Morgunblaðið - 24.04.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979
5
Sigurður Grímsson í góðviðrinu við sýnmgarsalinn að Hellusundi
6. (Ljósm. Emilía)
Heyrðu
ný kvikmynd að vestan
„HEYRÐU“ heitir ný, kvik-
mynd, sem tekin var á ísafirði
og í nágrenni í fyrrasumar.
Höfundar myndarinnar eru
fjórir skólafélagar í
Hochschule fiir Fernsehen und
Film í Munchen, og er einn
þeirra Sigurður Grímsson frá
Isafirði. Myndin tekur um 80
mínútur í sýningu, og verður
hún sýnd í ->HeHusundi 6 í
Reykjavík frá þriðjudegi til
laugardags, að báðum dögum
meðtöldum, klukkan 5, 7 og 9.
„Heyrðu“ var frumsýnd á
ísafirði í byrjun mánaðarins og
var sýnd þar nokkum sinnum
við góða aðsókn, en
vestur-þyzka sjónvarpið hefur
keypt sýningarrétt að mynd-
inni og verður hún sýnd þar í
októbermánuði næstkomandi,
nokkuð stytt.
Sigurður Grímsson ræddi um
myndina við fréttamenn í gær
og sagði þá meðal annars, að
myndin væri skólaverkefni, og
því að langmestu leyti kostuð af
Hochschule fiir Fernsehen und
Film, en einnig hefði þýska
sjónvarpið lagt fram nokkra
fjárhæð. Verkefni sem þetta
væru reglulegir liðir í námi við
skólann og væri hverjum
nemenda úthlutað ákveðinni
upphæð til kvikmyndagerðar á
ári hverju. Hann sagði ennfrem-
ur að oft væri kvartað yfir því
hve kostnaðarsöm kvikmynda-
gerð væri, en sjálfur kvaðst
hann þeirrar skoðunar að þetta
væri orðum aukið, — ein leiðin
til að halda kostnaði niðri væri
sú að sækja efnivið beint í lífið
og tilveruna í stað þess að
ráðast í umfangsmiklar fram-
kvæmdir og sviðsetningu.
Sigurður tók fram að við gerð
myndarinnar hefðu fjölmargir
Vestfirðingar lagt sitt af mörk-
um án endurgjalds, en án þeirr-
ar aðstoðar hefði vart verið
unnt að fullgera myndina. Kvik-
myndatakan tók tvo mánuði, en
síðan hafa þeir félagar,
Sigurður, Berhard Stamper, Sigi
Meier og H.P. Voigt unnið við
frágang myndarinnar.
I myndinni er brugðið upp
svipmyndum af bæjarlífinu á
Isafirði, þá liggur leiðin í Vigur
og ýmsa staði við ísafjarðar-
djúp, og í eyðibyggðir á Horn:
ströndum og í Jökulfjörðum. í
lok myndarinnar kemur
Finnbogi Bernódusson í
Bolungarvík við sögu og segir
þar frá einum af frumbyggjum á
Hornströndum.
I Reykjavík verður myndin
sem fyrr segir sýnd í síðasta
sinn á laugardaginn kemur, en á
sunnudaginn gerir Sigurður
Grímsson ráð fyrir sýningu á
Akureyri.
Jóhann G. Jóhanns-
son sýnir á Akureyri
Akureyri, 21. aprfl.
JÓHANN G. Jóhannsson list-
málari opnar í dag málverka-
sýningu á Gallerý Háhól á
Akureyri. Þar sýnir hann um 60
vatnslita- og olíumálverk, sem öll
eru til sölu. Þetta er fyrsta sýning
Jóhanns á Akureyri, en hann hefir
sýnt nokkrum sinnum í Reykjavík.
Sýningin verður opin til 30. apríl
kl. iö—22 um helgar en kl. 20—22
virka daga. — Sv.P.
Mikill rekaviður
á Skagafirði
Bæ. Höfðaströnd, 23. aprfl.
OKKUR finnst sumar ekki
anda hlýju hér í Skagafirði.
Bænadagana og um páskana
var hér stórhríð, að minnsta
kosti í útsveitum, og nú má
heita að flekkótt sé af snjó, og
þegar komið er út í Fljót er
töluverð fönn ennþá.
Sagt er að um 60 til 120 sm
þykkur klaki sé í jörðu og um
eins metra ís á vötnum. Þó eru
Héraðsvötn tekin að bræða af
sér ís.
Eftir að tók af Skagafirði
hefur orðið vart við óvenju-
mikinn trjáreka, svo ekki hefur
annað eins borið við um margra
ára bil. Eitthvað hefur
ísruðningur í fjörum þó orðið til
þess að reki hefur ekki festst
eins og efni standa til, en bátar
sem farið hafa út á fjörð hafa
komið að með fullfermi.
Netabátar í Skagafirði hafa
aflað ágætlega að ’ ndanförnu,
og virðist fiskganga hafa komið
inn á fjörðinn með ísnum. Tog-
arar kváðu þó hafa aflað mjög
miklu minna nú en áður.
Skemmtanahald hefur verið
mjög mikið, sérstaklega eru
söngfélög nú að sýna árangur
mikillar elju sinnar í vetur.
Sauðburður er rétt að byrja og
hey munu víðast hvar vera
nægjanleg.
— Björn í Bæ.
U U.YSIM.ASIMINN KR:
^>22480
J JHorpunblnbib