Morgunblaðið - 24.04.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1979
3
Mikið tjón i elds-
voða á Malarrifi
Margeir í 6.-12. sæti
á skákmóti í London
Laugarbrekku, Breiðuvíkur-
hreppi, 23. apríl.
ELDUR kom upp í vélarhúsi
við vitann á Malarrifi um
klukkan hálf ellefu í morgun
og brann húsið til ösku og allt
sem í því var, þar á meðal þrjár
diselvélar vitans og jarðarinn-
ar, svo og olíubirgðir.
Ekki er vitað um eldsupptök,
en svo virðist sem sprenging
hafi orðið í eldsneytinu, en inni í
húsinu voru geymdir olíutankar
og utan dyra var stór geymir, og
komst eldur einnig í hann. Ekki
var unnt að komast inn í húsið,
en bóndinn á Malarrifi varð
eldsins var er hann var að koma
úr morgunkaffi við annan
mann.
Auk þess að lýsa upp vitann
fékk bærinn á Malarrifi einnig
rafmagn frá vélum vitans, bæði
til að lýsa upp og til hitunar. Er
því bæði kalt og ljóslaust hjá
hjónunum á Malarrifi nú, en
þau búa þar ásamt syni sínum,
og einnig er vitinn að sjálfsögðu
ljóslaus.
Slökkvilið úr sveitinni kom á
vettvang og einnig slökkvilið frá
Ólafsvík og Rifi og gekk nokkuð
auðveldlega að ráða niðurlögum
eldsins, en hans varð það seint
vart að allt var orðið alelda er
slökkviliðið kom á vettvang.
Þegar verður farið að kanna
hvernig leysa má úr rafmagns-
leysinu á Malarrifi, en ljóst er
að fyrst í stað verður að notast
við kolaeldavél í íbúðarhúsinu.
— Finnbogi.
Gerðadómur í
flugmannadeilu
YFIRBORGARDÓMARINN í
Reykjavík, Björn Ingvarsson, hefur
skipað þrjá menn í gerðardóm til
þess að skera úr um þá kröfu Félags
íslenzkra atvinnuflugmanna að flug-
menn Flugleiða hafi sömu laun, óháð
því hvaða flugvélategundum þeir
fljdga. Er skipun gerðardómsins
samkvæmt samkomulagi FIA og
Flugleiða nýverið. Gerðadóminn
skipa Auður Þorbergsdóttir borgar-
dómari, formaður, og hæstaréttar-
lögmennirnir Guðmundur Skaptason
og Jón Finnsson.
UM IIELGINA Iauk í London
skákmótinu Aaronson Maters, en
þar var einn íslenzkur skák-
maður meðal þátttakenda.
Margeir Pétursson. Margeir
hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum,
sem er allgóð útkoma og hafnði
hann í 6.—12. sæti.
Margeir sagði í samtali við Mbl.
í gær að hann hefði byrjað vel í
mótinu, fengið 4 vinninga í fyrstu
5 umferðunum en síðan hefði hann
tapað einni skák og gert svo tvö
jafntefli i röð, en unnið síðustu
skák sína. „Tapið var hálf slysa-
legt hjá mér því .ég átti að geta
haldið jöfnu. Hefði mér tekizt það
hefði ég verið ánægður með út-
komuna en á heildina litið var
mótið ágæt æfing fyrir svæða-
mótið i mai," srgði Margeir.
Sigurvegari í mótinu var Paul
Littlewood frá Bretlandi með l'k
vinning en Niklasson, Svíþjóð, og
Rivas, Spáni, urðu í 2.-3. sæti
með 7 vinninga. 15 alþjóðlegir
meistarar tefldu í mótinu og tveir
stórmeistarar, Janocevic og
Nicolic frá Júgóslavíu.
Sleppt
úr gæzlu
UNGUM manni var sleppt úr
gæzluvarðhaldi s.l. sunnudags-
kvöld. Hann hafði setið inni í 18
daga vegna rannsóknar á meintu
fíkniefnamisferli.
DAIHATSU CHARADE
ER RÖKRÉTTUR VALKOSTUR
Viö flytjum bílinn beint og milliliöalaust frá Japan.
Kynniö ykkur verö og þjónustu okkar.
Daihatsuumboöiö
Ármúla 23 sími 81733 og 85870.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um benzínhækkun verður
bezt svarað með kaupum á DAIHATSU CHARADE
AÖ sögn Svavars Gestssonar viöskiptaráöherra í fréttum fyrir helgi átti ríkis-
stjórnin á fundi sínum í dag aö taka ákvörðun um næstu benzínhækkun. Meö
óbreyttri veröuppbyggingu mun líterinn næstu daga hækka úr 205 krónum í
258.40 kr., skv. hækkunarumsókn olíufélaganna. Þessi hækkun er aöeins ein af
mörgum, sem eftir eiga aö dynja yfir á þessu ári vegna hækkunar OPEC-ríkj-
anna og ástandsins ííran.
HiÖ gífurlega háa benzínverö kemur nú verr en nokkru sinni fyrr viö efnahag hins
almenna borgara. Hvort sem fólki líkar betur eöa verr, verður þaö aö gera sér
glögga grein fyrir kostnaöinum viö rekstur bifreiðar.
Viö tökum stórt upp í okkur er viö segjum aö
benzínverðshækkuninni veröur bezt mætt
meö kaupum á DAIHATSU CHARADE, en viö
höfum sannanir máli okkar til rökstuönings. í
október síðastliönum sigraöi Daihatsu
Charade í íslenzku sparaksturskeppninni, er
hann eyddi 5.05 lítrum á 100 km. í sama
mánuöi sigraði hann í frönsku sparaksturs-
keppninni og eyddi þá aö meöaltali 5.61 líter
á 100 km í erfiðri 500 km keppni. í marz sl.
bættist svo enn einn stórsigurinn viö, er hann
sigraði glæsilega í 1600 km, já, sextánhundr-
uö kílómetra sparaksturskeppni í Ástralíu og
eyddí aö meöaltali 5.51 líter á 100 km.
DAIHATSU CHARADE er bíll nútímans,
hannaöur meö framtíöina í huga. 5 manna
bíll, framhjóladrifinn, þriggja strokka fjór-
gengisvél 56 hö tryggir hámarksnýtingu
eldsneytis og dyrnar eru 5.