungs-
vald 1940 — Magnús Stephensen
skipaður landshöfðingi 1886 —
Nýi stíll 1700 - Friðrik IX
kemur í heimsókn 1956 — d.
Þórður Sturluson 1237 — f.
Einar Ásmundsson hrl. 1912 —
Sölvi Helgason hýddur á Akur-
eyri 1852.
Orð dagsins: Mannkynssagan
verður stöðugt meira kapphlaup
milli menntunar og hörmunga
— H.G. Wells, enskur rithöf-
undur (1866-1946).
H.G. „Hoot“ Gibson, flugstjóri lýsir fyrir blaðamönnum því er vél sú sem hann stýrði hrapaði
skyndilega mörg þúsund fet á fáeinum sekúndum. Það þykir með meiri afrekum að Gibson skyldi takast
að ná stjórn á vélinni á ný.
„Mér finnst ég
400 ára gamall”
Gibson flugmaður sem bjargaði
Boeing-flugvél úr bráðri hættu
Las Vegas, 9. aprfl. AP.
„ÞEIR SEGJA, að aðeins tveir af hverju hundraði Bandaríkja-
manna hafi gaman af starfi sínu. Ég er í þeim hópi,“ sagði
TWA-flugmaðurinn H.G. Gibson sem bjargaði Bocing 727 og lífi 87
farþega og áhafnar þegar flugvélin snerist í hringi og féll næstum
til jarðar áður en hann náði valdi á henni.
Flugvélin féll átta kílómetra
vegalengd á 'hraða hljóðsins
áður en Gibson náði valdi á
henni í 3.000 metra hæð, örfáum
sekúndum áður en hún hefði
hrapað til jarðar. Örfáum mín-
útum síðar lenti Gibson vélinni í
Detroit með bilaðan væng og
lendingarbúnað. Slysið varð ná-
lægt Flint í Michigan og flugvél-
in, sem er 14 ára gömul var á
leið til New York til
Minneapolis. -
Gibson telur að atburðurinn
hafi aðeins varað í 20 sekúndur
en hann sagði á heimili sinu í
Las Vegas: „Mér finnst ég vera
400 ára gamall. Ég get ekki
sofið. Ég er ennþá eins og á
nálum."
Gibson hefur að baki rúmlega
23.000 flugtíma og hefur flogið í
31 ár.
„Fólk segir að flugmenn fái of
há laun,“ sagði Gibson. „Ástæð-
an til þess að við fáum góð laun
er sú að við verðum að vera
viðbúnir þessum örfáu hættu-
legu sekúndum á fjögurra til
fimm ára fresti. Þetta er ekki
hægt að verðleggja."
Um hvað hugsaði hann þegar
flugvélin æddi til jarðar á 1.040
kílómetra hraða á klukkustund.
„Ég hafði ekki tíma til að
hugsa neitt, en við hefðum getað
haft sameiginlega bænastund í
lokin," sagði hann.
Gibson heldur því fram að
einnig eigi heiður skilið aðstoð-
arflugmaður háns, Scott Kenn-
edy, Gary Banks vélamaður og
aðrir af áhöfninni. „Þeir stóðu
sig frábærlega vel.“
Efasemdir um réttlæti
írönsku byltingarinnar
Teheran, 9. aprfl. AP — Reuter.
MARGIR ÍRANIR hafa lýst sig samþykka hinum skyndilegu
réttarhöldum gegn Amir Abbas Hoveida fyrrum forsætisráðherra og
skyndiaftöku hans, en aðrir í höfuðborginni hafa látið í ljós efasemdir
um réttlæti byltingarinnar í landinu.
Sumir fundu að því að Hoveida
hefði ekki verið leyft að hafa
verjanda. Margir sem talað var við
lýstu yfir stuðningi við nýja
byltingardómskerfið. Aðrir óttuð-
ust að hefndir gegn fyrrverandi
embættismönnum og stuðnings-
mönnum fráfarandi stjórnar
keyrðu um þverbak.
Böðullinn sem líflét Hoveida
sagði áður en hann skaut hann
með vélbyssu: „Þú hr. Amir Abbas
Hoveyda ert skítseiði jarðarinnar
og hefur samkvæmt úrskurði
þessa dómstóls verið dæmur til
dauða...“
Mynd sem blað birti af Hoveida
sýndi að hann var klæddur dökkri
skyrtu undir þykkri hvítri ullar-
peysu. Hann sat á hvítum tréstól í
litlu herbergi þar sem um 50 menn
voru samankomnir. Margir báru
dökk gleraugu.
Ayatollah Gafari, sem varð
frægur á síðustu dögum febrúar-
byltingarinnar fyrir að skjóta
niður herþyrlu, brosti þegar
Hoveyda bað um grið og rétti upp
aðra höndina.
Margir íranir hafa reiðzt frétt-
inni um aftökuna en láta ekki
mikið bera á reiði sinni. En aðrir
minnast dauða þúsunda and-
stæðinga keisarans og telja slíkar
aftökur nauðsynlegar til að
hreinsa Iran af gömlu
leiðtogunum.
Tveir hershöfðingjar og fjórir
aðrir hermenn voru einnig leiddir
fyrir aftökusveit og skotnir í Iran
um helgina, þannig að alls hafa 59
fyrrverandi embættismenn keisar-
ans verið líflátnir svo vitað sé.
Ákærandi byltingarinnar bar til
baka frétt um að hálfsystir keisar-
ans, Fatemeh prinsessa, hefði
verið handtekin..
Aðstoðarforsætisráðherrann,
Abbas Amir-Entezam, vísaði á
bug erlendri gagnrýni og sagði að
Hoveida væri „þjóðfélagslega
óæskilegur, spilltur inn að beini,
og hefði átt að sæta refsingu."
Amir Entezam sagði að þær
ríkisstjórnir sem gagnrýndu
aftöku Hoveida og réttarhöldin
gegn honum hefðu hagnazt mest á
starfi Hoveida í embætti forsætis-
ráðherra.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
„harmaði" aftökuna, franski for-
sætisráðherrann Raymond Barre
lýsti „djúpri hneykslun" og brezka
utanríkisráðuneytið sagði i vand-
lega orðaðri yfirlýsingu að aftakan
væri „mjög hörmuleg". Kurt
Waldheim, framkvæmdastjóri SÞ,
lýsti „djúpum harmi“.
Amir-Entezam sagði: „Hann var
sekur. Hvað búizt þið við að
dómstóllinn geri í því?“ Hann
sagði að byltingardómstólarnir
mundu halda áfram störfum „eins
lengi og þörf krefur. Það geta orðið
sex mánuðir og það geta orðið tvö
ár.“
„Hvað sem Ayatollah Khomeini
vill gera á að gera,“ sagði maður
sem seldi bandaríska vindlinga á
svörtum markaði í miðborg
Teheran. „Hann veit hvað öllum er
fyrir beztu."
„Hoveida var sekur um
grimmdarverk í 13 ár og það átti
að drepa hann. Ég held að
byltingardómstólarnir séu góðir,
sérstaklega ef imaminn
(Khomeini) vill þá.“